Ísafold - 20.06.1896, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.06.1896, Blaðsíða 2
166 fraœgengt, ekki með ofsa eða flokka- drætti, heldur með bróðurlegu samkomu- lagi. Jeg get hugsað að auk þessarar uppá- stungu komi ýmsar tillögur til breyting- •ar á nú gildandi samþykkt, sjerstaklega þær. 1. að hafa próflagnir á grunnmiðum frá 14. marz tii 1. apríl og gefa svo allt laust eins og nú er, en samt sem áður megi ekki leggja þorskanet utar en á merkjalín- una till. apríl, þó fiskur sje genginn innar. 3 að taka upp merkjalínuna og hafa opið hlið á henni inn með landi innundir Njarðvíkur, en að öðru leyti hafi hún sama gildi sem samþykktin frá 1885, nl. að aldrei megi leggja þorskanet utar en á þessa línu. 3. að afnema allar samþykktir og leggja alls engin bönd á fiskiv<nðarnar, og er sú uppástunga að mínu áliti hin hættu- legasta og skaðlegasta fyrir alla hlutaðeig- endur eptir því S'-m framsóknsjómennsku og auknum útveg nú hagar hjá oss, já, svo skað- leg að það mundi verða til þess, að leggja smiðsshöggið á þá eyðileggingu, sem botn- vörpuveiðarnar hjer í fióanum hafa í för með sjer. Þessar linur rita jeg aðeins í þeim til- gangi að vekja athygli rjettra hlutaðeig- enda á því, sem jeg get hugsað að fram muni koma í haust, þegar mál þetta verð- ur fyrir tekið, svo uppástungurnar til breyt- ingar á samþyktinni komi ekki flatt upp á neinn og að menn geti því verið búnir að hugsa sjer, hvað happasælast muni fyr- ir aimenning að aðhyllast. Brunnastööura 8. júní 1896. Jón J. Breiðfjörð. Lands vegagerð. Að vegagerð á land- sjóðs kostnað er unnið í sumar á 4 stöðum, með allmiklu liði. Stærsti flokkurinn, nær 70 manns, hefir byrjað í vor á Flóaveginum, milli brúnna á Þjórsá og Olfusá. Fyrir honum ræður Er- lendur Zakaríasson. Yerkið hafið við Ölfusár- briina hjá Selfossi. Þá er annar flokkurinn á Mosfellsheiði, nær 40, undir forustu Einars Finnssonar, sem er við 12. mann að afmá hinn alkunna Kára- staðastíg, ofan í Almannagjá. Þarf að sprengja mikið af einstiginu niður í gjána og jafnframt hlaða upp veginn til muna eptir gjánni, til þess að fá hallann ekki meiri en lög mæla fyrir. Síðan á vegurinn að liggja austur úr gjánni á sama stað, sem nú, og þá austur með brekkunni og yfir ána rjett fyrir neðan fosg- inn, austur á vellina. Þar verður nú 16 álna brú á ánni. — Sumir eru á því, að veginn hefði heldur átt að leggja miklu nær vatninu, Þingvallavatni, þar sem Almannagjá er nær liorfin; en þar kvað samt vera til vegarstæði. Þá vinnur einn flokkur vestur í Geiradal, og fyrir honum Arni Zakaríasson. Þeir munu vera um 30 saman, þar af 20 vanir verka- menn sunnlenzkir. Loks er Páll Jónsson með nokkra menn austur í Múlas/slum. Aflabrögð. Þeir fáu, sem sjó stunda um þessar mundir hjer í suðurveiðistöðunum, afla dável, mest ýsu. — Fólkið (vinnandi fólk) er farið á brott mestallt, til Austfjarða 11—1200, og vestur sjálfsagt nokkur hundruð. Akurnesingar fiska líka dável, en eiga langt að sækja, fram hjá botnvörpuvarginum, sem lagt hefir undir sig þeirra vanalegu mið. Botnvörpuskipin. Þau halda sig hjer á flóanum að staðaldri, 12—14 saman, eða vel það, ýmist suður á Bollasviði eða á Norður- sviðinu eða í Akumesingaleitum. Þau hLaða stundum á vikutíma og skjótast þá heim (til Englands) með aflann. N ú eru og Álptnesingar ekki framar eíhir um »að róa í trol’larana«; Akurnesingar eru líka komnir upp á það, og það að drjúgum mun. Eru að sögn búnir sumir að fá á 2. þúsund í hlut af »tröllafiski«, sem þeir kalla, og gera sjer almennt von um <1 Is 'ríi vorver- tíð með þeim hætti, sem þeim finnst, ents oger, ólíku erfiðisminna en gamla lagið. Þeir fá og afl- ann alveg veiðarfæralaust; þurfa ekkert í kostn- að að leggja nema ofurlitla ögn af »tröllabeitu«, þ. e. tóbaki og brennivíni; fá stundum hlaðinn sexæring af fiski fyrir 1 pd. af tóbaki og eina viský-flösku (»tröllabrennivín«). Botnvörpu" mönnum kemur betur að geta látið þetta, sem þeir hirða ekki sjálfir af fiskinum, í báta landsmanna, heldur en að þurfa að fleygja því útbyrðis aptur og mega búast við að fá það síðan í vörpumar hjá sjer úldið og mork- ið. Fer mætavel á með þeim og landsmönn- um. Taka yfirmenn á botnvörpuskipunum sjer stundum far með bátunum á land, sjer til skemmtunar. Inn þora þeir ekki á sínum skipum nema í nauðir reki, svo sem að maður slasast, sem við bar fyrir fám dögum og leita þurfti læknishjálpar á Skaganum. Það óhapp henti eitt botnvörpuskipið núna í vikunni, á miðvikudaginn, að »Heimdallur« hitti það á leið sinni hjeðan út, örlítið fyrir innan landhelgi, 3 faðma að sögn, með botn- vörpu útbyrðis. Það kostaði 60 punda(1080 kr.) sekt. Gufuskipið »Nora« kom hingað í fyrra- dag frá Newcastle með vörur til Sturlu kaupm. Jónssonar, kaupfjelags Árnesinga og kaupfjelaga vestra og nyrðra, er skipta við Zöllner & Vídalín. Fór hjeðan upp á Akra- nes og þaðan vestur og norður um land. Nýlátnir merkismeun útlendir eru, að því er með »Nora« frjettist, Jules Simon, alkunnur frakkneskur rithöfundur og stjórnmálamaður, verkmannavinur mikill, á níræðisaldri, og Chr. Drewsen, mikils met- inn pappírsverksmiðjueigandi danskur, nálega 97 ára gamall. Prófastur í Norðurmúlasýslu er skipaður af biskupi 3. þ. mán. síra Einnr Jónsson í Kirkjubæ. — Síra Bjarni Einarsson er settur prófastur í Yestur-Skaptafellssýslu. Reykjavíkur kvennaskóli 1. okt. 1895 til 14. mai 1896. Sumarið 1895 sóttu 48 stúlkur um inn- töku í kvennaskólann. Af þeim voru tekn- ar 41. Þær voru allar skólatímann til enda og gengu undir próf, að undanskild- um 3, sem veiktust í maizmánuði af tauga- veiki og ekki fengu heilsu til að koma aptur í skólann og ganga undir próf. Námsmeyjar voru úr Suðuramtinu 7 úr Yesturamtnu 7, úr Norður og Austuramtinu 7 og úr Reykjavík 20. Af þessum stúlkum voru 16 í 3. bekk, 14 í 2. bekk og 11 í 1. bekk. 33 tóku þátt 1 öllum námsgreinum þess bekkjar sem þær voru í, 10 tóku að eins þátt í fleiri eða færri námsgreinum í 1. og 3. bekk. Þetta hefir nefnilega hingað til verið leyft, þegar bekkirnir hafa ekki getað orðið fullskipaðir af stúlkum, sem hafa tekið þátt í öllum námsgreinum; en þetta fyrirkomulag er þó, í mörgu falli, ekki hepoilegt. Tilsögninni var hagað eins og að und- anförnu, bæði til munns og handa. Hann- yrðum hagað þannig, að hið nauðsynleg- legasta, t. d. klæða- og léreptssaumur, var látið sitja í fyrirrúmi, einkum í 1. og 2. bekk. í 3. bekk er alls ekki kenndur klæða- saumur, af því að bóknámið er þar svo margbrotið. Bóklegu námsgreinarnar eru þar 10; i 2. bekk 5. og í 1. bekk að eins 4. Eins og öll undanfarin ár voru allar hannyrðir unnar eingöngu í kemislútímun- um. en engum leyft að taka þær heim með sjer fyr en þær voru fuilgerðar i skólanum. Hver unninn hlutur var ritaður í bók og hvorttveggja (hlutur og bók) lagt fram til synis í vorprófinu, til þess að yrði dæmt um, hvað hver stúlka hefði unnið og hvernig það væri af hendi leyst. Fyrirlestrar voru haldnir, rúmlega 20 að tölu. seinni part dágsins, nm ýmisleg efni, svo sem heilsufræði, sagnfræði um’íslenzk skáld og skáldskap á ýmsum timum, og svo framvegis, kostnaðarlaust fyrir skólann. Þeir sem hjeldu þessa fyrirlestra voru-: Cluðmundur Björnsson, Sæmundur Eyjólfs- son, Sigurður Sivertsen og Páll Melsteð. Vorprófið stóð frá 5. til 13. maí, og gekk — að allra áliti, er til þekktu — mjög vel. (Hæsta aðaleinkunn 5,86 og lægsta aðal- einkunn 4 86). Þegar tekið er tillit til þess hvað námstíminn er stuttur — venju- lega að eins einn vetur og sjaldan meira en tveir vetur, — hvað lítinn undirbúning undir skóla sem stúlkurnar optast hafa, og að námsgreinarnar hljóta að vera nokk- uð margar, bæði til munns og handa, — þá held jeg, að ekki verði annað sagt, en að sje allvel starfað í kvennaskólanum, eins og líka vera ber. Reykjavík 19. júní 1896. Thóra Melsteð. Til söln Jagtskipið »Svend« byggt í NystedáFjóni 1865, úr eik, um 25 Tons að stærð, útbúið til fiskiveiða með saltkössum og svefnrúmi fyrir 10 menn; skipinu fylgja ágætar keðj- ur og akkeri; alveg nýtt stórsegl og því nær ný forsegl. Skipið fjekk mikla aðgjörð 1890. Það er sterkt að viðum og hentugft til hákarlaveiða. Skipið stendur hjá Flens- borg í Hafnarfirði. Lysthafendur snúi sjer til Þ. EGILSSONAR kaupm. í Hafnarfirði. Kárastaða-stígur í Almannagjá verður ófœr fram eptir sumrinn. Langistígur ný- viðgerður. Almannagjá 17, júní 1896. Einar Finnsson. íslenzkt snijör — kaupir — Th. Thorsteinsson (Liverpool). Frímerki “1SÖ1 Brúkuð isl. frimerki kaupir undirrit- aður óheyrt háu verði. Ólafur Sveinsson Keykjavik SUNDMAGA, vel verkaða, kaupir TH. THORSTEINSSON (Liverpool). í Reykjavíkur Apóteki fæst: Kreolin til fjárböðunar eptir dýralæknis dr. Brulands fyrirsögn. Nýar sprautur (ekki með belg) til að bólusetja kindur með við bráðapest á 7,00. BúnaðarJjelag Suðuramtsins. Síðsri ársfundur búnaðarfjelags suður- amtsins verður haldinn laugardaginn 4. dag næsta júlímánaðar, kl. 12 á hádegi, í leik- fimishúsi barnaskólans hjer í Reykjavík, og verður þá skýrt frá fjárhag fjelagsins og aðgjörðum þetta árið, rædd ýms málefni og kosin fjelagsstjórn. Reykjavík 19. d. júnírn. 1896. 77. Kr. Friðriksson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.