Ísafold - 26.10.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.10.1895, Blaðsíða 2
á38 skóla. í því sambandi væri þoss að gæta, að læknisí'ræðin væri alþjóðieg (inter- nationai) vísindagrein. og sú ættjarðarást yrði þyngri á metunum, sem útvegaði land- inu góða lækna, en sú sem kæmi upp skóla, er ijelegir læknar kæmu frá. Eins og það sje óeðlilegt, að íslendingar þurfi að fara til Kaupmannahafnar til þes3 að læra lög. eins sje það óeðlilegt og skað- legt. að þeir láti sjernægja að læra iækn- isfræði hjer, þar sem ekki meiri skilyrðj sjeu fyrir hendi fyrir því námi. Þriðja ástæða Dr. Hjaltalíns hefði verið læknafæðin, og hún hafi vitan ega verið veruleg. En rjetti vegurinn til þess að bæta úr læknafæðinni hafi verið sá, að bjóða læknum viðunanleg kjör, en ekki hinn, að útvega þjóðinni ljelega lækna. Að því eigi að stefna, að gjöra kjör lækna svo aðgengileg, að þeir sjái sjer tilvinn- andi fyrir þau að stunda nám í Kaup- mannahöfn, og svo ieggja læknaskólann niður, þegar það sjáist, að nóg verði til af læknum með betri menntun en lækna- skólinn geti veitt. Breytingar þær, sem ræðumaður hjelt fram, voru í stuttu máli þessar: Vandvirknisleg skipting á læknahjeruð- unum. 500 króna hækkun á launum aukalækna og taxtar hækkaðir að minnsta kosti um helming. Fastur bústaður ákveðinn fyrir lækna, hús byggð handa þeim, þar sem þeir eiga ekki heima í kaupstöðum, og þeim bann- að að búa. Sjúklingaskýli reist á kostnað hjeraðanna í sambandi við hvert læknissetur með 5 rúmum, en spítali fyrir 50 manns reistur i Reykjavík á kostnað lándssjóðs. Væru læknar 36, eins og þeir ættu að vera ept- ir núgiidandi lögum, kæmi með þessu móti hjer um bil 1 sjúklingarúm á hverja 400 einstaklinga. í Dantuörk kom árið 1880, að Khöfn undantekinni, 1 spítalarúm á hverja 945 einstaklinga, en 1890 1 rúm á hverja 635. Hugði ræðum. því, að spit- alaþörfinni væri nokkurn veginn fullnægt með þessari tilhögun. GufuskipiðÁ. Ásgeirssonkom hing- að 21. þ. m. norðan um iand og vestan, og fór samdægurs beina leið aptur. Hafði verið 16 daga hingað frá Akureyri, enda komið víða við, þar á meðal á Borðeyri. Farþegar voru örfáir með því, þar á með- al kaupm. Michael Riis og kona hans, frú Maria Riis, f. Asgeirsson, frá Khöfn. Það tók nokkurn flutning hjer og átti nógan ívændum á hinum höfnunum vestanlands og norðan. Skipströnd. Tvö þilskip braut við Hrísey, önnur en Stamford, í ofsahríðinni 3. þ. m.: eyfirzkt hákallaskip og norst kaupskip. Ennfremur braut sunnlenzka flskiskútu á Reyðarfirði, er Anna hjet, eign Guðmundar bónda í Nesi við Seltjörn, ný- komna austur þangað til haustfiskiveiða. Mannbjörg varð af öllum skipunum. Strandferðaskipið Thyra kom bjer loks í gærdag norðan um land og vestan, degi síðar en það átti að fara hjeðan. Hafðl fylgt áætlun allt til Húsavíkur, en tafizt mjög úr því, mest við ferming og afferming, 2—3 daga á sumum höfnum (Akureyri, Siglufirði, ísafiiði o. s. frv.). Þrjá.r tilraunir gerði það að ná gózi og farþegum á. Skagaströnd, en veður bann- aði, nema hvað fyrsta bítaferðin út i það heppnaðist, með nokkurn flutning, en þá tók fyrír, og urðu farþegar þaðan allir (15) eptir, flest kaupafólk sunnlenzkt. og all- mikið af varningi, bæði kaupafólks og annara. Ekki lánaðist heldur að ná vör- um í skipið á Blönduós, sem til stóð. Með farþega, er á land áttu að fara á Skaga- strönd, fór skipið síðan tii Sauðárkróks aptur. Hingað komu með skipinu margir tugir farþega, flest kaupafólk; Páll Jónsson veg- fræðingur með vegavinnuflokk sinn af Austfjörðum; skipshöfnin af fiskiskútunni »Önnu« frá Nesi, o. fl. Enn tremur kand. Jón Jakobsson aiþm. frá Víðimýri með frú sinni. Skipið ætlar aptur á mánudaginn 28. þ. m. heimleiðis vestur fyrir land og norður. Kristindómslaus menntun. Um leið og jeg votta ísafold þakklæti mitt fyrir. hinn rækilega ritdóm nm Aldamót IV., sem hún nýlega flutti, vildi jeg fá að skýra með örfáum oröum, hvað fyrir mjer vakti, þegar jeg sagði: »Menntunin, þekkingin, ein og út af fyrir sig gjörir manninn hvorki betri nje sælli«. Fyrir þessari setning finnst mjer gjörð all- ljós grein í fyrirlestrinum á þeim tveimur blaðsíðum, sem á undan henni ganga (bls. 69 —71), og verð jeg því að vitna til þess, sem þar er sagt, og biðja menn að athuga það. En til frekari skilningsauka vil jeg bæta þessu við. Miklar framfarir í líkamlegum efnum geta haft í för með sjer svo mikla siðferðislega hnignun, að þjóðirnar og einstaklingarnir finni meira til sársauka lífsins á háu menningar- stigi en meðan þær voru skammt á veg komn- ar. Þetta held jeg auðvelt mundi að sanna með dæmum úr sögunni. Það mætti til dæmis benda á, hvernig hinar gömlu menntaþjóðir fjellu um sjálfa sig, yfir- komnar af lifsþreytu og sársauka, þegar menn- ing og þekking hötðu þar náð hæsta stigi. Læknislistin tók hjá þeim stórmiklum fram- förum. En eptir því sem þekkingin óx, var hún meira og meira notuð af munaðsjúkum mönnum til að lengja þær stundirnar, er þeir veltu sjer í ofnautn og svalli og syndguðu á móti öllum lögum heilbrigðinnar. Þær voru vel upplýstar, hallir rómversku auðkýfinganna á dögum keisaranna. En lífið i þeirri birtu varð eintómt svall og sukk, og við þá birtu töpuðu menn trúnni á lífinu sjálfu og rjeðu sjer brönnum saman bana. Samgöngufærin voru orðin ljómandi góð eptir kröfum þeirrar tiðar. En þau voru mest af öllu notuð til að fjefletta og undiroka skattlöndin og halda þeim undir ánauðaroki Rómverja. Aldrei hefir verið fundið meira til sársaukans en þá, þegar menntun og þekking hins gamla heims stóð i sem mestum blóma. Það var kristindómurinn, sem reisti heiminn aptur upp úr þeim sársauka og gaf mönnum aptur löngun til lífsins. Og síðan hefur hann verið saltið, sem verndað hefur mannfjelögin frá rotnun. Hann hefur verið hin þunga und- iralda, sem borið hefur menningarstarf mann- kynsins og komið í veg íyrir að það yrði »til illseins*,—verið orsökin til, að það hefur orðið tii blessunar. Yæri jeg ekki kristinn, tel jeg víst að jeg mundi vera »pessímisti«. Jeg fæ ekki sjeð hvað annað jeg mundi geta verið. Eu af þvi jeg er kiistinn og þekki hæfileika þeirrariífs- skoðunar til að vera saltið, sem varðveitir mannssálirnar og þjóðfjelögiu frá því að verða sársaukanum að bráð, er jeg það ekki. Öll mín von og öll mín gleði yfir. lífiau er bygð á kriítindómnium. Jeg hefi því ekki gjört mig sekan í neinum «pessimi-mus», að því er jeg fæ sjeð, þótt jeg hafi sagt, að þekkingin ein og út af fyrir sig gjöri manninn hvorki betri nje sælli. Jeghefi að eins bent á, að þekkingin og kristindómur- inn þurfi að haldast í hendur; því að eins f'ái manneölið að njóta sín; með þvi móti verði maðuriun sælastur. Mjsr hefur aldrei tii hugar komið að halda því fram, að vjer ættum án menntunarinnar og þekkingarinnar að vera. En mjer er í hug að halda því fram, að þekkingin verði að hafa líf'safi kristindómsins til að styðja sig við, svo íramarlega sem hún eigi að koma að tilætl- uðum notum og gjöra manninn sælli. Krist- indómslaus menntun fianstmjer beri í sjer fleiri fræ til sorgar og sársauka en til gleði og sælu. Jeg veit ekki hvort mjer hefur tekizt að gjöra mig skiljanlegan. En þetta var það nú semmjer vakti, þegar jeg skrifaði fyrirlesturinn. Og af því mjer þykir lakara að lesendur lsafoldar haldi að jeg hafi talað þetta alveg út í bláinn, — eða þá að jeg sje mjög svart- ur »pessimisti«, langaði mig til að segja þessi fáu orð til skýringar. Gardar N. D. 22. júlí 1895. Fr. J. Bergmann. Skipastól misstu einknm Eyfirðingar talsvert af í veðrinu 3. þ. m. með þvíað því fylgdi einnig dæmafár sjávargangar (flóð); tók skipin, opna báta, ýmist út eða þau brotnuðu á landi. Veðrið var ósijórnandi, —óbjargandi skipum þó að mannafla skorti ekki. Líkir skaðar urðu í Þingeyjarsýslu sumstaðar, einkum á Húsavík; tjón á bát- um og bryggjum þar í kaupstaðnum áætl- aö 7—8000 kr. Fjárskaðar höfðu orðið mjög miklir fyrir norðan og austan sumstaðar í marg- nefndu fimmtudagsveðri 3. þ. m., einkum í Þingeyjarsýslu, en ófengnar enn greinilegar skýrslur um þá. Til dærais nefndur einn bóndi í Norður-Þingeyjarsýslu, er missti öll lömb sín, um 100, og 40 ær. Fjeð bæði fennti og hrakti í vötn. Jafnvel hesta fennti ekki óvíða, og drapst eitthvað af þeim. Gufubáturinn Elín. Kaupandi hennar, Jón Jóns-son skipstjóri, hefir komið henni & flot og fleytt henni hingaö suður aptan í öðru skipi, »Njáli«, í góðu veðri og mannlausri; hefir bætt það á henni leka til bráðabirgða. Liggur hún nú hjer á höfninni. Kaþólskur klerkur, danskur maður, Frederiksen að natni, er hingað kominn með »Thyra« og sezt að bjer í Landakoti, trúar- boðsstofnuninni frá dögum Baudoins. Með rum. 8000 fjár fór gufuskip þeirra Zöllners & Co., »Loughton«, af stað hjeðan 22. þ. m. áleiðis til Englands. Þar af vora frek 3800 frá Stokkseyrarfjelaginu, rúm 500 frá pöntunarfjelagi Árnesinga og hitt úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, flutt á skipsfjöl á Akranesi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.