Ísafold - 11.01.1896, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.01.1896, Blaðsíða 1
Kemur útýmisteinusirmi eða tvisv.íviku. Vc-tíiárg.(30arka mixmst)4kr.,eriemlis5kr. eða 1 >/» doll.; borgist í'yrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn(skr jfl eg) bundin við iramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. Reykjavik, laugardaginn 11. janúar 1896 XXIII. árg. Um verndun skóga hjer á landi. Eptir Sœm. Eyjólfsson. I. Eg hefi optar en einu sinni ritað nokk- Uð um skógana hjer á landi. Eg þykist haf'a sýnt með rökum, að nálega allar sveit- ir landsins hafi verið skógi vaxnar í forn- öld, og skógarnir hafi þá verið miklu stór- vaxnari en nú. Hvorttveggja hefir stöð- ugt farið minkandi: stærð trjánna og víð- átta skóganna. Eg hygg að þessi munur á skógunum fyrrum og nú sje svo geysimik- ill, að fiestir æt)i hann miklu minni en hann er. Eg hefi áður sýnt með ýmsum rökum, hvað þessum breytingum hefir valdið. Eg gæti og enn bætt við mörgum vitnisburðum um þetta efni, en hjer er eigi rúm fyrir það. Flestum kemur saman um að skógarnir hafi verið til nokkurrar nytsemdar, þaðan hafi landsmenn fengið eldsneyti, kol og rapt, og opt hafi skógarnir haldið lífinu í fjenaði manna í hörðum vetrum. En ef skógarnir hef'ðu eigi verið til annarar og meiri nytsemdar en þettaer, þáværimissir þeirra eigi meiri en svo, að við mætti una. En hjer er um annað að tala, miklu meira, miklu þyngra tjón fyrir land og lýð. Hvar sem skógarnir hafa verið, þar hafa þeir verndað allan annan gróður. Þar sem áður hefir verið skógi vaxið, er nú viða gróðurlitið eða gróðurlaust með öllu. Sljettlendið hefir blásið upp, og hlíð- arnar eru þaktar skriðum; og hefir aur og sand- ur borizt f'rá hlíðunm niður á sljetttendið í dölunum, og eyðilagt fögur engi og gróðursæl beitilönd. Hálfar og heilar sveitir eru nú í eyði, þar sem áður var klómleg bygð. Jarðir hafa eyðilagzt svo mörgum hundruðum skiptir, og enn fleiri skemzt til stórra muna fyrir þá eina sök, að skógarnir hafa horfið. Frá eyðiiegg- ingu skóganna stafa svo mikil og voðaleg landspell, að þetta eitt hefir orðið gróðri iandsins að meira tjóni en alt annað. Pieiri þjóðir hafa farið illa með skóg- ana sína á fyrri öldum en íslendingar einir, og alstaðar hafa þvi fylgt mikil land- spell. í Norvegi hafa skógarnir mjöggeng- ið til þurðar í sumum hjeruðum, og með skógunum hefir þar einnig horfið annar gróður að miklu leyti. í Danmörk hafa skógar eyðilagzt afarmikið. Meðan skóg- arnir hjeldust á Vestur-Jótlandi, voru þar nngar sandauðnir. En eptir að þeir eyði- lögðust, gekk sandurinn sem eyðandi eldur inn á bygðina. Nú hafa allar mentaðar þjóðir sjeð fyr- ir löngu, hve mikils landið hefir mist, þar sem skógarnir hafa horfið, og því hefir alstaðar, nema hjer á landi, verið rækilega leitað við að bæta fyrir brot fyrri manna, er eyðilögðu skógana í blindni og hugsun- arleysi. Nú eru skógarnir verndaðir ræki- lega, og þess gætt, að öll meðferð þeirra og notkun sje þeim til bóta, en eigi til skemda. Auk þess leggja menn mjög mikla stund á að rækta skóga. þar sem land er eigi ræktað á annan hátt. Það er meira en smáræði, sem gert hefir verið að skógrækt á Jótlandi, bæði á lyng- heiðunum og söndunum á vesturströnd- inni. Og þetta er hið mesta áhugamál allrar alþýðu í þessum hjeruðum. í Nor- vegi heíir einnig verið iögð mikil stund á skógrækt, þar sem skógarnir hafa mest eyðilagzt, og alstaðar eru þar skógarnir verndaðir rækilega. Enginn bóndi getur nú lengur farið illa með skóginn sinn, og fáir mundu vilja gera það. Hjer á landi hefir enn eigi verið gert neitt til að græða þau hin rniklu sár, er landið hefir fengið við eyðileggingu skóg- anna. Hjer er þó um mjög mikið nauð- synjamál að ræða. Það er nauðsynleg að vernda gróður landsins og gæði, er aldir og óbornir eiga við að lifa meðan landið byggist. Sú kynslóð, sem er ræktarlítil við ættland sitt, og Ijettúðarfull og hirðu laus um hag niðja sinna, hún glatar virð- ingu sinni um aldur og ævi. Til mikils er ætlað af siðaðri og mentaðri þjóð á síðasta hluta 19. aldar. Með engu móti má lengur við það sæma, að landsmenn geri eigi neitt til að vernda gróður lands- ins, og lækna þau sár að nokkru, er landið hefir fengið vegna hirðuleysis og blindni fyrri manna. Vjer getum að visu eigi gert mikið á skömmum tima, því að kraptarnir eru litl- ir; en þó ætti að mega takast að koma í veg fyrir meiri eyðileggingar en orðnar eru, og miklu mundi landsmönnum auðu- ast að koma til vegar, ef eigi skorti á- huga og alúð. Hinar litlu tilraunir, sem þjer hafa verið gerðar til trjáræktar, eru allar svoófullkomnar.að ekkert verður ráðið af þeim. Það þyrfti að gera hjer rækileg- ar tilraunir til birkiræktar. Eg var einu sinni þeirrar trúar, að eigi mundi vera til neins að hugsa til birkiræktar hjer á landi, en eptir því sem eg hefi kynt mjer betur líf birkiskóganna, eptir því sýnist mjer fleira benda til þess, að hjer mætti rækta birki, ef menn kynnu rjett lag á því. Birkiskógarnir hjer á landi hafa svo lítið verið rannsakaðir enn, og lífþeirra er að mörgu leyti svo óþekt, að eigi má vænta þess, að menn kunni rjett lag á að rækta birkið. Það þarf að afla sjer mikillar þekkingar um skógana, líf þeirra og eðl- isfar, og gera margar tilraunir, áður en leyst verði úr þeirri spurningu, hvort hjer verði ræktað birki, eður eigi, og hver að- 2. blað. ferð sje hagkvæmust við það. En ef sú yrði raunin á, að hjer mættij rækta birki, þá mundi hver bóndi geta gróðursett birki- trje við bæinn sinn og túnið sitt til prýð- is og nytsemdar. Og börnin mundu hafa yndi af að rækta birkirunna, er yxu upp með þeim, og yrðu fósturbræður þeirra. Skógræktin er eigi vandasöm. þá er hin rjetta aðferð er fundin. Miklar og mai'g- breyttar tilraunir voru gerðar til skógrækt- ar á vesturströnd Jótlands, og lengi var eigi annað sýnna en að allar tilraunir yrðu til einskis. En svo kom að lokum, að mönnum tókst vel að rækta þar furuteg- und eina (pinus montana). Nú kann það hvert barnið á Jótlandi, og mistekst ná- lega aldrei. En hvað sem skógræktinni líður, þá er annað, er vjer gætum gert. Og ef vjer eigi gerum það, munum vjer verða fyrir miklu ámæli af seinni mönnum, en það er að vernda þá skóga, sem enn eru eptir í landinu, og hlynna að þeim á allan hátt. Ef vjer gerum eigi þetta, mun oss verða miklu meir ámælt fyrir blindni og rækt- arleysi en forfeðrum vorum, þótt þeir hljóti einnig að fá þungan dóm um allar aldir. Yjer verðum að minnast þess, að vjer lif- um á þeim tíma, er þekkingin er miklu meiri en nokkru sinni áður, og allar ment- aðar þjóðir leggja miklu meiri stund á það en nokkru sinni áður, að auðga land sitt að gæðum, og búa í haginn fyrir sig og seinni kynslóðir. Vjer megum eigi lengur láta undan bera að vernda skógana, sem eptir eru í landinu, og haga allri með- ferð og not.kun þeirra svo, að þeim sje það að minsta kosti eigi til skemdar og eyðileggingar. Að vísu er þekking vor á lífi skóganna enn svo ófullkomin, að vjer vitum eigi með fullri vissu hver meðferð er hagkvæmust i sumum greinum. En margt vitum vjer þó um þetta, og á það ættum vjer að hyggja, að fara eigi ver með þá en vjer vitum, og láta oss ant um að afla þeirrar þekkingar, er oss vantar. (Niðurl.) Benzinvjelarbátar. Eptir þvi sem frjetzt hefur, eru menn nú farnir að hugsa um að leigja eða kaupa gufubáta til þess að ganga hjer á flóun- um; má búast við, að útihald þeirra verði æði-dýrt, þar sem flutningsþörfin er lítil vegna mannfæðar og strjálbyggðar við flóana, en útihald gufu-ödto mjög dýrt í samanburði við útihald stærri gufuskipa. Það er mjög ólíklegt að gufubátar á stærð þeirri er menn hugsa sjer þá, geti svarað kostnaði með þeim landssjóðsstyrk, sem þeim verður veittur, nema fargjald og flutningsgjald þeirra verði geipihátt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.