Ísafold - 17.08.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.08.1895, Blaðsíða 1
Kemnrútýmisteinu sinni eba tvisv.íviku. Yerð árg.(80arka minnst)4kr.,erlendis5kr. eða l‘/a dolí.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin við' áramót,ógild nema komin sje- til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXII. árg. Reykjavik, laugardagina 17 ágúst 1896. 69. blað. Aiþingi 1895. XIII. I»ingsályktunartillagan um stjórnar- skrármálid. Bán var sett á dagskrá i neðri deild á miðvikudaginn var, eins og getið var um i síðasta blaði, en fjarri fór því, að útrætt yrði um hana þann dag. Benedikt Sveins- son og Guðl. Guðmundsson höföu einir orðið um hana á þeim fundi. Beneáikt Sveinsson hjelt afarlanga ræðu, talaði 1 klt. og 35 mín. Aðalmergurinn i aðflnningum hans var sá, að með tillög- unni væri skorað á stjórnina; engin ísl. stjórn sje til, hinn svo kallaði ráðgjafl ís- lands sje ekki ráðgjafl þess i stjórnskipuleg- um skiiningi, heldur einn meðJimur af ríkis- ráði Dana. Með tillögunni sje því skorað á rikisróð Jiana, en þar við sje það hvort- tveggja að athuga, að ríkisráðið mundi ekki taka móti slíkri áskorun, og að þetta sje að knjekrjúpa hinni dönsku stjórn og gefa upp stjórnfrelsiskröfur vorar. Tillag- an ógni landsrjettindum vorum og komi auk þess i bága við stjórnarskrána og þingsköpin. Enginn geti gert það sem um sje beðið nema konungurinn, enginn hafl þar um atkvæði nema konungurinn, og ti 1 hans eins verði þingið þvi aö snúa sjer.— Svo væri og rdðgjafl hvergi nefndur í til- lögunni, og 2. liður hennar hefði vel get- a 0 verið eir.s orðaður og hann er, þótt að eins hefði vakað fyrir mönnum að fá á- byrgðarlög, er ættu við landsböfðingjann.— Að því er þjóðviljann í málinu snerti, lagði ræðum. mikla áberzlu á Þingvallarfund; þar hetðu verið fuiltrúar frá öJIum kjör- dæmum nema »dauðu punktunum*. — Eina ráðið til að bjarga málinu sje aö taka þingsályktunaratriðin upp í ávarp til kon- ungs. En treystir annars þjóðinni, ef full- trúarnir bregðast benni. Kæða Guðlangs Guðmundssonar. Utdráttur. Annaðhvort hetír það verið misskilning- ur eða rangfærsla hjá forsetanum, aö segja að stjórnin sje sairia sem ríkisráð Dana. Það virðist svo sem hann skilji ekki, hver breyting hefir orðið mcð stjórnarskránni. Og þaö kemur opt fram hjá honum, að honum finnst í öðru veifinu, sem við hafa enn einvaldan konung og ráögjafarþúig. Fyrst og fremst eigum viö hvorki orða- stað viö rikisráðið nje danska þingið. Og i öðru lagi eigum við ekki orðastað við konunginn persónulega. Konungurinn er ekki pólitisk persóna, og það er rangt af löggjafarþingi, að draga hann inn í slíkar deilur. Viö eigum orðastað við hina ísl. stjórn hans hátignar, og sú stjórn er konungurinn með ráðgjafa íslands viö hlið sjer. Þessi mi"ckilningur heflr haldizt hjá for- setanum fiá fyrra tímabili stjórnarbarátt- unnar, og nú skilur hann ekki muninn á stjórnarbaráttu, sem háð er af ráðgefandi og af löggefandi þingi. Og með þessu hafa hrunið til grunna allar hans röksemd- ir og ámæli og hrakspár. Því hefir hvað eptir annað verið neitað hjer, að mál vor eigi að berast undir ríkisráðið danska, og jeg hef' jafnvel minnztá, að það væri reyn- andi að höfða mál út af því gegn ráðgjaf- anum fyrir stjórnarskrárbrot. Hjer liggur ekki fyrir nokkurt orð gagnvart rikisráð- inu nje hinu almenna löggjafarvaldi ríkis- ins. Hvernig getur þánokkur maður sagt, að hjer sje verið að slaka til, kippa fót- unum undan sjálfstjórnarbaráttunni, draga rikisráðið danska inn í málið og afsala sjer því í hendur hinnar dönsku stjórnar? Það er allt misskilningur frá upphafi til enda. Hvernig fara aðrar þjóðir að því, að fá framgengt stjórnarskrárhreytingum, þegar það tekst án stjórnbyltinga? Þær gera það með lögum, sem venjulega eru lögð fyrir þingin af stjórnum landanna. imynd- ar forsetinn sjer, að það sje konungurinn persónulega, sem leggur frumvörp fyrir þingið? Sje svo, þá skjátlast honum mjög. Konungurinn er annað nú en hann var á einveldistímanum. Konungurinn má nú jafnvel ekki gefa sendiuefndum munnJegt svar, nema ráðgjafl, er beri ábyrgð á orð- um hans, standi við hlið hans. Það er ekki verið aðknjekrjúpa neinum með þessari þingsályktun. Vjer förum fram á kröfur, heimtum rjett vorn á lög- legan hátt, og væri ráðgjafaábyrgðin öðru- visi en hún er, mundi það sýna sig, hvort það leiddi ekki af sjer málshöfðun og á- fellisdóm, að neita þeim kröfum. Jeg skil ekki, hvernig heilbrigð skynsemi kemst að þoirri niðurstöðu, að þetta sje pólitisk upp- gjöf, að það sje verið að grafa stjórnar- skrárbaráttuna með þessu, og innlima ís- Jand í ríkiseininguna, eins og forsetinn hefir sagt, þar sem verið er að krefjast að öðru leytinu þess, að staðið sje við gildandi lög, og að hinu leytinu þess, að hin æðsta stjórn ísJands verði svo skipuð, að þingið hafi veruleg áhrif á hana og geti komið fram ábyrgö fyrir innlendum dómstóli. Jeg nenni ekki að eltast við allt, sem forsetinn tíndi til. Grundvöllurinn undir því öllu var grautfúinn, ræðumaðurinn langt á eptir tímanum og orð hans mátt- laus og staðlaus vindur. Hann gaf í skyn, að eitthvað annað lægi bak við hjá tillögumönnunmn. Þessu hefir brugðið fyrir áður, að menn vildu ofurselja land sitt og þjóð sína, efl menn greinir eitthvað á við forsetann. En aðrar eins dylgjur eru ósæmilegar í slíku máli. Hjer er ágreiningur um aðferðina, hvort beita skuli fyrir sig frumvarpi eða þings- ályktun. Frá þingskapanna hálfu get jeg ekki sjeð, að neitt sje ólöglegt við okkar aðferð, og því síður frá hálfu stjórnarskrár- innar. Við höfum fyrir okkur 20 ára venju í almennum löggjafarmálum, og í þessu efni sje jeg engan mun á þeim og stjórn- arskrárbreytingamálum. Ef forseti hefir haft fasta sannfæring um, að hjer sje um lagabrot að ræða, þá hefði verið rjettara af honum að kveða upp úrskurð mðti því að taka málið á dagskrá, vísa þeim úr- skurði til deildarinnar og afsegja að bera ábyrgðina. Það, að hann gerði það ekki, virðist benda á, að hann hafl ekki verið sannfærður um, að storkostlegt lagabrot hafi verið á ferðinni. Forseti hjelt því mjög fast fram, að deildin hefði farið með frumv. á hinn eina rjett hátt. »Litlu verður Vöggur feginn*. Et frumv. hefðiverið mjer slíkt áhugamál sem forsetanum, þá hefði jeg verið óánægð- ur með jafnlítið atkvæöamagn. En það var ekki rjett, hvorki af deildinni nje þing- inu, að samþykkja þetta frumvarp, sem öllum er kunnugt um, að mikill hluti þjóð- arinnar er óánægður með, í stað þess að aðhyllast aðferð, sem engu getur spillt. Sú kenning er nokkuð einhliða, að öll mótspyrna gegn þessu frumv. sje mót- spyrnagegn sjálfstjórnarkröfum íslendinga, enginn geti verið þeim sinnandi, ef hann sjái blett eða hrukku á frumvarpinu. En þetta hefir forsetinn barið inn í sjálfan sig, og reynt að berja inn í þjóðina. Það sæ- ist bezt, ef stjórnin leysti upp þingið og legði fyrir nýtt þing kröfur þingsályktun- arinnar í frumv.forini, hvort sjálfstjórnar- kröfur þjóðarinnar eru sama sem frumv. Það dugar ekki að vilja ekki hlusta á óá- nægjuraddirnar, en berja einstrengings- skapinn stöðugt inn í sjálfan sig. Það er beinasti vegurinn til að reka höfuðið í vegg- inn og eyðileggja allt málið. Eina aðflnning forsetans við efni þings- ályktunarinnar var sú, að »ráðgjafi« væri þar ekki nefndur. En hinn »æðst,i stjórn- andi«, sem þar er nefndur, heflr sama vald sem ráðgjafl, heflr öll einkenni þing- bundins stjórnanda, svo ef þetta er ekki orðaleikur hjá forsetanum, þá vcit jeg- ekki hvað það er. Mjer stendur á sama um nafnið, jafnvel þótt hann hjeti lands- stjóri, ef hann hefir þau einkenni, sem jeg hefl nefnt. Forsetinn benti á Þingvallarfund, spurði, hvort við þyrðum að slá stryki yfir sam- þykktir hans og líkti honum við dómstól,.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.