Ísafold - 16.12.1896, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.12.1896, Blaðsíða 2
346 varð ekki komið viS um fatnaS. YiS reynd- um allt, sem okkur gat dottiS í hug, og loks gripum við til þeirra óyndisúrræSa aS sjóða fötin, eins vel og við bezt gátum, og skafa svo úr þeim með hníf. A þenna hátt náð- um við svo miklu vír þeim, að við gátum ferð- azt í þeim; en engin tilhugsun fannst okkur ánægjulegri en sú í lífinu að komast í hrein föt, þegar við á endanum kæmumst heim í Noreg. Við saumuöum okkur n/tt húðfat úr bjarnarfeldum, sem við þurkuðum og verkuö- um með því aS spyta þau undir kofaþakið okkar. Silkitjaldið okkar góða og d/ra, sem við höfðum notað fyrra árið á allri leiðinni, var nú loksins orðið svo snjáð og bilaö í haust- veðrunum, að mjer fannst ekki tiltökumál að nota þaS framar. ViS urðum því að nota sleöaseglin okkar í tjald. Nestið okkar var nær eingöngu bjarnd/rakjöt og feiti, eldsneyt- ið 1/si og spik, og við treystum því alveg, að við mundum geta náS 1' næga villibráð á leið- inni, þegar nestið okkar væri búið. Loks vorum við ferðbúnir 19. maí, hjeldum suður á bóginn og höfðum stutta áfanga. Hinn 23. maí, á 81°. 5' norðurbreddar kom- um við loks í auðan sjó, sem viS veturinn allan og vorið höfðum sjeð skuggann af yfir sjóndeildarhringinn, og við hlökkuðum nú stór- um til að geta komizt suður eptir í húðkeip- unum okkar. En veður tafSi okkur til 3. júní. Þetta veður hafði rekið ísinn saman, og hjeldum við nú ferðinni áfram áísum,auk þess fengum við byr og gátum notað sleða- seglin, svo að okkur fleygSi nú áfram. Þeg- ar lengra dró suður, varS fyrir okkur land allmikið og náði norðurströnd þess langar leið- ir í vesturátt. Með fram strönd þessari í út- norður var auSur sjór. Jeg var um stund á báðum áttum, hvort við ættum ekki aS halda í þá átt sjóleiSis, en datt í hug, aS með því móti kynni okkur að bera of langt norður á við, og tók þann kost aS halda í suður yfir sljettan ís eptir breiðu sundi ókunnu. Enn þá hrepptum við svo hagstæðan vind, aS við gátum notið sleðaseglanna, og miSaði okkur þá töluvert áfram. Hinn 12. júní komumst við loksins suður fyrir eyjabálkinn og fundum þar auðan sjó á stórri spildu vestur með suðurströndinni. Enn þá höfðum við hagstæðan byr. Við tengdum nú húðkeipana saman, drógum sleðasegl okkar upp á bambusviðarstöng í siglu stað og gátum svo siglt auðan sjó fram með ströndinni. Skil- aði okkur þann veg allvel áfram. Þegar byr inn lægði eða hann varð óhagstæður, sviptum við seglum og tókum til áranna. Við áttum nú skammt eptir að útsuðurs- skaga eyjanna og vorum farnir að hlakka til að komast yfir að Spitzbergen; viS töldum okkur víst að komast þar í skip að fárra vikna fresti, er heimlcið ætti til Noregs. ViS tókum eptir því, að hnattstaða sú, er jeg fann meS athugunum mínum, kom um þessar slóðir merkilega vel heim við norður- breidd þá, er Leigh Smith hafði talizt vera á suðurströnd Frans-Jósefslands. Jeg furðaði mig líka á því, hve vel þetta strandlendi virt- ist koma heim viSlandsuppdrátt Leigh Smiths bæði aS stefnu og lögun. Fór mig því að gruna, aS við værum enn staddir á Franz- Jósefslandi sunnanverðu og hefðum farið suð- ur eptir breiðu sundi þvert í gegnum Zichy- land; þaS hafði verið haldið samfast land til þessa, en reyndist nú að vera eintómar eyjar. Á ferð okkar þar með landi fram hreppt- nm við /ms áföll, en komumst þó klaklaust undan þeim. Einhvern dag, er við höfðum siglt með landi fram, lögöum við aS kveldiað ísskörinni, til þess aS skygnast til vegar lengra vestur eptir, áður en við hjeldum á- leiðis morguninn eptir. ViS festum húðkeip- únum viS ísinn með sterkum káSli, er við hugðum óbilandi. Þegar við vórum komnir spölkom upp frá sjónum á dálitla mishæð, sáum við, hvar húökeiparnir flutu lausir, og bar þá hraöan frá landi fyrir vindi. Vista- forði okkar var allur í þeim, ásamt öllum út- búnaði okkar, byssum og skotfærum. Við stóðum þarna slyppir og allslausir á ísnum. Eina bjargráöiS var aS ná í húðkeipana, og var mjer nauðugur einn kostur að fleygja mjer í sjóinn og reyna að ná þeim á sundi. Hjer var mjög á tvær hættur teflt, því að svo var að sjá sem húðkeipana ræki hraðara en jeg hafSi fl/ti til á sundi. Svo var kalt í sjónum, að jeg doðnaöi allur upp og fann ekkert til mín. Varð mjer allstirt um sund- tökin. Loks komst jeg þó á móts við liúð- lteipinn annan og náSi hendinni í hann. En þá treysti jeg mjer ekki til að komast upp í hann. Jeg lá kyr litla stund og ætlaði mjer eigi lífs auðið framar. En þá hugsaöi jeg til harmkvæla þeirra, er fjelagamíns, Johansens, mundu bíða, áður en hann yrSi hungurmorSa. Jeg tók á því, sem jeg hafði framast til, fjekk lypt öðrum fætinum upp á borðstokk- inn og velti mjer einhvern veginn inn í bát- inn. Þá vorum við hólpnir«. »GerÖu þaS ekki«, sagði Johansen, þegar hann sá, aS Nansen ætlaði að varpa sjer til sunds; en hinn fór ekki að því. Þegar Nan- sen kom aptur að landi, tók Johansen hann og bjó um hann í húðfatinu og velti honum í því, þangað til ylur færðist í hann. Var hann jafngóður orSinn daginn eptir. Tveim dögum síSar rjeðst rostungur á húð- keip Nansens. »Óvættir þessar höfðu opt- sinnis s/nt sig í því aS vilja færa okkur til heljar«, segir dr. Nansen, »með þeim hætti, að þær ráku upp hausinn rjett hjáhúðkeipn- um og lögðu í hann roknahögg, sem hefði hæglega getað hvolft honum; en aklrei hafði þeim heppnazt það. í þetta skipti var at- lagan harðari. Rostungurinn kom skyndilega upp úr sjónum rjett hjá húðkeip mínum og leitaðist við aS hvolfa honum meS þvl að leggja annan hreifann upp á borðstokkinn, en rak um leið hinar miklu höggtennnr sínar gegnum botninn á bátnum, en hitti mig þó ekki, til allrar hamingju. Jeg lagði árinni í hann eins hart og jeg gat; hann reis þá upp á endann upp úr sjónum og bjóst til að ráða á mig; en þá hvarf hann að vörmu spori, jafnskyndilega og hann kom. Hann hafði höggvið langa rifu í botninn á húökeipnum og fjell þar inn kolblár sjór; ætlaði húökeip- urinn að sökkva undir mjer, og tókst mjer í síðustu forvööum aS leggja honum við ís- spöng, er jeg komst upp á heill á hófi. Dag- inn eptir hjeldum viS kyrru fyrir, til þess að gera við húðkeipinn, og þurka klæði okkar og ljósmyndatól, m.m. er allt var gegnvott, en til allrar hamingju óskemmt að öðru leyti. Húsbruni. Á Brekku í Mjóafirði brann um síöustu mánaðamót timburhús allmikið og vandaS, eign Konráðs kaupmanns Hjálmars- sonar, er hann rak í verzlun og hafði þar einnig íbúð, ásamt öllu því, sem í því var, að sögn, nema hvað bjargaö var peningaskáp. HúsiS á að hafa brunnið til lcaldra kola á einni klukkustund. Landsgufuskipið !>Vesta«, kapt. Corfit- zon, kom loks í fyrra dag úr ferð sinni um- hverfis landið. Hún kom að eins við á 7 af 11 —12 ráögerðum viðkomustöðum, sem sje Eskifirði, Seyðisfirði, Akureyri, SauSárkrók, ísafirði, Bíldudal og Patreksfirði, en ekki á VópnafirSi, Húsavík, Blönduós, Flatey eða Stykkishólmi, sjálfsagt til stórmikils baga að því er snertir þær hafnirnar að minnsta kosti, er auglvstar höfðu verið löngu fyrir fram, enda er mælt að Björn kaupmaður Sigurösson hafi ætlað með skipinu frá Flatey og kaupm. Chr. Riis á Borðeyri frá Stykkishólmi, báSir til Kaupmannahafnar, en verða nú aS bíða miösvetrarferöar Lauru. Um 30 farþega voru með skipinu hingað, þar á meðal frá Seyðisfirði eand. juris Björg- vin Vigfússon og Jóharm Sigfússon á Vopna- firði, frá Sauðárkrók kaupm. Chr. Popp, frá ísafirði verzlrn. Kristján Fr. Nielsen, fráBíldu- dal verzlm. Sigfús G. Sveinbjarnarson og frá PatreksfirSi kaupmaður Markús Snæbjarnar- son, áleiðis til Khafnar. Eeykjavíkur viti. Áformað er, að reisa vita hjer í Reykjavík á sumri komanda á kostnað hafnarsjóðs, en leggja niður Engeyj- arljósið. Hann á aS standa skammt frá þjóð- veginum inn að Rauöará, upp frá Frostastöð- um. Hann verSur ekki hár, 11 —12 álnir, enda á að eins að 1/sa hjer út um sundin, er Gróttuvitanum sleppir. Vitastjórnin danska sjer um smíð hans. KostnaSurinn áætlaður 6,500 kr. Kópavogsbrúin. Herra ritstjóri! Mætti jeg leyfa mjer að vekja máls á því í heiðruðu blaði yðar, að brýna nauðsyn ber til, að láta tafarlaust einbvern, sem vit hefir á, aðgœta brúna yfir Kópavogslœk. Að visu má telja vist, að ein- hver gætir að henni og getur hennar þegar einn eða fleiri eru húnir að drepa sig á henni; en það þyrfti að gerast deginnm áður. Með lítilli aðgerð mætti styrkja hana svo, að umferð um hana ekki yrði að slysi í vetur; en eins og hún nú er, væri betur, að bannað væri algjörlega að fara hana, og kemur slíkt sjer þó æði-illa um þá árstíð, þeg- ar hrúarinnar er helzt þörf. N. oq s c^- W JO ►—< H ® ® p crq CT5 b: s p & tn >-*• £T o |-5' ^ < P- P ^ Ph — > P o Cc W ►3* at •Ö p % w H 5’ gr § oi cr* Of P H o S3 f S3 < SL S" t g P- p ‘u1 o ► Q œ crq >r C7 05 to cn PH LO K C1 cn ?r "ö p- pr ►ö p- o t.o Cn cn W ►Ö P- rf- o> ^ js æ 'S s OX 05 01 C1 crq co g œ ^ at 5: g * csr. c O' O g'S <» 1 I £" B ”9 Á O; O bS B fsj °f O g ‘g ”3 p. 2. 05 5* Qf & » M- » $ to œ í75 K g. 05 S cn t*T -4 *C1 I I I -s ? O’ Cú GO GC I I I CO 05 4** 05 H Ó1 05 cn I | W “ | 51 P- K) W H 05 <1 O' O O' fg* CD C1 05 ‘g. | *ö & 1 Pu cn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.