Ísafold - 31.07.1895, Side 2

Ísafold - 31.07.1895, Side 2
254 «ptir mikla erflðleika og fyrir lofsamlega framgöngu ymissa góðra manna. Svo rikt sera það hefði verið í huga mönnum áður, að þörf væri á brú á þetta þunga og volduga vatnsfall, sem nú stæð- um vjer hjá, þá hefðí það ekki veríð síður eptir að Ölfusárbrúin var komin á, og menn reyndu þann ómetanlega hagnað og ljetti, sem er að slikri samgöngubót. Hin al- menna gleði þjóðarinnar yflr Ölfusárbrúnni og aukið traust á mátt sinn og megin hefði og gert hana fúsari og áræðnari til fleiri stórvirkja. Iíjer um bil 4 mánuðum eptir að Ölfusárbrúin var komin á hefði ráðgjafinn tilkynnt landshöfðingja, að Eipperda mannvirkjafræðingur, sá er eptir- lit hafði við Ölfusárbrúna, meðan hún var í smíðum, og þá átti kost á að heyra, hve mikið áhugamál mönnum var að fá einnig brú á Þjórsá, hefði boðizt til að gera upp- drætti og áætlanir um slika brú, þjá Þjót- anda, og þá þegar með vorinu hefði lands- höfðingi tekið til að gera ráðstafanir til að kannað væri brúarstæðið, byggingar- efni í brúarstöpla o. s. frv. Tilboð voru fengin, og yfir höfuð hið mesta kapp lagt á, af stjórnarinnar hálfu, að hafa málið sem bezt undirbúið undir næsta alþingi > 1893, er samþykkti síðan tafarlaust frum- varp stjórnarinnar um 75,000 kr. fjárveit- ingu úr landssjóði til þessa fyrirtækis, — í stað þess að hann greiddi að eins 2/s af Ölfusárbrúarkostnaðinum. Frumvarp þetta hlaut staðfesting konungs rúmum hálfum mánuði eptir þinglok, 16. sept. 1893, og síðan bráðlega tekið tilboði því um brúar- smiðið, er bezt þótti, en það var frá verk- vjelasmíðafjelaginu Vaughan & Dymond í Newcastle, er þegar var orðið góðkunnugt hjer á landi fyrir smíði sitt á Ölfusárbrúnni og alla frammistöðu þar. Tók fjelagið að sjer brúarsmiðið að öllu leyti, bæði stál og stein, fyrir umsamið verð, og ljet í fyrra sumar reisa stöplana undir brúna og samsumars flytja hana sjálfa til Eyrarbakka, en þaðan var hún flutt upp að brúarstæð- inu í vetur sem leið. Siðan kom Vaughan mannvirkjafræðingur sjálfur hingað í vor, og heflr stjórnað allri vinnunni við brúna hjer í sumar, og rekið hana með þeim dugnaði .og atorku, sem allir sjá, að brúin er nú fullger til afhendingar og afnota fyrir almenning frekum mánuði áður en smíðinni þurfti að vera lokið eptir samn- ingnum. Þannig er þá hugsjón þeirra manna, er fyrir frekum 20 árum hófu upp tillöguna um, að brúa Þjórsá og Ölfusá, og báru mál það fram þing eptir þing, orðin að öflugri smíð úr stáli og steini. Þessar þjóðkunnu systur, þessar þóttafullu og blendnu heimasætur Suðurlandsins hafa loks orðið að brjóta odd af oflæti sínu og taka festum af tignum brúðguma: fram- faraanda ogframkvæmdarþrótt þessa lands. Önnur samlíking ættti þó betur við. Þær væru, þessar jötunbornu systur, eins og glófestar ótemjur, fjörugar og ferðmiklar, er geystust áfram með flakandi mökkum, fnasandi nösum og háværum jódyn. Nú hefði loks tekizt að koma við þær beizli með stengum úr ensku stáli og strlðum strengjum. Nú gæti hvert barn farið ferða sinna fyrir þeim hvort heldur væri sumar eða vetur. Þessi brú, sem tengir saman tvö mikils háttar hjeruð, frjósöra og sögufræg, Arnes- sýslu og Rangárvallasýslu, er eitt hið mesta jökulvatn þessa lánds hefir sundur stíað frá alda öðli, — hún jartegnar mikinn sigur, sigur yfir fátækt og erfiðieikum, en sjerstaklega sigur yfir ýmsum óheillavæn- legum og rótgrónum hleypidómum, um vanmátt, örbírgð og uppblástur þessa lands. Hver sigur í líka átt Og þessi sýnir, að landið getur gróið upp, er að gróa upp, mun gróa upp og skal gróa úpp. Til þess að landið grói upp, þarf að eins samein- aða krapta, þor, þol og vilja til að verma og græða. Það er ótrúlegt, hverju góður vilji og traust getur til vegar komið, hvern árangur það getur haft, að keppa jafnan áfram og upp á við, þótt ekki sjái fram úr í fyrstu. Mjer kemur til hugar frásaga þjóðsnill- ingsins norska, BjörnstjjrneBjörnssons, um það, hvernig lyngið óg fjalldrapinn fóru að hylja fjallshlíðina, og hvað þau sáu, þegar þau voru komin alla leið upp á brún. — Það var í djúpum dal og eyði- legum. Eptir dalnum rann straumhörð grjótá og köld. Háar fjallshlíðar báðum megin, berar og naktar, urðin tóm. í litlu rjóðri niður við ána stóðu eptir frá fyrri tímum nokkrar tóar af fjalldrapa, eini og björk, og svo ein útlend hrislaj sem hafði verið gróðursett þar i fyrndinni. Þau þorðu varla að líta upp til hlíðarinnar auðu og beru, áttu þaðan feigðar von: að einhver skriðan rifi þau upp eða bældi þau undir sig, eins og systkin þeirra hin eldri. En þá var það einn dag, er sól skein hlýtt á fjalldrapann, að honum kom nokkuð nýtt í hug. Hann vjek sjer fyrst að útlenda viðinum, sem var álitlegastur til framkvæmdar. «Eigum við ekki að reyna að klæða fjallshliðina?* sagði hann við útlenda viðfnn. En hann hristi höfuð- ið og kvað það óðs manns æði. Þá sneri hann sjer að eininum og bar upp sömu tillöguna við hann. Hann tók þegar vel i það, og björkin eins. Svo fðru þau að reyna að fika sig upp á við, teygðu eina rót ofurlitið upp fyrir sig, upp í mel- inn, kolsvártur fjalldrapinn fyrst og hinn gróðurinn á eptir. Þau áttu mikla erfiðleika við að stríða. Þegar þau voru komin upp í miðjar hlíðar, varð fjallið vart við eitthvað kvikt á sjer og sendi af stað læk til þess að vita, hvað um væri að vera. En læk- urinn reif upp allan nýgræðinginn og hrakti það niður í dalverpið aptur. Fjall- drapinn Ijet þó ekki hugfallast. Hann skoraði aþtúr á eininn og björkina að klæða hlíðina, og þau fóru aptur af stað, i á sama hátt og fyr, hægt og hægt, með sama áformi og fyr: að komast alla leið upp á brún. Og það tókst að lokum. En þegar þau voru loks komin upp á brún, þá gaf þeim á að líta. Þar var allt ein- tómur iðgrænn skógur, svo langt sem aug' að eygði, og sjálf voru þau búin að klæða alla fjallshlíðina, svo að nú var allt ein- tóm samföst gróðurbreiða. Svona er það að keppa upp og áfram, og láta eigi Iiug- fallast. Hjer er margar hlíðar að klæða, mörg flög að græðaj en hjer er einnig ti'l lyng og fjalldrapi, einir og björk, sem ef til vill komast upp á fjallið, ef þau reyna með þolinmæði og víla ekki fyrir sjer að færast stórvirki i fang. Þau standa föst og óhögguð, orð skálds- ins: — — «Eyjan hvíta á sjer enn vor, ef fólkiö þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða rjettn, góðs að biða. Fagur er dalur og fyllist skógi, og frjálsir menn, þegar aldir renna». «Þegar aldir renna*. Já, en hversu marg- ar aldir eiga að renna, hversu Iangur tími á að líða? Það er vitaskuld ekkiað öllu undir mönnum komið, en svo mikið er víst, að reyni mennirnir ekki að ieita upp á viðogáfram,eins ogfjalldrapinn, ein- irinn og björkin, þótt upp á óvissu sje, þá fyllist dalurinn aldrei skógi. Hver veit nema þess verði ekki eins langt að bíða og sumir hyggja, að ísland komist nokkuð inn í framfara- og fram- kvæmdastraum aldarinnar, eins og önnur lönd. Hver veit nema þess sje ekki ýkja- langt að biða, að vjer eins og aðrar þjóð- ir hugsum iafnvel hærra en það, að kom- ast klakklaust yflr árnar, hugsum til þess að beizla vorar voldugu ótemjur, ár og fossa, til vinnu, til þess að erfiða, verma og lýsa. Hver veit nema einhvern tíma takist að hepta uppblástur og eyðing af sandi, —nema dalurinn fyllist skðgi. Ýmsir munu vilja kalia þetta ekki annað en hugarburð, óljósar, rótlausar vonir. En svo framarlega sem þjóð vor og land er háð sama f'ramfaralögmáli og aðrar þjóðir og önnur lönd, verður þetta meira en hug- arburður. Von er upphaf alls góðs, þess er mönnum er sjálfrátt. Upp af henni sprettur áhugi, af áhuga vilji, af vilja kraptur. En vonleysi drepur alian krapt og kjark. Jafnframt vonglöðu trausti og trú á æðri vernd og varðveizlu þurfum vjer aðra trú: Vjer þurfutn trú á mátt og megln á manndóm, framtíð, starfsins gud, þurium að hleypa hratt á veginn, hætta við víl og eymdarsuh. Þurfum að minnast margra nauða, svo móður svelli drótt at' því, þurfum að gleyma gomlum dauða og glæsta framtíð seilast í. Um leið og jeg í umboði landshöfð- ingja votta brúarsmiðnum, hr. Vaughan, þakkir fyrir framkvæmd hans og óska honum góðrar heimkomu eptir farsællega lokið starf, skal jeg að lokum geta þess, að svo er um samið rnilli hans og lands- stjórnarinnar, að áður en brúnni sje veitt viðtaka til fullnustu, skuli reyna hana með jöfnum þunga, er nemi 80 pundurn á hvert ferh.fet, og skal sá þungi hvila á henni i 2 daga. Haggist þá nokkuð, umbætir brú- arsmiðurinn það á sinn kostnað. En með því að svo atvikaðist, að bæta þurfti ofan á stðpulinn i sumar og sú viðbót er ef til vill ekki búin að ná þeirri hörku sem hún nær siðar, hefir þótt rjettara að fresta þeirri prófun um sina. Reglur fyrir umferð um brúna hefir landshöfðingi sett samhljóða þeim við Ölfusá, og falið sýslumönnum Árnesinga og Rangvellinga

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.