Ísafold - 20.07.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.07.1895, Blaðsíða 1
 XemurútýmisteÍEnsinm eða tvisv. í viku. Verö árg.(80arka irjinnst)4kr.,erlendis5kr. eða j l'/s dolí.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram)L •o ISAFOLD o Uppsögn(skrifleg)bundin við* áramót, ógild nema komin sje- til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXII. árg. Reykjavik, laugardaginn 20 júli 1896. 61. blsð. H. Chr. Hansen, störkaupmaðm (Rör- holmsgade 3) í Kaupmannahöfn, byrjaði ís- leuzka umboðsverzlun 1882, tekur að sjer innkaup á vörum fyrir ísland, selur einnig islenzkar vörur í Kaupmannahöfn og Leith. Kaupir íslenzk frímerki fyrirhæsta verð. Landsins mesta velferðarmál. Þið haldið kannske, piltar, að það sje stjórnarskrármálið. Sauðir eruð þið, ef þið gerið ykkur það í hugarlund. Fíiri sem fara vill um skriflið það, stjórn- arskrárfrumvarpið þeirra. Það er að eins vissra orsaka vegna nauðsynlegt, að það fljóti einhvern veginn gegnum þingið. Brotið ailt og brenglað má það gjarnan vera, af breytingum á þinginu, bara að það fijóti. Og þó að það fljóti ekki nema á cinu atkvseði, — það er allt hiðsama. Það nær sínum tilgangi jafnt i'yrir því. Betra þannig útleikið og marið fram með fullu samkomulagsleysi heldur en að »óheilhiflug- an« verði samþykkt, þótt rneð öllum þorra atkvæði vseri í báðum deildum. Því »ó- heillaflngan* spillir landsins mesta velferð- armáli. Hún er sú meinvætt, sem aptr- ar þingrofi og fyrirgirðir nyjar þingkosn- ingar og ankaþing að sumri, en það er sama sem að spilia mesta velferðarmáli þjóðarinnar, sem er það, eins og hvert mannsbarn veit, að — ritstjóri »Þjóðólfs« komist á þing og að þingið verði að öðru leyti þannig skipað, aðþaðgæti sóma síns og hagsmuna þjóðarinnar með því að veita áí'ram viðunanlegan styrk til landslcjala- gafnsröðunar ! Þjóðin erheillum horfin og þingið þekk- ir ekki sinn vitjunartíma, ef því dylst, að þetta — þetta er landsins mesta velferð- annál! Verzlunarpistill. Khöfn. 5. júlí 1895. Verð á saltfiski hefir allt að þessu verið allgott og fjekkst fyrir afhnakkað an vestfirzkan saltfisk, sem kom með »Laura« i maí, um 58 kr. fyrir skippd. og öafhnakkaðan um 55 kr. en 40—44 kr. fyrir smáfisk. Siðan hefir afhnakkaður fiskur lækkað í verði af því markaðurinn á Spáni er eigi góður sem stendur og fiskur sá, sem var sendur þangað hjeðan, likaði ekki og gat eigi haldið sjer í sum- arhitanum. Seinna hefir austfirzkur fisk- ur selzt fyrir 52 kr málsfiskur, 40 kr. smáfiskur og 36 kr ýsa. En það eru allar líkur til að verðið Jækki, þegar meira kemur á markaðinn. Fyrir norðlonzka ull munu tæplega fást 70 aurar nú sem stendur. Æðardúnn er í lágu verði eða um 8 kr. 50 aura fyrir pundið af vanalegu ís- lenzkum dún. Af hinum vanalegum lýs- istegundum (bákarls, sels, hnisu og þorska) er þorskalýsið í hæstu verði, þ. e. ef það á annað borð er gott. Það þarf að vera dökkt á litinn, vel soðið, hreint og gróm- laust og svo lyktarlítið sem unnt er. Það þarf því að bræða lifrina áður en hún er orðin gýrtt, og eins láta lýsið standa nokkra daga í opnum ilátum, áður en þvi eraus- ið í tunnur. Norskt þorskalýsi þykir bezt og fæst langtiun betur borgað en ís- lenzkt eða færeyskt þorskalýsi. Það er að eins frá einum stað á Islandi (Seyðisfirði) að gott þorskalýsi kemur, sem er eins vel borgað og norskt, enda mun það vera brætt af manni, sem er kunnugur norsku lýsi. Sútarar erleudis sækjast eptir þessu lýsi til þess að gjöra stígvjelaleður vatns- þjett. Það mundi fást langt um hærra verð íyrir tunnutia af þorska lýsi, ef menn kostuðu kapps um að hafa lýsið eins og kaupendurnir hjer vilja hafa það. Þeir sem vildu gjöra tilraunir í þessa átt, geta fengið hjá mjer sýnishorn af þorskalýsi eins og það er, sem þykir vera bezt. Meðalalýsi er í háu verði, á annað hundrað kr. tunnan, en líklega eru ekki tök á að gjöra það almennt að verzlunar- vöru á íslandi sem stendur. Jakoh Gunnlögsson. IMýjasta lokleysa „Þjóðó!fs“. Nei, ekki á að fresta fundi til að fara í mál, ef ágreiningur verður um, hver sje rjettur skilningur á þingsköpum alþingis. Það á að láta konung eða ráðgjafa íslands skera úr! Svo mörg eru þjóðfrelsismál- gagnsins orð, þ. e. signor »Þjóðó!fs«. Finni forseti upp á þvi, að láta eigin geð- þótta setja þinginu reglur — eða óreglur — um, hvernig það eigi að haga sjer, í stað þess að fara eptir þingsköpunum, þá á ekki að fresta fundi, fara í mál, reka það fyrir öllum rjettum og halda síðan áfram fund- inum, þegar dómur er fenginn í hæsta- rjetti á sínum tíma, heldur á að skrifa konungi eða ráðgjafanum, og spyrja annan- hvorn þeirra um, hvernig skilja eigi þing- sköpin eða hvort heldur fara eigi eptir þeim eða gjörræðis-dutlnngum forseta. Annaðhvort mun þá eiga að fresta þingi á meðan, þangað til úrskuröurinn kemur handan yfir pollinn, eða þá að halda á- fram, eptir höfði forseta auðvitað, — hans vilji að ráða þangað til úrskurðurinn kemur frá Khöfn með póstskipinu á sínum tíma! — Það md nú segja, að það er þæg skepna í blaðsnepils-líki, sem lætur hafa sig til að flytja annan eins hroðbullandi skynleysis- þvætting og það, að alþingi hafi ekkert atkvæði sjálft um skilning á sínum eigin þingsköpum, heldur liggi slíkt undir úr- skurð konungs eða ráðgjafa! Og ekki er síður aðdáanlegt hið óviðjafnanlega þjóð- frelsisfylgi, er lýsir sjer í annari eins kenningu og þeirri, að konungur eða ráð- gjafi eigi að skera úr, hvernig þing þjóð- arinnar skuli beita sínum eigin fundar- reglum. Næst flytur skepnan (»Þjóð.«) sennilega þákenningu, að alþingi eigi ekki einu sinni .neitt með að velja sjer f'orseta, heldur liggi það undir konung eða ráðgjafa! Þjóðfrelsisleiðtoga-frjálslyndi. Þegar umræðurnar fóru fram bjer um daginn í neðri deild alþingis um stjórnar- skrármálið, sótti jeg um að mega sitjavið borð þingskrifaranna, meðan fundur stæði yfir, sem fregnritari ísafoldar. Forseti bar þá umsókn þegar undir atkvæði deildar- innar, og var leyfið veitt með öllum at- kvæðum. Svo var skýrt frá því í ísafold, er á fundinum gerðist, eins og lesendum blaðsins er kunnugt. Forseti liefur fundið sig meiddan, sumpart af einhverju, sem stóð í frásögninni um atferli hans á fund- inum, sumpart af hugleiðingum á öðr- um stað í blaðinu, er byggöar voru á þeirri frásögn, en voru henni að öðru leyti óviðkomandi, og hefur höfðað mál gegn ábyrgðarmanni ísafoldar. N'okkrum dögum síðar sótti jeg um að mega sitja við sama borðið á fundum það sem eptir væri þingtímans. Þá um- sókn bar forseti ekki undir atkvæði, held- ur svaraði mjer eptir 2 daga umhugsun með eptirfylgjandi brjefi: «í tilefni af brjefi yðar dags. 15. þ. m. um að ,yður verði veitt leyfi, sem fregn- ritara ísafoldar það sem eptir er af yfir- standandi þingtíma, til að sitja við borð þingskrifaranna meðan fundir deildarinn- ar standa yfir, þá læt jeg yður hjer med vita, að rúmið leyfir eigi, að þjer fáið sæti við borð þingskrifaranna, en þar á, móti vil jeg leyfa, að þjer fáið annað hag- kvæmt sæti sem fregnritari, að því til- sltildu að þjer ekki í annað sinn eða opt- ar gefið mjer sem forseta eðnr þá öðrum þingmönnum eða ílokkum þingdeildarinn- ar tilefni til umkvörtunar eður kæru út at

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.