Ísafold - 13.06.1896, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.06.1896, Blaðsíða 3
159 Enn út af botnvörpu-ófögnuðinum. ísafold heQr nú nýlega flaít frjettir af hotnvörpaveiðaskipunum frA Akranesi og suðurhreppunum. Ekki eru betri frjettír um þA að greína hjeðan af Sviðinu. Að vísu er hjeðan frá fáum veiðafæraspjöllum af þeirra völdum að segja, siðan þeir frömdu hið mikla hervirki á þorskanetum Álptnesinga í apríl og sem þeir, að sögn, höfðu góð orð um að reyna að fá húshændur sína ytra til þess að bæta — einhverntima — með niutiu krónum. En þeir eru búnir svo gjörsamlega að plægja botninn á flskimið- um vorum, að þar fæst ekki nokkur branda. Þeir, sem skjótast til að leggja þar lóð, þar sem þeir eru búnir að fara yflr, segja, að ióðin komi upp forug og sönduð, og beitan óhreifð. Það er að eins við skörp- Ustu hraunbrúnir, sem menn voga að leggja veiðarfæri sín; en allt bendir á, að gnægð fiskjar hafi gengið hjer inn í flóann um lokin. Eru öll líkindi til, að þetta vor hefði orðið byrjun árgæzku, líkt og vorið 1892, hefðu ekki þessir útlendingar ratað hingað. Fiskiri, sem byrjar um lok með slíkri göngu, og nú heflr átt sjer stað, hefir áður geflð aflasælt sumar og nægan haust- afla; og góður haustafli veit optast á góða vetrarvertíð næsta ár. Nú er ekki annað fyrirsjáanlegt en neyð og dauði. Hvað hefir nú verið gjört í þessu máli? í fyrra var gjörð um það þingsályktun, og óskað að stjórn vor gjörði það sem í hennar valdi stæði, til að afstyra þessum voða. f nóvbr. í fyrra sendu c: 200 fiski- menn Landshöfðingjanum ávarp, og leit- uðu hans ásjár. Síðan hðfum vjer til skamms tíma ekkert heyrt um málið, en nóg heflr sjezt af botnvörpuskipunum. Annað málhefirverið á dagskrá þennan tíma siðan í fyrra, nefnilega útflutnings- bannið á lifandi fje til Englands. Það er nyög lofsvert og gleðilegt að sjá, hvern á- huga stjórn vor heflr haft á því máli; um það eru ótal greinir í blöðum vorum, brjef Landshöfðingja prentað, og sjerstakur mað- ur sendur til Englands, til þess að leitast við að hrinda því máli í rjett horf. En botnvörpuveiðamálið ? Til skamms tíma heflr ekkert heyrzt um það frá stjórn vorri, ein* og áður er sagt, þangað til að nú fyrir skömmu var um það gjörð fyrirspurn til Landshöfðingjans, og hljóðar svar hans þannig: ,jeg hefi þegar um síðustu áramót borið þetta mál- efni upp við ráðgjafann fyrirísland, sam- kvæmt ályktun síðasta alþingis 23. ágúst f. A., og sent þá um leið 4 bænarskrár frá rúmum 200 sjómönnum við Faxaflóaum umrætt málefni. Skal því viðbætt, að jeg tel það engum vafa undir orpið, að ráð- gjaflnn muni gjðra það, sera í hans valdi stendur, til að fá ráðna bót á fyrgreindu efni, en það hlýtur að hafa nokkurn tíma 1 för með »jer, með þvi að leita verður samninga við önnur ríki, samkvæmt þvi, sem umgetin alþingisályktun fer fram á«. Þetta er allt sem hingað til hefir heyrzt um gjörðir stjórnar vorrar i þessu máli, síðan að það varrætt á þingij ágústmán- uði i fyrra. Aptur á móti hafa Álptnesingar orðið fyrir höröum Afeilisdómi, Þeim er borið A brýn, að þeir þiggi flsk hjá útlending- um þessurn. Það er nú eitt. En áður en þeír eru dæmdir hart fyrir þetta, ber að gæta að krirgumstæðunum. Uadireinsog farið varð að verða vart á þeirra fornu flskimiðutn, voru þessirf útlendu vargar komnir, sem auk þess að eyðifeggja veið- arfæri þeirra bótalaust, einnig sviptu þá ailri aflavon. Og ofan á allt annað hefir líka hrognkelsaveiðin brugðizt þeim þetta Ar. Þeir sjá útlendingana ausa upp aflan- um á miðum sínum, og fleygja i sjóinn þorski stútungi og ýsu en hirða kola og lúðu. Þeir sitja atvinnulausir og aflalaus- ir í landi með íjölskyidur sinar; þeim býðst þessi afli —já, þessir molarafborði útlendinganna, fyrir lítið eða ekkert verð. Stjórn vorheflr, ors vitanlega, engu áork- að tfl þess að verja þá gegn þessum voða. Hvert skal flýja? Hvað skal til bragðs taka? Og það er mjer kunnugt, með hversu þungu skapi margur þeirra grípur það óyndisúrræði, að þiggja þessa mola. Hinn áburðurinn er þyngri: sá, að þeir vísi útlendingum á miðin. Þessi áburður er svo þungur, að jeg skil ekki hvers vegna Áiptnesingar eru ekki fyrir löngu búnir að hrinda honum af sjer, sje hann ósannur, og jeg skal ekki og get ekkitrú- að um nokkurn þeirra, fyr en jeg neyðist til þess, að hann hafl gjörzt slíkur ræflls- föðurlandssvikari. En sje, mót allri von, nokkur slikur til meðal þeirra, þá ættu þeir að gjöra sjer far um að grennsiast eptir því, og birta nafn hans, svo að hann standi frammi fyrir almenningi svo skrýdd- ur, sem hann á skilið. Árið 1890 kom hjer þýzkt botnvörpu- skip, sem fjekk sjer kunnugan mann með sjer úr Reykjavík. Eptir fáa daga kom hann inn með veiðarfæri sín brotin og rifin—hafði hitt á hraun—og hótaði hann að koma hingað aldrei aptur. Fáir hörm- uðu það. Það er kunnugt, hversu óskiljanlega vægilega yfirvöld vor beita botnvörpulög- unum gegn þessum útlendingum, er þeir koma inn á Reykjavíkurhöfn. Kemur það heim við heilbrigðislögin, að leyfa ótakmarkaðar samgöngur úti á fló- anum við skip þessi? Hafnarflrði 8. júní 1896. Þ. Egilsson. Nýkomið til Th. Thorsteinssons verzlunar (Liverpool). Extra-fint kaffl til brennslunnar í verzl- unínni. Tvisttau af öllum munstrum. Prjónles alls konar. Ullargarn fl. litir. Hið alþekkta Mnrgarine er aptur komið. Handa húsasmiðum hefl jeg fengið: Blýhvíta og Zlnkhvitu og alls konar MÁLNINGU aðra af öllum litum. Isenkram allek. svo sem: Stipti. Þjalir. Lamir. Hefiltannir. Skrár allsk. Sporjárn. Lockbejtler o. m. fl. Allt mjög ódýrt gegn peningaborgun. Náttúrugripasafnið í (Giasgow) er opið á morgun kl. 2—3. Sótrauður hestur, ungur vekringur, aljárn- abur, í bezta staudi, kynjaður úr Borgarfirði, með mark: fjöður fram. hægra, hvarf úr heima- högum í Fífuhvammi aðíaranótt hins 11. þ. mán. Finnandi skili þangað gegn góðri borguu. í verzlun Th. Thorsteinssons fæst: Gamie Carlsberg Öi. Tuborg — Export — Miinchener — Porter — Jordbær Lemmonade. Hindbær------- Citron------ Sodavatn Whislcy fl. teg. Sherry. Portvín — — Cognac. EIMSKIPAÚTGERÐ HINNAR ÍSLENZKU LANDSSTJÓRNAR. Við ferðaáætlun »Vestu« hefir verið gerð sú breyting, að skipið komi við í Reykjavík 3. ágúst, áður en það fer til Austfjarða. Reykjavik, 10. júní 1896. D. Thomsen, fftrstjóri. Ljósmyndavjel með ymsum áhöldum er til sölu með góðu verði. — Nánari upp- lýsingar á afgreiðslust. Isaf. Bafhringingar í húsum. Þar sem jeg hef undanfarin ár kynnt mjer samsetning af ýmsu, sem að rafmagns- hringingum lýtur, og hef nú byrgt mig með þess kyns áhðldum, þá geta núþeir sem þess kynnu að óska, fengið hjá mjer raf- magnshringingar í hús sín, sem spara mönnnm hróp, köll og hlaup til þeirra, scm þeir vilja flnna. Hringi-færin eru af ýmsri gerð, og kosta eptir því, hvað leiðslurnar eru langar, og í hvað mörgum stöðum hringja á. Einnig er mismunandi verð á þeim. hvort hringt verður með þvi að styðja á þar til gjörðan hnapp, eða hurð hringir sjálf snöggvast, þegar hún er opnuð, eða það hrÍDgir í sífellu meðan hurðin er opin o. s. frv. Reykjavik, júní 1896. W. O. Breiðfjörð. Mysuostur pr. j>Laura«, hjá M. Johannessen. ffy Frimerki ~ Brúkuð ísl. frímerki kaupir undirrit- aöur óheyrt háu verði. Sveinsson AXihj”ifcB' IÖP" Hestaeigendur. *LBqg Lesið! Undirskrifaður selur hestajárn og járn- ingu á hestum mjög ódýrt. Komið því með hesta yðar til min, og látið migjárna þá, og munuð þjer þá komast að raun um, að þjer fáið það bæði fljótt og vel gjört. Sama gildir einnig um allar aðrar smiðar mínar. Eiríknr Bjarnason, Suðurgötu 7. ________ (siniðja B. Hjaltesteðs),__ ♦LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGDAR, fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem viija tryggja líf sitt, allar nauðsynleg- ar uppiýBÍngar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.