Ísafold - 17.07.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.07.1895, Blaðsíða 2
238 land hefði hjer unnið fyrir »farsæld þjóð- -anna og til tryggingar þjóðafriðarins«. Þrátt fyrir öll hin fögru ummæli hafa æinkum blöð Frakka og Rússa orð á, að sundið muni heldur greiða leið fyrir drott- insvaldi Þýzkalands í Eystrasalti, en upp- gangí viðskipta og verzlunar. — Annars tala bæði þýzk blöð og önnur um, að sundið þurfl talsverðra viðgerða til dýpk- unar fyrir stórdreka. Frakkar og Russar (og aðgjörðir þeirrn í Austur-Asíu). Á Frakklandi geng- ur allt skaplega á þinginu, en framsókti bersins á Madagaskar seinkar heldur, þó hann sigri hvervetna þar er fundum ber saman. I þetta skipti setjum vjer Rússa -við hliðina á Frökkum, því þó enginn viti, að sambands sáttmáli sje með þeim gerður, gera hvortuveggju sjer far um að láta bandamennsku sína blasa við öllum þjóðum. Menn ráða mest af bendingum og táknum. Sama daginn sem flotadeild- ir þeirra mætast fyrir sunnan Langaland, og Ménard aðmíráll Frakka tekur við leiðarvísan beggja til Kílar, færði sendi- boði Rússa í París Faure forseta St. Andreas-orðuna frá keisara sínum, en hún er helzt tignum mönnum ætiuð. Háværis- fögnuður í París og lýður og blöð segja: »þarna er hægt að sjá vottinn um fóst- bræðralagið!« Blöð Rússa tala samt var- lega um' allt. Þó verður einu ekki neitað: að Frakkar hafa verið og eru enn í sam- vinnu með Rússum í Austur-Asiu og hafa með þeim gengið fastast að Japansmönn- um, og stutt daður þeirra við Kínverja og fjárlánsboð til að borga stríðskostnaðinn; en hann jókst um um 270 millionir króna. er Japansmenn hjetu að skila aptur Ljaó- tong. Frakkar tóku að sjer mikið af lán- inu mótisæmilegu leigugjaldi (Jafhundr.)- en Rússar fóru fram á afsölu skika af Mandsjúríinu fyrir sinn greiða. Um hann skyldi járnbrautin liggja austur að Kyrrahafl. Nú fór Englendingum og Þjóðverjum ekki að lítast á leikinn, og komust bráðum að fjárláninu og buðu vildari kosti. Yið þetta varð Japansmönn- um betra 1 skapi, og nú hafa'þeir í hyggju að auka stórum flota sinn svo skjótt sem við má komast, og hafa skorað á skipa- gerðamenn í Ameríku og Englandi að smíða sjer skip fyrir 50 miljónir króna. Nú þykir mjög ósýnt um, hvernig ráða- bruggi hinna reiðir af, eðahvorthjerverð- ur nokkur hetta úr klæði. Ítalía. Þaðan í stuttu máli að bera, að til þingstarfa var tekið 10. júni, eða rjettara til þingrifrildis, sem við mátti bú- ast. Fjandmenn Crispis tóku þegar að rifja upp sakargiptir sínar gegn honum fyrir bankabrögð og fjárpretti. Hjer hefir tvisvar slegið í skammaviðskipti og áflog og loks varð þeirri uppástungu framgengt að sneiða hjá þeim málum í 6 mánuði, að tóm og ró fengist til að gegna nauð- synjamálum ríkisins. Frá Spáni. Erfitt hefurveitt til þessa um sóknina á Kúba, þó seinustu frjettir tali um smásigra á uppreistarflokknum. Undir merkjum stjórnarinnar standa þar 23 þúsundir hermanna, og þó kveðat stjórnin enn verða að senda Martinez Campos 9000 manna. Frá Tyrklandi. Sokbin hefur næst- um í 2 ár átt að bera hönd fyrir höfuð sjer, sökum stríðra ámæla fyrir illræði hermanna hans og foringja í Armeníu gagn kristnu fólki. Frakkar, Rússar og Englendingar hafa kraflzt rannsókna og rjettar af þeim, Tyrkir beitt þrjózku og þaufi, loks herti svo að þeim, að umboðs- stjórnin á að standa undir tiigæzlu nefnda frá þeim stórveldum. Nýjustu vandræði sem soldáni hafa borið að höndum voru þau, að trúarofsamenn í Jeddah, hafnarbæ Mekka, rjeðust á konsúla Englendinga, Frakka og Rússa, sem voru á gangi nokk- uð frá bænum, bæði með skotum og sverðshöggum. Yarakonsúll Englendinga fjekk þegar bana, en hinir þrír hættulega áverka. Soldán er hjer lítils umkominn og landstjóra hans hlýtt í sem fæstu. Englendingar hafa nú skipavörð við bæ- inn og undir aðhaldi þeirra verður það komið, hvað hjer vinnst til bóta. Nýlega á uppþotí brytt í Macedóníu af Búlgara hálfu, og grunur leíkur á sammælum við bræðurna hinumegin landamæra. Hjer verður seinna tiðinda að bíða, en her soldáns stendur búinn til að taka á móti því er að höndum kann að bera. Amtsráðsfimdir. Vesturamtið. Abalfundur haldinn 14.—15. júní í Stykkishólmi af fbrseta ráðsins, amt manni J. Havsteen, með amtsráðsmönnum Sigurði hreppstjóra Sigurðssyni í Gröf (Mýras.), Þórði hreppstj. Þórðarsyni á Rauðkollsstöðum, Torfa skólastj. Bjarnasyni íÓlatsdal, síraGuðm. Guðmundssyni í Gufudal, fyrv. sýslumanni Skúla Thoroddsen og Páli próf. Ólafssyni á Prestsbakka. Enginn amtsráðsmaður kominn úr Vestur-Barðastr.sýslu. Amtsráðið ályktaði að leggja fyrir sýslu- menn, að halda aðalfundi sýslunefnda svo tímanlega, að allar afgreiðslur snertandi amts- ráðið yrðu komnar til f'orseta ráðsins fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Amtsráðið mælti með skiptingu Isafjarðar- sýslu i 2 sýslutjelög, samþykkti 6000—10,000 kr.lántöku Daiasýslu til tóvinnuvjela gegu jarð arveði og veðrjetti í vjelunum og vjelahúsum vátryggðum, og sömuleiðis aðra lántöku sömu sýslu, 5000 kr., handa Saurbæjarhreppi til þess að kaupa þá hluti Staðarhólstorfunnar, sem liggja í nefndum hreppi og til þess að byggja upp Staðarhólskirkju. Út af brjefi frá Dalasýslunefnd um skoðun á mörkum á útflutnings- og kaupstaðarslát- ursfje, tjáði ráðið sig meðmælt lagareglum um markaði og fjársölu & haustum til vernd- unar eignarrjetti manna, varðveizlu góðrar reglu ámörkuðunum og eptirlits með heiibrigð- isástandi útflutningsfjár. Samþ. 3000 kr. lán- taka sýslunefndar ísfirðinga til efnda á lof- orði hennar um þá gjöf í sjúkrahússjóð á ísa- firði. Mælt með 600 kr. styrkbeiðni Guttorms Jónssonar í Hjarðarholti til alþingis til þess að útvega torfpressu tilhúsabyggingar. Sömul. meðmæli veitt til landshötðingja með beiðni frá sýslunefnd Snæfeliinga um að strandterða- skipið kæmi sem optast við i Ólafsvík, er það ætti þar leið um. Veittar 100 kr. til kvenna- skólans í Rvík. Út af erindi frá Guðjóni al- þm. Guðlaugssyni um að landsjóður keypti 6—6 gufubáta til strandferða gerði ráðið ekki nema að tjá sig hlynnta sem boztum sam- göngum á sjó. Amtmaður hafði útvegað og lagði fram tillögur sýslunefnda í auitinu um breytingar á sýsluvegum vegna vegalaganna nýju (ls/« 1894); slíkar tillögur vantaði úr Barðastr.sýslum báðum. Til Ólafsdalsskóla samþykkti ráðið að verja þetta ár, auk landssjóðsstyrksins (2500 kr.), 900 kr. úr Búnaðarskólasjóði Vesturamtsius og 299 kr. úr Búnaðarsjóði sama amts. Enn- fremur ályktaði það, eptir meðinælum frá sýslunefnd Strandamanna. að veita Torfa skólastj. Bjarnasyni 3000 kr. úr jafnaöarsjóði til þess að koma upp húsi í Ólafsdal svo sem í viðurkenningarskyni fyrir allar fiamkvætnd- ir hans, sem lúta að því, að halda uppi bún- aðarkennslustofrjun fyrir Vesturamtið án sjer- staks kostnaðar fyrir amtið sjálft. Fallizt var á, að veita amtmanni heimild til að greiða úr jafnaðarsjóði kostnað við skoðanir ú fje, sem flyttist til útlanda. Suðuramtið. Fundur 27.—28.júní haldinn í Reykjavík af forseta ráðsins, amtmanni J. Havsteen með amtsráðsmönnum Guðlaugisýslu- manni Guðmundssyni, síra Skúla Skúlasyni, síra Valdemar Briem, Þórði hreppstj. Guð- mundssyni á Hálsi og síra Guðmundi próf. Helgasyni í Reykholti. Um aðalsýslufundartfma sama ákveðið og i Vesturamtinu. Samþykkt ullarverksmiðjulán- taka sýslunefndanna í Kjósar- og Gullbringu- sýslu og í Árnessýslu til banda Birni Þor- lákssyni, 4000 kr. hvor. Nýjar sýsluvegatil- lögur sýslunefnda framlagðar og samþykktar (sumar) Mælt fram með endurbót á Grinda- skarðavegi, og með því að landshöfðingi Ijeti sem fyrst lærðan vegfræðing skoða þessi brú- arstæöi: a) á Soginu hjá Alviðru; b) 4 Brúará milli Miklaholts og Spóastaða; c) á Tungu- fljóti í Vatnsleysugljúfri; d) á Hvítá hjá Brú- arhlöðum, og gera kostnaðaráætiun wm brýr á þeim stöðum. Mælt með þeirri beiðni sýslu- nefndar Vestur Skaptfellinga, að 3 ára vöxt- um af legati Bjarna amtmanns Thorsteinsons, áður f'yrirhuguðum til brúar á Hólmsá, megi verja til vegvísa á villigjörnustu köfium Fjalla- baksvegar. Veittar 100 kr. tii kvennaskólans i Reykjavík. Framlagðar skýrslur og reikning&r viðvikj- andi Hvanneyrarbúnaðarskóla báru með sjer, að kostað hefði þar verið til húsauka í f'yrra nær 3900 kr., en nú í smíðum fjós <sg hey- hlaða, er kosta mundi nær 3000 kr., sem ráh- ið samþykkti. Skólanefndiu metur og eignár skólastofnunarinnar nú á 29,000 kr. Amtsráð- ið samþykkti þá tillögu nefndarinnar, að los- aðar yrðu handa skólanum kirkjujarðirnar Ásgarður og Hamrakot (afbýli) frá íardöguna 1896, helzt með samkomulagi við ábúendurna. Laun skólastjóra, Hjartar Snorrasonar, færð upp úr 800 kr. upp í 1000 kr. t'rá 14. maí þ. á. Vegna mjög mikils tilkostnaðar og skulda- lúkninga 2 siðustu árin, um 11,000 kr. alls, var ályktað að reyna að fá landssjóðsstyrk hækkaðan til muna næsta ár og sömuleiðis að taka 4500 kr. lán af nýju. Víðförul kona. Með þessu póstskipi kom frá Englandi mikils húttar kona amerísk, ungfrú Jessie A. Adkermann, er ferðazt hefir tvívegis hringinn í kringum hnöttinn, og dvalið Iangdvölum bæði i Ástralíu, Asíu og Afriku, mest I erinda- gerðum bæði fyrir »Hið kristilega alheims- kvennabindindisfjelag*, er þær rúða fyrir, Miss Frances Willard og Lady Henry Somerset, og fyrir Good-Templar-regluna. Hún flytur fyrirlestra um bindindismálið, þar sem hún fer um, stofnar G. T. stúkur og önnur bindindisfjelög, og lítur eptir hag og ástandi þeirra fjelaga, sem fyrir eru, gefur skýrslur um það. Hún heflr sjer

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.