Ísafold - 14.09.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.09.1895, Blaðsíða 2
802 þó ekki nema nokkur ár, og er nú komið timburhús í staðinn, og þó tvö heldur en eitt, járnvarin, góð hýbýli og myndarleg nú orðin. Enda hefir verið talsverðu til þeirra kostað síðan. III. Jafnframt því er vitin komst i gagn,var iagt gjald honum til viðhalds og annars ár- legs kostnaðar við vitahaldið á »hvert það skip, að undanskildum herskip- um og skemmtiskútum er fer fram hjá Beykjanesi við Faxaflóa og leggst á höfn einhverstaðar á íslandi.* Er gjald þetta nú »20 aurar fyrir smálest hverja af rúm- máli skipsins, ef það leitar hafnar í Faxa- flóa milii Reykjaness og Öndverðaness, en 15 aurar ef það leggur til hafnar annars- staðar á íslandi, og er gjaldið hið sama, hvort heldur það fer fram hjá vitanum að eins aðra leiðina eða fram og aptur.« Gjald þetta hefir numið frá 4000 til rúmra 7000 kr. á ári. Er af því launað vitaverði (1200 kr.) og greiddur annar 'árlegur kostnaður til vitahald3ins, t. d. fyrir steinolíu 1200 kr., samtals venjulega um 3000 kr. Virð- ast vitavarðarlaunin, 1200 kr., ekki mega minni vera, er þess er gætt, að hann kemst ekki af með minna en tvo karlmenn sjer til aðstoðar, og getur ekki t. d. komið þeim í kaupavinnu að sumrinn, með því að þeir þurfa að taka til starfa við vitann um miðjan heyskapartímann. Vitavörðurinn, sem nú er og verið hef- ir 11 ár undanfarin, Jón Gunnlaugsson, fyrrum skipstjóri, er mikill atorkumaður og ráðdeildar, og ágsetiega þokkaður. Iiann hefir grætt út talsverðan túnskika kring um vitavarðarbæinn, sem gefur nú af sjer fram undir kýrfóður, girt hann allan og gengið vel frá. Það er mein, hve illa hef- ir tekizt að velja bæjarstæði, þegar vitinn var reistur. Er miklu betra túnstæði og l>æjarstæði þar á öörum stað, undir Vatns- felli, og það nær vitanum, bæði mun skýlla þar og jarðvegur miklu betri og stærra graslendi. Hefir vitavörðurin hálfvegis í hyggju að reyna að koma þar upp öðru túni—heimatúnið er ekki hægt að græða meir út en búið er—; en ekki láandi, þótt hann hiki við það, er hann á einskis end- urgjalds von fyrir þær nje aðrar jarðabæt- ur, fremur en leiguliðar að jafnaði, en lands- sjóður nýtur góðs af þeim framvegis, í launa- sparnaði til vitavarðar o. s. frv. Haglendi er dálítið þar nærri bænum, svo hrjóstugt og gróðurlaust sem Reykjanesið erannars. En slægjur engar. Vitavörður hefir nú 1 kú, og 2—3 hesta, sem hann verður að fá hey fyrir annarstaöar. Kindur hefir hann og haft nokkrar, en er friðlaus með þær fyrir bitvargi, sem þar er krökt af á vetr- um, vegna hverahlýjunnar þar á nesinu. Sjávarútveg má hafa þar nokkurn, síðan lánaðis að fá vör rudda og veg höggvinn í berg upp frá henni norðan við Valahnjúk, með nokkrum styrk úr landssjóði. En sakir ákafra brima verður eigi róið þar uema í sumum áttum og góðu veðri. Vegur er mjög illur úr Höfnunum út á Reykjanes, yfir illkynjað hraun, hálfþakið brunasandi. Er þó all-fjölfarinn, forvitnis- ferðir að skoða vitann, bæði sumar og vet- ur, á vetrum einkum af vermönnum, er ^eggja saman i hópum þangað úr veiði- stöðunum í kring í landlegum, og hljóta að gera vitaverði mikinn átroðning — eru þar margopt nætur sakir —, þótt ekki heyr- ist hann kvarta og sjáist ekki fyrir með gestrisni, án þess að vilja heyra endurgjald nefnt á nafn, fremur en almennur íslenzk- ur siður er til, — sem manni íiggur stundum við að kalla ósið, vegna ójafnaðarskatts þess, er hann leggur á menn, því þyngri, sem þeir eru góðsamari og drenglyndari, en sennileg hlífð og nærgætrii við þá mið- ur algeng víða. B. J. Botnvörpuveiðaskip ensk, 5—6 flest, og 1 minnst, hafa hafzt við áalmennum fiski- miði hjer í flóanum, Bollasviði, lengi sum- ars, frá því eptir miðjan júlímánuð, og afl- að þar mæta vel þótt ekki hafi aðrir feng ið þar fisk nje anuarstaðar á fiskimiðum hjer. Þau gjörsópa botninn með sínum háskalegu veiðarfærum, dautt og lifandi, hirða það eitt, sem þeim þykir fengur í, svo sem heilagfiski og kola, og fullkominn þorsk sum, en sum ekki, en fleygja hinu útbyrðis, stundum ekki fyr en eptir marga daga, úldnu þá og skemmdu, eðá þeir gefa það eða selja mönnum úr landi, er færa þeim í staðinn ýmislegt góðgæti, svo sem dilkakjöt, egg, mjólk o. fl. Hafa nokk- ur skip af Alptanesi, 3—4, fengið í sum- ar drjúgan afla með þeim hætti, jafnvel á 4. þúsund í hlut eitt þeirra. í fyrri nótt vildi einum það slys til, að þeir brutu bát sinn við botnvörpuskipið — höfðu tyllt honum aptan í það, en voru sjálfir á skip- inu í góðu yfirlæti. Skiluðu Englending- ar þeim hingað á iand í gærmorgun og leystu þá út með fiskigjöfum. Lög eru því miður engin til þess að af- stýra þessum ófögnuði, með því að þetta fiskimið og flest önnur, sem nokkuð kveð- ur að hjer, eru fyrir utan landhelgi. Hellisheiði. Lokið var í gær alger- lega við vegagerðina yfir Hellisheiði, sem byrjað var á í fyrra vor, frá Kolviðarhól og niður fyrir Kamba. Það er mikið mannvirki og vandað, og mun síðar lýst verða betur. Er nú vegamannaflokkurinn af heiðinni, fram undir 50 manns, undir forustu hr. Erl. Zakariassonar, kominn nið- ur í byggð og tekinn til við kaflann, sem eptir var þar í fyrra, frá Kömbum austur yfir Yarmárbrú. Verða vonandi búnir að ijúka við hann í haust, þótt tæpt kunni að standa. Garða prestskosningin. Það er hvort- tveggja, að hún var býsna-snörp, kosn- ingarbaráttan sú, enda er ekki enn runn- inn vígamóðurinn af sumum, er hana háðu,—að minnsta kosti ekki af höfundi mjög óþarfrar greinar í »Þjóð.« í gær, sem heill hópur af kjósendum kand. Geirs Sæmundssonar hefir enn veriö nógu æstur til þess að ljá nöfn sín undir. Höf. er afarreiður út af því, að ísafold 28. f. mán. talar um, að fráleitum meðul- um hafi verið beitt af sumum fylgism'önn- um kand. G. S., snýr því upp í áburð á sig og aðra kjósendur hans, og rausar mik- ið út af því. Hefði höf. ekki reiðzt svona háskalega—hálfum mánuði eptir að hann las greinina!—, mundi hann hafa áttað sig á því í tima, að það er ekki sama orð, »fylgismenn« og »kjósendur« (getur verid fullt af fylgismönnum, sem ekki eru kjós- endur), og að hvorki hann nje þeir fjelag- ar aðrir geta neitt um það fullyit, hvorki af nje á, hvort beitt hafi verið ljótum eða óheiðarlegum meðulum til að afla skjói- stæðing þeirra atkvæða. Þeir geta að eins sagt fyrir sig, að þeir hafi ekki gert sig seka í slíku, og það allra frekasta, sem þeir geta ætlast til, er, að þeim sje trúað til þess. Aðra geta þeir ekkert ábyrgzt. Það getur hafa verið beitt ótæpt frá- leitum meðulum án þeirra vitundar. Eng- inn, sem það gerir, er það flón, að fara að gera það í margra viðurvist. Hann fer ekki að hafa votta að því. Hjer á og við um leið sú athugasemd, að höfundinum stoðar ekki að ætla sjer að skáka í því hróksvaldi, að óhætt muni að fortaka allar þess háttar misfellur vegna þess, að þær sannist aldrei með vottum. Það stendur ekki til nokkurn tíma, að slíkt sannist með vitundarvottum. Það liggur í augum uppi og leiðir af sjálfu sjer, eins og nú var á vikið. En hitt er það, að enginn rjettsýnn maður efast um, að það sem margir heiðvirðir menn bera sinu í hverju lagi skriflega, og tjá sig viðbúna að standa við hvar sem fer, að það muni satt vera, þótt ekki sje vottfast, og hvað sem líður lagalegri sönnun fyrir þvi. Leiðin til að fá hana, ef á þyrfti að halda, væri auðvitað almennileg og óhlutdræg rjettar- rannsókn. Vilji höf. vita, hvað átt er við með »frá- leitum meðulum«, þá eru það auðvitað ekki jafnvel frekjulegustufortölurog niðrunarum- mæli um keppinauta óskabarnsins,efcfct höfð- ingjabrjef úr Reykjavík, ekki innrás ófyr- irleitinna atkvæðasmala úr öðru prestakalli, með ítrekuðum heimreiðum nál. á hvern bæ, jafnvel 5 — 6 atreiðum að sama kjós- anda sama daginn, og ekki húsvitjan um- sækjanda á þorra heimila í prestakallinu á nndan kosningu (þótt allmjög aðfinnslu- verð þyki annarsstaðar). Það er ekki átt við neitt af þessu eða því um líku. Það er átt við það, er kjósendum eru boðnar mútur eða sama sem mútur, svo sem hin og þessi hlunnindi, sem þeim eru sama sem peningavirði eða jafnvel beinlínis. mikilla peninga virði. Þaðer ekki of tal- að, að kalla slíkt fráleit meðul. Og þau eru fráleit fyrir því, þó að umsækjandi eigi sjálfur engan þátt í þeim, — þó að þeim sje beitt alveg án hans vilja og vitundar. Og fari að brydda á þess konar ófögnuði við prestskosningar, þær kosningar, sem ættu hvað sizt að vera blandnar nokkrum sora, þá er síður en svo, að blöð sjeu víta- verð fyrir að skipta sjer af sliku; hvert heiðvirt blað hlýtur að telja sjer skylt að láta það ekki hlutlaust; og það fer ekki að bíða eptir því, að fengin sje full laga- sönnun fyrir misfellunum; það yrðu lítilsverð afskipti blaða af því, sem miður fer, ef bíða skyldi jafnan eptir því. Þeim einum, er hafa miöur góðan inálstað að verja, er ami í því; hinir eru og mega vera þakklátir fyrir það. Annað, sem höf. hefir reiðzt ísafold fyr- ir, er tilvitnun i brjef frá óhlutdrægum sóknarmanni um framkomu 2 umsækjand- anna við kosninguua, — að hún hefði ver-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.