Ísafold - 17.08.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.08.1895, Blaðsíða 2
274 aem dæmdi hvern dauðan, sem ekki mætti fyrir þeim rjetti. Fyrsta skilyrðið fyrir að maðursje skyldugur til að mæta er þó það, að maður viti, hvaða dag manni er ætlað vera viðstaddur. Mikill má hann vera þessi fundur! En jeg er svo illur, að jeg tek ekkert tillit til hans. Jeg er íbundinn við mína eigin sannfæring, og jeg tek vilja kjósenda minna til greina að svo mik'u leyti, sem jeg get; en komi þeirra viiji í bága við sannfæring mina, þá læt jog hana ráða. Þingvallarfundurer enginn pólitiskur dómstóll, og vjer höfum ekki einu sinni neitt umboð frá honum til að kveða upp dauðadóma yfir neinum kjördæmum. Mjer dettur ekki í hug að leggja meiri áherzlu á samþykktir þessa fundar, sem klambrað er saman af ábyrgð- arlausum mönnum á minna en hálftíma- heldur en á það sem gjört er af þing- mönnum með fullri ábyrgðarmeðvitund eptir ýtarlegar hugleiðingar og umræður. Þingvailarfnndurinn var gersamlega þýð- ingarlaus, og jeg tek hann ekki til greina, að neinu leyti. Þegar þess er gætt, hvernig þetta frv. hefir verið barið inn í þjóðina og kenn- ingin um að það sje eitt og sama sem sjálfsstjórnarkröfur hennar, þá fara radd- irnar um að halda því fram óbreyttu um aldur og æfi að verða minna virði. Það liggur nærri, að hjer hafi verið að ræða um sannfæringarþvingun, sannfæringarfarg. Þeir sem ekki hafa getað aðhyllzt þessa aldönsku stromphúfu, landstjórann, hafa verið taldir rangeygðir, og það minnir mig á tröllin, sem ætluðu að skera í aug- un á Per Gynt af því, að hann var ekkert tileygður. Það er eitthvað annað en heil. brigð sjón, sem ekki getur sjeð, að þessu frumvarpi er í mörgu ábótavant, að stjórn- arfyrirkomulagið yrði eptir því of um- svifamikið og kostnaðarsamt. Því er stungið að mjer í þessu augna- bliki, að jeg hafi greitt atkvæði með frum- varpinu á þingi 1893. Mjer þykir vænt um að fá tilefni til að minnast á það. Jeg greiddi því atkvæði þá, af því að fyrir* ujáanleg var úlfúð í þinginn, ef frumv. mætti mótspyrnu, og þá virtist mjer eng- um kröptum mega spilla frá öðrum áríð- andi málum. En jeg lýsti því yfir í heyr- anda hljóði, að jeg væri ósamþykkur landsstjóra-ákvæðinu. Betur væri, ef enginn ætti svartari blett á samvizku sinni I þessu máli heldur en jeg! Þetta þing hefir annars vegar haft til meðferðar frumvarp, sem margir eru óá- nægðir með, og hins vegar þingsályktun- artillögu, sem tekur fram öll aðal-atriðin, eem mönnum kemur saman um. Bezta tryggingin fyrir því, að þessu sje svo varið, er það, að forsetinn kom ekki með neinar aðfinningar viðvíkjandi efninu, aðra en þá, að ráðgjafi sje þar ekki nefndur. Hún tekur fram allar kröfur, sem nauðsyDlegar eru til þess, að vjer getum stjórnað oss sjálfir. En auðvitað er hún annað en frum- varpið, því að hún minnist ekkert á lands- stjóra, nje aðrar villtar hugmyndir. Þess vegna er forsetinn óánægður, vill ekki láta samþykkja tillöguna fyr en þjóðin hafi sagt álit sitt um hana, og telur þingmenn liafa brugðizt þjóðinni ef þeir geri það. Jeg geri ráð fyrir, að þingsályktunin verði samþykkt, og ef stjórnin skyldi taka hana til greina að öllu leyti, þá þykir mjer bezt við eiga, að þjóðkjörnu þing- mennirnir leggi niður umboð sitt eða að stjórnin rjúfi þingið. Þá mundi það sjást, hvort þjóðinni þykir ekki mest vert um aðal-atriðin. Jeg hefi þá trú á ísl., að þeir átti sig á því, hvorum meginn er verkieg stefna og hvorum megin gagns- laust orðaflug. Auðvitað iiggur sannfær- ingarfargið á þjóðinni, en hjcðan af býst jeg við nokkurri breytingu, svo ekki verði allir bannfærðir, sem efast um ágæti frum- varpsins. Þingmenn bregðast ekki þjóðinni, þótt þeir samþykki þessa tillögu Jafnvel á þeim fundum, sem forsetinn hefir verið á, mundu menn hafa aðhyllzt þá stefnu, ef málið hefði verið frjálslega rætt. Jeg hygg jafnvel, að forsetinn mundi greiða atkvæði með tillögunni, ef hann hefði at- kvæðisrjett ! deildinni, því að af henni er von um verklegan árangur, og það er á byrgðarhlutij að spyrna á móti henni eins og ástatt er. Ef nokkur þar á móti hefði viljað spilla fyrir stjórnarbótarmiii voru, þá hefði hann helzt átt að berjast fyrir, að fá frumvarpið samþykkt í báðum deild- um. Daginn eþtir var málið rætt á tveim þingfundum, og stóðu þær umræður eitt- hvað 5 tíma samtals. Breytingar við til- löguna voru lagðar fram á fyrra fundinum frá þeim Einari Jónssyni og Pjetri Jóns- syni, og aðhylltist framsögum. (Guðlaugur Guðm.) þær að nokkru leyti. Þau atriði, sem hann aðhylltist ekki, voru tekin aptur. í byrjun fyrra fundarins á fimmtudaginn lagði Gúðl. Guðm. þá spurning fyrir lands- höfðingja, hvört nokkur iíkindi sjeu til, að nokkuð annað yrði skilið við orðið »stjórn- in« i tillögunni en stjórn íslands sjerstöku mála (konungur og ráðgjafi). Landshöfð- ingi kvað nei við, sagði, að aldrei hefði leikið neinn vafi á því, að þingið hefði átt við konung og ráðgjafa, þegar það hefði talað um stjórnina, enda sje daglega sagt, að »stjórnin« hafi lagt það og það fyrir þingið. Ræður hjeldu um málið á þessum tveim fundum: Þórhallur Bjarnarson, Einar Jóns- son, Sighvatur Árnason, Pjetur Jónsson, Guðl. Guðmundsson, Jens Pálsson, Bene- dikt Sveinsson, Þórður Thoroddsen, Jón Jónsson frá Múla, Skúli Thoroddsen, Jón próf. Jónsson, Sig. Gunnarsson, Jón Þór- arinsson, Valtýr Guðmundsson, Þórður Guðmundsson. Sumir töluðu optar en einu sinni, og liggur í augum uppi, að ísafold þryti rúm, þótt að eins ætti að gefa ör- stuttan útdráttaföllum þeim ræðum, enda voru endurtekningarnar margar og miklar, og allra ástæðna, er fram voru færðar, mun þegar hafa verið getið hjer í blað- inu á einn hátt eður annan. Vjer látum oss nægja, að birta útdrátt af ræðu þess þingmaDnsins, er einna ljósast og fyllst talaði fyrir hönd þeirra manna, er upp- hafiega aðhylltust frumvarpið, en greiddu nú atkvæði með þingsályktuninni. Ræða bórhalls Bjarnarsonar. Útdráttur. Jeg ætla ekki að taka þátt í því »túrne- menti«, sem hjer er háð, en það verð jeg að segja, að ef það er óhæfa, að senda frá sjer þessa þingsályktun af því að hún fer til ríkisráðsins danska, þá er hið sama að segja um frumv. frá 1893, því að það fór sömu leið. Jeg tala eptir því, sém málið horfir nú við. Jeg var með frumv., af því að meiri hluti kjósenda minna hallaðist að þvi, þótt merkir menn í kjördæmi mfnu væru líka hlynntir ávarpsleiðinni. Mertn hugðu mest- an krapt og mesta einingu mundi fylgja frv. óbreyttu, án þess menn þó væru sjer- lega ánægðir með það. Ríkur vilji er í mínu kjördæmi með frestandi neitunar- valdi, og sjálfur hygg jeg, að í því væfi bezt tryggingin fólgin, en það hefði orðið óheillafluga hjer á þingi, og i sundrung- inni er mest hættan fólgin. Nú er frum'v. út af dagskrá þingsins, og því get jeg nú greitt atkv. með þingsá- lyktuninni. Það er mest haft móti henni, að stjórninni sje ætlað að skapa búning- inn; en þess ber að gæta, að þingið heldur fast við sjálfsstjórnarkröfur sínar, og ætlar sjer að hafa siðar sín áhrif á væntanlegt stjórnarskrárfrumvarp. Tvær aðal-ástæður era fýrir því, að jeg greiöi atkvæði með tillögunni. Önnur er sú, að ef till. yrði felld, er málið komið í mola, og stjörnin hefir þá ástæðu til að sinna ekkert áskorun effi deildar. Jeg vil ekki, að stjórnin fái néitt undanfæri frá að gefa ákveðið svar. Hin er sú, að mikill flokkur manna er bæði á þinginu og meðal þjóðarinnar, sem krefst þess, að þessi tílraun sje gjörð. Jeg vil gera þeirn flokki þetta til geðs, úr því frv.leiðin er lokuð. Á þingið 1897 kemur árangurinn fram. Og verði árangurinú enginn, þá er það að minnsta kostiunnið, að útrætt verður þar með um þessa leið. Svo er sú ástæða enn, að landshöfðingi hefir lofað, að mæla sem bezt með 1. gr. ályktunarinnar. Versta meinið í stjórnar- fari voru er það, að mál vor eru borin undir ríkisráðið, það viðurkenna allir, og því meini verður aldrei hrundið, ef það verður ekki gert nú. Jeg minnist nú brjefs, sem jeg hefl nýfengið frá manni, sem margt gott hefir sagt í báðum þessum deiidum, Jóni Ólafssyni í Chicago. Hann segirþar, að þvi að eins geti þingið gert sjer voa um að fá nokkrum umbótum framgengt, að það fái landshöfðingjann í lið með sjer. Því er haldið fram, að þetta sje uppgjöf á landsrjettindum vorum. Það liggur þö í augum uppi, að vilji ekki stjórnin taka í hönd vora, þegar vjer bjóðum henni hana, þá verður árangurinn sá, að sjálf- stjórnarbaráttan harðnar, og verður þeim mun snarpari en um 1870, sem hún nú er linari en þá, svo snörp, að embættismönn- um mun þá hentast að gerast ekki for- kólfar hennar nje sitja á þingi. Sú bar- átta verður þá ekki að eins háð hjer á þingi, heldur fyrir almenningsáliti alls hins menntaða heims. Forseti, sem flutt hafði alllangt erindi á fyrra fimmtudagsfundinum, og setið á fundi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.