Ísafold - 13.06.1896, Blaðsíða 2
158
Fari nú svo, sem að framan er sagt, er
pá eigi satt, það sem jeg sagði upphaflega,
að það sem menn álíta nú mesta niður-
drep fyrir landið, geti orðið til mikils hagn-
aðar fyrir það? Jú, sannarlega væri það
ómetanlegnr hagur, ef enska fjárflutnÍDgs
írannið yrði til þess, að bændur lærðu að
fara mannúðiega með búpening sinn, og
að setja hann svo á heyin á haustin, að
hættan af fóðurskorti hyrfl.
Verði afleiðingin önnur en jeg hef nú
sagt, þá er hún sprottin af ráðleysi, dáð-
leysi og hraparlegri vanafestu landsmanna.
II.
Um botnvörpuveiðarnar get jeg verið fá-
orðari. Allir hljóta að geta sjeð, að ekki
er hægt að meina öðrum þjóðum að fiska
eins og þeim sýnist utan landhelgij á þvi
svæði, sem allir eiga jafnan rjett til að
íiska á. 0g allir geta sj ö, að ekki4hjálp-
ar það í vandræðunum, að láta hugfallast
éða leggja árar í bát, heldur verður að
leita að ráði til þess að afstýra hættunum.
En hættunni verður eigi afstýrt með því
að vola og vandræðast, eða treysta því,
að alþingi(!) semji lög um það, að flytja
landhelgi 10 eða 20 mílur út frá landinu (!!),
eins og stóð í »Þjóðólfl« í dag. Alþingi
getur að eins samið lög fyrir landið innan
landhelgi, en ekki breytt landhelgistakmörk-
um fyrir önnur lönd án þeirra samþykkis.
Þau fylgja þeim takmörkum um landhelgi,
sem stórveldin hafa orðið ásáttum sín ámilli.
Ef nokkur trúir þvl, að stjórnendur erlendis
fari að gera undantekningu fyrir ísland,
þó landshöfðingi flytji þeim eymdaróð
landsmanna, þá mundi það fara á sömu
leið eins og þær vonir, sem ýmsir menn
gerðu sjer í vetur um enska fjárflutnings-
bannið á sauðfje, og sízt væri að vænta
þess, að hægt væri að komast að meiri
málámiðlun en nokkur stórVeldi og sfliá-
rfki (Þýzkaland, Frakkland, Bretland, Dan-
mörk, Belgía, Holland) í Evrópu komu
sjer saman um, um veiði í Norðursjónum,
og prentað er 1 Stjórnartfðindunum A 1884.
JÞar eru takmörk landhelgi ákveðin s/4
mflu frá landi, og frá beinni línu milli
yztu tanga á Qörðum, sem ekki eru breið-
ari en 21/* míla, en sú lfna er fyrir innan
vanaleg flskimið á Faxaflóa.
Jeg játa fúslega, að það kemur mjög
hart niður á mönnum hjer við Faxaflóa,
sem stunda fiskveiðar á bátum, að hin flski-
sælustu mið þeirra liggja utan landhelgi.
Þótt svo sje, þá get jeg ekki sjeð nokkurt
gagn að því fyrir land og lýð, að blöðin
sjeu að draga kjark úr mönnum með hrak-
spám um algerða eyðileggingu á fiskimið-
um um margra ára tlma af brúkun botn-
varpanna. Mjer aýnist ekki gustuk að
kveikja hjá sjómönnum þær vonir um ívilnun
frá öðrum þjóðum, sem aldrei rætast.
Hitt væri miklu nær, að hvetja menn til
að hugsa ekki um bænir og barlóm, held-
ur að treysta á mátt sinn og megin, og
neyta kraptanna til að komast í humátt
á eptir öðrum þjóðum í menning og atorku.
Þegar þetta málefni er skoðað rólega,
þá er ólíklegt, að þeir, sem eiga ríkjum
að ráða, fari að takmarka atvinnurjett
atorkusamra þegna sinna með þvi að
meina þeim að fiska á því svæði, sem er
sáttmálum bundið að sje eign allra jafnt.
Ráðendur rikja hafa skyldur við þegna
sina að takmarka ekki um skör fram at
vinnufrelsi þeirra. Og þó að t. d stjórn
Englands vildi vegna fátæktar íslendinga
banna þegnum sinum að fara nær landi
en 3 milur, þá værum vjer litlu bættari, því
þó að þeir hættu veiðum hjer við land, þá
gætu Þjóðverjar, Frakkar, Norðmenn, Ame-
rfkumenn og fjöldi annara þjóða kom.ð
með sínar botnvörpur og veitt með þeim
s/4 mflu frá landi; en ef landshöfðinginn
og stjórn Dana ætti að semja um ívilnun
fyrir ísland við allar þessar þjóðir, þá
yrði það erfltt verk, og ekki útkljáð fyr
en botnvörpurnar| væru búnar að skafa
flskimiðin bjer f Faxaflóa og víðar í
nokkur ár.
Þvf er það, að vjer verðum að hjálpa
oss sjálör, og láta oss duga það, sem vjer
með eigin kröptum og atorku getum kom-
izt áfram.
Gætum vjer eignazt botnvörpur oghæfl-
lega gufubáta, til að þreyta skeiðið við
keppinauta vora, þá væri það æskilegast;
en þess erum vjer tæpilega megnugir.
Ed með góðum vilja og atorku er oss eigi
ofvaxið að fjölga talsvert þilskipum; það
heflr of lengi dregizt og má ekki lengur
dragast; með þessu er hægt að bjarga sjer
mikið; þegar botnvörpubátarnir verða oss
ofjariará grunnmiðum, þá getum vjer flutt
oss austur og vestur um land, eða lengra
út á djúpið, þar sem ekki er hægt að koma
botnvörpum við.
Þegar þess er gætt, hve lítið aflast á
opna báta margar vertíðir hjer við Faxa-
flóa, og hve margir menn láta líflð við
fiskveiðar á bátum, sýnir það sig, að bát-
arnir eru ekki gott verkfæri í samanburði
við þilskip. Það er ekki skemmtilegt að
vera bundinn við lítinn blett með bátinn
sinn, þegar þar er flskilaust, en gnægð
flskjar spölkorn frá, en þó svo langt, að
báturinn er ónógur.
Allur áhugi sjómannanna ætti því að snú-
ast að þvf, að fjölga sem mest þilskipum,
og nema úr gildi fiskisamþykktir og hind-
urvitni,
Þeir semeiga peninga sínaíkonunglegum
skuldabrjefum og f sparisjóði, gjörðu líkiega
sjer, en sjálfsagt þjóð sinni, miklu meira
gagn með því að verja nokkru af þeim
til þilskipakaupa; með því móti fengi marg-
ur fátækur atvinnu. Hinir efnaminni, sem
unna framförum, gætu í fjelagsskap fjölg-
að þilskipum nokkuð, með því að taka
landssjóðslán af þeim 40,000 kr., sem veitt-
ar eru á fjárlögunum, beinlínís í þeim til-
gangi, aö efla sjáfarútveginn með aukinni
þilskipaeign.
Það er viðurkennt, að þar sem botn-
varpan fer yflr, eyðileggur hún hrogn og
fæðu þá í botninum, sem fiskurinn sækist
eptir, en þótt opt sje dregið, þá verða ept-
ir óskemmdar spildur á milli færanna ept-
ir vörpurnar. Opið á botnvðrpunum er 3
—4 faömar á breidd, svo farið eptir hana
er ekki meira í Faxaflóa ðllum eptir hlut-
föllum heldur en ef jeg drægi nokkrum
sinnum pennahníí eptir Austurvelli hjer í
Reykjavík.
Botnvörpubátarnir hirða að eins heilag-
flski og kola; öllum öðrum flskitegundum
fleygja þeir aptur í sjóinn, en það eru marg-
ir skipsfarmar. Þetta verður að niðurburði
á aðal-flskimiðum í Faxaflóa. Annaðhvort
er nú, að þessi mikli niðurburður gjörir
gagn og stöðvar fiskinn á fi.3kimiðum,
eða að það er »humbug« og hugarburður
einn, að frönsku fiskiskipin umhverfis land-
ið aptri fiskigöngum upp að landinu, og
að innlendu þilskipin skemmi bátaveiðina
á Faxaflóa með niðurburði hausa og lisk-
slógs fyrir utan flskimiðin á vetrum. Eða
að þorskanetin heptigöngu flsksins, afþví
að hann »leggist við glætuna«.
Jeg held, að of mikið sje gjört úr hætt-
unni. En skyldi svo reynast, að botnvörp-
urnar gjöri svo mikið tjón, sem sagt er,
þá er eina ráðið, sem tiltækilegt er, að
koma upp sem flestum þilskipum. Ef
botnvörpuveiðarnar yrðu aðal-hvötin til
þess, þá fer svo, sem jeg sagði upphaflega,
að gott gæti af þeim leitt, ef riett væri
tekið í strenginn. — —
Skipstjórar hafa þrenns konar aðferð,
þegar þeir fá á sig stórviðri og andbyri.
Einn leggst á höfn, annar lætur reka á
reiðanum,og þriðji slagar sig áfram meðan
hann getur, til þess að komast þangað sem
hann ætlaði sjer.
Jeg býst við, að landsmenn fari eins að
í báðum þessum málum, sem jeg hef minnzt
á. Fjöldinn leggst um kyrrt á vanans
höfn, annar stór hópur lætur reka á reiðan-
um, eins og verkast vill, én þriðji flokkur-
inn — jeg vona að hann verði ekki mjög
mannfár — reynir að slaga sig áfram. f
þessum flokki eru þeir menn, sem vilja
koma sínum og landsins málum i góða
höfn.
Tryggvi Gunnarsson.
Postgufuskipið Laura, skipstj. Christ-
jansen, kom hjer í morgun beint frá útlönd-
um, með örfáa farþega (2 Englenda, 2 Frakka,
— ferSamenn); til Vestfjarða ekkjufrú S. Áo-
geirsson frá ísafirði, o. fl.
Landsgufuskipið Vesta komstafstaS
aptur 11. þ. m. um kveldið, til Austfjarða o.
s. frv., og með henni um 1 ys hndr. manns,
þar af um 100 verkamenn. Farstjórinn, hr.
D. Thomsen fór sjálfur með, og nokkrir aðrir
snöggva ferð kring um landið.
Landbunaðarrannsökn. Inspektör P.
Feilbery frá Sjálandi, er hjer ferðaðist um
land fyrir nær 30 árum, og mörgum löndum
er góðkunnur síðan og síðar, kom með »Vestu<
um daginn og fylgdi henni áleiðis norður um
land. Erindið er að kynna sjer fyrir hönd
Landbúnaðarfjelagsins danska breytingar þær,
er orðið hafa á búnaðarhögum landsins hin síð-
ari árin, þar á mcðal búnaðarskólana.
Hafskipakvíarmálið. Búið er að úfc-
vega danskan hafnarmannvirkjafræðing, ung-
an, en vanan hafnargerð, til þess að rannsaka
og segja álit sitt um hafnarkviaráformið hjer.
Er væntanlegur í næsta mánuði.
Dr. Þorv. Thóroddsen fór áleiðis með
Vestu norður; ætlar að skoða Eyjafjörð í sum-
ar fram í óbyggðir og Skagafjörð með heið-
unum þar suður af, suðúr undir Hofsjökul.