Ísafold - 17.07.1895, Blaðsíða 4

Ísafold - 17.07.1895, Blaðsíða 4
240 er væntanlegt hingað tii Reykjavíkur 2. ágúst næstkomandi; leggur af stað hjeðan 4. ágúst og fer þá kringum landið til Kaupmannahafnar. Kemur við á öllum sömu höfnum og »Thyru« er ætlað að koma á (í ferð sinni frá Reykjavík 28. ágúst) og’ auk þess á Fáskrúðsfirði og Norðfirði. Flutningsg.jalcl ódýrra en með »Thyru« og »Lauru« Fargjald ódýrra en með »Thyru« og »Lauru«. Fæði ódýrra og haganlegra en með »Thyru« og »Lauru«. Frekari upplýsingar hjá afgreiðslumönnum skipsins Oeir Zoega & Co. Reykjavík. Jóhannes Jóhannesson settur sýslumaður í Húnavatnssýslu, Gjörir kunnugt: Með því að ætla má, að veðskuldabrjef, útgeflð 23. janúar 1849 af G. G. Halldórssyni til handa Skaga- strandarverzlun, þinglesið 16. maí s. á. með veði í 5’/3 hndr. úr Ási fyrir 160 rdl. og veðskuldabrjef útgefið 24. janúar 1849 af sama til handa Hólanesverzlun, þing- lesið 16. maí s. á., með veði i 3 hndr. úr Ási fyrir 40 rdl., sem eru yfir 20 ára göm- ul, en standa óafmáð í afsals og veömála- bókum sýslunnar sjeu, úr gildi gengin, þá stefnist hjermeð .samkvæmt 2. og 3.gr. laga 16. september 1893, um sjerstaka heimild til að afmá veðskuldbindingar úr veð- málabókunum, handhöfum tjeðra veðbrjfa til þess að mæta fyrir aukarjetti Húna- vatnssýslu, sem haidinn verður að Kornsá i Áshreppi fyrsta miðvikudag i september- mánuði 1896 kl. 12 á hádegi, koma fram með veðbrjef þessi og sanna heimild sína til þeirra. Komi enginn innan þessa tima eða á stefnudegi fram með veð- brjef þessi mun með dómi verða á- kveðið, að þau beri að afmá úr veðmála- bókunum. Til staðfestu er nafn mitt og embættis- innsigli. Skrifstofu Húnavatnssýslu 3. janúar 1895. , Jóh. Jóhannesson Okeypis. settur. Lög nr. 16 16/9 ’93, 4. gr. (L. S.) Jóh. Jóh^ Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skulda i dánarbúi Lopts bónda Guðmundssonar, er andaðist að heimili sínu, Keisbakka i Skógarstrandar- hreppi. 20. april þ. á., að lýsa kröfum sin- um fyrir skiptaráðandanum i Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, áður en liönir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu þessarar aug- lýsingar. Skrifst. Snæfellsness og Hnappadalssýslu Stykkishólmi 24. júni 1895. __________Lárus Bjarnason. Jóhannes Jóhannesson settur sýslumaður í Húnavatnssýslu Gjörir kunnugt: Með því að ætla má að veðskuldabrjef, dagsett 25. nóvember 1820, þinglesið 22. janúar 1821, útgefið af' Jóni Jónssyni til handa hinu opinbera fyrir tekjum af Strandasýslu, með veði í Geithól, sem er yfir 20 ára gamalt, en stendur óafmáð í afsals- og veðmála- bókum sýslunnar, sje úr gildi gengið, þá stefnist hjermeð samkvæmt 2. og 3. gr. laga 16. september 1893 um sjerstaka heimild til að afmá veðskuldbindingar úr veðmálabókunum, handhafa tjeðs veð- brjefs til þess að mæta f'yrir aukarjetti Húnavatnssýslu, sem haldinn verður að Þóroddsstöðum í Staðarhreppi f'yrsta laug- ardag í septembermánuöi 1896 kl. 12 á hád., koma fram með veðbrjef þetta og sanna heimild sína til þess. — Komi eug- inn innan þessa tíma eða á stefnudegi fram með veðbrjef þetta, mun með dómi verða ákveðið, að það beri að afmá úr veðmálabókunum- Til staðfestu er nafn mitt og embættis- innsigli. Skrifstofu Húnavatnssýslu 3. janúar 1895. Jóh. .Jólmnnesson Ókeypis. settur. Lög nr. 16 16/d ’93, 4. gr. (L. S.) Jóh. Jóli. Jóhannes Jóhannnesson settur sýslumaður í Húnavatnssýslu Gjörir kunnugt: Með því að ætla má að veðskuldabrjef, dagsett 25. júlí 1859, þinglesið 23. maí 1860, úfrgefið af Sigurði Sigurðssyni tilhanda yfirfjárráðanda Húna- vatnssýslu vegna ómyndugra, með veði í 10 hndr. úr Kagaðarhóli fyrir 171 rdl. 49 skild., sem er yfir 20 ára gamalt, en stendur óafmáð í afsals- og veðmálabók- um sýslunnar, sje úr gildi gengið, þá stefnist hjer með, samkvæmt 2. og 3. gr. laga 16. september 1893 um sjerstaka heimild til að afmá veðskuldbindingar úr veðmálabókunum, handhafa tjeðs veð- brjefs til þess að mæta fyrir aukarjetti Húnavatnssýslu, sem haldinn verður í þinghúsi Torfalœkjarhrepps að Blönduu ósi fyrsta þriðjudag í septembermámuði 1896 kl. 4 e. h., koma fram með veðbrjef þetta og sanna heimikl sína til þess. Komi enginn innan þessa tíma eða á stefnu- degi fram með veðbrjef þetta, mun með dómi verða ákveðið, að það beri að afmá úr veðmálabókunum. Til staðfestu er nafn mitt og embættis- innsigli. Skrifstofu Húnavatnssýslu 3. janúar 1895. Jóh. Jóhannesson Ókeypis. settur. Lög nr. 16 16/9 ’93, 4. gr. (L. S.) Jóh. Jóh.___________________________ Tapazt hefir brúnn hestur, mark: heilrif'að v., óafrakaður, aljárnaður og vakur. Þá, sem kynnu að hitta hest þenna, bið jeg vinsamlega að láta mig vita það allra fyrsta mót sann- gjarnri borgun. Vorsabæ í Flóa 10. júlí 1895. Sigurður Magnússon, trjesmiður. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR. fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeirr, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg- ar upplýsingar. 'KfÝKOMIÐ til W. Christensens verziunar: Meieri ostur 0.30, 0.40 — Fiske udding Holl. ostur 0.60 — Fiskeboller í Kraft Ekta Schweitzer ostur 1.00 Fiskeboller i brun Sauce Spegepölse 1.00 — Rögede Sardiner Anchovis — Sardeller Grönærter 0,60 — Marineret Brisling- Asparges — Röget Fedsild Tomater — Appetit Sild Champignons — Skind & Benfri Sild Bekkasiner — Krabbe. Slogan Whisky á 1.70 Margar tegundir af hollenzkum vindlunr og tóbaki. Með »Botnia« hef jeg fengið mikið af morgunskóm, fleiri tegupdir, frá 1.65 til 2.85 parið; dansskó, fleiri tegundir, mjög ódýra, o. m. fl. Rvík 17. júlí 1895. L. 04. Liúðvígsson. Jóhannes Jóhannesson settur sýslumaður i Ilúnavatnssýslu Gjörir kunnugt: Með þvl að ætla má,. að veðskuldabrjef dagsett 11. maí 1858. þinglesið 19. maí s. á., útgefið af Jónass Ásmundssyni til handa Andrjesi Þorleifs- syni með veði í 6 hndr. úr Iíolti fyrir- 380 rdl., og veðskuldabrjef dagsett 24. júlí 1858, þinglesið 23. maí 1860, útgefið af Illuga Asmundssyni til handa sama, með veði í 5 hndr. úr sömu jörð fyrir- 310 rdl., sem eru yfir 20 ára gömul. en stauda óafmáö í afsals og veðmálabókum sýslunnar, sjeu úr gildi gengin, þá stefn- ist hjermeð samkvæmt 2. og 3. gr. laga 16-september 1893 um sjerstaka heimild til að afmá veðskuldbindingar úr veðmála- bókunnum, — handhöfum tjeðra veðbrjefa til þess að mæta fyrir aukarjetti Húna- vatnssýslu, sem haldinn verður að Tindum í Svinavatnshreppi fyrsta mánudag i septembermánuði 1896 kl. 12 á hádegi, komafram með veðbrjef þessi og sannaheim- ild sinatil þeirra. Komi enginn innan þessa, tíma eða á stefnudegi fram með veðbrjef þessi mun með dómi verða ákveðið, að þau. beri að afmáúr veðmálabókunum. Til staðfestu er nafn mitt og embættis- innsigli. Skrifstofu Húnavatnssýslu 3. janúar 1895.. Jóh. Jóliannesson Ókeypis. settur. Lög nr. 16 16/9 ’93, 4. gr. (L. S.) Jóh. Jóh. ____ Verzlun P. C. Knudtzon & Söns hefur fengið með gufuskipinu »Botnia« ágætar kartöflur,ágætan Schweitserost bygg-grjón, kartöflumjöl, handsápu, margar tegundir, hvítasykur steyttan, og rnargt fleira er allt selst með vægu verði gegn peningum. Hvítur sauður, veturg. mark: stýft, bitl fr. h., blaðstýft a. v. Brm.: A. 1., var seldur sem óskilakind hjer í bænum síð- astl. vetur. Rjettur eigandi vitji andvirð- isins fyrir 1. nóv. næstk. hjer á skrifstof— unni, að frádregnum kostnaði. Bæjarfógetinn í Reykjavík 15. júlí 1895_. Halldór Danielsson. Útgef. og ábyrgðai m.: B.jörn Jónsson. Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson. Prentsnuftja Isafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.