Ísafold - 11.01.1896, Blaðsíða 2
6
en hátt flutningskaup þola menn ekki að
borga fyrir vörur fiuttar hafna á milli
Jeg tel víst, að flestir þeir, sem semja
eiga um gufubáta, sjeu kostnaði við úti-
hald þeirra haj’la ókunnugir og muni una
illa við að breyta samgöngunum á flóun-
um á annan hátt en þannig, aö sam-
gönguumbótin sje gjörð í fyllsta mæli.
Mönnum er hætt við að hugsa sjer, að
samgöngufæri hjer geti verið eins fullkom
in og í öðrum löndum, þar sem fólks-
mei’gðiu er mikil og þjettbýli, en gleyma
að hjer er sti'jálbygð, fámenni og yfirleitt
veikburða atvinnuvegir.
Yegna strjálbygðar, fólksfœðar og veik-
burða atvinnuvega verða vöruflutningar
á flóum hjer miklu dýrari en í öðrum
löndum, þar sem vegalengdin um hvern
flóa er löng, eu lítiðað flytja áhvernstað;
geta gufubátar nægilega stórir því ekki
svarað kostnaði. nema fargjald þeirra sje
miklu hærra en annarsstaðar, eða styrkur-
inn af landsfje sje mjög hár.
Mjer hefur því komið í hug að benda
á aðra aðferð til þess að fullnægja flutn-
ingsþörf þeirri, sem verður fyrst um sinn
á flóum vorum; er hún fólgin í því að
nota vjelarbáta sem ganga með steinolíu-
eða benzín-e\dsneyti í staðinn fyrir með
kolum. Bátar þessir munu nú vera reynd-
ir um allan heim nema hjer.
Beozin-vjelarbátarnir eru smíðaðir úr eik
eða stáli; er vjelin rojög fyrirferðarlítil,
þar sem hún þarf engan gufuketil. Bátar
þessir eru hafðir með ýmsu lagi, eptir því,
hvar þeir eiga að notast, og vjelarnar eru
hafðar sterkari, ef nota á bátana á opnum
flóum. Einn maður getur stjórnað vjel
inni og stýrt bátnum, hvar sem vjelin er
höfð í bátnum. Aflið, sem knýr vjeiina
áfram, er gas, sem myndast úr benzini eða
steinolíu og er gashylkið (sem kemur í
stað guíúketils) á bát þeim, sem jeg síðar
lýsi, hjer um bil 18 þumlungar á hvern
veg, og stendur ofan á eða ofanvert á vjel-
inni.
Steinolíu-forðinn er hafður í járnhyiki
fram í stafni; gengur pípa úr þessu íláti
alla ieið undir gólflnu í bátnum að vjel-
inni; dregur vjelin sjálf að sjer olíu eða
benzín eptir þörfum.
Venjulegur hraði bátanna er 7 danskar
mílur á fjórum klukkustundum; er þá mið-
að við að báturinn sje hlaðinn og veðrið
lygnt.
Bátar þessir fást með ýmsum stærðum;
eru þeir ýmist opnir eða með þaki yflr
öllu farmrúminu, má því hafa farmrúmið
alveg vatnshelt.
Til þess að spara olíu eða benzín er á-
gætt að hafa segl á slíkum bátum, auk
þess sem þeir fara þá betur í sjó, ef hvasst
er.
Framrúmið má nota bæði fyrir vöru-
flutning og farþega, eru bekkir úr eik
settir umhverfls það, sem eru á hjörum, og
má hleypa þeim niður þegar famrúmið er
notað fyrir vöruflutning.
Gluggar geta verið meðfram þakskegg-
inu, sem gefa næga birtu og loptstraum
ofan í farmrúmið, þegar það er notað fyrir
f arþega.
Þakið nær ekki út á borðstokk, heldur
er manngengt í kringum það.
Bátar þessir hafa kjölspjald, ef um er
beðið; það er járnspjald, sem hleypa má
niður í sjóinn þegar sjór er ókyrr, svo
báturinn geti ekki farið af kjölnum; einn-
ig er spjaldið notað þegar beitt er þvert
svo ekki fletji út á hlið.
Benzínvjelina má hita á 5 mínútum, og
er báturinn þá tilbúinn tii fullrar ferðar.
Verð bátanna og vjelanna fer eptir stærð
og frágangi; eru benzínvjelar vecjulega með
frá 1—30 hesta afli.
Bátur úr stáli með þaki yflr farmrúm-
inu með bekkjum, tveimur siglutrjám, kjöl-
spjaldi, akkerum og öllum áhöldum kost-
ar um 16,250 reichsmörk, eða um 14,463 kr.,
þá uppkominn líklega um 16 þús. kr., ef
hann er á þessari stærð:
Lengd 47 x/2 fet.
Breidd 12 V* fet
Dýpt frá efri borðstokk ofan á gólf 5
fet fyrir utan risið á þakinu. Vjelin hef-
fir 10 hesta afl. Þakplöturnar eru úr eik
eða hvelfdu galvaniseraðu járni.
Bátur á þessari stærð mun rista hlaðinn
um 4 fet.
Hvort sem notuð er steinolíu eða benzin
eyðir vjelin í þessum bát, sem hefur 10
hesta afl, um 7 pottum af olíu eða benzíni
á klukkustund hverri; er benzín talið
miklu betra, þó dýrara sje, einkum ef
báturinn á að ganga daglega eða hvíldar-
laust, af því benzínið óhreinkar vjelina
miklu minna; þarf þá mjög sjaldan að
hreinsa vjelina, og ending hennar verður
eðlilega betri.
Ef steinolía er höfð til eldsneytis fyrir
10 hesta afls vjel, kostar eldsneycið 84 aura
um klukkustundina, ef potturinn er gerð-
ur á 12 aura. Benzínið mundi kosta um
kr. 2,50 á klukkustundinni fyrir jafnstóra
vjel.
Það er feykinóg að hafa 3 menn á
þessum bát: einn vjelarmann, einn dugleg-
an vinnumann, sem sje leið kunnugur, og
unglingsmann. Ef báturinn gengi ekki á
hverjum degi væri því nóg að hafa 2 fast-
ráðna menn.
Bátar á þessari stærð mun bera um 150
tunnur af kornvöru, og rúmar það; hefur
auk þess farþegarúm opið eða undirtjaldi
í skutnum fyrir um 10 farþega.
Útihald benzínsvjelarbáts á þessari stærð
mundi verða hjer um bil þannig, ef gert
er að báturinn ferðist 12 stundir á dag í
6 mánuði, það er 180 daga:
Kaup vjelarsfjóra 70 kr. um mán. 420,00
Fæði.................................. 180,00
Far fram og aptur í fyrsta sinn 200,00
Fæði og kaup vinnumanns 4 kr. á dag 720,00
Fæði og kaup unglingsmanns 2 kr. á dag 540,00
Benzín............................... 5400,00
Vextir 8°/o af andvirði bátsins 16 þús. 1,280,00
kr. 8,740.00
Nýr gufubátur, sem gerir sama gagn og
þessi bátur getur gjört, kostar minnst um
30 þús kr.; verður útihald hans í 6 mán-
uði 12 stundir á degi hjer um bil eins og
hjer segir:
Kaup skipstjóra 120 kr. um mán: kr. 720,00
— vjelarmeistara 120 kr. um mán. ;— 720,00
— stýrimanns 80 kr. — — — 480,00
— kolamokara 60 kr. — — — 360,00
— matsveins 50 kr. — — — 300,00
— vinnumanns 50 kr. — — — 300,00
Fæði þeirra allra 1 kr. á dag fyrir hvern 1,080 00
Far 3 manna fram og aptur 600,00
8°/o vextir af andvirði bátsins 2,400,00
Kol 11 kr. á dag á kr. 3,00 5,940 00
kr. 12700,00
Er þá ótalinn hafnsögumaður, sem fylgja
verður gufubátnum, kostnaður við að flytja
farþega og vörur úr landi og á, sem yrði
miklu minni með benzínvjelarbát en gufu-
bát, þar sem benzínvjelarbátur gæti lagt
að hverri bryggju, og jafnvel að landi
þar sem aðdjúpt væri og sandur væri í
botni.
I hvorugri áætluninni er gerð áætlun
um afgreiðslukostnað, nje kostnað við olíu
og tvist til vjelarinnar, sem látið er fallast
í faðma.
Gufubátsúthaldskostnaðurinn er miðaður
við gufubátsútgerð fyrir bát á stærð við
»Elín«. Auðvitað verður kostnaðurinn
ekki tiltölulega meiri þó báturiun væri
stærri, en þegar maður hugsar sjer bát
fyrir hvern flóa fyrir sig, þá er flutnings-
þörfln svo lítil, að bátur, sem ber 150 tunn-
ur af kornvöru og 10 farþega í einu, hlýt-
ur að geta fullnægt flutningsþörfinni, ef
báturinn er notaður nægilega opt.
Og íslendingar eru ekki vanir svo þýðu
ferðalagi, að þeir þurfi endilega að heimta
fyrsta flokks farþegarútn i skipi, sem geng-
ur nesja á milli innan flóa; aðalatriðið er
að menn komist áfram ferða sinna á greið-
ari hátt en að undanförnu, án þess að það
baki þeim of mikinn kostnað.
Benzínvjelarbátur eins og hjer hefur ver-
ið lýst og sömu stærðar er nú notaður til
þess að fara í milli Cuxhaven í Elfarmynni
og eyjarinnar Helgóland; er þar opt úfinn
sjór, sem gefur að skilja, þar sem áin
fellur út í Englandshaf. Á meðan notuð
var eingöngu steinolía, og menn kunnu
ekki að meðhöndla vjelarnar, reyndust þær
misjafnlega, en nú er nóg reynsla fengin
fyrir því, að vjelarnar duga eins vel og
gufuvjelar, og duga steinolíuvjelar einnig
vel, ef þær eru vel hirtar.
Jeg lít svo á, að benzinvjelarbátar sjeu
þeir einu vjelarbátar, sem vjer getum ráð
ið við fyrir kostnaðar sakir og því við vort
hæfi; mætti nota slíka báta einnig til fiski-
veiða, einkum með lóð, þar sem 3 menn
geta fiskað á þeim á lóð jafnmikið eða
meira en 7 menn gjöra nú. Og hagræði
væri það, að þurfa ekki að leggja út ár.
Bátur á stærð þeirri, er jeg hef lýst,
mundi fljóta inn í Hvítá, inn að Hvítárvöll-
um. Benzín- eða steinolíuvjelar fást sjer-
staklega; mætti setja þær i íslenzka báta.
Vjel með 4 hesta afli mundi nægja í sex-
æring, og kosta heimkomin um 3,800 kr.
Benzínvjelarbáta má fá vátrygða hjer i
þýzkum ábyrgðarfjelögum.
Nánari fræðslu um vjelar þessar og báta
er jeg fús á að láta þeim í tje sem óska;
myndir af hvorutveggja hef jeg, og getur
hver maður fengið að sjá þær sem vill.
Reykjavík 27. des. 1895.
Björn Kristjánsson.
Sveitarþyngslin og fátækra-
löggjöfin.
Eptir
síra Olaf Olafsson í Arnarbæii.
II.
Til fróðleiks fyrir þá, sem ekki lesa
Stjórnartíðindin, skal jeg setja hjer lítið
dæmi þess, hver byrði að fátækraframfær-
ið er um land allt.
Árið 1889 voru í suðuramtinu 213 þurfa-
heimili, 1247 niðursetningar, aukaútsvörin
111,927 kr. og til fátækraframfæris voru
lagðar 83,778 kr. En gjöld til mennta-
mála greidd úr sveitarsjóðnum á sama