Ísafold - 16.12.1896, Blaðsíða 4

Ísafold - 16.12.1896, Blaðsíða 4
848 A jalabazarnum í Þingholtsstræti I fæst; Nýtt kindakjöt Kæfa, Smjör, saltað Kjöt og Rullupylsur, Mör saltaður og nýr, Tólg, svört Skinn, hentug á gólf, lituð Sauðskinn. Enn fremur Saltfiskur og Harðfiskur og margt fl. JÓN ÞÓRÐARSON. Kristján Porgrímsson ^krurinanð heirr.tu á skuldmr, og flytnr mál fyrir þá er óska, og g;ef'ur Ifig'fræðislegar upplýs- ingar, eins áreiöanlegar og sumir sem hafa tekið lögfræðispróf; borgun m.jög lítil. Kristján Porgrímsson segir eng- um övið- komandi frá þvi. er honum er trúað fyrir sem skrif3tofustjóra almennings, enda getur skrifstofan ekki staðizt, nema að almenningur megi reiða sig á þag- mælsku hennar. Kristján Þorgrírasson kaupir gott smjör. I fardögum 1897 fást til ábúðar hjáleigurn- ar Bali og Vigdísarvellir. Semja má við eig- anda Krísuvíkur. Whisky, þrjár teg., flaskan á kr. 1.60, 1.70 og 1.90, kom nú með síðustu ferð Lanru til verzlunar Eyþórs Felixsonar. Proclama. Samkvæmt iögum 12. apríl 1878 og opnu hrjefl 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánar- og fjelagsbúi þeirra hjóna, kaupmanns H. A. Linnets, og konu hans. R. Linnets í Hafn- arfirði. að iýsa kröfum sfnum og sanna þær fyrir oss erflngjum tjeðra hjóna inn- an 6 raánaða frá sfðustu birtingu þessar- ar auglýsiugar. Skorum vjer um leið á alia þá, sem skuldugir eru búinu, að vera innan sama tíma búrir að borga þær skuldir til ror, eður þess eða þeirra, sem vjer kunnum að gefa fullmakt til móttöku þeirra, samkvæmt nánari auglýsingu frá oss. Hafnarfirði 5. desbr. 1896. Hans Linnet. Jörgen Hansen. Fyrir hönd H. C. J. Bjerrings: W. G. Spence Paterson. „Queen Victorias“ hárvaxtarmeðalið heimsfræga, fæst nú aptur í vetziun Eyþórs Felixsonar. Yerzlunarhús til leigu. Húsin, sem áður tilheyrðu Linnetsverzl- un í Hafnarflrði. ásamt bryggju uppskip- unarskipum og verzlnnaráhöidum, fást rm þegar til leigu. Lysthaf'endur snúi sjer til kaupmanns Þ. Égilsson í Hafnarfirði. Jörgen Hansen. Jarpskjóttur roiðhestur, mark 2 stig apt. vinstra, miðaldra, vakur, lítill vexti, ó- afí'extur, hvarf i vetur trá Krókskoti í Flóa, og umbiðst flnnandi að skila honum til Guðm. bóksala Guðmundssonar á Eyrarbakka. Ný timburverzlun. Að vori komanda hefi jeg uudirskrifað- ur í hyggiu að byrja timburverzlun hjer í bænuin og hefi í því skyni ieigt pakkhús og stakkstæði, það sam áður var eign Hr. P. C. Knudtzons & Söns. Herra kaupmaðui* Tobiesen frá Mandai sjer u:n innkaup átimbrinuog mun sjerstaklega verða iögð áherzla á að flyt.ja svo gott timbur sem kostur er á. Áformað er að fyrsti viðarfarmurinn verði kominn hingað í apríl eða maí. Skyldu einhverjir vija panta timhur hjá mjer til næsta árs, væri æskilegt að pantanir þær væru kornnar til min áður eu »Laura« í'er hjeðan næst í byrjun fe- brúar. Reykjavík 12. desbr. 1896 Virðingarfyllst Th. 'lhorsteinsson (Liverpool). Samúel Ólafsson, Vesturgötu 55 Reykjnvík pantar nat'nstimpla, af hvaða g.jörð sem beðið er um. Skriflð mjer og látið 1 krónu fylgja hverri fctimpiipöntun. Nafnstimplar eru nettustu Jólagjafir og sumargjaflr. Spil ódýrust hjá C. ZIMSEN. Kristján Þorgrímsson kaupir rjúpur fyrir fyrir hátt verð. RJÚPUR kaupir C. ZIMSEN. Tveir pokar með karlmannsfötum í bafa eigi komið til skila, annar merktur E. D. Þeir voru sendir hjeðan til verkamanna úr Reykja- vík, sem voru að byggja upp hrunin hús á landskjálftasvæðinu. Með sömu ferö, sem þessir tveir pokar fóru, voru sendir fatapokar hjeðan til 20 verkamanna, sem komu til skila; sumir áttu að fara í Eystri- hrepp og á Landið; er því hætt við að þessir giötuðu pokar hafl farið í aðra sveit en vera átti og liggi þar í vanskilum. Ef einhver veit hvar þessir týndu í'ata- pokar eru niður komnir, þá óskast að hann komi þeim með fyrstu ferð, gegn borgun, til undirskrifaðs. Tr. Gumiarsson. Saltflskur og matflskur hjá C. ZIMSEN. Aöalfundar ísfjelagsins við Faxaflóa verður haldinn mánudaginn 25. jan. n. á., á Ilotel Island, ki. 5 e. m. Tr. Gunnarsson. Dýralæknir. Mig er helzt að hitta kl. 11—2 f. m. í »Vinaminni«. Magnús Einarsson. Góðar jólagjafir: Rúmteppi, Kommóðuóúkar, Gardínutau, Vasaklútar, Vaxdúkur, Borðdúkatau, Lífstykki. Hvítir harzkar. Fínir fataburstar og hárburstar, Möbelburstar, Vindlar og Cigarillos lijá C. ZIMSEN. Vasaúr og stofuúr alltaf til fyrir bezta veið hjá P. Hjaltesteö. Á fundi bindindisfjelagsins »Framtíðar- vonin« 1. þ. m. var Þorgrími Jónssyni vikið úr fjelfigiou. Rvík, 10. des. 1896. Fjelagsstjórnin. Öllum þeim, sem fylgdu minum elsku- lega eiginmanni Dr. Grími Thomsen til grafar 10. þ. m.. rnjög mörgum öðrum, er sýndu mjer á ýmsan liátt hluttekn- ing í sorg minni, en sjerstaklega þeim, sem tjölduðu og skreyttu kirkjuna prýðilega á undan jarðarförinni, votta jeg lijer með lijartanlegar þakkir mín- ar. Bessastöðum, 14. des. 1896. Jakobína Thomsea. Jórðin Seljatunga i Fióa fæst til ábúðar í næstkomandi fardögum (1897). Æfllöng ábúð ef staðið er í skilum. Semja ber um skilmálana við Guðm. Guðmundsson á Landakoti á Vatnsleysuströnd. Verzlunin í Kirk justræti 10 selur ágætan sauðamör fyrir mjög lágt verð fyrir peninga. Verzlnnin í Kirkjustræti 10 selur ágætt siðu-flesk frá Danmörku fyr- ir að eins 45 aura pundið. Oskiahross. Hjá mjer er i óskilum vetur- gamalt mertryppi, rautt, mark: íjöð. fr. h., biti apt. v, Gufunesi 15. des. 1896. P. Filippusson. Við undirskriíuð börn og tengdabörn Jóns rál. Erlendssonar, er andaðist að Þórukoti í Njarðvikum hinn 15. júlí þ. á., voitum hjer með okkar innilegt þakklæti öllum þeim, er sýndu honum velvild og viDáttu á eiliárum hans og fylgdu honum að síðustu til graí'ar. Sjerstaklega þökkum vjer íyrrverandi hús- bændum hans: ekkjufrú Kristjönu F. Duus og bróður hennar kaupm. Ól. A. Ólavsen fyrir hina miklu tryggð og aðstoð, er þau auðsýndu houum í ellinni, þar sem þau veittu honum t'æði og klæði til dauðadags. Sömuleiðis hr. verzlunarstjóra J. Gunnarssyni í Keflavik, er auðsýndi honum trygg vinarmerki bæði í orði og verki, og sem ásamt hinum fyrnefndu, Studdi að þvi, að gjöra útför hans heiðarlega á allan hátt. Við óskum þess af heilum huga, að kærleikans guð blessi þetta mannelsku- verk með láni og hamingju netndum velgjörða- mönnum tit handa og auðgi hugi sem fiestra Islauds sona og dætra til að sýna aldurhnign- um og ósjálfbjarga þjónum sínum slíka vel- vild, aðstoð og hluttekningu. 10. des. 1896. Sigurbjörg Jónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Björn Þorgilsson, Helga Sigurðardóttir. Búreikningarit Sig. Guðmunds- sonar í Helli, prentað 1895, fá allir meðlimir Búnaðarfjelags Suðuramtsins ólceypis, ef þeir vitja þess eða vitja láta íyrir lok þ. á. (1896) hjá stjórn fjelagsins. Útgef. og ábyrgðarm.: Björn Jónstsort, ísafolflaTprÐntBtni^iR.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.