Ísafold - 10.08.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.08.1895, Blaðsíða 2
1266 inu í þessu kjðrdæmi á undan yfirstand- andi þingi, svo Reykjakots-garpurinn get- ur djarf't talað! En út yfir tekur þó til- vitnunin til þessa Kollafjarðarfundar, sem haldinn var mitt á meðal undirskrifend- anna sjálfra. Þeir ættu að hugsa sig ofur- lítið' um áður en þeir gerast ginningarfifi Reykjakots-mannsins og athlægisefni al- J)ingis í næsta skipti. Alþingi 1895. XI. Fjárlögin. Aðal-umræðan um þau, 2. umr. í neðri deild, stóð dagana 6.—8. þ- m., tvo fundi á dag fyrri dagana tvo, og þrjá fundi síðasta daginn, fullar 12 stundir samtals þá — var ekki lokið fyr en kl. rúml. 2 um nóttina. Eins og vant er, urðu mestar og einna snarpastar umræðurnar um samgöngufjárveitingarnar og bitlingana, einkum Skúla-bitlingana alræmdu. Þriðja umræða í neðri deild í dag, og kemst málið líklega á dagskrá í efri deild fyrstu dagana í næstu viku. Samgöngufjárveitingar. Þar hafa flest-allar tillögur fjárlaganefndarinnar gengið fram. t. d. hvort árið 45,000 kr. til flutningsbrauta, 20,000 kr. til þjóðvega, 45,000 kr. til gufuskipsferða frá útlöndum og með ströndum iandsins, 32,000 kr. til fjórðungs-gufubáta, allt að 6,000 kr. fyrra árið til uppmælingar á innsiglingarleið inn á Hvammsfjörð. Búnaðarstyrkur. Til búnaðarfjelaga ætlað 13,000 og 15,000 kr., eins og nefndin stakk upp á, og eins fylgt tillögu hennar um búnaðarskólana (sjá ísaf. 31. f. mán.), allsherjarbúnaðarfjelag (4000 kr.) m. m. Meiru rutt í Skúla! Fyrir utan stór- hneykslisbitlinginn, 5000krónurnar til Skúla Thoroddsen, gekk fram við 2. umr. í neðri deild önnur gjöf handa honum, nefnilega 500 kr. árleg viðbót við lögákveðin eptir- laun hans. Atkvæðamunur var þó minni en við ruðninginn hinn, að eins 12 atkv. gegn 10. Hefir einhverja af þeim 14 þá verið farið að sundla. Og þessi 2 atkvæða meiri hluti var — Skúli sjálfur og Þorður bróðir hans! Ekki feimnir, piltarnir. Hefði þeir að eins látið vera að greiða atkvæði, sem líklega mundu flestir gert hafa i þeirra sporum, eða þá í Skúla spor- um að minnsta kosti, var sá bitlingur fallinn. En frekjan og fjegirnin stóðst ekki það mát. Þeir sem atkvæði greiddu í móti þess- ari síðari gjöf voru fyrst og fremst hinir sömu 4, sem einurð höfðu á að standa upp í móti 5000 króna fúlgunni: Guðlaugur Guðmundsson, Jón Jensson, Ólafur Briem og Tr. Gunnarsson; og enn fremur: Einar Jónsson, Jón Jónsson (þm. A.-Sk.), Jón í>órarin3Son, Valtýr Guðmundsson, Þórður Guðmundsson og Þorlákur Guðmundsson. Aðrir fjárlagabitlingar. Af öðrum nýjum fjárstyrksveitingum til einstakra manna m. m., er fram gengu við 2. umr. í neðri deild, eru þessar helztar: til frú lElínar Eggertsdóttur 1200 kr. til þess að koma á stofn hússtjórnar- og matreiðslu- skóla í Reykjavík og 500 kr. árstyrkur til þeirrar stofnunar; 1200 kr. til Magnúsar Þórarinssonar á Halldórsstöðum í Þingeyj. arsýslu til þess að setja á stofn auknar og endurbættar tóvinnuvjelar; 600 kr. til þess að rannsaka hafnir og þrautalendingar með fram suðurströnd landsins; 800 krón. ársstyrkur til caud. mag. Bjarna Sæmunds- sonar til fiskiveiðarannsókna; 500 kr. árs styrknr til Þórarins B. Þorlákssonar til þess að fullkomna sig i málaraiþfótt; 500 kr. ársstyrkur til Einars Jónssonar frá Galtafeili til þess að læra myndasmíði; 600 kr. ársstyrkur til skáldsins Þorsteins Erlingssonar. Nefndar álitid i stíórnarskipunarmálinu. Eptirfarandi mjög vel samið nefndar á- lit í stjórnarskrármálinu í neðri deild — skrifari og framsögum. Guðl. Guðmunds- son — mun reynast slæmur þröskuldur í leið fyrir þeim, sem gjöra sjer mest far um, ekki að leiðbeina almenningi til rjetts skilnings á afstöðu málsins á þingi nú, heldur að villa lýðnum sjónir. Það er undirskrifað af 6 nefndarmönnum af 7 alls: Jóni Jenssyni (form.), Guðl. Guðmundss., Jóni Jónssyni (þm. A.-Sk.), Jens Pálssyni, Ól. Briem, Valtý Guðm.s. »Á þingmálafundum, er haldnir voru í kjördæmum landsins litlu fyrir þing, hafa yfirlýsingar manna farið 1 nokkuð ólíkar stefnur í þessu máli, þar sem 6 kjördæmi hafa mælt eindregið móti þvi, að þetta frumvarp (stjörnarskrárfrv.) væri afgreitt í lagaformi frá þinginu, 7 kjördæmi hafa í nokkuð óákveðnum orðum óskað þess, að málinuværí fram haldið á sama grundvelli eða i sömu stefnu og áður, en 8 kjördæmi hafa bundið yfirlýsing sína við, að halda fram þessu frumvarpi óbreyttu. Jafnframt hafa einstök kjördæmi látið þá ósk í ijósi, að frumvarpinu væri breytt eða það tekið til gagngjörðrar endurskoðunar. Það er því augljóst, að siðan mál þetta var síðast tíl meðferðar á alþingi, hafa vakn- að hjá þjóðinni allmargar raddir,- er eigi telja það hyggilegt nje heppilegt, að halda að svo stöddu lengra fram á þennan veg, eða einskorða sig við að þreyta þessa að- ferð til hins ýtrasta. — Sje þessu eigi gaumur gefinn í tíma, óttumst vjer, að af því geti leitt óeðlilegan og of mikinn apt- urkipp hjá þjóðinni í þessu máli. Menn gjöra sjer eigi neinavonum, að frumvarp- ið fái staðfesting n.je neina von um árang- ur af að samþykkja það nú. Þess vegna láta menn sjer vaxa í augum kostnað þann, er þessu er samfara, við þingrof, kosninga- stríð innbyrðis hjá þjóðinni og aukaþing- hald, og er það íraun rjettri eðlilegt, þeg- ar eigi er von um neinn árangur af slíku. Vjer álítum þetta eigi vott um það, að menn vilji að efni til víkja frá þeim kröf- um um sjálfsforræði, er þjóðin ætíð hefir haldið fram, en þessar raddir, er vaknað hafa gegn því, að halda áfram þing af þingi að samþykkja þannig lagað frum- varp, eru augljós vottur þess, að þjóðin er að hallast að þeirri skoðun, að þessi að- ferð sje eigi heppileg nje hyggileg nje til verklegs árangurs. Vjer álítum einnig, að það sje eigi rjett að binda sig einskorðað við þetta frumvarp eða þessa aðferð, þar sem hjer liggur fyrir önnur aðferð, sem að voru áliti er bæði heppilegri, eins og nú horfir við, hyggilegri í pólitisku tilliti og mikið liklegri til árangurs. Oss dylst það eigi, að mjög sterkar 4- stæður mæla með því, að taka nú þegar hið fyllsta tillit til þess, erþannig er fram koinið, til þess að fyrirbyggja þann óeðli- lega apturkipp f þessu máli, er hætt kann að vera við, þegar lengra sækir fram, þann, að menn láti bitna á málinu sjálfu og aðalefni þess þá óánægju, er hefir lýst sjer gegn þessari aðferð V.jer verðum því eindregið að láta í Ijósi þá sannfæring vora, að það sje fyrir beztu bæði þjóðinni og þessu mikils varð- ' andi áhugamáli hennar, að deildin afgreiði það eigi frá sjer að þessu sinni í frum- varpsformi, en snúi sjer heldur að tillögu þeirri, er fyrir liggur. ' Bæði er sú aðferð, eins og þegar er tekið fram, liklegri til ad vinna málinu gagn, og þótt svo færi, að þessi tilraun yrði árangurslaus, eins og fyrirsjáanlegt er um frumvarpið, þá leið- ir þar af að eins það, að þ.jóðin stendur þá enn betur að vigi í baráttu sinni fyrir þessu máli á eptir, án þess að hafa sleppt einu einasta atriði af kröfum sínum um sjálfsforræði. Enn fremur vill meiri hluti nefndarinn- ar leggja mikla áherzlu á það, að hin háttv. efri deild hefir þegar samþykkt þingsályktun um þetta mál, sem er nær því orðrjett samhljóða cillögu þeirri, er hjer liggur fyrir, og þannig fyrir sitt leyti ráðið þessu máli til lykta að þessu sinni. Af þessu leiðir, að vjer getum alls engar líkur talið til þess, að frumvarpiö geti náð samþykki þeirrar deildar, en þar sem útsjeð virðist þannig um það, að frumvarp- ið að þessu sinni nái samþykki þingsins í heild sinni, þá getum vjer eigi sjeð neina ástæðu, er mæli með því, að hin háttv. neðri deild láti það ganga fram. Af þessu leiðir einnig það, að hin háttv. neðri deild getur nú með atkvæði sínu, ef hún sam- þykkir þingsályktunartillöguna, fengið þvi framgengt, að kröfur þjóðarinnar um sjálfsforræði komi nú fram einhljóða frá þinginu í heild sinrii, bæði þjóðkjörnum mönnum og þeim þingmönnum, er stjórnin sjálf hefir kosið. Þetta verðum vjer að telja sjerlega þýðingarmikið atriði, þar sem þetta hlýtur að vera stjórninni vottur um, að mótspyrna hennar gegn sjálfsforræði voru á enga stoð, og hún mun eigi geta sjeð sjer fært að hnekkja kröíúm vorum, þegar hún sjer, að hún eigi getur fengið neinn þingmann úr þeim flokki, er hún sjálf hefir kosið, til þess að fylgja skoðun sinni á þessu máli framvegis. Það mundi því vera gjörsamlega gagnstætt allri póli- tiskri venju, ef stjórnin virti þannig lag- aða yfirlýsing löggjafarþingsins að vettugi. Um innihald hins fyrirliggjandi frum- varps finnum vjer eigi ástæðu til að fara neinum orðum, eins og málið nú liggur fyrir og með tilliti til þess, er hjer er tek- ið fram að ofan. Að því er þingsályktunina snertir, þá skulum vjer taka fram, að í henni eru innifalin undirstöðuatriðin úr kröfum þjóð- arinnar um sjálfsforræði, eins og þessar kröfur hafa komið fram 1 baráttu undan-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.