Ísafold - 16.11.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.11.1895, Blaðsíða 3
351 gert sjálfu sjer niinnkun, aukið á lítil- mennsku Skúla, að beiðast styrksins og greiða sjáltur atkvæði með honum, og að þeir, sem fluttu þetta, hafi beitt landsmenn brögðum, hafi orðið nokkuð djarftækir á fje landsins. En finningin fyrir Skúia sjálfum og málinu 1 heild sinni er mjög margbreytt. Nokkrir spyrja ekki svo mjög að vopnaviðskiptum landstjórn- arinnar og Skúia, heldur líta að eins á þau leikslok, að þjóðin geldur ekki einungis á- byrgðarleysis landshöfðingja, heldur og áleitni Skúla og íylgifi-ika hans, og segja því að fjár- veitingin til Skúla »bæti gráu ofan á svart«. Aðrir líta meira á málið í heild sinni; þykj- ast þeir ekki sannfærðir um að Skúli hafi orðið fyrir neinum rangindum frá upphafi málsins, með því að algengt sje, að menn gjaldi skaplyndis síns, jafnvel við það sem í sjáfu sjer er lýtalítið af hendi leyst. Trúa þeir upplýsingum þeim, sem getnar hafa ver- ið um fjárhag Skúla, og þykjast þá finna allt annað en að hann hafi orðið tyrir tjártjóni, og álíta því styrkveiting til hans alveg ó- þarfa, ef ekki ranga. Sumir þessir menn eru þannig skapi íarnir, að þeir óska jafnvel að fjárlögin yrðu ekki samþykkt. Þykir jaínvel slæmt, að þing skuli ekki verða Jeyst upp, svo þjóðinni gæfist kostur á að útiloka þá alla frá þingsetu framvegis, sem samþykkt haf'a fjárveitinguna til Skúla Thoroddsen í sumar, Enn eru til nokkrir menn, sem ekki hafa hug^ ann svo fastan við »Skúlamálið«, eiginleika þess og atdrif, sem við sjálfa persónuna Skúla Thoroddsen ; þeir eru einkum vildisvinir hans^ íem með íögnuði og undrun horfðu eptir upp- stigningu dýrðlings síns; — þeir hrista nú höfuðin, andvarpandi: »Að hann Skúli skyldi geta lagzt svo lágt að fara að leita styrks, og greiða sjálfum sjer atkvæðii. Ekki er það svo að skilja, að allir Mýra- menn heyri undir einhvern þessara flokka, sem hjer eru taldir; þeir eru sjálfsagt nokkr- ir, sem halda svo fast við Skúla, að þeir álíta ekkert of gott handa honum, hvernig sem það «r fengið, og hvar sem það er tekið, einkum þó ef þeim er ekki ljóst, að það sje tekið beint úr þeirra sjálfra vasa. Fleira er það sem menn álita athugavert við þingið í sumar. T.d. að 3 verzlunarstjór- ar fyrir Zöllner & Co. sitja á þingi, og virð- -ast fylgjast svo bróðurlega að í þingmálum; leiða menn svo út af þessu allan þremilinn, svo sem að útlent auðvald gæti farið að hafa Ahrif á löggjöf landsins. Já þvílíkt! Þó að þessar »pólitisku« skoðanir Mýra- manna sjeu ef til vill ekki með öllu rjettar, þá sýna þær þó talsverðan áhuga á landsmálum og tilfinningu fyrirþeim, og segjamá, að þekk- ingin á þeim sje i framtör. Það mun þv' varla vera rjett, að telja Mýramenn meðal »dauðu punktanna« i stjórnmálum, enda þótt þeir sjeu ekki yfirleitt á sömu skoðun sem sá ■eða þeir, er nefndu þá þessu nafni. Jón lausamaður. Fjárkaupaskip Thordals komst loks af stað 13. þ. mán., frá Hafnarfirði, eptir 17 daga bið hjer, er mælt er að kostað hafl fyrir skipið sjálft 600 kr. á dag. Af hinu keypta fje varð það að skilja eptir um 1300, vegna þess mest, að þeir fjelag- ar, einkum Mr. Adams junr., höfðu keypt allmikið af íslenzkri vöru í skipið bæði hjer og einkum á Akranesi, bæði saltfisk, síld og sauðargærur o. fl.—gaf fyrir sauða- gærurnar 6 sh. eða 5 kr. 40 a. vöndulinn, eða fullum þriðjungi meira en verð hefir verið á þeim hjer í haust. Fjárfarmurinn i skipinu varð því lítið eitt á 4. þúsund. ÆtlarJ hr. Thordal, er sigldi sjálfur apt- nr með skipinu, að vitja hans þegar um hæl aptur, eptir 12—14 daga, og koma með kol og steánolíu, sem hjer eru harla litlar birgðir af fyrir. Mr. Adams bíð- ur hier á meðan. Fáheyrt lubba-hátterní er það í *Þjóð- ólfi« í gser, að vera að reyna að setja alþm. Þorlák Guðmundsson í gapastokk fyrir það, þótt hann sje ekki vel að sjer f stafsetningu. Eius og hann sje ekki eins fyrir það margfalt merkilegri maður oJ nýtari í þjóðfjelaginu heldur en einhver óvalinn, skólagenginn durg- ur, sem ef til vill alls enga sanna menntun heíir öðlazt með sinni skóiagöngu, þótt lært hafi utanbókar það og það af skóianámsgrein- um — þar á meðal ísl. stafsetningu —, án þess að hafa melt það sjer til nokkurs gagns nje kunna að hagnýta það öðruvísi bd sjálíum sjer til gikkslegrar fordildar, en engum mauni til nytsemdar, hvað þá heldur heilu þjóðfjeiagi. Eða er það ekki sómi að meiri og vottur um mikla og góða hæfileika, að hafa orðið jafn- þjóðnýtur maður og að verðungu mikils met- inn eins og hr. Þ. G. er, þótt harla lítillar sem engrar menntunar hafi notið í uppvextin- um, hafandi ef til vill engan kost á henni átt? Og ver ekki margur bÓDdamaður uppvaxtar- árum sínum allt eins vel og heiðarlega eins og sumir, sem við lærdómskák fást, á annara kostnað, þótt loks eptir langa mæðu komist upp á að stafa móðurmál sitt stórlýtalaust? Nýtt mánaöarrit fyrir kristindórn og kristilegan fróðleik er í vændum hjer á landi með næsta nýári. Það á að heita Verði Jjós og útgefendurnir verða: presta- skólakennari síra Jón Helgason, og guð- fræðiskandídatarnir Sigurður P. Sivertsen og Bjarni Símonarson. Skepnufarmur frá Ástralíu. Það var í sumar í fyrsta sinn gerð veruleg tilraun til að flytja lifandi búpening frá Ástralíu til Eng- lands: nautpening, sauðfjenað og hesta. Naut hafa reyndar verið flutt áður frá Astralíu til Englands, stöku sinnum, en svo örfátt í einu, að það hefir verið farið með þau eins og fyrstu káetu farþega, eða jafnvel betur, segir Times, svo það heflr verið lítið að marka. Gufuskip það, er hjer segir frá og heitir »Southern Cross«, lagði af stað 9. júlí frá Sidney með 550 nautgripi á fæti, 488 sauðkindur og 29 hesta. Skipið var ekki látið fara venjulega leið og styztu, um Rauðahaf og Súezskurð — haldið að nautin mundu ekki þola það — heldur suður fyrir Suður-Ameríku (Cap Horn). Það var ráma 60 daga á leiðinni, kom til Lundúna 11. sept. Það hreppti allmikla storma enda drápust 52 naut og 82 sauðir. Það sem lifði var í sæmilegu ásigkomulagi. Af heyi hafði skipið með sjer frá Sldney 1400 vættir (10-ijórðunga) og kostaði það 36,000 kr., en af vatni 300 smálestir. Um 20,000 kr. kostaði umbúnaðurinn i skipinu fyrir skepnurnar. Sauðfjeð var haft á þiljum uppi. Þrjátíu manns þurfti til að gæta nautanna á leiðinni. Flutningsgjaid fyrir hvern nautgrip var 144 kr. og 10 kr. fyrir sauðkindina, en fóður, vá- trygging o. fl. hleypti kostnaðinum upp í 252 kr. fyrir hvern nautgrip og nál. 23 kr. fyrir sauðkindina. Járnbrautarhraði. Tvö járnbrautarfjelög ensk, er kepptu hvort við annað í sumar á leið milli Lundúna og Skotiands, fengu hraðann upp i 63l/4 mílu enska á klukkustundinni að meðaltali. Bandaríkjamenn stóðust eigi það mát. Þeir sendu eimlest af stað írá New Tork 11. sept. norður til Buffalo, 436'/2 enska mílu, og hafði hún það af á 414 mín. 27 se- kúndum, eða raunar að eins 407 mínútum að viðstöðum frátöidum, en það er sama sem 64'Zs mílu enska á klukkustundinni. Hvasst var á móti nær 'alia leið, og lestin 175 smál. að þyngd eða 350,000 pund, en enska hrað- lestin ekki nema 212,000 pd. Tvær vitmukonur óskast í góða vistí kaupstaðarhúsi frá 14. maí næstk., önnur til eldhúsvinnu en hin inni við. Hálf jörðin Bergstaðir í Bisknpstungna. hreppi, tilheyrandi dánarbúi Jóns heit- Kristjánssonar, fyrv. bónda í Skógarkoti, fæst til kaups, og má semja um það við skiptaráðandann í Reykjavík. Bæjarfógetinn í Reykjavík 31. okt. 1895. Halldór Daníelsson. SÖir* Dugleg og þrifin stúlka getur feng- ið vist á næsta vori hjá þrestaskólakenn- ara Jóni Helgasyni. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á þá, sem til skulda telja í dánar- og fjelagsbúi Bjarna Hannessonar frá Herdísarvik, er andaðist hinn 24. okt. 1891, og eptirlifandi ekkju hans Solveigar Eggertsdóttur nú í Hafnarfirði, að gefa sig fram og sanna skuldir sínar innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Svo er skorað á þá, sem skulda tjeðu búi, að greiða skuldir sínar til undirskrifaðs innan sama tíma. Skiptaráð. í Kjósar- og Gullbr.s., 2. nóv.1895. Franz Siemsen. í" ■ maím. næstkomandi óskast til leigu M/rir * miðjum bænum, 3 herbergi, eld- I 1111 og geymslupláss. Ritstjóri vís- J ar á. Nú í haust var mjer dreginn grár sauður veturgamall með mínu marki, sem jeg ekki á. með stýtt og standfj. a. h., sýlt og standj. a v.; og getur rjettur eigandi vitjað andvirðis- ins til mín, að frádregnum kostnaði og samið við mig um markið. Bergvík 14. nóv. 1895. Pjetur Pjetursson. "Vasa-úr heíir tapazt í síðast liðnum mán- uði (nóv.) á veginum úr Reykjavík upp að Korpúlfsstöðum. Finnandi skili á afgreiðslu- stofu ísaf. gegn sanngjörnum fundarlaunum. Yflrfrakki hvarf 29. okt. síðastl. annað- hvort úr búð Helga Helgasonar eða úr bát rjett hjá búðinni. Finnandi skili á aígreiðslu- stofu Isafoldar. Hjer með apturkalla jeg undirituð öll þau meiðyrði sem jeg i bræði talaði við Halldóru Arnadóttur í Sjávargötu á næstliðnu sumri, og lofa að mæla ekki slíkt við hana framar, óska jeg því að þau sjen dauð og ómerk. Brautarholti 5. nóv. 1895. G. A. Vottar: (handsalað). Jón Laxdal. Magnús Jónsson. Kirkjublaðið. Nýir naupendur að 6. ár- gangi (1896) fá í kaupbæti (ókeypis) það sem út er komið af «Nýjurn kristil. smáritum«; alls 15 númer. Útgef. Nýtt kindakjöt fæst daglega til Jóla i verzlun Jóns Þórðarsonar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.