Ísafold - 16.11.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.11.1895, Blaðsíða 2
því ekki. að mjer hefir opt orðið gramt í geði við að lesa lífslýsingar realistannai en þegar jeg les rit symbolistanna, fæ jeg hálfgerða velgjn, mjer liggur við að selja upp. — En hvað sem þessu nú líður, þá virðist hitt óneitanlega satt, — og á því hvílir áherzlan hjá síra Fr., — að það eru að verða veðraskipti í loptinu, menn eru farnir almennt að sjá það betur og betur, að kristindómurinn einn fær varðveitt mannlífið fyrir rotnun og dauða. Án hug- sjóna getur mannlífið ekki þrifizt til Jengd- ar, þær eru eitt höfuðskilyrði fyrir sið- ferðilegu lífi; það er því ekki að furða, þótt menn taki aptur að horfa í áttina tii kristindómsins, — því hvar getur hærri og veglegri hugsjónir? [Niðurl.). Glæðing ættjarðarástarinnar, n. Það er ekkert smáræði, sem gert er með- al annara þjóða til þess að glæða ættjarð- arástina og halda henni við. Sumstaðar er mjög mikil áherzla lögð á það atriði í barnaskólunum. 0g bókmenntirnar gefa þeirri tilfinning stöðuga næring. Vjer eig- um þar ekki að eins við ættjarðarkvæðin og þjóðsöngvana, sumpart viðkvæma og hjartnæma, sumpart hvetjandi og hressandi, sem hver menntaþjóð á svo mikið af, held- ur og við allan þann hiya land- og þjóð- ræknisstraum, sem rennur í gegnum allan þorra þess, sem bezter ritað hjá sumum þjóð- um. Það er t. d. naumast unnt að lesa svo nokkra enska mannkynssögu, nje mann- kynssögubrot, hvað lítið sem það er, nje nokkra verulega góða enska skáld- sögu, nje nokkra enska ljóðabók, að manni þyki ekki töluvert vænna um Eng- land og hina ensku þjóð á eptir lestrinum «n á undan honum. Og svo er alljir sá aragrúi af þjóðræknisræðum, sem haldnar eru við hvert hugsanlegt tækifæri, og venjulega eru því kröptugri og tíðari sem meira líf og meiri þroski er í pólitík lands- manna. Það er vafasamt, hvort nokkur þjóð er Bandaríkjamönnum fremri í þessu efni.enda er og sjerstök þörf á slíkri viðleitni þeirra á meðal, eins og í öllum löndum, sem eru að byggjast, vegna þess, að uppruni lands- manna er svo sundurleitur. Að minnsta ko3ti mun óhætt að fullyrða, að í engu landi sje eins mikil áherzla lögð á þetta atriði í barnaskólunum eins og þar. Og þar hika menn sig ekki við og telja ekki eptir sjer, að láta i ljós þjóðræktar-hugs- anir sínar. Hverjum, sem komið hefir á fjórða-júlí-samkomur Bandaríkjamanna, sem haldnar eru svo að segja í hverri sveit og hverju þorpi, ekkert síður meðal útlend- inganna en þarlendra manna, heyrt ræður manna, og þá ekki síður heyrt undirtektir áheyrendanna undir þær ræður, og sjeð fögnuðinn á hverju andliti, honum hlýtur að hafa getað skilizt það, að slíkir mann- fundir mundu ekki hafa litla þýðingu fyrir hugsunarhátt fólksins og þjóðlífið allt. Sumum kann að virðast, einkum fyrst í stað, sem ættjarðarást Bandaríkjamanna sje nokkuð hávær, jafnvel nokkuð fordild- arkennd. En hver kunnugur maður hlýt- ur að ganga úr skugga um það, að hún er rík. Það er næstum því ótrúlegt, hve vel Bandaríkjamönnum tekst að koma þjóð- ar-meðvitundinni inn í útlendinga sína. Sá, sem þetta ritar. minnist þess, rjett til dæmis, að haun varð einu sinni samferða íslenzkri bóndadóttur úr Bandaríkjunum á samkomu, sem haldin var úti undir beru lopti í Canada. Henni varð það fyrst fyrir, að gæta þess, hvort Bandarikja- flaggið væri nokkursstaðar sjáanlegt. Og henni leið sýnilega ília, þangað til húu kom auga á það. Hugsum oss bændadæt- ur hjer á landi gera sjer rellu út af öðru eins! Vjer minntumst áður á 4. júlí Banda- ríkjamanna, sem þeir halda hátíðlegan í minningu þess, að þeir urðu sjálfstæð þjóð. Margar þjóðir eiga einhvern sams konar dag, Norðmenn 17. maí, Danir 5. júni, Frakkar 14. júií o. s. frv. Og þær þjóðir, sem ekki eiga sjer neinn þjóðhátíðardag, finna sárt til þess. Jafnvel Englendingar, með sinni afarríku þjóðar-meðvitund og sinni víðtæku viðleitni henni til glæðing- ar og viðhalds, kvarta sáran undan því, að þeir skuli ekki eiga neinn slíkan dag. Og það hefir enda komið [til orða þeirra á meðal úr merkri átt, að vinna það til fyrir sameiginiegan þjóðhátíðardag, að velja til þess 4. júlí, sem einu sinni á ár- unum var næstum þvi eins mikill óánægju- dagur fyrir Englendinga, eins og hann er mikill fagnaðardagur|fyrir Bandaríkjamenn. En ef Englendingum finnst mikil þörf á slíkum degi hjá sjer, hvað mætti oss ís- lendingum þá ekki finnast? En að vjer mönnuðum oss nú upp og veidum oss einhvern slíkan dag og notuð- um hann svo rækilega — notuðum hann til að koma saman og fagna út af öilu því sem getur verið oss sameiginlegt fagnaðarefni til að minnast alls þess er tengir oss sam- an sem þjóð, til að minnast alls þess sem vjer sameiginlega unnum, til að styrkja ást vora á ættjörðinni og áhuga vorn á nýjum framkvæmdum henni til heilla í ó- komna tímanum! Vitaskuld megum vjer ekki láta þar við sitja, að því er snertir efni það sem talað hefir verið um í þess- um smágreinum. Hjer eigum vjer næstum því óendanlegt verkefni fyrir höndum. En á einhverju verður að byrja, og vjer ef- umst um að önnur byrjun sje betur hent. Landar vorir í Winnipeg hafa þegar rið- ið á vaðið í þessu efni, þó að dagurinn sje þar naumast ákveðinn enn fyrir fullt og allt. Og þeim hefir tekizt prýðilega. » ísi endingadagurinn® er þeirralang-tilkomu- mesta hátíð, og svo vinsæll er hann, að það er næstum því óhugsandi, að hann falli niður meðan nokkrir íslendingar eru í þeim bæ. Úti í sveitunum þar vestraer líka farið að halda þessa hátíð, og það má ganga að því vísu, að hún verði hald- in í öllum íslendingabyggðum í Vestur- heimi innan skamms. Nú koma til vor á- skoranir í vestanblöðunum um að verða löndum vorum þar samtaka í þessu efni. Eiginlega hefðu þeir átt að fá þessa hátíð frá oss. Það má því naumast minna vera en að vjer þiggjum hugmyndina, þegar þeir halda henni að oss — og það þvi síður, sem slík nýbreytni ætti að verða öllum vorum landslýð bæði til ánægju og gagns. Pistilskorn úr Mýrasýslu. Það er sannast að segja, að Mýramenn og Borgfirðingar hafa ekki f'engið mikið hól fyr- framtakssemi eða áhuga hin siðustu árin, enda eru þeir yfirleitt ekki miklir á lopti. Sá, sem viða fer um laud mun, þó sjá í Borgaifirðin- um ýmsar bveytingar í framfarastefnu, eink- um verklegar, ef til vill engu síður en í öðr- um hlutum landsins. Landbúnaðurinn hefir þar eins og annarstaðar á Suðurlandi mis- heppnazt mjög hin síðustu árin; engu að síð- ur hefi- þó jarðabótum einkum túnbótum- flsygt fram. Húsabyggingar eru og mjög að breytast, því víða eru íbúðarhús úr trje eða steini að koma i stað torfbæja; en skoðanir manna eru víst skiptar um það, hvort þessi breyting sje almennt til batnaðar eða geti heyrt til framfara, en flestir álíta nauðsyn- legar járnþaktar hlöður og önnur útihús, og fjölgar þeim líka nokkuð. Hinar tíðu gufu- bdtsferðir um Borgarfjörðinn hafa sýnilega fjörgandi áhrif á viðskiptalif og framfarir. Talsverð breyting til batnaðar sjest á sið- ferðisllfi manna, einkum vestan Hvítár, sem stafar af öflugum bindindishreifingum ; þar hafa allmargir ungir menn, sem áðar voru sumir mestu drykkjumenn hjeraðsins, stofnað með sjer bindindistjelag. Enda er það mikið til stuönings, að annar verzlunarstjórinn i Borg- arnesi og presturinn þar í grenndinni eru mjög hlynntir bindindi,— verzlunarstjórinn ör- uggur og einbeittur bindindismaður sjálfur. Auðvitað hafa laxakóngarnir við Hvítá ekki enn fundið köllun hjá sjer til bindindis. >Lax- inn borgar brúsann*. Öðrum þykir það ó- karlmannlegt að, leggja band á brennivíns- hreysti sína, t. d. hinni alþekkt áfloga-ætt í Mýrasýslu. Mýramönnum hefir verið brugðið um áhuga- leysi í »pólitík«, og það má ef til vill að nokkru leyti til sanns vegar færast, ef sagt væri, að ipólitík þeirra — einkum í íram- hreppunum — væri aðallega fólgin í »hreppa- pólitík* og dagdómum um náungann, sem opt stendur i rjettu hlutfalli við andlega vesöld^ En hitt er þó víst, að þeir eru margir i Mýra- sýslu, sem hafa fullkomna tilfinningu fyrir og talsverða þekkingu á gjörðum alþingis og fulltrúum þjóðarinnar. Einkum ber talsvert á þessari tilfinningu nú, sem kemur fram í sárri óánægju yfir gjörðum hins síðasta þings^ sjerstaklega þó í fjármálum landsins. Mörgum þykir þingið fara óþarflega hægt í lækkun. eptirlauna; en sumar styrkveitingar til ein- stakra manna miður vel ráðnar. Þeir finna þó ekki beinlínis að styrknum til svo nefndra listamanna, nema skáldlaunum Þorsteins Er- lingssonar. Mýramenn eru nú svona gerðir, að þeir eru iðnir erfiðismenn og trúmeun, liggur því síður í augum uppi verulegt gildt skáldskapar til verklegra íramfara, og þann skáldskap álíta þeir allt annað en launaverðan, sem gerir tilraun til að brjóta niður barns- lega guðstrú. Það er stefnan í þessum styrk- veitingum, sem mörgum er mótfallin, — þann- ig álíta þeir ekki rjett að neita Helga Jóns- syni um styrk til þess að vernda mosa gróður landsins, því þýðingarmeira sje, þó að eins eitt einasta nakið holt yrði klætt, heldur en kvæðabækur með vandræða-fguð- leysis)skoðunum einstakra manna. Þó gerist mönnum ekki svo tíðrætt um þetta allt sem um fjárveitinguna til Skúla Thoroddsen á þingi í sumar. Margir eru 4 einu máli um það, að þingið hafi með henn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.