Ísafold - 10.08.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.08.1895, Blaðsíða 1
Kemur út ýmisí einu sinni eða t visv.íviku. Yerð árg.(80arka minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða V/» dolí.; borgist fjrrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn(skrifieg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. Reykjavik, laugardaginn 10. ágúst 1895. XXSÍ. árg. Heiðraðir kaupenður ísafoldar Aminnast um, að nú er þ. á. gjalddagi fyr ir blaðið kominn fyrir löngu. Evik 10. ág. 1895. Þá er nó loksins endir bnndinn á stjórn- arskrárfrumvarpsþreflð á þessn þingi. Frumvarpið var kveðið niður í efri deild i gær með rökstuddri dagskrá, og virðist svo, sem mönnnm hafl þótt það eitthvað vsegilegri aðferð við það, þar sem það iá i andarslitrunum, en að stytta þvi aldur á venjulegan hátt. Hvað sem um það kann nú að mega. segja, hvernig deildin fór að þvi, að losa sig við þessa erindis- lausu hoðflennu, sem neytt var upp á þingið i sumar, og vitanlega hefði ekki átt þangað að koma, þá er frumvarpinu nú stiað út af þinginu til fulls og alls að þessu sinni, og óhætt mun að fullyrða, að sá spádómur Jóns Jakobssonar rætist, að það muni ekki optar láta á sjer bóla á alþingi. En stjórnarskrármálinu er ekki þar með íokið á þinginu. Neðri deild á enn eptir að fjalla um þingsályktunina til fullnustu, ®g gerir það að Mkindum innan skamms, með því að ekki er sjáanlegt, að nú geti verið eptir neinu að bíða. Beri formæl- endur frumvarpsins sáluga stjórnarbótar- kröfur þjóðarinnar eins rikt fyrir brjósti eins og þeir segja—og sízt ber að rengja — þá ætti að mega ganga að því vísu, að meðri deild samþykki i einu hljóði þings- ályktunina, sem nú er hinn eini vegur til að sýsia stjðrninni eindrægni þingsins í málinu. Á konungkjörnu þingmönnunum stendur ekki lengur, og væri þá meira en i meðallagi kynlegt, ef þjóðkjörnu þing- snennirnÍF Ijetu standa á sjer. Flutningur íslendinga vestan um haf. Hr. Otto Wathne fer fram á það i »Austra«. að sjer verði veittur landssjóðsstyrkur til að flytja íslendinga frá Vesturheimi hing- að tii lands, ritsjóri »Austra« mælir með þvi og jeg ijefl orðið þess var, að sumir skynsamir rnenn halda, að það kunni að vera vel til fundið. Mjer er óbætt að fullyrða, að slík styrk- veiting yrði með öllu gerð út i bláinn, og að það yrði almennt hlegið að henni vestra. Styrkbeiðnin er l>yggö á þeirri imynd- un, að fjölda íslendinga vestra langi til &ð flytja hingað heim, og svo jafnframt á þörf landsins á auknum vínnukrapti. Hr. Wathne gjörir sjer í hugarlund, eins og svo margir aðrir, að mikið af löndum vestra lifl neyðarlífl, og að þeir mundu verða sárfegnir að komast i vistir hjer á landi, ef þeir að eins ættu kost á því. En þetta er einber misskilningur. Meginþorri íslendinga vestra er hændur, sem hafa allmikið nndir höndum og eiga við góð kjör að búa. Flestir munu geta sjeð, hve líklegt það sje, að þeir fari að rifa sig upp af jörðurn sínum fyrir ein- hverja ofurlitla linun í fargjaldi. Svo er í bæjnnum, einkum Winnipeg — auk margra sjálfstæðra, meira og minna efn- aðra manna — töluvert af mönnum, sem hafa haft stopula atvinni hin siðari árin. Helzt mun vera til þess hugsað, að fá þá hingað heim. En það mundi sann- ast, að litið yrði úr því ferðalagi. Ein- hleypu mennirnir komast heim hvert ár, sem vera skal, ef þeir eru til nokkurs nýtir atvinnubresturinn er nú ekki meiri en það — en fjölskyldumennirnir, sem ekki gætu komizt beim af sjálfsdáðum, mnndu ekki vilja það; þeir óttast að lenda á sveitina hjer og þeir telja hörnum sin- nm betur borgið vestra, hvað sem sjðlfnm þeim liður. Svo eru vinnukonurnar; þær þarf sannarlega ekki að styrkja til heim- ferðar, en það kemur nokkuð litið af þeim samt. Allslausir fjölskyldumenn eru hinn eini flokkur manna, som nokkurt vit væri í að setla þennan styrk. Setjum svo þeir fengist til að snúa heim aptur. Er ekki nóg til af því fólki hjer á landi? Hvað segja sveitarstjórnh'nar? Ekki svo að jskilja, að það sje ekki töluvert af íslendingum vestra, sem langar heim. I>á langar fjölda marga til að Jcoma heim, sjá ættjörðina, sveitina sína og vini sína og vandamenn. Sjálfsagt láta þeir líka margir verða af því um aldamótin, svo framarlega sem ekki verð- ur þvi harðara í ári þangað til. En naum- ast vakir íýrir neinum, að styrkja Vestur- íslendinga af landsfje til slíkra skemmti- ferða. Og vafalaust mundu þeir margir heldur kjósa að eyða æfinni á ættjörðunni, ef þeir gerðu sjer i hugarlund, að þeim og börnnm þeirra gæti liðið eins vel hjer og vestra. En mönnnm er óhætt að trúa því, þrátt fyrir hörmnngasögnr einstakra manna véstan að, að Vestur íslendingar hafa enga trú á þeirri ráðbreytni, og þess vegna mundu þeir sitja kyrrir, þótt þeim byðist flutningur til Islands fyrir ekkert. Og það ætti líka hver maður að geta sjeð, að það er ekkert árennilegt fyrir fjölskyldumenn að koma hingað, efna- litla eða allslausa, að óvísri atvinnu. það eru engin líkinöi iil að ísland fái 67. blað. að vestan vinnukrapt, sem um munar. En margskonar nytsama þekkingu mætti það- an fá, ef menn vildu snúa sjer að þvi, að fá að vestan valda, reyuda og framtakssama bændur og duglega iðnaðarmenn. Þeir mnndu geta kennt mönnum að gera margt þarfaverkið hjer á landi, sem nú er ógert látið, og vinna sjer margt handtakið hægara og fljótara en það er nú unnið. Jeg á örðugt með að trúa því, að skki tæki eitthvað stakkaskíptnm, ef kominn væri greindur og duglegur vestur-íslenzkur bóndi í hverja sveit hjer á landi. Til slíks væri veitandi styrkur af landsfje — en það er hætt við, að hann yrði að nema meiru en einhverjum dálitlum afslætti á fargjaldinu. E. H. Hlægilegur fruntaskapur og miður gott kunningjabragð er það, sem Reykjakots-þjóðmálagarpurinn heflr haft í frammi við nokkra sveitunga sina og Kjal- nesinga, þar sem hann heflr ginnt þá til að skrifa undir skjal til alþingis þess efn- is, að skipa þingmönnum kjördæmisins af- dráttarlaust að vera með stjórnarskrár- frumvarpinu frá 1893 og banna þeim strang- lega að greiða atkvæði með þingsályktun- artillögunni í stjórnarskrármálinu, með þeirri rökstuðning meðfram, að slik at- kvæðagreiðsla væri »þvert ofan í« álykt- anir þingmálafundar, sem haldinn var í Kollafirði 25. júní. Á þessum Kollafjarðárfundi var sam- þykkt í einu hljóði í stjórnarskrármálinu sú áskorun, að »þingið hreifl málinu í á- varpsformi, og biðji stjórnina að leggja fyrir þingið frumvarp til stjórnarskipun- arlaga, en til vara, ef þetta ávarpsform yrði fellt á þinginu, þá að frumvarpinu yrði haldið áfram með breytingum, sem þinginu kynni að geta komið saman um, að gæti verið til samkomulags«. Auk fundarins, sfem haldinn var í Hafn- arfirði 15. júní, að afstöðnu kjörþingi, til þess að kjósa Þingvallarfundar-fulltrúa, voru 6 þingmálafundir haldnirí voríGull- bringu- og Kjósarsýslu kjördæmi, að Gerð- um21.júní, Brunnastöðum 22. júní, Bjarna- stöðum á Álptanesi 23. júní, Hatnarfirði 24. júni, Kollafirði 25. júní og Mýrarhúsum 26. júní. Þar af komust, samkv. þingmála- fnndagjörðunum, sem fram hafa verið lagð- ar á lestrarsal alþingis, að eins tveir fund- ir að þeirri niðurstöðu, að halda áfram stjórnarskrárfrumvarpinu óbreyttu, Brunna- staðafundurinn með 7 atkvæðum gegn 5 og Gerðafundurinn með ótilteknum at- kvæðafjölda. Það er allur sá ríki þjóðvilji, sem kom- ið hefir fram með stjórnarskrárfrumvarp-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.