Ísafold - 28.08.1895, Síða 1
Kemurrttýmísteinasinni eða
tvisv. í viku. Yerð Arg.(80arka
minnst)4br.,erl8ndis5kr. eða
1 ‘/a doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD
Uppsögn(skrifleg)bundiu við'
Aramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. oktober.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstrœti 8.
Reykjavik, miðvikadaginn 28 ágúst 1805.
XXU. árg.
H. Chr. Hansen, sWkaupmaður i >í ói
holmsgade 3) í Kaupmannahöfn, byrjaöi ís
lenzka umboðsverzlun 1882, tekur að sjer
innkaup á vörum fyrir ísland, selur einnig
íslenzkar vörur í Kaupmannahöfn og Leith.
Kaupir íslenzk frimerki fyrir hæsta verð.
xfiH*x|x 'xfH' *5r|x’ ’xf*
Ritfregn.
fslenzkar þjóðsögur. Safnað hefir
ólafur Daviðsson. Reykjavik 1895. 190
bis. 8.
í safni þessu eru sögur af ýmsu tagi:
Huldufölkssögur, tröllasögur, diaugasögur,
galdramannasögur, sagnir fjá seínni öld-
um, útilegumannasögur, æfintýri, og að
lokum nokkrar »stórlyga3ögur«, og hefir
sá þáttur í hinu islenzka þjóðsagnakeríi
aldrei fyr verið neitt rakinn sundur á prenti.
Tiltölulega mikill hluti af sögum þessum
hefir myndazt á hinum siðustu áratugum,
og er það eptirtektavert. Islendingar halda
ekki að ein3 áfram að segja hver öðr-
um þjóðsögur sínar, heldur búa þær til
enn í dag, og trúa þeirn, einkum drauga-
sögurium.
Sögur þessar jafnast ekki, að því er
styrkleik imyndunarafisins snertir, á við
hinar ágætustu í safni Jóns heitins Árna-
soriar. Þar er t. d. engin sýning jafn-
stórfengleg eins og Galdra-Loptur í prje-
dikunarstóluum í dómkirkjunni á Hólum
með alla biskupana uppvakta fyrir fram-
an sig, enginn draugur jafn-gamansamur
eins og sá, er sezt upp af líkbörunum,
þegar dimrna tebur, og segir: »Skemmti-
legt er myrkrið*, nje eins og sjómennirnir
apturgengnu, sem leiddist i hellinum og
kváðu tim »dans ogglimuskelli* »heima á
Ilelgafelli«. Ekkert er þar eins átakan-
legt eins og t. d. álfkonurnar, sem ganga
ósýnilegar og grátandi frá altarinu af því
að þær geta ekki fengið börn sin skírð
vegna ódrengskapar elskhuga sinna, og
vita sjer dauðann vísan. Og engin frásögn
er jafn-hamsleysislega hryllileg í þessu
nýja safni eins og t. d. sagan um Þormóð
í Gvendarevjum, þegar hann verður að
koma fyrir sinu eigin barni, sem vakið
hefir verið upp til þess að ráða hann af
dögum. Eptir þessu nýja þjóðsagnasafni
að dæma, viröist svo, sem imyndarafl þjóð-
arinnar sje nokkru spakara og Ijúfara, en
jafnframt vanstyrkara heldur en þegar
ýmsar af liinum eldri sögum mynduðust,
enda er það og mjög líklegt. En að hinu
leytinu ber þess að gæta, að þetta sýnis-
horn er of litið til þess, að nokkuð verði
til fulls á því byggt.
Þrátt fyrir það sem nú hefir sagt verið
eru sumar sögurnar all-ítækar. Það ert.d.
nokkurn veginn hryssingslegt, þegar draug-
ar tæta menn sundur ögn fyrir ögn og
skemmta sjer svo við að kasta flyksunum
i ýmsar áttir. Og einkennileg er sagan
um bundua folann, apturgengna, sem á
að losna, þegar tennurnar eru fúnar úr
manni þeim, sem hann varð að bana.
Yfir höfuð eru flestar sögurnar skemmti-
legar, og eitthvað einkennilegt við þær
allar eða svo að segja allar.
Frásögnin er yfirleitt mjög góð, málið
lipurt og hreint og lagað eptir efninu.
Safnariun kveðst hafa fylgt sömu reglu
sem Jón Árnason, »að láta sögumennina
segja frá, en lagfæra sjálfur sem minnst*.
Þetta safn, borið saman við hið eldra og
stærra, ber sannarlega ekki vott um það,
að íslenzkunni hafi hrakað svo mjög á
hinum síðari timum, eins og sumir eru að
gera sjer allmikla rellu út af. Þó eru
blettir á þessu yngra safni, ekki verður
móti því borið. Það liggur t. d. ekki í
augnm uppi, hvers vegna orðið grína er
viðhaft, þar sem jafngott og gilt orð er
til í málinu eins og glotta. Naumast er
það heldur íslenzka, að skýra frá grunn-
hyggni manns með þeirn orðum, að hann
hafi eigi fundiij upp púðrið-, það er jafn-
vel vafasamt, hvort það orðatiltæki skilst
um allt land. Að stytta manni stundir
er naumast til i þeirri merkingu, sem það
hefir á einum stað í þessum nýju þjóð-
sögum; það þýðir að skemmta manni, en
ekki að ráða hann af dögum, eins og Ó.
D. lætur það þýða.
En þrátt fyrir einstök orð, sem að mætti
finna, er safnið eigulegt og skemmtilegt.
Garða-prestskosningin.
Ekki verðnr betur sjeð, eptir þeim upp-
lýsingum, sem fram hafa komið í því
máli, síðan kjörfundurinn var haldinn í
Hafnarfirði þ. 5. þ. m., en að sú kosning
hafi verið lögmæt.
Það hefir sem sje verið sýnt fram á, að
að eins 253 af þeim 288, sem á kjörskrá
stóðu, hafi, sökum stöðu sinnar og heimil-
isfangs, haft rjett til að standa þar, sam-
kvæmt prestakosningalögunum frá 1886 og
landshöfðingjabrjefi dags. 8. nóv. 1890.
Og hreppsnefndamenn og hreppstjórar í
Garða- og Bessastaðahreppum og þjónandi
prestur Garöaprestakalls hafa gefið vott-
orð um, að rj ett sje skýrt frá stöðu og
heimilisfangi þessa fólks í þeim athuga-
semdum.
Kjörfundinn í Hafnarfirði sóttu 127 lög-
mætir kjósendur, og þar af hlaut sírajens
Pálsson 77 atkv. (auk tveggja, sem voru
ólögmæt). Fundinn hefir þannig sótt full-
ur helmingur lögmætra kjósenda og síra
Jens hefir fengið meira en helming lög-
72. bSað.
mætra atkvæða, er greidd voru á fundin-
um.
Þessar athugasemdir viðvíkjandi lög-
mæti fundarins og kosningar úrslitunum
hefir síra Jens Pálsson sent kirkjustjórn-
inni, og vjer göngum að því visu, aðþeim
verði fullur gaumur gefinn. Það væri i
meira lagi ósanngjart, ef fjarverandi um-
sækjandi ætti að gjalda slíkra misfellna á
kjörskrám, misfellna, sem komast upp til
fulls að kjörfundi nýafstöðnum.
Það eitt, að þessar athugasemdir hafa
komið íram, ætti að sjálfsögðu að nægja
til þess að síra Jens Pálsson fái veitingu
fyrir brauðinu. En þar við bætast þær
tvær ástæður, að kjörfundurinn hefir ver-
ið mikið vel sóttur, þegar hliðsjón er höfd
á því, að 102 lögmætir kjósendur voru í
fjarlægð frá heimilum sinuin, til þess að
leita sjer atvinnu, þegar kosningin fór
fram, svo að mikill áhugi fyrir því að fA
síra Jens fyrir prest hefir sýnilega komið
fram í prestakallinu, og að enginn vaíi
leikur á því, að svo fráleitum meðölunr
hefir verið beitt af sumum fylgismönnum
þess umsækjandans, sem næstflest atkvæði
hlaut, að svo mun fyrir þakkandi, að fá
dæmi sjeu annars eins hjer á landi við
samskonar kosningar, og enda við allar
kosningar.
Aðferð sú er beitt hefir verið, sam-
kvæmt skýlausum vottorðum eigi all-fárra
heiðvirðra raanna, sumpart af nokkrum
mönnum i prestakallinu, sumpart af mönn-
um, er ekki eiga þar heima, er svo vaxin^
að það verður að teljast mjög illa farið,
ef nokkur prestur eða nokkurt prestsefni:
næði veitingu fyrir slikar aðfarir.
Á framkomu síra Jens Pálssonar í mál-
inu hefir, að allra dómi, að því er vjer
bezt vitum, ekki verið minnsti blettur, og
ekki höfum vjer heldur heyrt þess getið,
að neitt hafi verið vitavert við atferii neins
af fylgismönnum hans, þótt þeim hafi vit-
anlega sárnað það háttalag, sem gegn
þeim var beitt. Til dæmis að taka skrif-
ar mikið merkur maður í prestakallinu og
mjög svo óhlutdrægur ísafold á þessa
leið:
»Um framkomu síra Sigurðar þarf ekki
að tala í þessum kosningar umbrotum.
Hún hefir verið samboðin sannheiðariegum
manni«.
Og hann bætir því næst við:
»Alveg sama er að segja um framkomn
sira Jens, og væri það sárt, ef óhlutvönd-
um mönnum tækist um tíma — þam tíma
sem á ríður —, að kasta nokkrum bletti á
hann í augum veitingarvaldsins. Sumir
af hans mönnum hafa verið of orðhvatir
stundum, en það hefir verið á móti hans
vilja, og hann hefir reynt að sefa það«.
Það er ekki að undra, þótt megn óá-