Ísafold - 17.07.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.07.1895, Blaðsíða 3
239 til aðstoðar 2 tingfrúr aðrar, Miss Rnth Shaffner, sem er handritari hennar, og Miss Nana Pratt sem hraðritara. Miss Acker- mann er mesti ferðagarpur og fullhugi, hefir vanizt mjög svo margvíslegu ferða- lagi, t. d. á filum í Asíu, úlföldum í Af- riku, á hjólbörum í Kína o. s. frv.; farið þvera Ástralíu m. m. Hún og þær föru- nautar liennar dvelja hjer í bænum nokk- urn tíma, ætla síðan landveg norður á Akureyri og jafnvel víðarum land,helzt jafn- vel einar síns liðs. Verður jafnmerkilegum gestum væntanlega vel fagnað, ekki sízt af bindindisliði landsins. Gufuskipiö Stainford (300 smálestir, J. Gemre) kom hingað í gærkveldi frá Englandi með ýmsar vörur og eptir hrossaf'armi fyrir Zöllner og Vídalfn. Gufuskipið Bothnia, eitt af skipum »hins samoinaða gufuskipafjeiags« (578 smál., J. O. Holm), kom hingeð í fyrra dag og með því allmargir farþegar, útlendir og innlendir. Dr. Edv. Ehlers holdsveikislæknir og þeir íjelagar lians 3, sem áður er getið: Dr. Cahn- heim, Dr. Eickmúller og Dr. Gro.ssmann, komu með þessu póstskipi, eins og til stóð, og leggja af stað í fyrirhugaða landferð sína á morgun. Heiðursnaerki. Konungur vor hefir 24. f. m. sæmt landfógeta A. Thorsteinsson, r. af dbr., með hoiðursmerki dannebrogsraanna. Heimdals-liðinu fagnað. Tillaga ísa- foldar um daginn, að sýna þeim einhver fagn- aöarhót fyrir vel rekið erindi gegn botnvörpu- ribböldunum ensku, fjekk beztu undirtektir. tCók þorri alþlngismanna fyrir forgöngu ,hr. Tr. Gunnarssonar bankastjóra sig saman að bjóða j'firmönnum skipsins í útreið m. m„ er all-margir heldri bæjarmenn tóku einnig þátt í og urðu fullir B0 saman, er hjeldu í einni fylkingu upp i Itauðhóla í gær, í bezta veðri ®g blíðasta. Var þar staldrað við um hrið, og minni drukkin. Mælti biskup fyrir minni konungs, Klemens sýslum. Jónsson fyrir minni Heimdals-liða, með þakklæti í nafni þings og þjóðar fyrir frammistöðuna, en þeir Schultz yfirforingi og prinz Carl þökkuðu og mæltu fyrir minni Islands m. m. Degar heim kom aptur í gærkveldi höfðu nokkrar heldri konur bæjarins fyrirbúið heiðursgestunum og föru- nautum þeirra viðhafnarlausan kveldverð á »hótelReykjavík*.er allmargir bæjarmenn aðrir tóku einnig þátt í, svo að um 100 manns voru í því samkvæmi, karlar og konur. Þá var dansað um hríð á eptir, og þess í milli hafzt við í alþingisgarðinum, sem nú er orðiun mjög svo snotur 0g þægilega útbúinn, með tjaldbúð allmikilli og fl., fyrir framkvæmd hr- Tr. Gunnarssonar; en lúðrasveit hr. Helga Helgasonar skemmti prýðilega með sinni list. Fór mannfagnaður sá allur mikið vel fram. Þjóðhátíð Frakka. Herskipið franska La Manche hjelt þjóðhátíð lands síns hjer á höfn- inni sunnudag 14 þ. m. (Bastilledaginn) nieð venjulegri viðhöfn: veifuskrúði, fallbyssuskot- um, samkvæmi, — morgunverði þar sem boðn- ir voru landshöfðingi og fáeinir embættismenn aðrir úr bænum, ásamt yflrmönnum á danska herskipinu >Heimdal«, er hjer lá þá líka og tók að öðru leyti þátt í hátíðabrigðum Frakka fyrir kurteisis sakir. I annan stað höfðu dát- ar á »La Manche« boðið fjelögum sínum á «HeimdaD til miðdegisverðar. Af landsmanna hálfu var það gert til samfagnaðar, að gufu- báturinn >Elín« fór um morguninn hlaðinn íólki umhverfis >LaManohe« og með lúðrasveit hr. Helga Helgasouar, er flut.ti þjóðsöng Frakka (La Marseillaise) nokkrum sinnum, en liðið allt á herskipinu, yfirmenn og undirgefnir, hlýddi á berhöíðað og laust upp margföldu fagnaðarópi. Siðan kvaddi söngflokkurinn einnig »Heimdal« með »Kong Kristjun stod ved heien Mast«, og var mætavel tekid. Erá íslendiugum í Aisicríkn. t»i ír ís- lendingar hafa í vor útskrilMZt ,úr Gústav Adolfs latinuskólanum í St. Peter í Minnesota: Thomas H. Johnson frá Baldur, Man., Run- óllur Marteinsson úr Winnipeg (systursonur sira Jóns Bjarnasonar) ogBrandur J. Brands- son frá Gardar í Norður Dakota — allir með loflegum vitnisbui ði. — Frá prestaskóla Lúters- trúarmanna i Filadelfíu hetur Þorkell Ó. Sig- urðsson útskrifazt í vor, ætlar að gerast prest- ur íslendinga í Argyle og átti að vig,jast á kirkjuþinginu í sumar. Svo hefur og lækna- skólakandídat Óiafur Stephensen (frá Vatns- firði) tekið próf í vor við læknaskólann í Winnipeg, og er nú læknir þar í borginni. Eptirmæii. Dáinu er 24. mal þ. á Brynjólf- ur bóndi í Gerði á Akranesi, Brynjólfsson Teitssonar hins kynsæla Sveinssonar, sem kominn varaf fátæku tólki i Skagafirði. (Frændi hans var séra Sveinn sál. Skúlason). Teitur átti konu Guðríði Gunnarsdóttur merkismanns í Skagafirði; hann bjó í Örfirisey (Efiersey) á 18 öld; þá var þar byggð; varð verkstjóri ullarverksmiðju í Reykjavík; var mesta lipur- menni og listamaður. BörnTeits voru mörg og mannvænleg, og er mikil ætter frá honum komin. 1. var Arndís gipt Einnboga, móðir Teits dýra- læknis í Reykjavík, séra ‘Jakobs á Steinnesi og þeirra systzkina; 2., Þórunn gipt Magnúsi Bergmann, móðir Teits gullsmiðs í Litlabæ^ Guðríðar konu sjera Geirs Bakkamanns og þeirra systkina, 8., Þuríður gipt Gísla bónda í Neðrihrepp, móðir Jóns bónda á Súlunesi og hans systskina; 4., Guðmundur giptur Ástríði dóttur Óiafs smiðs frá Kalastaðarkoti faðir Guðmundar bónda á Krossi og þeirra bræðra; 5 , Brynjólfur áðurr.efndur sem var uppalinn hjá konferenzráði Maguúsi Stephen- sen á Jnnrahólmi og giptist þaðan Margréti þjóliustustúlku Brandsdótturaf borgfirzku kyni móður Brynjólfs heitins í Gerði og hans syst- kina: Bjarna dannebrogsmannsá Kjaransstöð- um, Teits bónda á Kúlu, Guðbrands, Guðríð- ar. Guðrúnar, og Margiétar og Magnúsar hreppstjóra og dannebrogsmanns á Dysjum. Fleiri börn átti Teitur Sveinsson en hjer eru talin og öll höfðu þau, eins og allir hans af- komendur, þettagóða einkenni; lipurð og Ijúf- mennsku — fáir auðsæld, en fleiri heilsutæp- ir. Brynjólfur heitinn fæddist í Gerði 21. ágúst 1819, var þannig á 76. aldurs ári er hann ljezt; að frá teknum nokkrum árum i uppvextinum ól hann allan sinn aldur í Gerði, þar bjó hann sem bóndi í íull 50 ár; hanu var tvíkvæntur, 17 ár Guðnýu Nikulásdóttur, og 26 ár Hali- dóru Sveinsdóttur, sem líka er látin; með fyrri konunni átti hann 6 börn og eru 3 á lííi, en með hinni síðari 8 börn, 1 á lííi. Brynjóltur heitinn var maður vaudaður í allri framkomu, skyldurækinn í allri sinni köllun, ljúfur og viðfeldinn í umgengni við alla, gestrisinn og greiðasamur eptir megni; lífskjör hans voru opt blönduð sorg og söknuði, efnin voru aldrei mikil en guðsótti og nægjusemi, sem honum var tamast, var honum mikill ávinningur. Sá sem er trúr yflr litlu, mun verða settur yfir meira. H. J. Fundizt hafa hláar »lorgnetter« á götum um bæjarins. Yitja má á afgreiðslustofu Isa- foldar. Proclauia. Eptir lögum 12. apríl 1878 og opnu br. 4. jan. 1861 er hjer meö skorað ;i alla þá sem til skulda telja í dánarbúí Iíelgu Bjarnadóttur frá Esjubergi, sem andaðist hinn 22. marz þ. á. að tilkynna og sanna kröfur sínar fyiir undirskrifuðum skipta- ráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birt- ingu auglýsingar þessarar. Jafnframt er skorað á þá, sem skulda tjeðu búi, að borga skuldir sínar innan greinds tíma, að öðrum kosti verða þeir lögsóttir. Skriístofu Kjósar- og Gullbr.s. ll.júlí 1895 Franz Siemseir_______________________ Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. op. brjet 4. jan. 1861 er bjer með skorað á aila þá, sem til skulda telja í fjelagsbúi þeirra hjóna, past. emer. síra Kjartans Jönssonar á Eiiiðavatni, sem andaðist hinn 1. marz þ, og eptirlifandi ekkju hans, Ragn- hildar Gísladóttur, að framkomu með kröf- ur sinar og sanna þær innan 6 mánaða frá síðustu birtiugu auglýsingar þessarar fyrir undirrituðum skiptaráðanda. Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 10. júli 1895. Franz Siemsen. *i.. Uppboösauglýsing-. Laugai-daginn 20. þ. m. kl. 11 f. hád. verður opinbert uppboð haldið í húsinu nr. 3 í Aðalstræti til að selja tóma kassa, poka, stðla, kopiupressu,decimalvog, sæng- urföt, prjónamaskínu, íverufatnað, ýms smiðatól, áhöld til tannlækninga, og tanna- tilbúnings, bækur o.fl., allt tiiheyrandi dán- arbúum Þorþjarnar kaupm. Jónassonar og O. bliekolin tannlæknis. Söluskilmálar verða birtir á undan upp- boðinu. Bæjarfógetinn I Reykjavik 13. júlí 1895. _ Halldór Danielsson Stj ör nu-h eilsu d r ykkur. Stjörnu-heilsudrykkurinn skarar fram úr alls konar „Lifs-Elixír", sem menn allt til þessa tíma bera kennsli á, bæði sem kröptugtlæknislyf og sem ilmsætur og bragðgóður drykk- ur. Hann er ágætur læknisdómur til að afstýra hvers konar sjúkdómum, sem koma af veiklaðri meltingu, og eru áhrif hans stórmjög styrkjandi allan líkamann, hressandi hugann og gefandi Sóða matarlyst. Ef maður stöðugt, kvöld og morgna, neytir einnar til tveggja teskeiða af þessum ágæta heilsu- drykk í brennivíni, vini, kaffi, te eða vatní, getur maður varðveitt heilsu sina til eísta aldurs. I»etta er ekkert skrum. Einkasölu hetir Edv. Christensen. Kjöbenhavn K. Fundizt hegr 9. þ. m. á Tungu í Grafningi 2 hestar, annar dökkskjóttur marklaus, nýlega járnaður með nýjum skaifum ppttuðum átún- um, vel vakur og viljugar; hinn móbrúnn með marki stýft hægra; járnaður með óvönduðum skeitum, klárgengur og viljugur. Hestanna má vitja til Sigurðar Sigurðssonar á Tungu i Grafningi gegn hirðingarlaunum og auglýsing- argjaldi. __________________ Gleraugna, sem fundizt hafa, má vitja til Jónasar Jóussouar á Laugaveg. Auglýs.borgist.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.