Ísafold - 16.11.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.11.1895, Blaðsíða 1
JKemtsr ut ýmisteizm sinni eöa tvisv.íviku. Verð árg.(80arka minnst)4kr.,erlendis5kr. eða 1»/* dolí.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Dppsögn(skrifleg) bund in viö áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXII. árg Reykjsvík, laugardaginn 16. nóvember 1896 88. biað „AIdamót“. Fimmta ár. 1895. Ilitdómur eptir prestaskólakennara sira Jón Helgason. I. I>að hefir ekki borið mikið á þessu tima- riti þeirra íslenzku prestanna í Vesturheimi bjer heima hjá oss. Aliur meginþorri manna hjer á landi hefir aidfei sjeð það, og marg- ur presturinn hefir aldrei haft það á milli handa sjer; blöðin hafa varla á það minnzt (að ísafold undanskilinni), og þó er hier um érsrit að ræða, sem verðskuldaði að komast inn á hvert einasta heimili. því að það berst fyrir heimsins langstærsta áhuga- máli, kristindóminum, og því, er stendur í sambandi við hann, og hefir jafnframt ýmsa þá kosti til að bera, sem mest á ríð- ur fyrir slík rit. En þann kostinn tel jeg beztan í þessu sambandi, að enginn, sem Aldamót les, getur eitt augnablik verið í efa um, hvað þau viija og fyrir hverju þau berjast. Stefnulaus blöð eða tímarit eru jafnan einkisvirði, — um stefnu Alda- móta er það að segja, að hún skín svo að segja fram úr hverri línu þeirra; markmiðið er ávallt þetta sama, að sýna fram á krapt, líf og ijós kristindómsins. Engum, sem les ritgjörðirnar, getur þlandazt hugur um það, hverju megin höfundarnir standa; hvervetna skín það fram, að ekkert ann- að en iifandi, persónuleg trúarsannfæring knýr þá til að biðja sjer hljóðs. Þetta eitt ætti að vera næg meðmæli með árs- ritinu, þetta eitt ætti að nægja til þess, að allur þorri kristilega hugsandi íslend- inga gerði sjer far um að eignast ritið. Af því, sem Aldamót hafa flutt hingað til, kveður auðvitað mest að þvi sem þeir síra Jón Bjarnason og síra Fr. J. Berg- mann, ritstjóri þess, hafa i það ritað. Allir lesandi og hugsandi íslendingar þekkja sira Jón og hvernig hann kemur fýrir sjónir þegar verja a kristindóm og kirkju. Hann er talsvert stórskorinn í anda og stór í orðum. Honum hefir verið það til foráttu fundið, að hann væri of strangur og harðorður i dómum sínum, en engum sanngjörnum manni mun nokkru sinnihafa komið til hugar að efast um það, að nokk- uð annað en eldheitur áhugi á málefnum kristindómsins legði honum stóryrðin í munn eða stýrði penna hans til þeirra. Honum hefir verið brugðið um ofsatrú, — en ofsatrú síra Jóns er fólgin i þvi einu, að hann hefir haft hug og djörfung til að halda fram sinni kristilegu trúarsannfær- ing, — en hver getur valið slíku nafnið: ofsatrú? Honum hefir verið brugðið um »kredduþrældóm«, en kredduþrældómur hans er i því fólginn, að hann hefir aldrei viljað víkja naglbreidd frá játningarbók- um þeirrar kirkju, sem hann þjónar, og sem hann hefir unnið eið að, — en hver getur kallað slíkt kredduþrœldóm? — í eldri ársheptum Aldamóta eru meðal ann- ars tvær meistaralega samdar ritgjörðir frá hans hendi, ritgjörðirnar »Það sem verst er i heimi« (í 1. árg.) og »Það sem mest er í heimi (í 3. árg.). Það er meira en sjaldgæft, að slikar ritgjörðir birtist á voru máli, en því raunalegra er til þess að vita, að svo tiltölulega fáir skuli verða til þess að lesa þær. — Síra Friðrik Berg- mann þekkja færri hjer heíma, enda er hann síra Jóni miklu yngri. En að dæma eptir því, sem sjezt hefir eptir hann á prenti hingað til, þótt ekki nefndi jeg annað en ritgjörð þá, sem Aldamót fluttu í fyrra frá hans hendi, ritgjörðina »sársaukinn í lif- inu«, — þá ber hún nægilegan vott umhöf- uð og hjarta þess manns. Mjer er geði næst að áiíta, að »sársaukinn í lifinu« sje einhver eptirtektarverðasta ritgjörðin kristi- legs efnis, sem á voru máli hefir fram komið á þessari öld; jeg minnist að minnsta kosti ekki að hafa lesið neitt í þeirri röð íslenzkt, er mjer hafi þótt tilkomumeira. Jeg hefi sjerstaklega nefnt þessa ritgjörð, því að jeg álít hana vera hið langbezta, sem komið hefirfrá penna höfundarins, og bera þess Ijósastan vott, bvílikan hæfileg- leikamann hin íslenzka kristni á þar sem síra Friðrik Bergmann er. Jeg hefi eigi getað neitað mjer um þá ánægju að minnast þessa, sem þó aðallega snertir eldri árganga »Aldamóta«, ef ske kynni, að það gæti orðið til þess, að ein- hver, sem hingað til hefir látið »Aldamót- um« ósinnt, ljeti leiðast til að ágirnast það, sem þegar er út komið af ritinu. En að- allega yar tilgangur minn með línum þess- um sá, að benda kristilega hugsandi íslend- ingum, sjerstaklega binum íslenzku kirkju- þjónum, á 'fimmta árgang »Aldamóta«,sem nú er nýkominn úr prentsmiðjunni. Þessi nýi árgangur »Aldamóta« byrjar á þremur kvæðum eptir danska skáldið Chr. Richardt, í isl. þýðing eptir V. Briem, og er hún, sem nærri má geta, prýðilega af hendi leyst. — Þá kemur fyrirlestur ept- ir ritstjórann, síra Friðrik, sem hann nefnir »Teikn tímanna«, fyrir margra hluta sakir ágætur fyrirlestur. »Um alla Norðurálf- una birtist oss apturhvarf í áttina til trú- arbragðanna«, — þetta er það teikn á and- ans himni, sem síra Fr. vill leiða athygli manna að. Sjerstakleg.o eigi þetta sjer stað á Frakklandi, vantrúarinnar eiginlega föðurlandi. Menn sjeu orðnir þreyttir á naíiíraíista-stefnunni, eins og hún kemur fram í vísindum, pólitik, skáldskap og list- um. Hún hafl lofað svo miklu, en haldið fæst loforða sinna; hún hafl tekið burtu á- trúnaðinn, en ekkert geflð í staðinn, sem fullnægt geti trúarþörf mannsins. Menp sjeu teknir að efast um, að nokkur geti Tbýggt Hf sitt á úrlausnum vísindanna. Höf. tilfærir máli sínu til sönnunar kafla úr merkilegri ritgjörð um »gjaldþrot vís- indanna« eptir frakkneskan mann, próf. Brunetiére, og úr þeirri ritgjörð eru áður tilfærð orð tekin. — í stað natúralista-stefn- unnar sje ný stefna tekin að ryðja sjer til rúms, dulspekisstefna, sem almennt er köll- uð symbólska stefnan. Þessi stefna sekkur sjer dýpra niður í hinn ósýnilega andans heim, leitar að gulli og gimsteinum í djúpi sálarlífs mannsins, en starir ekki á hina sýnilegu hlið tilverunnar nje dvelur við viðbjóðslegustu hliðar hennar, eins og realistarnir gera. ijr þessari stefnu hygg- ur síra Fr. að kunni að myndast nýrand- legur golfstraumur, sem geti haft heilla- vænlegar afleiðingar einnig fyrir andlegt líf íslendinga, þótt enn sje hún eigi tekin að gjöra vart við sig þar. Síra Friðrik álítur, að þessi stefna fari aðallega í trúar- og kirkjuáttina. — Það kann að vera, að svo sje á Frakklandi, jeg þekki ekki til þess, en eins og stefnan hefir komið fram á Norðurlöndum á síðustu 3—4 árum, virð- ist mjer það vera stórt efunarmál. Hún kemur þar fram sem líflaus og framkvæmd- arlaus tilflnningarstefna »þreyttra manna«, sem eru orðnir saddir á lífinu og nautnum þess, og dvelja, þegar þeir taka sjer penna í hönd, í einhrerjum þokuheimi, sem ekki verður hönd á fest nje heilbrigt auga fær eý§it, stefna, sem ber vott um sjúkt hugs- analif og sjúkt tilfinningalíf. Hana vant- ar siðferðilegan þrótt og þrek og alla á- byrgðartilfinningu. Það virðist ekki vera kristindómurinn, sem dregur að sjer menn þessarar stefnu, heldur rómverska kirkjan með sfnum reykelsiseim, hljóðfæraslætti og dularfullu serimóníum; og leiðist einhver til að varpa sjer í skaut þessarar kirkju, þá mun það fremur orsakast af tilfinning- unni fyrir þægindum þess, að geta varpað af sjer allri ábyrgð á hana, heldur en af tilfiriningunni fyrir anda og krapti kristin- dómsins. Hin evang.-lúterska kirkja mun varla auðgast af áhangendum þessarar stefnu. Má vera, að stefnan breytist og fái meiri siðferðilegan þrótt, og væri þá ekki óhugsanlegt, að úr henni myndaðist nýr andlegur golfstraumur, sem vermdi loptið og skapaði nýjan gróður, einnig hjer hjá oss. En eins og stefnan kemur nú fyrir sjónir á Norðurlöndum (og um annað tala jeg ekki hjer), þá get jeg ekki annað en tekið realistana fram yflr sym- bolistana; því þótt segja megi um þá, að þeir haíi einblínt á skuggahliðar lífsins, þá má á hinn bóginn þakka þeim það, að þeir hafa opnað augu nautnsjúkr- ar aldar fyrir sársauka lífsins. Jeg neita

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.