Ísafold - 16.12.1896, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.12.1896, Blaðsíða 1
Kemurútýmisteinusinnieða tvisv.iviku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erleudis5 kr.eða l'/adoll.; borgist tyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD IJppsögn (skvifleg)bundinvið áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustota blaðsins er í Austiirstrœti 8. Reykjavík, miðvikudaginn 16. des. 1896. ' XXIII árg. Norðurfararsaga Nansens. iii. Straumur var mikill í sjónum og ísinn all- ur í spöngum, en smájakar milli þeirra og mulningur, og var okkur því ekki hægt að koma við húðkeipunum. Viö urSum því að stökkva jaka af jaka og draga á eptir okkur sleðana, en áttum sífelt á hættu, að þeir yltu þeim niður í sjóinn. Þannig hjeldum við á- fram í 14 daga. Þá komumst við loks að landi, 6. ágúst. Það var á 81,31. stigi norð- urbreiddar og 63. stigi austurlengdar. Land þetta var mjög ömurlegt útlits, og ekki meira en fjórar eyjar, snævi þaktar af enda og á; kallaði jeg það Hvítingsland, eptir gamalli þjóðsögu norskri. Norðan fram með eyjum þessum var auður sjór og rerum við þar vestur með á húðkeipunum. Þótti okkur þá sem við mundum eigi þurfa framar á hundun- um tveimur að halda, sem eptir voru, en illt að hafa þá með sjer á húðkeipunum. Við gerðum okkur því lítið fyrir og skutum þá; skildum við hræ þeirra eptir á ísnum. Dagana á eptir var svo mikil þoka, að við sáum ekkert frá eyjunum; en 12. ágúst birti dálítið upp og sáum við þá stærra land eða rjettara sagt eyjabálk í suður frá okkur og vestur. Skildum við ekkert í því, með því að ekki vottaði neitt fyrir slíku á uppdrætti Payers. Jeg fór að verða hræddur um, að við værum farnir að verða ruglaðir í hnatt- stöðunni og mundi úrin okkar hafa gengið í meira lagi vitlaust upp á síðkastið. Þó gizk- aði jeg helzt á, að þetta mundi vera vestur- ströndin á Franz-Jóscfslandi, en hana hafði enginn maður kannað áður. Eða þá að við værum komnir til Gillalands, en það átti að vera einhversstaðar á milli Franz-Jósefslands og Spitzbergen. En það þóttist jeg öruggur um, að ef við stefndum í suður og útsuður, mundi okkur að lokum bera að Spitzbergen, en þar vissi jeg að við mundum hitta fyrir norska rostungsveiðimenn og að þeirmundu að vörmu spori flytja okkur heim til Noregs. Við hjeldum því áfram og gerðum ýmist að róa, eða drógum sleðana og húðkeipana eptir ísnum, og stofndum í vestur, eptir sundi, sem er á 81Y2- stigi norðurbreiddar. Þegar við vorum komnir vestur úr því, var þar fyrir auður sjór langar leiðir, og rerum við með landi fram í útsuður; gerðum við okkur von um, að eiga skammt eptir til Spitzbergen. En ekki eygðum við land í þá átt. Hinn 18. ágúst bljes vindur af hafi og rak ísinn að landi; vorum við þar tepptir í heila viku. Síð- an hjeldum við áfram í tvo daga, en þákreppti ísinn okkur aptur inni, 26. ágúst; það var á 81.13. stigi norðurbreiddar og 55‘/2. stigi aust- urlengdar. Nú var svo langt á liðið sumars, að mjer þótti tvís/nt hvort nokkur skip yrðu ófarin heimleiðis frá Spitzbergen, er við kæm- um þangað, og yrðum við því að láta þar fyrirberast vetrarlangt, en tíminn of naumur til að afla sjer þar vista og búa sig undir veturinn. Og með því að okkur virtist eigi mjög óvistlegt þar, sem við vorum niður komnir, leizt okkur helzt að láta þar fyrir- berust, vir því sem komið var. Þótti okkur sem þar mundi heldur fengsamast til vista og mundi því eigi skorta matbjörg. Við tókum að vörmu spori til að skjóta rostunga; við ætluðum okkur spikið af þeim til eldsneytis. En þær skepnur eru ekkibarna- meðfæri. Við urðum að gefast upp við að koma skrokkunum af þeim á land eða upp á ísinn og höfðum ekki önnur virræði en liggja ofan á þeim vit í sjónum og flá þar af þeim skinnið og spikið; en fyrir það urðu þessi einu föt, sem við áttum og stóðum í, alveg gagn- ósa af lýsi og óhrcinindum, og því heldur illt skjól í þeim í vetrarkuldum og stormum. Nóg var þar af bjarndýrum og skutunv við þau til vetrarforða handa okkur. Þá er við höfðum aflað okkur nægilegra vista í bráðina, tókum við til að gera okkur hreysi af grjóti, mold og mosa. En sá var vandinn meiri, að fá eitthvert efni í þak á kofann. Loks vor- um við svo heppnir, að finna rekatrje í fjör- unni, og höfðum það í mæniás, en þöndum rostungshúð yfir, og bárum grjót á jaðrana. Síðan mokuðum við snjó ofan á. Reykháf áttum við illt að koma upp; fjörugrjótið var óhæft til þess. Höfðurn við ekki önnur vvr- ræði en að hlaða hann v'ir klakahnausum og snjó, og urðum við að yngja hann upp aptur tvívegis eða þrívegis um veturinn. Til matreiðslu, ljósa og hita höfðum við rostungsspik og bjarnarfeiti. Til matar höfð- um við enn bjarnarkjöt og bjarnarfeiti. Við steiktum það á kvöldum á stórri aluminium- pönnu, en á morgnana borðuðum við það soðið. Rúm okkar og húðfat gerðum við af bjarnar- feldum. Til þess að okkur væri hlýrra sváf- um við báðir í sama húðfati. Fór allvel urn okkur í kofa okkar. Var mikið af honum grafið í jörð niður og höfðum við þar gott skjól í vetrarstormunum, en þeir voru miklir -og sjaldan hlje á. Með lömpum tókst okkur að hafa svo hlýtt í kofanum, að ekki fraus í honum miðjum; en viti við veggina var kald- ara. Veggirnir voru alþaktir hrími og frost- rósum prýddir, ekki ólíkir marmara við lampa- ljós, og fannst okkur stundum, er við vorum milli draums og vöku, sem við værum í mar- nvarahöll. Kofinn var 5 álnir á lengd og 3 álna breiður, og sumstaðar svo hár, að viðgát- um nærri því staðið upprjettir. Við höfðum undir okkur malargrjót. Okkur tókst aldrei að láta það verða nokkurn vegginn sljett, og var helzta iðja okkar allan veturinn, að bylta okkur á ýmsar hliðar og leita hófanna til þess að finna, hvernig við ættum að liggja til þess að kenna sem minnst til. Við höfðum ekkert að gera, er gæti orðið okkur til dægrastyttingar. Við höfðumst lít- ið annað að en að sofa, jeta og síðan að sofa aptur. Hafi nokkur maður enn þá gömlu trví, að skyrbjúgur sje að kenna hreyfingar- leysi, þá erum við órækur vottur þess, að það er eigi rjett. Þótt furðu gegni, þá höfð- um við beztu matarlyst allan tímann, og át- 87. blað. um bjarnarkjötið okkar og feitina nveð mestu áfergju. Þegar veður leyfði, gengum við okk- ur til hressingar stundarkorn á hverjum degi kring unv kofann okkar; en opt var hrv'ðin og stórviðrið svo mikið, að okkur þótti ekki var- legt að reka nefið út. Við lágum stundum alveg hreyfingarlausir dögunum saman, þang- að til loks okkur annaðhvort þraut klaka til bræðslu í drykkjarvatu eða við vorunv orðnir matarlausir inni; þá urðum við að fara út og sækja okkur klaka eða draga inn til okkar læri eða bóg af birni. Ekki gerðu bjarndýr- in neitt vart við sig um nviðbik vetrarins, frá því v nóvember og þangað til í marz, og urð- um við ekki varir við nokkra lifandi skepnu allan þann tíma, nema nokkra refi, sem lágu að staðaldri á þakinu á kofa okkar, og heyrð- unv við þá naga freðnar bjarnarkjúkur frá okkur. Þeir voru bæði hvítir og mórauðir, og hefði okkur verið innan handar að afla okkur allmikils af dýrum loðskinnum; en við voruvn ekki svo birgir af skotfærunv, að jeg þættist nvega eyða þeim á refi; nvjer þótti ekki fargandi skoti fyrir nvivvna en eitt bjarn- dýr. Veturinn gekk yfir höfuð vonunv framar. (Það var veturinn 1895 — 96). Við höfðunv beztu heilsu, og hefðunv við haft fáeinar bæk- ur og dálítið af mjöli og sykri, konv okkur saman um, að við hefðunv getað átt beztu daga. Loksins kom vorið, með sólskin og fugla. Mjer er minnisstætt fyrsta kvöldið, fávu dög- um áður en sá til sólar, er okkur varð snögg- lega litið vvpp í hlíðina fyrir ofan okkur og sáunv þar fljúga dálítinnhóp af svartfuglum. Það var hin fyrsta kveðja frá lífinu og vorinu. Komu margir hópar aðrir á eptir, og brátt var krökt orðið um hamrabeltin í kring um okkur; lífgaði fuglamergð þessi allt og fjörg- aði með sínum glaðværa klið. Við höfðum tekið eptir dökkna á loptinu í suðurátt og útsuðurs allan veturinn, en einkum eptir að konv franv á vorið, og þóttunvst mega nvarka á því, að þar væri undir auður sjór, er slmgga bæri af á loptið. Við gerðunv okkur því beztu von um, að okkur mundi ganga ferðin fljótt og vel í húðkeipum okkar vestur undir Spitzbergen, ýmist um auðan- sjó eða nveð ís- reki. Tókum við nvi að búa ferð okkar, er við nutm aptur dagsbirtunnar. Við urðvun að hafa nvargt og mikið fyrir stafni, áður en við gátum lagt á stað. Föt- in okkar voru svo gauðslitin og gagnsmogin af fitu og saur, að þau voru síður en svo hentug í slíka för. Við saumuðum okkur þess vegna alfatnað vvr tveimur ullarábreiðum, sem við höfðunv meðferðis. Nærfötin okkar reyndum við að þvo eins vel og við gátum, en aldrei fannst nvjer jeg hafa skilið eins vel áður, hvað það væri í rauninni að vera sápulaus. Veitti okkur nvjög erfitt að halda á okkur sjálfunv hreinindunum, en okkur tókst það þó nokkurn veginn, með því að núa inn í okkur bjarnarblóði og fitu og nudda það síðan af okkur aptur nveð nvosa. En því

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.