Ísafold - 14.09.1895, Síða 1

Ísafold - 14.09.1895, Síða 1
Kemur út ýmistoinu sirmi eða tvisv. í viku. Yerðárg.(80arka minnst) 4kr.,erlendis5kr. eða l*/s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bund in við áramót, ógild neina koniin sje til útgefanda fyrir 1. oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXH. árg. Reykjavik, laugardagian 14. september 1896. 76. blað. H. Chr. Hansen, stóikaapmaðnr (Röi holmsgade 3) i Kaupmannahöfn, byrjaði is- lenzka umboösverzlun 1882, tekur að s.ier innkaup á vörum fyrir ísland, selur einnig íslenzkar vörur í Kaupmannahöfn og Leith. Kaupir íslenzk frimerki fyrirhæsta verð. -»;v '>$v >;v Reykjanesvitinn. i. Það er eina mannvirkið, sem enn er til hjer á landi af því tagi, lítils háttar að vísu, i samanburði við hin fjöldamörgu meiri háttar mannvirki samskonar annarstaðar, en þó ekki ófróðlegt að heyra því lýst.— Hjer eru reyndar á nokkrum stöðum öðr- um við Faxaflóa, og má ske viðar, vörðu- myndir, með einhverjum Ijóstýrum, sem kallaðar eru vitar; en það er ofnefni. Reykjanesvitinn stendur yzt á útsuður- tá Reykjanesskaga, á dálitlum hnjnk rjett við sjóinn, er nefnist Valahnjnkur og er beint upp undan Reykjanesröst. Þar er Eldey bemt nndan landi, V/a viku sjóar. Framan í hnjúknnm er þverhnýpt berg i Sjó niður og haliar töluvert upp frá hrún- inni; nokkra faðma frá henni stendur vit- inn, þar í ballanum. Það er turn, hlað- inn i átthyrning, úr íslenzkum grásteini höggnum og steinlími, rúml. 22 feta hár, og 6—7 fet á vidd (að þvermáli) að innan ; veggirnir rúm 4 fet á þykkt, nema helmingi þynnri ofan til, þar sem Ijóskerið stendur, enda viddin þar meiri. Ljósker- ið er áttstrent, eins og turninn, rúm 8 feta á vídd, og 9—10 á hæð npp í koparþak- hvelfinguna yflr því. Það er ekki annað en járngrind, húsgrind, með stórum tvö- földum glerrúðum í, sem eru nál. alin í ferhyrning, afarsterkum og þykkum (s/8 þuml. á þykkt), 6 á hverri af 7 hliðum átthyrningsins — eins og 6-rúðugluggar— en engri á hinni áttundu, þeirri er upp á íand veit. Þar utan yflr er svo riðið net afmálmþræði, til varnar gegn fuglum, og er manngergt á milli þess og ljóskersíns. En innan í glerhúsinu (Ijóskerinu) eru vita- ljósin, 17 steinolíularopar, innan í holspegl- um (sporbaugsspeglum) úr iátúni, fagur- skygðum, 21 þuml. að þvermáli; er þeim raðað 2 og 3 hverjum upp af öðrum á járnsúlnagrind hringinn í kring, nema á sjöttnng umferðarinnar, þann er upp að landi veit. Verður svo mikið Ijósmagn af þessum umbúnaði, að sjer nær 5 vikur ejávar undan landi, enda ber 175 fet yfir sjávarmál. Turninn er tvíloptaðnr fyrir neðan Ijós- kerið, og eru þar vistarverur fyrir vita- gæzlumennina, með ofni, rúmi, sem er neglt neðan í loptið, m. m. Tvöfaldir gluggar litlir eru á þeim herbergjum, 2 á hvoru. Allt er mjög ramgert, hurðir og gluggaumbúnaður o. fl; og veitir ekki af; því fast knýr kári þar á dyr stundum, t. d. í veðrinu mikla milli jóla og nýárs í vetur sem leið; þeytti þá ekki einungis sandi úr fellinu, heldur allstórum steinum upp um vitann og hæði inn nm turnglugg- ana tvöfalda og eins í ljóskersrúðurnar gegn- nm málmþráðarnetið, og mölvaði þær, þótt sterkar sjen. Tveir menn eru í vitanum á hverri nóttu allan þann tíma árs, er á honnm logar, sem er frá 1. ágúst til 15. maí. Bústaður vitavarðar er sem sje dálitla bæjarleið frá vitanum, eða fulla 600 faðma. Gæzlu- menn kveikja á vitanum hálfri stnndu ept- ir sólarlag og slökkva á honum hálfri stundu fyrir sólaruppkomu. Tveim stund- um þar á eptir skal byrjað á dagvinn- nnni, en hún er i því fólgin að hreinsa og fægja vandlega speglana og lampana, láta á þá olíu, taka skar af kveikjunum og yfirhöfuð undirbúa allt sem bezt und- ir kveikinguna að kvöldinu. Sömuleiðis að fægja Ijóskersrúðurnar og önnur áhöld sem hrúkuð eru. Með því að allbratt er uppgöngu aö vitanum og veðrasamt mjög þar, heflr verið lagður öflugur strengur úr margþættum málmþræði upp þangað meðfram veginum, til að halda sjer í, og hafðar járnstoðir undir. Upp þann stíg er og borin steinolía og annað sem til vitans þarf, úr geymslnklefa fyrir neðan bnjúkinn, II. Vitinn var reistur sumarið 1878, og kveikt á honum i fyrsta sinn þá um veturinn eptir, 1. deshr. Ríkissjóður Dana kostaði ljóskerið sjálft (12,000 kr.), en landssjóður allt annaö. Hafði alþingi 1875 ritað kon nngi »allraþegnsamlegast ávarp nm, að hans hátign allramildilegast vildi sjá svo fyrir, að íje yrði veitt úr rikissjóði til vitagjörðar á Reykjanesi m. m.«, með þvi að vitagerðir heyrðu beint undir íiota- stjórnarráð Dana og þar með til sameig- inlegra mála ríkisins, en ekki hinna sjer- staklegu mála íslands eptir »stöðulög- uuum«. En stjórnin gat ekki aðhyllzt þá skoðun, en veitti þó þá úrlausn, að Ijós- kerið sjálft fekkst með speglum o. s. frv. lagt til á kostnað ríkissjóðs samkvæmt fjárveitingu ríkisþingsins. Var þá málið tekið aptur til meðferðar á næsta þingi 1877, og veittar til vitagerðarinnar 14,000 kr., samkvæmt áætlun frá þar til kjörnum manni, A. Rothe marnvirkjafræðing, er hafði verið sendur hingað þá um vorið til að rannsaka vitastæðið og gera kostnað- aráætlun o. s. frv. Rothe þessi stóð síðan fyrir vitagerðinni; en ekki stóð áætlun hans betur heima en svo, að kostnaðurinn varð á endanum fullar 22,000 kr., og var viðbótin veitt eptir á með fjáraukalögum. Verkstjóri við vitahleðshina var Líiders múrmeistari, sem hjer dvaldi síðan mörg ár eptir. Hann fekk góðan orðstír almenn- ings, en Rothe miður. Bar þeim mjög á milli. Sagði Ltiders svo, að sú sjervizku- flrra hins, að hafa turninn hlaðinn í átt- hyrning, hefði hleypt kostnaðirrom fram nm helming; sívala turna eða ferhyrnda hefði mátt gera tvo fyrir sama verð. Örðugleikar voru miklir og margir á verkinu. Rothe ætlaðist íyrst til, að haft væri hraungrjót i hleðsluna, sem nóg er af, en óvinnandi. En Lúders var svo heppinn, að flnna grásteinsnámu niður við fjöruhorð undir hraunsnös, á að gizka 1—200 faðma fyrir norðan Valabnúk. Það grjót mátti höggva og kljúfa eptir vild. En bera varð það allt á liandbörum alla leið að hnúknum og upp á hann. Til merkis um, hvað almenningi þótti lítið til »mannvirkjafræðingsins« koma, er það í frásögur fært, að þegar að því kom að á vatni þurfti að halda í kalkið og sementið, til turnhleðslunnar, vantaði föt- ur til að hera það í upp á hnúkinn frá vatnshóli því, er loks haíði fundizt góðan spöl fyrir neðan hann, eptir mikla leit og margar (13) árangurslausar tilraunir til brunngraptar, sumar næsta fákænlegar, að sumum þótti. Brá þá mannvirkjafræðing- nrinn sjálfur við, og lagði af stað inn til Reykjavíkur að útvega föturnar. Segir ekki af þeirri ferð fyr en á heimleiðinni aptur, er hann var kominn suður undir Bæjarfell, fyrir ofan bæ vitavaröar. Þá minnist hann þess, að hann heíir stein- gleymt erindinu; hann hafði skemmt sjer svo vel í Reykjavik, að þar komst engin vatnsfötu-umhugsun að. Eptir hæfllega hvíld leggur hann siðan af stað aðra ferð til höfuðstaðarins. Þá er þess getið, að hann hittist einhvern dag í fögru veðri í barnaleik suður á melum með sonum landshöfðingja (H. Finsens). Þaö var Grímur Thomsen, sem rak sig þar á hann og hjalaði við hann lítils háttar, fann siðan landshöfðÍDgja að máli og hafði orð á því, að betur mundi fara á að »mannvirkja- fræðingurinn« væri við sitt starf suður á Reykjanesi, úr því að landssjóðnr gyldi honum atarhátt kaup daglega. Verður niðurstaðan sú, að Rothe sást von hráð- ar aptur syðra, í mjög illu skapi og há- bölvandi Grími þeim, en — fötulaus; hafði gleymt þeim í bræðinni og fuminu að komast af stað. En í þriðju ferðinni höfð- ust svo föturnar. Varð þá turnhleðslan að bíða á meðan, margar vikur ? — Nei, menn björguðust við naglakassa: kíttuðu þá og þjettuðu og báru vatnið í þeim. Með vitagerðarkostnaðinum taldist bæj- arbyggicg handa vitaverði og vegarlagn- ing milli vitans og bæjarins. Bærinn stóð

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.