Ísafold - 16.12.1896, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.12.1896, Blaðsíða 3
317 Hafskipakví í Reykjavík. Hafnarnefnd- in hefir fengið fyrir nokkru álitsskjal hins danska hafnarmannvirkjafræðings, H. Paulli, er hjer var á ferö í sumar í þeim erindum, á kostnaö hafnarsjóðsins að rannsaka, hvort kleyft mundi að gera hjer hafskipakví, eða hvað það mundi kosta. Kostnaðaráætluninerhjá honum 4,600,000 kr. En þar af fer ekki helmingur í sjálfa haf- skipakvína, eða 2,150,000 kr. Hitt, 2,450,000 kr., fer til þess að gera það sem hann kallar úthöfn, en það eru skjolgarð- ar geysimiklir langa leið fyrir utan hana, annar frá Hlíðarhúsasandinum hjer um bil hálfa leið út á móts við Örfirisey og heygist þá í austur, en hinn þar á móts við hjerna megin við Batteríið og beygist í vestur gegnt endanum á hinum garðinum; 250 feta við gátt þar milli garðsendanna, og er höfnin þar 23—24 fet á dýpt að hálfföllnum sjó. Lengd- in á görðum þessum er 15—lGOOfethvor, og hæðin 18 fet yfir hálffallinn sjó. Garðarnir eiga að vera niðri í sjónum úr lausagrjóti, og hleðslan svo aflíðandi, að hún verður að vera meira en 180 feta á breidd á mararbotni. Grjótið stækkar eptir því sem ofar dregur og þarf 5—6,000 punda björg ofan til að utan- verðu og 1000—3000 punda að innan. Hleðsl- an þar ofan á á að vera mest úr steinsteypu, gerðri á landi í teningsmynduðum klöppum, 40—60,000 punda á þyngd. Lausagrjóts- hleðslan kostar nokkuð á aðra miljón króna, og steinsteypugarðurinn ofan á fram undir 1,200,000. Dálitlir vitar eiga að vera framan á garðendunum og kosta 20,000 kr. Þessa skjólgarða segir hafnarmannvirkja- fræðingurinn ómissandi, bæði til þess að verja hurðirnar í hafskipakvíardyrunum skemdum af öldugangi, og til að gera þær viðráðanleg- ar í stórviðri og sjávarróti; enn fremur segir hann innsiglinguna um kvíaropið munduverða svo hættuleg að öðrum kosti, ef nokkur ylgja væri, að skip mundu heldur kjósa að liggja úti á höfninni, þangað til sjó kyrrði og veð- ur lægði, en þá yrði hafnarkvíarinnar minni not til að grciða fyrir siglingum. Þá er hafskipakvíin sjálf. Hvin á að vera býsna-stór, ná austan frá læk og vestur að Geirs-bryggju, í fimmhyrning, og flatarvíddin hátt upp í 9 vallardagsláttur. Hún á að grafast niður 18 fet undir hálf- fallinn sjó og slcal nota það, sem upp kemur til fyllingar í veggina í kring, en þeir eiga að vera 12 fet á hæð yfir hálffallinn sjó og 100 feta á breidd að ofan. Gröpturinn er gizkað á að kosti nær 200,000 kr., að því meðtöldu, að moka því, sem upp kemur, upp í kvíarveggina, en þeir kosta nokkuð yfir 900,000 kr. Þá kostar flóðgáttin með hurð- unum 550,000 kr. Járnbraut á að liggja eptir kvíarveggjunum og kvíslast heim að geymsluhúsum kaupmanna. Þetta er lauslegt ágrip af holztu atriðum á- litsskjalsins, en því fylgja glöggvir og ýtar- legir uppdrættir. Eins og áður hefir verið á vikið, er fyrir- tæki þetta, því miður, eptir þessari áætlun, langsamlega ofvaxið efnahag vorum að svo stöddu og verður sjálfsagt lengi vel, svo mik- ilsvert sem það er, ekki einungis fyrir höfuð- staðinn, heldur allt landið. Verður því áætl- un þessi og uppdrættir fremur til fróðleiks en gagns að öðru en því, að þar með er þrætu lokið \im það mál, með dómi, — dauðadómi yfir þeirri framför, svo leitt sem það er. Baðstofa brann á Horni í Mosdal við Ön- undarfjörð 4. þ. m., »og brann þar inni mikið af innanstokksmunum bóndans, nokkru varð þó bjargað; kviknað í rökkrinu í þili, sem pípur úr smá-eldavjel lágu upp með, en eng- inn inni, nema maður með nokkrum börnum, sem hann var að kenna, en hjónin voru úti við gegningar, og annað fólk ekki á bænum. Eru líkur til að mestu hefði orðið bjargað, ef bóndi hefði fundizt strax eða mannhjálp kom- ið fljótt; en eldurinn sást ekki af næstu bæj- um, því að fólk var þá sezt inn, er loginn gaus upp«. Drukknun. Skrifað úr Mjófirði eystra 3. f. mán.: »Föstudaginu síðastan í sumri, 23. októbermán., var hjer voðalega ljótt útlit um morguninn; hann var koldimmur í lopti, en logn. Loptvogin hafði fallið um 11 strik; þó reru hjer margir um morguninn. En í full- birtinguna brast á norðanrok með koldimmum snjóbyl, svo að nálega sást hvergi. Bátarnir voru að smátínast að í rökkrinu, sumir langt leiddir, allir komnir að keyptu, nema einn bátur fórst, og hafa brotin af honum fundizt víðs vegar. Formaðurinn hjet Arni Arnason á Kolableikseyri, vanur og duglegur sjómáður og góður drengur. Hitt voru Sunnlendingar«. Síðustii forvöð. Þeir sem enn ekki hafa hagnýtt sjer hið dæmalausa kostaboð viðkomandi nýjum skó- fatnaði, sólninguni 0g yfir höfuð öllu sem skósmíði tilheyrir. — Þeir hafa efalaust gleymt því; en munið það nú að hvert, sem þið leitið, fáið þið það hvergi jafnódýrt og hjá mjer, og að gleyma slíku er mjög óheppilegt sjer- staklega fyrir jólin. Komið fljótt ! — I’antið fljótt! hjá Jóhanni Jóhannessyni 26 Laugaveg 26 TAPAZT hetlr með terð gufubátsins »ODDUR« frá Reykjavík til Eyrarbakka 14. júlí síðast!. 1 pakki með færum, nef- tóbaki og munntóbaki, merktur »H. J. Hafnaleir«. Nákvæmar uppíýsingar um hvar pakki þessi sje niðurkominn, verða vel borgaðar og óskast gefnar \erzlunar- stjóra P. Nielsen á Eyrarbakka, eða Jóns Norðmanns í Reykjavik. 80 pör dansskór fyrir fullorðna og börn, verða seldir nú til jóla fyrir að eins parið á kr. 3,50, 3,00, 2.90, 2,75, 2,50, og fást hjá L. G. Lúðvígssyni. V átry ggin garlj elagið Union Assurance Society London stofnað 1714, höfuðstóll ca. 46 000 000 kr., tekur í eldsvoðaábyrgð hús, bæi, þilskip, báta, húsgögn, vörubirgðir og alls konar lausafjármuni fyrir lægsta ábyrgðargjald, sem tekið er hjer á landi. Aðalumboðsmaður fjeiagsins á íslandi er Ólafur Árnason, kaupm. á Stokkseyii. Umboðsmaður ijelagsins í Reykjavík er Steingrímur Johnsen, kaupmaður. Um- boðsmenn fyrir norðurland eru kaupm. Chr. Popp á Sauðárkrók og trjesmiður Snorri Jónsson, Oddeyri, Umboðsmaður á austurlandi er kaupstjóri Snorri G. Wium, Seyðisfirði. Kvennskór mai'gar tegundir fást ódýrastir og beztir hjá L. G. Lúðvígssyni. Hjá C. ZIMSEN fæst: Ágætt súkkuíaði. Brjóstsykur Og Konfekt. Kaf'fibrauð og Tekt ks. Öll efni í jólakökui . Handsápa, góð og ódýr. Ekta frön-k Maisiilesápa. Kerti, smá og stór. Ullarkambar, Stipti, alls konar. Loðnar húfcr, nýmóðins. Híð ágæta Kolding-öl. Danskt korr.brennivín frá A. Brcndum. Ront og Cognac. Skozkt Whisky. Gamalvín. Gentiane (franskt heiisubótarvin). Ágæt trönsk vin. rauð og hvit. Kirsiberjasafi. íslenzkt smjör. Erosið dilkakjöt Danskar kartöflur. Waterproofskápurnar góðu, og margt fleira. BARNASKÓR og unglinga af öllum tegund- um fást hjá undirskrifuðum og kostar parið” kr. 1,50, 1,80, 2,80, 3,00, 3,75, 4,75. L. G. Lúðvígsson. Fineste Skandinavisk Export KaffeSurrogat er hinn ágætasti og ódýra ti kaffibætir, sem nú er í vetzlaninni. Fæst hjá kaup- mönnum á íslandi. F. Hjortli & Co Kaupmannahöfn. Flókaskör fást ódýrir og heitir hjá L. G. Lúðvigssyni. Lyfjaefna- og nýlensiuYörur, vín og sælgæti, bæði í stórkaupum og smákaupum, verzla undirskrifaðir með. Vörurnar eru nr. 1 að gæðum og með lægsta verði. Vjer nefnum tildæmis: Ananaspúns, kakaólög (líkör), malt- seyði (extrakt), enskar ídýfur, skozk hafragrjón, ertur, ætisveppi, sardínur, humra, maka- rónístöngla, sjókólaði, kakaódupt, gljásorta, hnífadupt, vindla, hársmyrsl, normal-, Marselju-, pálma- og skreytisápu, fægismyrsl, kjötseyði, kekskökur og yfir höfuð miklar og margvís- legar birgðir af alls konar nýlenduvörum. Verðlistar, sem um er beðið, verða sendir ókeypis. Menn skrifi til Meyer & Henkel3 kemiske Fabrikker, Kobenhavn. Meyer & Schou bafa hinar mestu og ódýrustu birgðir af alls konar bókbandsverkefni, öll áhöld til bókbands, nýjustu vjelar, og stýl af öllum tegundum. Vingaardstræde 15. Kjöbenhavn K. TJngur, reglusamur (algjör bindindismað- ur) og duglegur verzlunarnaaður, sem gengið hefir á hinn nýjasta og bezta verzlunarskóla í Kaupmannahöfn, og er alvanur verzlunar- störfum, óskar eptiv góðri atvinnu frá 1. maí við stærri verzlun á Islandi. Ritstjóri þessa blaðs gefur nánari npplýsingar. .LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBVRGÐAR« fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg- ar upplýsingar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.