Ísafold - 17.08.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.08.1895, Blaðsíða 3
276 í sameimiðu þingi frá kl. 5 til 6, varð sjukur, og gekk því úr þingsalnum, svo varaforseti varð að stýra fundi, og misstu tillögumenn þar með eitt atkvæði úr sín- um flokki. Vitaskuld var það illa farið að forsetinn skyldi veikjast, en að hinu leytinu kom það sjer vel fyrir hann, með því að það var ekkert leyndarmál, að honum var meira en óljúft að bera tillög- una undir atkvæði. Ýmsir þingdeildar- menn kunnu því illa að missa forsetann, ■og vildu fresta málínu þangað til hann fengi heilsuna aptur. En hann þvertók fyrir þá fre.-tun, og með því að menn hugðu að það inundi flýta fyrir bata hans að Ijúka við málið, var það gert að hon- um fráveranda. Þingsályktunartillagan, eins og hún var borin undir atkv., hljóðar svo: «Um leið og neðri deild alþingis lýsir þvi yfir. að hún heldur fast við sjálfstjórn- ar kröfur íslands eins og þær hafa komið fram á undánförnum þingum, og sem frv. það til stjórnarskipunarlaga byggist á, er deildin hefir samþykkt á þessu þingi, á- lyktar hún að skora á stjórnina, að taka þær til greina og sjerstaklega hlutast til um: 1. að löggjafar- og iandstjórnarmálefni er heyra undir hin sjerstöku mál íslands, verði eptirleiðis eigi lögð undir atkvæði hins danska ríkisráðs eða borin upp í því; 2. að lagt verði fyrir næsta alþingi frv. til stjórnarskipunarlaga, er meðal annars geri þá breyting á fyrirkomulagi hinnar æðstu stjórnar íslands sjerstöku mála, að neðri deild alþingis geti ávallt, er ástæða þykir til og íyrir sjerhverja stjórnarathöfn, er til þess gefur tilefni, komið fram ábyrgð beina leið á hendur h,jer búsettum, inn- lendum manni, er mæti á alþingi; 3. að stofnaður verði sjerstakur dóm- gtóll hjer á landi, skipaður ínnlendum möiinum (landsdómur), er dæmi í málum þeim, er neðri deild alþingis eða konung- ur lætur liöfða gegn hinum æðsta stjórn- anda hjer á landi«. Atkv.greiðsla: Þingsályktunin var samþ. með 14 atkv. gegn 8. Þessir greiddu atkv. móti henni: Eir. Gíslason, Guðj. Guðl.,Jón Jónsson (Eyf.), Sighv. Árnason, Sig.Gunn., Sk. Tho^ Þórður Guðm., Þórður Thor- oddsen. Lögsóknarósigur forseta neðri deildar. Mál það, er forseti neðri deildar, Bened. Sveinsson, höfðaði í sumar gegn ábyrgðar- manni ísafoldar fyrir það, að blaðið þagði ekki um «torseta-atkvæðis-hneykslið» í stjórnarskrármálinu 8. f. m., heldur sagði frá því glöggt og greinilega, og með hógvær- um og vel viðeigandi athugasemdum, var dæmt í hjeraði i fyrra dag, með þeim úr- slitum, að dbyrgðarm. ísafoldar var al- gerlega sýknaður af kærum og kröfum stefnanda,%Ben. Sveinssonar, ogmálskostn- aður látinn falla niður. Næst, verður greinilegar frá dómnum skýrt. Herskipið Heimdal, capt. Schultz, kom kjer í fyrra dag. Hafði náð 1 botnvorpuskipi enn, farið með það til Seyðisíjarðar og fengið sektað um 1000 kr. Leggur af stað aptur hjeðan 19. þ. m., til Pæreyja og þá heimleiðis. Póstskipið Laura (Christiansen) kom í morgun snemma, og með því talsvert af far- þegum, þar á meðal 14 ferðamenn frá Ame riku og Englandi. Rektorsembættið var veitt 24. f. m. dr. phil. Birni M. Ólsen. frá 1. okt. þ. á.; hann er nú hingað kominn með póstskipinu. Yfirkennara H. Kr. Friðrikssyni r. at' dbr , veitt lausn í náð frá embætti 24. f. m. frá 1. okt. þ. á., og með lögákveðnum eptir- launum, og um leið sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna. Tíðindafátt mjog í útlöndum. Konungur vor veikur, af hættulegum sjúkdómi, en þó hressari nokkuð aptur, að hraðfregnir fiuttu til Euglands. Afdrií auglýsinga-frumvarps fargansins. Þau urðu heldur ófrægileg, í neðri deild í fyrra dag. Monsieur Skúli garpurinn gekk sjálfur fram á vígvöllinn með þá breytingartillögu við frumvarpið, eins og efri deild hafði víð það skilið að eptir þetta skyldi birta hinar opinberu auglýsingar í Stjórn- artíðindunum. F iutningsmaður breytingartilögunnar (Sk. Th.) fór að reyna að styðja sitt mál með einhverjum honum skapfeldum dylgj- um, en Þórh. Bjarnarson mótmælti þeim harðlega, kvað öllum kunnugt, að flutning- ur hinna opinberu auglýsinga hefði alls engin áhrif haft á stefnu blaðsins (ísafold- ar) eða afskipti af landsmálum. Eptir það fjell breytingartillagan þeg- ar með miklum atkvæðamun, og hlaut þó atkv. frá einhverjum af þeirri á- stæðu, að hægra mundi að fella frum- varpið eptir á með breytingartillögunni en án hennar. Síðan bar forseti upp frumvarpið ó- breytt. En þá kom það fyrir, sem fágætt er á þingi, að ekki stóð einn einasti þing- maður upp fyrir þvi. Það var með öðr- um orðurn fellt í einu hljóði. Forseti (B. Sv.) trúði ekki meira en svo vel sínum eigin augum; svo kynleg virtust honum þessi málalok og óviðfeldin. Leitar hann því atkvæða á nýjan leik, og var jafnvel haft á orði nafnakall, en hætt við það samt. Þá rann samt blóðið Skúla til skyld- unnar, — skyldunnar við hið aumlega leikna, andvana fædda fóstur þeirra fje- laga, hans og Vigur-guðsmannsins. Hann stóð einn upp fyrir frumvarpinu. Hann fjekk ekki einu sinni með sjer barnið sitt bljúga og hjartfólgna, Stranda-þingmann- inn. Þar var enga líkn nje hjálp að fá: frumvarpið fallið við þessa itrekuðu til- raun með öllum atkv. gegn 1. Sorglegur viðskilnaður! Þessi umsvifalausa aftaka og þar með fylgjandi hæðnishlátur þingdeildarinnar var vel til fallin refsing og maklegur löðrungur undir vanga göfugmennum þeim við blaðamennskuiðn og búfræðsku, er hafa árum sarnan haft það mál ofarlega á dagskrá sinni, að ná með einhverju móti hinum opinberu auglýsingum frá Isafold. — Alþingi heflr með þessu tjáð sig vandara að virðingu sinni en svo, að það fari að ljá lið sitt til þess kyns afreka. Fáheyrð skaðabótakrafa. Ekkert smáræði er það tekjutjón, sem Skúli Thoroddsen þvkist hafa beðið af bráðabirgða-frávikningunni, eitthvað rúm- ar 9000 krónur, sem landssjóður auðvitað á að borga, til þess að draga ofurlítið úr píslarvættinu. í þvi sambandi er ekki ófróðlegt að kynna sjer árstekjur mannsins. eptir þvi sem hann hefir sjdlfur skýrt frá þeim og tekjuskattur hans er reiknaður eptir. Vjer sjáum ekki, að á annan hátt verði fengin áreiðanlegrí vissa — að minnsta kosti ekki frá sjónarmiði þeirra, sem hættir við að taka trúanleg orð Skúla eins í þessu máli. Hjer er þá tekjuhæð Skúla siðustu 6 árin (að þessu meðtöldu), eins og hann hefir sjálfur frá skýrt og undirskrifað. Árið 1890 voru skattskyldar tekjur hans (embættistekjur hans að frádregnum kostn- aði við embættisfærsluna) 3300 kr.; 1891 voru þær 3100 kr.; og 1892 loks 3200 kr. Svo kemur frávikningin með sínu geisi- lega tjóni, sem maðurinn getur ekki undir risiðnema landssjóður hlaupi undir bagga — eptir því sem reynt er að telja mönnum trú um. Og tjónið er þetta: Árið 1893 nema skattskyldar tekjur hans 3500 kr., 1894 eru þær 4000 kr. og 1895 sömul. 4000 kr., — allt eptir framtali sjdlfs hans. Þetta er það drepandi tjón, sem Skúli Th. enn hefir beðið af frávikningunni og landssjóður á að bæta honum: að tekjur hans hafa h œ k k a ð um m'órg hundruð krónur d dri! Honum hefir verið borgað á á 3. þúsund króna á ári úr landssjóði fyr- ir alls ekkert verk. Hann heflr getað not- að tímann til hvers sem honum sýndist, og hann hefir komið ár sinni svo vel fyrir borð, að tekjur hans hafa aukizt til mik- illa muna frá því sem þær voru meðan hann gegndi embættinu. Það er og kunn- ugt, að honum voru ákveðin 2000 kr. laun sem kaupstjóra þegar eptir trávikninguna. Blaði sínu gat hann þá og farið að helga krapta sína hjer um bil óskerta, og skul- um vjer gera ráð fyrir, að það hafi rifkað tekjur hans að mun. Þilskipaútveg hefir hann og að sögn eigi all-lítinn, og hefir sömuleiðis sjálfsagt átt kost á að sjá þar betur um sitt eptir en áður. Enda er tal- inn mikið vel fjáður maðúr, ef eigi bein- línis auðmaður, eptir almennummælikvarða hjer á landi. Svo á landssjóður — fátæk alþýða — að bæta honum skaðann! Slik skaðobótdkrafa mun vera með öllu dæma- laus hjer á landi, og þótt viðar sje leitað. Hann er vinnumaður landsins. Húsbónd- inn getur ekki notað hann lengur, en greiðir honum samt hálft umsamið kaup ; og fæði árum saman, — auðvitað tífalt rífleg- ar úti látið en í einfaldri vinnumannsvist,— meðan ókljáð er, hvort vistarráðunum skuli slitið fyrir fullt og allt eða ekki. En vinna má hann hverjum sem hann vill á meðan og hirða sjálfur það kaup, er hann getur framast inn unnið sjer. Hann notar sjer það leyfi og hefir stórmikinn hag af, miklu meiri tekjur en ef hann hefði verið kyrr í vistinni. Og er þrætu er lok- ið, á þá leið, að vistarráðum skuli að fullu slitið, kemur vinnumaður og heimtar lika

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.