Ísafold - 16.05.1896, Side 2

Ísafold - 16.05.1896, Side 2
126 skuld við ríkissjóðinn; en nú sem hann sá að landssjóðr stóð sig upp á hið hezta í viðskift- unum við ríkissjóðinn, hafi hann hugsað sér að bæta landssjóði upp skaðann með »bú- hnykknum«, og láta hann því græða nú 100°/o á seðlunum. Þetta var eigi nema fjöðr af fati fyrir meistarann, með því að hann kunni einka- ráðið, það að gjöra seðlana að engu, og gat beitt því á hvern bóginn er vera vildi. Mér finnst nú eigi ómaksins vert að elta þessa reikníngsaðferð meistarans lengra og annað það er að henni 1/tr. Þess verð eg þó að geta, er meistarinn segir eftir allan reikn- íngsvaðalinn: »Þetta (um villurnar) kemr ljóslega út þegar minn skilningr á seðlunum er settr í stað séra Arnljóts, og ofannefnd dæmi eru síðan prófuð eftir mínum skilningi«. Þessu trúi eg dável; en eg vil, með leyfi, mega halda mínum skilníngi og engin skiln- ingsskifti hafa við meistarann. Minn skiln- íngr á fullréttu reikníngslagi fyrra seðladæm- isins er þessi: L a n d s Tekjur: kr. Skuldabréf tveggja presta, hv. 100 kr. 200 Frá pósthúsinu í Reykjavík 100 kr. í seðlum og 100 kr. í peníngum . . . 200 4ÖÖ Eign: kr. Tvö sk.br., hv. 1 OOlcr. 200 j ó ð r. Gjöld: kr. Lánað presti í seðl- um .... 100 Lánað öðrum presti í peníngum . 100 Skuld við ríkis- sjóð ... 200 400 Skuld: kr. við ríkissjóð . 200 Nú verða lesendrnir sjálfir úr því að skera, hvort reikníngr meistarans eðr minn muni réttari vera. Eg þykist fullviss um að meistari Eiríkr Magnússon sé vel lærðr maðr og margsvitandi; hann hefir og fundið upp nýtt byggíngarlag á bókhlöðum og orðið allfrægr af. Hann hefði aldrei átt að vera að finna upp nýtt reikn- íngslag á íslenzku seðlunum, því fyrir bragðið er hann þegar orðinn alræmdr ágati1). Arnljótr Ólafsson. Nokkur orð um læknamái. Eptir Siffurð Hj'örleifsson. I. Ofurlítill rekspölur sýnist þó vera kom- inn á læknamálið. Þingið og stjórnin hafa nú tekið höndum saman til þess að koma á nýrri læknaskipun á laudinu og eðlilega kemur þá jafnframt til umræðu og ilrsiita, hve mikið fje landið eigi að leggja af mörkum við læknastjettina, hve há laun læknanna eigi að vera. Læknarnir á Aust- fjörðum hafa nú í tvö ár gengið á undan öðrum með gððujeptirdæmi og haldið fundi einu sinni að sumrinu og jafnvel ritað nokkuð um læknamál, og nýlega flutti ísafold iæknastjettinni þau gleðitíðindi að landlæknirinn hafl í hyggju að kalla sam- an almannanlæknafund í sumar. Reykjavík- urlæknarnir hafaj nú nýlega látiðí Ijósi'skoð"- anir sínar á ýmsum læknamálum innlendum> læknaskólamálinu.spítalamálinu o.s.frv. Eini læknirinn, sem á sæti á þinginu heflr líka nokkuð gert grein fyrir skoðun sinni á læknamálum. Þetta er allt gleðiefni fyrir læknana og þá sem eitthvað hugsa um 1) Mig minnir að eg hafi heyrt einhvern skólapilt hafa sögnina að ágatast fyrir að »gatífísera« (sbr. að ánetjast = að fara í net og festast þar). læknamál í þessu landi. En nú ætti þetta ekki að verða endasleppt. Læknar ættu að láta sem mest skoðanir sínar í Ijósi opinberlega og þá sjerstaklega á þeim læknamálum, sem viðbúið er að komi til meðferðar á næita þingi eða standi í sam- bandi við þau. Næsta þing á að ákveða ekki einungis, hve margir læknarnir eigi að vera um langan ókominn tíma, heidur líka, við hvaða kjör þeir eigi að búa, hvort þeir eiga að geta lifað af þvi að vera læknar og lifað eins og læknar, lifað af því að lifa fyrir aðra, eða þeir jafn- framt verða til neyddir að leita sjer ann- arar atvinnu til þe93 að sjá sjálfum sjer og fjölskyldu sinni farborða. Þetta er einkar þýðingarmikið mál, miklu þýðingarmeira en margir vilja jláta sjer skiljast. Jegvona að jeg fái tækifæri til þess að tala um þetta mál nokkuð nákvæmar síðar í þess- ari grein og skal því ekki fjölyrða um það hjer, en verðiþað ofan á hjá þinginu að neyða lækna landsins til þess að stunda aðra atvinnu en lækningar, þá kveður það jafnframt upp dauðadóm yflr fjölda mörg- um sjúklingum á þessu landi um ókominn tíma. Skráin yfir þá, svo Jsem að 20 ár- um liðnum, verður sjálfsagt ekki svo sjer- lega stutt. Væri það hugsanlegt að slík skrá yrði þásamin, mundi bæði þinginu og þjóðinni gefa á að litast. Lækn- arnir hafa þvi tvennt að vinna, að gæta heiðurs og hagsmuna læknastjettarinnar og vinna í haginn fyrir þá sjúklinga, sem þeir eiga að annast framvegis. Þair eru sjálf- kjörnir til þess hvorstveggja. En þeirhafa um langan undanfarinn tíma látið allt of lítið á sjer bera. Undatifarin 20 ár —J25 aura öldin — hafa að sumu leyti verið apturfarartímar fyrir íslenzka læknastjett. Læknarnir eru víst undantekningarlítið sár- óánægðir með það eymdarfyrirkomulag, sem þeir eiga við að búa — og eymdar- kjör, mætti víst bæta við um þá suma —, en fæstir þeirra geta verið aðýjþví að ó- náða almenning með því að kvarta um það. Ríki þeirra er ekki af þessum heimi! Eða ef til vill er það sannara, að óánægj- an yflr því að geta ekki framið lækning- ar eins og læknar annarra siðaðra þjóða, sljófgar þá, þeir fara að hugsa um búskap, sveitarstörf o. s. frv. Þeir verða það sem merkur rithöfundur sagði um þá presta, sem ekki trúa kenningu kirkjunnar, »her- menn, sem eiga ekkert föðurland«. Uppástunga hjeraðslæknis Guðmundar Björnssonar um að fastur bústaður sje A- kveðinn fyrir lœkna og hús sjeu byggð handa þeim, þar sem þeir eiga ekki heima í kaupstöðum, og þeim bannað að búa, er sannarlega eptirtektaverð. Jeg tel honum það mikinn sóma, að hafa fyrstur manna borið upp það nýmæli. Jegheld lik upp- ástunga hljóti að hafa vakað fyrir mörg- um læknum hjer á landi; að minnsta kosti hefði það átt að vera svo. Það gengur annars vanalega laglega til, þegar nýr læknir tekur við sveitaembætti hjer á landi. Örðugleikarnir byrja þá vana- lega á því að koma honum einhversstaðar fyrir. Fyrst og fremst þykir mönnum það viðurhlutamikið að hafa allan þann átroðn- ing og áníðslu, sem af því leiðir að hýsa lækni, en hitt er þó verra, að enginn heflr húsakynni aflögum, að læknirinn kemst hvergi fyrir, nema þá á einkar óhentug- um stað í umdæminu. En sje nú læknir- inn svo stórheppinn að geta komið sjer þar fyrir, sem meðöl hans, umbúðir og verkfæri ekki hljóta að stórskemmast, þá má svo sem nærri geta að þar er ekkert húsrúm fyrir sjúklinga. Af þeirri ástæðu einni verða læknisins ekki hált not. Lækn- irinn á ekki neitt, er í margra hundraða eða jafnvel nokkurra þúsund króna skuld og er ekki tær um að reisa sjer hús af sjálfsdSðum, en honum fer að leiðast að vera upp á aðra kominn, sveitarfjelagið krefst þess beinlínis og óbeinlínis að hann fari að búa, og hann lætur tilleiðast, með- fram af því hann vonast eptir hag af því Hann byrjar búskapinn og það fyrsta, sem hann þá vanalega þarf að gera, er að koma upp einhverju skýli yflr höfuðið á sjer. Hann þarf að afla sjer hjúa og kúa, hrossa og fjár og allra búshluta og hann þarf að verja miklum tíma og fyrirhyggju til þess að fá þetta allt með sem beztu verði og á sem haganlegastan hátt. Nátt- úrlega er hann orðinn stórskuldugur, þeg- ar allt þetta er fengið, og hann flnnur til þeirrar skyldu við sjálfan sig og fjölskyld- una, lánveitandann og sveitaríjelagið að láta ekki allt þetta fara á höfuðið, heldur blómgast sem bezt. Hann þarf því enn að verja öllum þeim tíma, sem honum er fram- ast mögulegt, til þess að sjá um búið. Og þurfi hann að hafa mikil ferðalög og láta úti mikið af meðölum, þá finnur hann til þess sárlega, að hann hefir of íítinn tíma til þess að stunda bú sitt. í búskapar- andstreyminu er hann búinn að týna nið- ur töluverðu af því, sem hann lærði einu sinni fyrir mörgum árum, og hann heflr litlu eða engu bættviðaf þekkingu. Hann veit það ofboð vel, hvað læknisverk hans eru ófullkomin, og þess vegna fær hann hálfgerða óbeit á þeim, trjenast upp á þvl að vinna það verk, sem hann sjer að vel hefði mátt gera betur; og hvað er þá eðli- legra og mannlegra en að hann beinlínia og óbeinlínis reyni til þess að fæla sjúkl- ingana frá sjer, og það þvf fremur sem hann sjer, að lækningarnar með öllu slitinu á líkamanum, meðalalánunum og átroðningn- um á búinu eru fremur bágborinn atvinnu- vegur. Læknirinn er þrátt fyrir allan bú- skapinn, eða öllu heldur fyrir allan bú- skapinn, orðinn hálfgerður vandræðagrip- ur í sveitinni, og sveitarfjelagið og landið í heild sinni má kenna sjer sjálft um; það hafði gert honum ómögulegt að lifa öðru- vísi. Það er ekki jafn-aumlega ástatt með þá lækna, sem eiga að búa í kauptúnum, og eðlilega því betur, sem kauptúnin eru stærri. Þar getur læknirinn, ef til vill, feug- ið hús til leigu og hugsanlegt er líka, að ein- hver kaupstaðarbúi vilji gera sjer það að atvinnu að hýsa sjúklinga og annast þá. En eins og allir vita, eru margir af verzl- unarstöðum vorum fremur bágbornar vist- arverur. Umboðsmaður útlenda kaup- mannsins ríkir þar yflr mönnum og eign- um; hann er nokkurskonar einkasölumað- ur á öllum þeim hlutum, sem menn þurfa á að halda; hann er bankastjóri sveitar-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.