Ísafold - 11.01.1896, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.01.1896, Blaðsíða 3
7 tíma 7,352 kr., og til þess lögðu 3 sýslur J amtinu ekki einn eyri. í vesturamtinu voru sama ár 91 þurfa- ieimili, 726 niðursetningar, aukaútsvör 52,420 kr., til fátækraframfæris 48,583 kr.; en til menntamála sama ár einungis 1,238 kr. og lögðu fram til þess 1 sýsla og Isa- jQarðarkaupstaður. í Norðnr- og austuramtinu voru framan greint ár 667 þurfaheimili, 916 niðursetn- ingar, aukaútsvörin 73,974 kr. og fátækra- framfærið 59,279 kr., til menntamála 1.038 kr., og til þeirra lögðu einungis 3 sýslur; 4 ekkert. A öllu landinu voru því nefnd ár 971 þurfáheimimili, 2,889 niðursetningar, auka- útsvörin voru 238,421 kr. og fátækrafram- fserið 191.640 kr. En á sama tíma eru lagðar um land allt til menntamála úr sveitarsjóðnum 9,628 kr., og til þessleggja einungis 8 sýslur og 2 bæjarfjelög, en 12 sýslur kosta engum eyri til mennta- mála. Þett ár kemur þá á hvern þurfamann á landinu kr. 47,9; þetta samgildir skatti, sem væri á hvern mann kr. 2,7, en á hvern gjaldanda um land allt kr. 14,6. En skattur sá, sem sveitarsjóðarnir leggja allir til menntamála, er um 13 aurar á hvern mann á landinu, en um 80 aurar á hvern gjaldanda. Þessi samanburður á fátækraframfærinu og gjaldinu til menntamála er sorglegur vitnisburður um hið vandræðalega og öf- uga ástand hjá þjóðinni. Hlutí'allið ætti og þyrfti að vera þveröfugt, að hver gjald- andi um land allt legði fram 80 aura til fátækraframfærslu, 14 kr. til menntamála; en þess verður líklega langt að bíða, og það ekki sízt, ef allt er látið »reka á reið- anum« áratug eptir áratug og lítið eða ekkert gjört til að færa það í lag. Fátækraframfærið er nokkurs konar Sísy- fusarsteinn, sem þjóðin er sí ogæaðstreit- ast við að velta upp sömu brekkuna, eu sem æ kemur í fangið á þeim aptur; og í þetta ónýta erflði fer mikið af blóði henn- ar og merg, án þess að nokkra staði sjái hún er jaf'nsnauð, jafn- bágstödd og jafn- framfaralítil fyrir það i einu sem öðru við hver árslok eptir allar þessar framlögur, hvernig sem hún hefir sveizt blóðinu til að taka flestöllum óþverra, sem að þeim er rjettur. Hver strákur, sem vill og ekki heflr þegið sveitarstyrk eptir 16 ára aldur, get- ur nær því hvaða skepna og ónytjungur sem hann er gipt sig, fengið sjer eitthvert hreysi, hrúgað niður hörnunum, stungið síðan höndunum í vasana og sagt við sveitina sína: »Hirtu nú allt dótið, og vertu viðbúin að taka við því sem á ept- ir kemur; því konan er vanfær enn þá og verður það líklega árlega næstu 10 ár, því við erum staðráðin í að uppfyiia, meðan við getum, það boðorð, að aukast og margfaldast«. Hver strákur og stelpa getur að ósekju hrúgað niður börnum í lausaleik og farið eins að; og þó að þetta fólk verði að fara í vist að boðum hrepps- nefndarinnar, þá eru það engin þrauta- kjör, og börnin getur það átt jafnt eptir sem áður. Staglið með fæðingarhreppana, dvalar- hreppana, tíu ára veruna, hvar faðirinn hafi verið 40 vikum áður en barnið fæddist, J)ukurstyrkveitingarnar,fátækraflutningana, fyrirspurnirnar, úrskurðina, áfrýjarinnar og margt annað er svo illt viðureignar, að beztu lögfræðiugar eru stundum í hálf- gjörðu ráðaleysi með að ráða fram úr því og komast að rjettri og skynsamlegri nið- urstöðu. Hrepparnir reka af sjer msð rjettu og röngn fóik, sem þeim stendur beigur af, eins og þegar heyleysingar reka af sjer fóðurfjenað í harðindum; fer því margur stundum á sveit að óþörfu. Alls konar yflrskin og undanbrögð tíðkast til að »snuða náuugann«. [Niðurl.]. Kvefsótt hefir gengið hjer í bænum frá því um hátíðirnar, og lagzt þungt á börn einkanlega. Tiðarfar mjög óvetrarlegt það sem af er þessu ári, stundum likast vorblíðu. Jörð alauð. Dáin lijer í bænum í nótt frú Jóhanna Kr. Bjarnason, ekkja Hákonar kaupmanns Bjarnasons á Bíldudal. Verður frekar minnzt síðar. Þorláksmessubragurinn sæli, sem hneyxl- inu olli, hefir höf. hans sótt fast eptir að birtur væri í Isafold, nefnil. sjer til rjettlætingar, þ. e. til þess að a'lir geti gengið úr skugga um’ að hann sje ekki »miður frambærilegur í viður- vistbindindismanna«,heldursjálfsagt velvið eig- andi samsætiskvæði fyrirþáog Bakkusarfólk í sameiningu. En það hiýtur annaðhvort eitt hvað að vera bogið við tilfinningu hans fyrir hvað við á og ekki á við í þessu atriði, eða þá að þeir mörgu merkismenn, bæði bindind- isafneitendur og bindindismenn, er bragurinn fjell illa í geð vegna innihalds hans og jafn- vel flæmdi þá suma frá samsætinu, þar á meðal virktavinir og vandamenn höf. sjálfs, eru í meira lagi skyni skroppnir. En ekki er nema tillátssemi að prenta hjer braginn, enda litill vafi á, hvern dóm almenningur muni á hann leggja: Þorláks-full. Þorlákur biskup var blessaður kall, þótt bindindi stofnsetti eigi, bræddist ei skikkanlegt samdrykkjusvall nje svolitib kátínubrall. Síbar er dvaldi’ ’ann i dýrðlinga rann, drukkin var skál hans á sjerbverjum degi. Ekki menn þeltkja neinn islenzkan mann, sem olli svo glehskap sem hann. Nú er allt orðib dauft og dautt og dýrkun á biskupum langt úr vegi; gaman fíest oröib glebisnautt. og glasib hjá biskupnum autt. Sízt er ab barma sjer )>ó fyrir það, að þrotinn sje bjór hjer i landi. Bakkus á enn þá hjer áfangastað allt að þvi nóg, eða hvað? Karlarnir þjóra og klerkarnir með, kútveltast forsprakkar glæstu með bandi. Rammauknir svolar og svolitil peð nú súpa’ i sig óiundargeð. Hvar er gleðin, sem glóðheit fyr úr glitrandi veigum flugtól þandi? Froðunni glæstu er fleygt á dyr, en fúlasta dreggin er kyr. Hvers vegna’ er gamanið dauflegt og dautt. þótt dropinn sje enn þá til boða? Hvers vegna’ er fullið svo fagnaðarautt og fjörið svo magurt og snautt? Boðorðin eru nú oröin svo mörg, eitt er að stofna’ ekki >rygtinu« i voða. Hugleysis, dugleysis, dáðleysis förg dasa oss, þung eins og björg. Þá var munur á Borláks lýð. þvi þá gafst ei boðorðin fleiri að skoða ©n þessi tíu frá eidri tið, sem enn ættu’ að duga um hrlð. Glaður og reifur skal gumna hver, þvi glópur er flón þótt hann stúri. Gieðinnar leita með ljósi æ ber, ef lítið um framkvæmdir er. Gleðin er vængsterkur fugl, sem er frjáls og fjötrast ei lætur i harðlæstu búri. Premst vill hún teygja, sem helsingi, háls i hornfylking drengilegs máls. Helgan Þorlák vjer heitum á, að hrundið getum nú vetrardúri, svo gleðin ljúfa oss gisti hjá. Og grípum svo kollurnar þá! H. H. Mun nokkrum manni, sem mælt mál skilur geta duiizt, að ofan á bábyljuna um víndrykkju sem skilyrði fyrir gleði og jafnvel hug og dug og dáb m. m.. er í ljóðum þessum verið að hlakka yfir þvi, að »klerkar þjóri«, (þrátt fyrir prestabindindið),og að bindindisforsprakk- ar sjáist dauðadrukknir (»kútveltist«)V Og hvað getur setningin um »tiu boðorðin, er duga ættu enn«, annað þýtt í þessu sambandi en þá sneið til bindindi hlynntra kennimanna, þar á meðai fyrst og fremst biskupsins, að þeir ætli sjer þá dul, að bæta við eða um- bæta boðorð drottins? —sneiðin sem sje byggð á þeirri hjegilju, að úr því að bann gegn á- fengisnautn sje ekki eitt af tíu boðorðunum þá sje óhæf’a fyrir kennimenn að minnsta kosti* að halda fram bindindi. Eða þá samanburð- urinn á »Þorláks lýð« og drykkjuglaðværð hans við þá kynslóð, sem nú er nppi, með hugleysið, dáðleysið, o. s. frv. — er hann ekki meining- arlitill, ef hann á ekki að þýða það í þessu sambandi, að »déðleysi« þetta m. m. sje því að keuna, að ot' lítið sje drukkið ? Þetta er það, sem Isafold hefir leyft sjer aö telja miður vel við eigandi til flutnings i al- mennu,sameiginlegu samkvæmi bæði fyrirbind- indismenn og Bakkusarvini. Þetta var þaö, sem svo margir þeirra, er höfðu ráðgert að taka þátt í samkvæminu eða gerðu það að meiru eða minna leyti, hneyksluðust á, bæði bindindismenn og aðrir. Að meiri hluti fje- lagsstjórnarinnar vildi eigi að síður láta flytja kvæðið, hefir vafalaust verið miklu fremur sprottið af algengri misskilningshugmynd um frelsi, djörfung, karlmennsku eða hvað það á nú að heita, heldur en gersamlegu meðvitund- arleysi um, hvað á við og hvað á ekki við, — ssms konar karlmennsku-hugmynd og vakað mun hat'a fyrir hinum ungu löndum í IChöfn, er flytja ljetu þar í hátíðlegu aldarminningar- samkvæmi hið alræmda Baskshneyksli. En ókurteisi er aidrei karlmennska. Hún er af tvennu til miklu fremur í ætt við strákskap. Hjer er ekkert verið að finna að þvi, þó að »hirðskáld Stúdentafjelagsins* eía aðrir Bakk- usarvinir kveði þannig. Þeim er það meira en vel komið. Það er, eins og tekið var svo skýrt fram um daginn, ekkert, verið að fást um það, hvað þeir láta sjer sæma i sinn hóp. Þeir mega bæði yrkja og kyrja í sinn hóp svo mikið sem þeir vilja, ekki einungis af Bakkusarljóðum. heldur öðru verra, ef þeim svo þóknast. Hvort þeir gera það eða gera ekki, er ekkert um sagt og var ekkert um sagt um daginn. Það ketnur öðrum út í trá ekkert við. Það er ekkert verið að skipta sjer af því i þessu sambandi Meira að segja: þó að þeir eða aðrir vildu stotna t. d. fastan drykkjuskóla, með bæði »praktiskri« og »theó- retiskri* tilsögn, með drykkjuljóðanámi (utan- bókar) og »brennivíns-grallara«-söng, þá kem- ur það ekkert þessu máli við. Hjer er að eins verið að tala um almennar kurteisisreglur út á við. Að tiletnið er margnef'ndur Þorláks- messubragur og hneyksli það er hann olli, — það er tilviljun og annað ekki. Það er alls ekki bindindi eða bindindisleysi, sem hjer er verið um að þrátta, — eins og enginn mundi kalla það stjórnarskrárþras, þótt deila risi út af því, ef t. d. alþingismenn hjeldu samsæti, og skáld úr öðrum hvorum flokknum frá siðasta þingi, frumverpinga eða tillögumanna, hefði f'undið upp á að sneiða sína mótstöðumenn, hinn flokkinn, í veizlukvæði sínu, — brigzla t. a. m. »frumverpingum« fyrir Þingvalla- fundar-»humbugið«, ofsa þeirra á þinginu í sumar o. fl. Enginn mundi kenna það vib neina ofstseki í stjórnarskrármálinu, þótt ein-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.