Ísafold - 26.10.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.10.1895, Blaðsíða 1
KemurfttyfQistoinuaiimi eða tvisv.iviku. Ver'ðárg.(80arka suinnst) 4 kí., ariendis 5 kr. eða l‘/s dolí.; borgist fyrir miðjan, jáli (eriendis fyrir fram). ÍSAFOLD. CJppsögn(skrifleg) bundin vift áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. oktober. Afgreiðslustofa blaðsinseri Austurstrœti 8. XXII. árg. Reykjavík, laugardaginr. 26. október 1805. 85. blab. Eimskipaútgerð landssjóðs. Kaupmannahöfn 26. sept. 1895. Herra ritstjóri! Jeg löfaði yður að skrifa yður uokkrar línur viðvikjandi eimskipaútgerð landssjóðs og ætla nú að efna heit mitt; en jeg bið yður að virða á betri veg, þótt jeg geti ékki enn sem komið er geflð yður neinar ýtarlegar upplýsingar á framkvæmdunum i þessu mikilsvarðandi máli; verður þvi þjer að eins drepið á helztu atriðin. Enginn efi virðist vera á því, að lögin verði samþykkt. Stjórnin virðist hafa sannfærzt nm, sð það muni gjörlegt að leigja eimskip með þeim skilyrðum, sem lögin ákveða viðvikjandi aðalskipinu. Kaupmenn hafa sýnt málinu mikla vel- vild, bæði þeir, sem búa á Islandi, og eins hinir, sem eru búsettir hjer. Fjelagsand- inn milli kaupmanna virðist vera meiri en suinir ætla, og það mun ekki verða mál- inu til fyrirstöðu, þótt farstjóri verði kauþ- maður. Ljósan vott um þetta er eimskipa- útgerð þeirra Asgeirssons og Tuliníusar. Erflðleikar á framkvæmdum málsins eru að vísu ýmsir, en samt er jeg sannfærður um, að koma megi fyrirtæki þessuágóðan rekspöl og að það geti náð tilgangi sín- um. Útgerð á skipi með þeim skilyrðum, sem aðalskipið er bundið, mun kosta eitt- hvað nálægt 15,000 kr. á mánuði, eptir því tilboði að dæma, sem komið befir fram. Með því, að þannig lagað skip hefir til- tölulega litið farmrúm, má ekki gjöra ráð fyrir miklum tekjum af vörufiutningum. En skip þetta á lika aðallega að flytja póst Og farþega, hafa stutta viðstöðu á höfnum og sjá um greiðar og góðar sam- göngur innanlands og við útlönd. Helzti agnúi á að halda þessu skipi úti er hinn mikli kostnaður. Þetta er viövíkjandi aðaiskipinu; en þá gefa lögin heimild til að leigja aukaskip og því kemur til máls, hvort ekki sje heppilegt, að nota þetta leyfi þannig, að leigt sje ódýrara skip um þann tíma árs, sem ekki virðist vera eins mikil þörf á dýru skipi. Skip, sem er lftið eitt hrað skreiðara en >Thyra«, mun kosta um 8 500 kr. á mónuði. Það á ekki að koma við á Færeyjurn og getur því farið frá Skot- landi til íslands á 4 dögum, og er þetta strax mikil bót frá því, sem nú er. Það getur fengið miklar tekjur af vöruflutning- um, og ef ferðum þess er vel fyrir kómið, má vel nota það til mannflutninga, eink- um fyrir sjómenn og kaupafólk, sem aðal- lega gjörir þær kröfur, að farið sje ódýrt, timinn hentugur og engir viðkomustaðir á leiðinni. Nú ætlar líka hið sameinaða gufuskipa- fjelag að verða allharður keppinautur vor, og þá er enn meiri ástæða til að fara gæti- lega af stað og sjá um, að fyrirkomulagið verði sem hagfelldast. Það sýnist vera áhættuminnst, að halda dýrara skipinu úti sem stytzt, þó ekki minna en 1 4 mánuði, og leigja fyrst um sinn ódýrara aukaskip um hinn tíma ársins. Þá kemur til greiná, hve mikinn hluta vetrarins halda skuli ferðum uppi. Sam- einaða gufuskipafjelagið ætlar ekki að hafa neitt skip í förum kring um landið næsta ár fyr en í maímánuði. Það er því sjálfsagt, að senda skip kring um landið í marz og aðra ferð í apríl. En efasamt er, hvort rjett sje, að beimta ferðir álands- sjóðs kostnað frá nóvember- til febrúar mánaðar. Gufuskipafjelagið fær 40,000 kr. um árið fyrir póstflutning til íslandg, og þá peninga mun eimskip landsins ekki geta náð í. En ef nú landssjóður fyrir sinn reikning sjer um greiðar saragöngúr á öllum öðrum tímúm árs, þá ættum vjer að geta krafizt þess af gufuskipafjelaginu, að það eitt sjái um góða póstflutninga til íslands að eins um háveturinn, fyrst það fær svona mikinn styrk einmitt til póst- flutninga. Eins og jeg hef áður tekið fram, hef jeg að eins getiö helztu atriöa málsins. Jeg hef að eins dvalið hjer í 6 daga og get því ekki að svo stöddu skýrt nákvæmar frá, hvernig öllu þessu verður fyrir komið, þegar til framkvæmdanna keraur. Jeg hef þegar fengiö margar bendingar, og ýmsar kröfur hafa komið til min viðvíkjandi út- gerðinni, og skal jeg reyna að taka tiílit til þeirra, að svo miklu leyti, sem frekast er unnt. Með kærri kveðju virðingarfyilst D. Thomsen. Læknaskipan hjer á landi Og afnám læknaskólans. Hinn setti hjeraðslæknir Reykjavikur, Guðmundur Björnsson, hjelt mjög rækileg- an fýrirlestúr í stúdentafjelaginu í gærkvöldi um lœknaskipan hjer á landi, rakti fyrst sögu læknastjettarinnar hjer allt frá því, er Biarni Pálsson var skipaður landlæknir á síðustu ö!d og fram á þennan dag, og skýrði ýtarlega frá þeim tillogum og til- raunum, sem gerðar hefðu verið til þess að bæta úr læknafæðinni hjer á landi og að iokum heföu borið þann árangur, að læknaskóli hefði verið stofnaður hjer í Reykjavík. Ræðumaður sýndi tram á, að læknafæð- in, sem menn hefðu átt svo lengi við að stríða hjer á landi, hefði stafað af fjeleysi, og af hinum sama agnúa stöfuðu aðallega annmarkar þeir sem enn væru á lækna- skipaninni. Læknaskólinn hefði verið stofnaður út úr neyð, þar sem svo örfáir hefðu fengizt til að nema læknisfræði erlendis, sem hefði verið eðlilegt, jafn-rýr og erfið og læknaembættin hefðu verið hjer á landi. Og enn væru þau svo rýr, að ekki væri til þess ætlandi, að menn stunduðu læknisfræðinám í Kaupmanna- liöfn til þess að ná í þau. En lœknar frá skólanum hjer vœru ekki boðlegir, einkum af þeirri ástæðu, að hvergi væri jafnmikil þörf á verulega góðum læknum eins og á íslandi, þar sem specíalistar væru hjer svo að kalla engir, spítalar engir og samgöng- ur svo erfiðar, að svo mætti heita, að hver maður yrði að lifa og deyja með þann lækni, sem væri næstur honum. Mjög skilmerkilega rakti læknirinn á- stæður þær, sem Dr. Hjaltalín hefði byggt á baráttu sina fyrir stofnun læknaskóla hjer. Fyrsta ástæðan, sem Dr. Hjaltalín til- greinir í ritgjörð um það efni i Nýjum Fjelagsritum, var sú, að með námi hjer á landi ættu læknaefni kost á að kynnast þeim sjúkdómum, sem tíðir sjeu á íslandi en sjáist ekki í Danmörk. Við þá ástæðu haf'ði ræðumaður það að athuga, að reynsl- an hefði orðið sú, að læknar, sem hjer hefðu lært, hefðu lítið gert til þess, að út- rýma þeim sjúkdómum. Það væri eink- um sullaveikin og holdsveikin, sem hjer væri nm að ræða. Eini læknirinn, sem hefði gert sjer far um, að berjast gegn sullaveikinni, Dr. Jónassen, hefði lært í Kaupmannahöfn, og holdsveikin hefði verið látin afskiptalaus þangað til útlendur lækn- ir, Dr. Ehlers, hefði komið til sögunnar. Að hinu leytinu væri sú hætta með lækna- skóla hjer, að læknaefni lærðu ekki að þekkja útlenda sjúkdóma, og væru þar af leiðandi ekki færir til þess að veita þeim þær viðtökur, sem þyrfti, þegar þeir bærust hingað. Sorglegt dæmi þess væri tæringin (tuberculosis), sem fyrir nokkrum áratugum mundi alls ekki hafa verið til hjer á landi, en nú væri orðin svo ískyggi- lega útbreidd. Þá útbreiðslu sýkinnar kenndi ræðumaður vanþekking læknanna, hugði, að stemma hefði mátt stigu fyrir henni, ef læknarnir hefðu þekkt hana í tíma og verið við henni búnir. En nú væri það orðið of seint. Hinu sama mætti búast við með fleiri voðasjúkdóma, sem enn hefðu ekki náð að festa rætur hjer, svo framarlega sem læknar yrðu ekki bet- ur undir það búnir, að taka á móti þeim. Annað atriði, sem fyrir Dr. Hjaltalín hefði vakað, væri ættjarðarástin og sóm- inn, sem landið hefðiafþvíað eiga lækna-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.