Ísafold - 20.06.1896, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.06.1896, Blaðsíða 1
Ksimir úiýmisí einu sinni eða tviav.ÍYÍkn. Yerðárg.(90arka EainnBt) 4 kr., crlendis 5 kr. eða l*/« doll.; borgist fyrir miftjan. júli (eriendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Dppsögn(skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fvrir l.oktober. Afgreiðslustoía blaðsins er í Austurstrœti 8. XXIII. árg. Eeykjavik, laugardaginn 20. júní 1896. 42. blað. Svo skal böl bæta, að bíða annað meira. Málshátturinn er nokkuð kynlegur. Það er ekki svo auðvelt að sjá, hvað við það vinnst að brenna bæinn sinn, ef kviknað hefir í smiðjunni. En eitthvað svipað er það, sem virðist vaka fyrir manni, sem komið hefir meS nýja tillögu á prenti út af botnvörpuveiðun- um. Honum blæðir í augum, eins og öðrum, hvernig botnvörpumar spilla veiði landsmanna — utan landhelgi. Til þess að bæta úr því tjóni hugkvæmist honum það ráð, að leyfa botnvörpur innan landhelgi umhverfis strendur landsins! Þessi frámunalega hugmynd er líkust því að hún væri eitthvað í ætt við karlinn með iirút- ana tvo. Hann ól þá saman í lambhúskofa. 1 öðrum var mesta torhöfn, en hinn þreifst pr/öilega, af því meðal annars að hann át hinn af, að karlinn hjelt. Einhvern góðan veðurdag á áliðnum vetri, er jörð var orðin auð, hleypti karl þeim út á túnið hjá sjer. Eptirskamma stund er annar hrúturinn, apturkreystingur- inn, horfinn, og finnst síðan dauður fyrir neðan dáh'tið klettabelti við túnfótinn; hafði álpast þar fram af. Þá vindur karl sjer í hrœði sinni að hinum hrútnum, metfjeskepnunni, og ávarpar hann svofeldum orðum: »Þú hefir verið með homnn lagsa þínum heitnum, með skömm og háðung í allan vetur, og er nú hezt þú farir sömu leiðina«. Hrindir síðan skepnunni fyrir hjörg, og er hrútlaus eptir. Önnur saga samkyns er af bónda, sem varö fyrir því óhappi, að skriða hljóp á engjarnar hjá honum; — vjer ábyrgjumst ekki að hún sje sönn. Eptir þetta atvik tók hann sjer ferð á hendur um alla sveitina, fann hvern mann að máli, og trúði honum fyrir því, hvaða ráð sjer hefði hugkvæmzt til þess að bætaúr tjoninu. RáSiS var það, að veita skriðu yfir allt túnið. Nágrannar hans hristu höfuðin og stungu saman nefjum um, að það væri leiðinlegt, að hann skyldi vera orðinn þar hrepplægur; hann væri sýnilega orðinn brjál- aður, aumingja maðurinn, og nú lægi ekkert annað fyrir honum en sveitin. Engin líkindi eru til þess, að bóndinn hefSi fengið neitt svipaðar undirtektir, ef hann hefði komið til sumra manna hjer í bæ nú á tímum. Vísast, að hann hefði getað hitt þann ritstjóra, sem hefði tekið með þökkum í blað sitt grein frá honum um málið, og hnýtt aptan við þaS athugasemd, sem hefði byrjað hjer um bil a þessa leið: »Þetta áform hr. N. N. í þessu alvarlega máli er að vorum domi einkar-heppi- legt«. — Ekki er ncma sanngjarnt að taka það fram, svo yfir engu sje þagað, sem stendur í þessari nýju botnvörpuvciðatillögu, að höfund- urinn hugsar sjer, að íslmzkum botnvörpu- veiðaskipum einum verði heimilt að veiða í landhelgi hjer við land, og jafnframt gera Bektarákvæði gegn erlendum fiskimönnum, sem brjóta, svo ströng, að þau ríði aS fullu hverri kipsútgerð, sem fyrir þeim verður. Ekki dettur honum samt í hug, að íslend- ingar hafi sjálfir auðmagn til þess aS koma upp botnvörpuveiöum. Útlendingar eiga að gera það. En afleiðingin af þcssum fyrirhug- uðu lögum um botnvörpuveiðar í landhelgi mundi, að því er hann hyggur, »skjótlega verða sú, að erlend fiskifjelög mundu keppast við að bjóða íslenzkum mönnum að standa fyrir og vera eigendur að liotnvörpuskipuni«. Með öðrum orðum: Útlendingar ná sjer í nokkra íslendinga og sletta í þá nokkrum krónum fyrir að þykjast standa fyrir og vera eigendur að botnvörpuskipunum — sem þeir ekki geta átt, af þeirri einföldu ástæðu, að þá vantar anðmagnið — og fyrir þessi miklu hlunnindi — að fáeinir atvinnuleysingjar geti lifað á að vera leppar fyrir útlenda auðkýfinga og yfirgangsmenn —eigum vjer að opna land- helgi vora fyrir veiði útlendra, veiði, sem jafn- vel utan landhelgi er í augum þjóðarinnar einhver geigvænlegasta óhamingja, sem hana hefir hent um langan aldur! Til þess aS fá þessa miklu rjettarbót sem allra fyrst á að stefna saman aukaþingi á þessu ári! Frelcari athugasemda um þessa fáránlegu tillögu virSist ekki þörf aS sinni. Hún dregur naumast mikinn dilk á eptir sjer. Sá kostur er óneitanlega við hana, að þessi alvörugefna þjóð fær eitthvað tilað brosaað nokkra daga. En það er líka eini kosturinn. Miðlunartillaga í fiskisamþy kktar málinu. Ekki til þess að karpa um fiskisamþykkt- armálið, heldur í því skyni að reyna að styðja að bróðurlegu samvinnulagi milli allra sveitarfjelaga þeirra, sem eru aðilar þessa máls — hjer við sunnanverðan Faxaflóa — leyfi jeg mjer að bera upp þá miðlunartillögu: að almenningi sje leyft að leggja þorskanet 14. marz ár hvert al- staðar í flóanum utan linu, sem eg hugsa mjer dregna undan Vogastapa þvert norð- ur milli Seta og Leirukletts, eptir því sem nánara mætti ákveða, og utan línu, sem eg hugsa mjer dregna undan Njarð- vík beint í landnorður dýpra af Álpta- nesi, svo ekkert þorskanet verði lagt í sjó með öllu landi utan frá Garðskagainn á móts við Álptanes til 7. apríl ár hvert, en eptir þann tima mætti leggja þorska- net um allan sjó. Þessi miðlunaruppástunga mín hefir við þetta að styðjast: 1., að allir þeir sem fiskiveiðar stunda í Garði og Leiru, þurfi ekki að bíðaþess, að fiskurinn gangi á grunnmið áður en þeir fái leyfi til að leggja þorskanet. 2., að öll happasælustu handfæramið í sunnanverðum flóanum verði losuð við þorskanet, svo að allir þeir mörgu fiski- menn, sem eingöngu stunda færafiski, geti notið sln þar fyrir þorsknetunum, því hvar sem þau liggja í botni er ómögulegt að koma við færaveiði, en það er meira en lítið tjón, að eyðileggja svo kostnaðar- litla veiðiaðferð. 3., að netfiskurinn geti gengið óhindrað- ur með öJlu landi inn á grynstu fiskimið og svo aflazt þar í kyrðinni, ef hann ann- ars gengur, eptir 7. apríl. 4., að allir mestu dugnaðarmennirnir, sem nú kvarta undan að þeir sjeu heptir með samþykktunum, geti haft allan flóann til þess, að leita fyrir sjer, hvarhelzt sjeflsk- von, annarstaðar en á þeirri litlu sjó- spildu, sem að framan er um getið með löndum fram, sem ætluð er með þessari uppástungu til þess, að fiskurinn geti haft eitthvert óhindrað hlið að ganga um inn á gi unnmiðin, sem nú ættu helzt að vera fyrir lasburðamenn að sækja á, því þeir eru margir hjá oss, er svangxr mega heima sitja, ef ekki gengur fiskur á grunn, en dugnaðurmennirnir þykjast hafa í nógu mörg útgjaldahorn að líta, þó þeir stuðli ekki vfsvitandi til þess, að enginn nái ífisk nema þeir. 5., að öllum gefist sem jafnastur kostur á því að reyna að afla án þess það þrengi of mikið að atvinnuvegi sumra en rýmki um of fyrir sumum, sem hlut eiga að í þessu sjófangi, sem illa sæmir siðuðum mönnum að bítast og berjast um, eins og gaddhestur um illt fóður í harðind- um. Sýnum nú samheldni, dugnað og kærleiks- fullan drengskap, til þess að leiða þetta margumrædda fiskiveiðamál til lykta með bróðurlegu samkomulagi, en rekum á burt margra ára gamlan þvergirðingsvana, sem svo opt heflr leitt til þrætu ogúlfúð- ar milli beztu manna. Sýnum með til- hliðrunarseminni, að vjer elskum bróður- lega hvor annan, og viljum lifa saman i eindrægni og friði en ekki í ófriðarfullum deilum. Að síðustu skal það tekið fram, svo eg verði ekki misskilinn, að hinar áminnztu takmarkalinur eiga hvergi að vera land- fastar, þvíætlazt er til að þær liggi óvíða nær landi en hálfa mílu. Og að því er snertir eptirlit með því að lögum þessum verði hlýtt, ef það ann- ars yrði að lögum, sem eg af hjarta óska, þá ættu allir hrepparnir 6 og Reykjavík að nota 1 skip áttróið með 9 mönnum á, tíl þess að hafa löggæzluna á hendi þann tíma, sem ekki er leyft að leggja þorska- net um allan sjó; kostnaður sá yrði lítill mótsvið það að hafa gufubát til eptirlite, eins einn mikilsvirtur maður stakk upp á í vetur í fiskiveiðamálsgrein. Vildi nokkur maður sinna þessari til- lögu minni, þá óskajeg að þeir vildu snú- ast i lið með mjer til þess að fá henni

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.