Ísafold - 14.12.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.12.1895, Blaðsíða 2
374 hann oigi alstaðar jafn. Mestur er hann við suðurjaðarinn. Þar er grasið sumstaðar axlarhátt ef rjett er úr hlöðunum, og að sama skapi er það þjett. Þá er riðið er uth þessi svæði, er sem verið sje að ríða þungan straum á miðjar síður. Grasið fellur aptur með síðunum, og brautin sjest langar leiðir. Þannig má fara um stór svæði, að alstaðar blasir við þessi geysi- mikli grasvöxtur, svo langt sem augað eygir. Grasvöxturinn verður eptir því minni sem norðar kemur í mýrina, og norðan til er hann eigi líkur þ ví, sem við suðurjaðarinn, þótt hann sje alstaðar mik- ill. Þessi mismunur kemur af þrí, að vatnið flæðir jafnar og stöðugar yfir mýr- ina sunnan til en norðan til. Safamýri er hjer um bil 4233 vallardag- sláttur að stærð. Ef hún væri slegin öll, þætti mjer líklegt, að eígi mundi fást öllu minna en 10 hestar af dagsláttunni að jafnaði, því að sumstaðar hlyti það að verða miklu meira. Eptir öllum líkum að dæma mundi árlega fást af Safamýri rúml. 40 þús. hestar af heyi, ef húu væri slegin «11. Þrjár starartegundir mynda aðal-plöntu- gróðann í Safamýri: carex cryptocarpa, c. ampullacea og c. vuigaris. Mest er af carex cryptocarpa, og hún verður stór- vöxnust. Hún er kölluð »gulstör«. Carex ampullacea vex mest í mjög blautum og fúnum flóðum; hún verður og mjög stór- vaxin, en þykir eigi gott fóður. Hún er kölluð »blástör« eða »blágufa«. Carex vulgaris vex einkum þar sem þurrast er, og er miklu minni vexti en hinar tegund- irnar. Carex cryptocarpa þykir bezt til fóðurs, enda er hún líklega bezta fóður- planta allra starartegunda hjer á landi. Nokkrar fleiri starartegundir vaxa í Safa- mýri, en eigi er svo mikið af þeim, að þeirra gæti til neinna muna. Þar vaxa einnig margar aðrar plöntutegundir, svo sem vænta má, en starartegundirnar hafa algerða yflrhönd. Sumstaðar í flóðum og fenjum vex þó svo mikið af horblöðku, að hún myndar aðal-plöntugróðann. Heyið af Safamýri er nokkuð mismunandi að gæðum, sem við er að búast, þar sem eigi vaxa alstaðar sömu plöntutegundir. Þar sem heyið er mestmegnis »blástör«, eða mikið af horblöðku, er það fremur ilt fóður. En þar sem það er nálega eingöngu »gulstör«, er það ágætt fóður, og litlu verra en taða fyrir kýr. Og þannig er mestur hluti beysins, þótt mikið sje einnig af öðru lakara. Það er því sýnt, að eigi er um neina smámuni að ræða, þar sem Safamýri er, og mikið er í veði ef hún eyðilegst. Þótt kostnaðurinn við að vernda hana sje mik- ill, þá er hann þó svo sem eigi neitt að telja móti því, sem er í aðra hönd. Það engi er eigi lítíls virði, er fóðrað getur um 1000 kýr. Að vísu má varla búast við því, að Safamýri verði notuð fullkomlega, meðan búskaparlagið færist eigi í betra horf, en það nú er. Það er eigi líklegt, að hagur- inn af þessu fyrirtæki verði svo mikill sem hann mætti vera. Þess vegna er eigi heldur gjört ráð fyrir, að meira sje gjört, en það sem allra nauðsynlegast er til að vernda mýrina og þurka hana að nokkru leyti. Ef telja mætti víst, að Safamýri yrði notuð fullkomlega, þá væri sjálfsagt, að verja miklu meira fje, en hjer er til ætlað, til að bæta hana á allan hátt. Þá væri eigi áhorfsmál að þurka hana ali rækilega, og gera vatusleiðsluskurði um hana alla, svo að vatnið úr ánni gæti farið jafnt um hana alla. Þá mundi grasvöxturinn verða alstaðar líkur þvi sem hann er nú í suð- urhluta hennar. Heyaflinn mundi aukast svo, að teija mætti víst, að 1200 kýrfóður fengjust af mýrinni árlega að minsta kosti. Þótt þessar umnætur kynnu að kosta meir en 30 þús. kr, þá væri það minstur hluti þess, er þyrfti til að geta fært sjer Safa- mýri fullkomiega í nyr, því að til þess þyrfti mikið fje og mikla kunnáttu. Vjer skulum hugsa oss, að einhver stór- auðugur maður keypti allar jarðirnar, sem Safamýri fylgir (Þykkvabæ, Vetleifsholt og Bjólu); síðan ljeti hann vernda og bæta mýrina, svo sem mest mætti verða. Setj- um svo, að hann fengi þá af henni 1200 kýrfóður, og ræktaði síðan töðu og aðrar fóðurplöntur, svo að hann hefði á þann hátt 200 kýrfóður í viðbót, því að nógan áburð hefði hann til þess, og þó meira væri. Enn fremar skulum vjer gera ráð fyrir, að hann ræktaði fóður fyrir þá hesta, sem hann þarf að hafa, með því heyi, er hann hefur af engjum þeim, er jörðum þessum fylgja fyrir utan Safamýri. Hann mundi þá geta haft 1400 kýr á búi, eða svo sem 28 þús. fjár, ef að hann vildi heldur stunda sauðfjárrækt. Það mundi líklega kosta meir en 300 þús. kr. að eignast jarðirnar, og bæta þær svo sem þurfa þætti, og koma síðan upp þessu búi með húsum og öðru, er til þess þyrfti. — Þá mundi árlegi kostnaðurinn verða meiri en lítill við siíkt bú, þar sem vandað væri sem mest til allra áhalda og alls útbún- aðar, og menn fengnir til, sem hefðu full-. komna kunnáttu til að geta gert allan sölueyri búsins sem mestan, vandaðastan og verðhæstan. Þar yrðu t. d. að vera menn, er hefðn rækilega kunnáttu i jarð rækt, kynbótum, meðferð mjólkur o. s. frv., því að þetta væri nauðsynlegt til jþess að hagurinn af búinu yrði sem mestur. En eigi mundi það ko3ta minna fyrir marga einstaka menn, að nota Safamýri fullkom- lega. Og þeir mundu eigi geta vandað jafnvel til alls, og eigi haft jafn-vandaðar og góðar vörur á boð3tólum. Stór-búin hljóta að verða arðsömust að tiltölu, ef rjett er með farið. Eg vil eigi setja á langar tölur um slíkt stórbú, sem jeg hefl hjer nefnt, því að flestir munu kalla það loptkastalasmið. Eg heíi að eins sett þetta dæmi til að sýna, að mikið mundi þurfa til að færa sjer til fulira nota þann mikla auð, sem faliun er í Safamýri. Það er auðsætt, að mikið vantar til, að efnalitlir bændur geti notað fullkomlega slíkt engi, sem Safamýri er. En miklu meiri og stórfenglegri hagsmuni mætti þó hafa af henni, en menn hafa nú. Ef það skyldi koma fyrir, að eigi yrði úr neinum framkvæmdum til að vernda Safamýri, og búa svo um, að fært sje að stunda hey- skap í henni, þá væri eigi auðið að færa því neitt til afsökunar. Að láta hana eyðileggjast, en hafast ekki að, væri meiri skaði og meiri vanvirða en svo, að við mætti sæma. En við hinu er varla að bú- ast, að gerðar sje allar þær umbætur, sem þyrfti til að hafa full not af henni. Lík- legt er að sá tími komi, að Safamýri verði fullur sómi sýndur. Þekking landsmanna á atvinnuvegunum mun aukast, og þar með manndómurinn og krapturinn. Þá mun það birtast, að landið er auðugra að gæðum og góðum ko3tum, en vjer höfum ætlað. Nú er verið að undirbúa samþykt um verndun Safamýrar, og umbætur á henni. Það er vonanda, að slíkt nytsemdarmál strandi eigi á áhugaleysi og sundrungu þeirra, sem hlut eiga að máli. Eg veit, að þetta fyrirtæki á nokkra góða fyigis- menn, og það vil eg vona, að hyggindin og dugnaðurinn verði ríkari í þessu máli, en vesalmennskan og skammsýnin. Ómakleg árás. I 54. tbl. »Þjóðólfs* þ. á. átelur herra Jón Ólafsson, bóndi á Bústöðum, stjórn búnaðar- fjelags Seltjarnarnesshrepps fyrir ósanngirni gagnvart sjer sem fjelagsmanni, og beinir sjer- staklega orðum sínum að formanni fjelagsins hr. alþingismanni Þorláki Guðmundssyni í Pífuhvammi, en með því okkur, sem erum í stjórn fjelagsins, finnst höfundur greinarinnar ekki skýra rjett frá, sem líklega stafar af mis- minni eða misskilningi, viljum við leyta okk- ur að gjöra við grein hans litla athugasemd. Vorið 1894 var ráðinn búfræðingur til að vinna jarðabótastörf hjá bændum þeim í Sel- tjarnarnesshreppi, sem voru í búnaðarfjelaginu. og óskuðu eptir vinnu hans. Á fundi fjelags- lagslns 19. maí s. á. var ákveðið, hvað marga daga búfræðingurinn skyldi vinna hjá hverj- um fjelagsmanni, sem beðið hafði um hann, og jafntramt gjörð sú ákvörðun, að hver fje- lagsmaður, sem hann starfaði hjá, skyldi láta að minnsta kosti 2 menn vinna með honum, svo jarðabæturnar gætu orðið að töluverðu gagni. Gegn þessari ákvörðun stjórnarinnar komu engin mótmæli á fundinum, hvorki frá hr. Jóni Óafssyni nje öðrum, og virtust þvi allir fundarmenn vera henni samþykkir. Á sama fundi var og ákveðið, hvar búfræðingur- inn skyldi byrja vinau sina og hvar enda hana, og skyldi hver fjelagsmaður, sem hann ynni hjá, flytja hann til næsta tjelagsmanns eptir rjettri boðleið, og vissu þannig allir fje- lagsmenn, hvern dagþeir skyldu vera viðbún- ir að veita honum viðtöku. Þetta gjörðu og allir nema hr. Jón Ólafsson, sem ekki var við- búinn að veita búfræðingnum viðtöku, og rask- aðist þar við dagaröð sú, sem ákveðin hafði verið, þannig, að búfræðingurinn kom tyr til sumra fjetagsmanna en þeir áttu von á. Svo tapaðist og eins dags vinna bútræðingsins fyrir þetta atvik, sem hann þó eðlilega hlaut að fá kaup fyrir. Samkvæmt framanrituðu virðist okkur því ekki ástæða til að saka stjórnina fyrir ósanngirni eða ranglæti við þennan fjelagsmann, þó hún vildi að sama á- kvörðun gilti um hann sem alla aðra fjelags- menn, sem nutu vinnu búfræðingsins þetta vor. Það er jafnan óvinsælt að gjöra undan- tekningar með einstaka menn, þegar gjörð er ákvörðun, sem mörgum kemur við, nema knýj- andi ástæður sjeu fyrir hendi, enda kom eng- in beiðni til stjórnar fjelagsins frá hr. Jóni Ólafssyni um undantekningu frá þeirri ákvörð- un, sem gjðrð var á tundinum. Hefði hann beðið stjórnina um undantekningu, og sýnt fram á, að hann gæti ekki notið vinnu bú- fræðingsins með sömu skilmálum sem aðrir tjelagsmenn, er mjög líklegt að sú beiðni hefði verið veitt, ekki einasta af stjóminni, heldur og af fundinum í heild sinni. Yið vit- um ekki til að bændur í Seltjarnarnesshreppi hafi verið herra Jóni Ólafssyni neitt óvin- veittir síðan hann fluttist í sveit þeirra, og efumst því ekki um að tjelagsmenn, sem

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.