Ísafold - 19.12.1896, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.12.1896, Blaðsíða 1
Kemur útýmisteinu sinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða 14/í dolí.; borgist fyrir miðjan jiilí (erleDdis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn (skrifleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje tilútgefandafyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXISI. árg. Reykjavík, laugardaginn 19. des. 1896. 88 blað. Laiiclsbankimi. Afgreiðslustofa Landsbankans verður eigi opin dagana 23. desbr. til 5. janúar næstkomandi aö báðurn dögum meðtöidum. Reykjavík 18. desbr. 1896. Tryggvi Gunnarsson. Norðurfararsaga Nansens. IV. (Síðasti kafli). Þegar við vorum að búa okkur á stað dag- inn eptir, gekk jeg upp á dálitla mishæð á fsnum, til að skygnast um. Vindur stóð af landi, og bar að eyrum mjer mikinn fuglaklið; það voru lómar og aðrir sjófuglar, er þar var mesti sægur af. Jeg var að hlusta á þessar margvíslegu fuglsraddir, og brá heldur en eigi í brún, er jeg þóttist heyra þar innan um annað hljóð alls annars kyns. Mjer fannst það vera svo líkt hundgá, að ekki væri um að villast. En þá hvarf hljóðið aptur í fugla- kliðnum og hjelt jeg þá, að mjer hefði mis- heyrzt. En brátt bar vindurinn aptur hljóðið til mín og gekk jog þá úr öllum skuggaum, að hundar hlytu að vera þar skammt frá. Jeg þaut ofan og vakti Johansen í húðfatinu. »Jeg hefi heyrt hundgá«, mælti jeg; en jeg gat ekki látið honum skiljast það. Jeg fl/tti mjer að snæða morgunverðinn, brá á mig skíðunum og skundaði af stað eptir ísnum. Þegar jeg nálgaðist land, sá jeg mann koma í móti mjer. Það var Mr. Jackson. Hann fagnaði mjer eins og hann hefði bróður sinn úr helju heimtan. Þar vorum við um hríð í bezta yfirlæti. Við höfðum verið einráðnir í að halda áfram ferð okkar til Spitzbergen, og hefðum líklega orðið fljótastir heim með þeim hætti. En við höfðum ekki þrelc til að afneita öllum þeim gæðum, er við vorum orðnir aðnjótandi hjá þeim Jackson og taka okkur aptur göngu- stafi í hönd. Við rjeðum því af að þiggja gott boð hans og bíða eptir skipinu »Wind- ward«, er von var á þangað bráðlega og átti síðan að snúa heimleiðis aptur til Noregs og Englands. Jackson hafði góð og þregileg hybyli. Oð- ara en við vorum komnir þar inn fyrir dyr, tókum við okkur heita laug, og gleymi jeg aldrei, hve yndislegt það var. Það var auð- vitað ómögulcgt að ná af sjer öllum óhrein- indunum undir eins; en laugin gerði það að verkum, að okkur fanust að við verða hreinir. Og svo að fara í ágæt, mjúk og hrein ullar- föt, vera rakaður og klipptur, fá góðan mið- degisverð, kaffi, vindla, portvín, og svo eklci sízt nýjar bækur (raunar tveggja ára gamlar, en þó okkur nýjar). Þetta var eins og að vera numinn með töframætti inn í miðjan hinn menntaða heim. Okkur fannst mjög mikið um alúð þá og umönnun, er okkur var í tje látin af þeim Jaokson og hans fjelögum öll- um. Það var eins og að þeir gerðu sjer allt far um að eyða með ástúð sinni úr huga okk- ar allri endurminningu um, hve dauflega og dapra vist við höfðum átt í einverunni áður. Við urðum nú þess vísir, að fyrnefndur grunur minn hafði verið á rökum bygður. Við vorum staddir á suðurströnd Franz-Jó- sefslands, við Flóruhöfða á Northbrooks-ey. Athuganir okkar og hnattstöðumælingar reynd- ust hafa verið alveg rjettar eptir allt saman og klukkur okkar höfðu gengið alveg rjett. Hins vegar voru skekkjur á landsuppdrætti Payers, sem höfðu villt mig. Sundið breiða, er við höfðum farið í gegn- um á suðurleið okkar um vorið, lá ofurlítið vestar en Austria-sund og var talsvert breið- ara en það. Jackson hafði farið þar um og kallað það Bretlandssund. Vetrarsetu okkar höfðum við haft rjett fyr- ir vestan Austria-sund, í eyju, sem jeg hefi skírt Friðrik-Jacksons-eyju. Jeg hafði látið uppi þá skoðun á undan þessarri ferð í fyr- irlestri í landfræðingafjelaginu í Lundúnum, að Franz-Jósefsland væri ekki annað en eyja- bálkur. Þessi skoðun hefir nú reynzt vera fyllilega rjett. Franz-Jósefsland er eintómar eyjar og þær svo smáar, að það mun varla nokkur maður hafa ímyndað sjer. Að minni hyggju eru þær ekki annað en framhald af Austur-Spitzbergen, og væri mjög fróðlegt og mikilsvert að kanna vesturhluta Franz-Jósefs- lands og samband þess við Spitzbergen; það er ógert enn. Það er llklegt að þar muni enn finnast margar nýjar eyjar, og er vonandi, að þeim Jackson og hans fjelögum auðnist að kanna þær og gera af uppdrætti. Ekki er hægt að vita, hve langt eyjar þessar ná í norður; en það er varla langt. Ekki þori jeg að segja um það af eða á, hvort Petermannsland muni vera til eða ekki; leið okkar lá svo austarlega, að vel gat verið að við sæjum ekki svo langt; en það hlýtur þá að vera ey og hún ekki stór. Það, sem við fórum um af Franz-Jósefs- landi, var allt saman úr stuðlabergi. Það hefir einhvern tíma verið samfast land, en er nú hlutað sundur í smáeyjar af fjölda mörg- um sundum og fjörðum. Eyjar þessar eru alþaktar eða því nær alþaktar jöklum, og sjer að eins í svarta stuðlabergshamra hingað og þangað með sjó fram. Landið er víðast lægra en 2000 fet yfir sjávarmál, og virtust jöklarnir að eins á stöku stað vera framt að 3000 fetum. Við vissum varla, hvað tímanum leið, með- an við vorum hjá Englendingunum við Flóru- höfða; svo Ijómandi vel fór um okkur þar. Við höfðum sitt hvað fyrir stafni, ýmist smá- ferðalög til vísindalegra rannsókna, eða lestur, skript eða undirhúning undir landsuppdrátt af því, sem við höfðum farið um af Franz-Jósefs- landi. Við vorum allt af að skygnast eptir, hvort ekki sæist til »Wind\vard«, sem von var á frá Evrópu; en það var fullt af ís úti fyrir; ekki sást til neins skips og fórum við að verða óþolinmóðir, er stundir liðu, og hálf- hræddir um að Windward mundi ekki koma fyr en sumarið eptir. Þegar mánuður var lið- inn, fór okkur Johansen að iðra þess, að við höfðum staðnæmzt þarna og ekki haldið beint áfram til Spitzbergen; þar hefðum við að lík- indum þegar fyrir löngu síðan verið búnir að ná í skip og verið komnir heim á leið með því. Það var orðið hátt í mjer að halda á stað aptur; jeg vildi ekki eiga á hættu að vera einn vetur enn norður þar við heim- skautshjara. Jeg þóttist vera viss um, að »Fram« mundi koma heim þetta ár og myndu þá vinir okkar verða mjög hræddir um okk- ur; það myndi þá enginn maður búast við okkur heim framar. Loksins, þegar liðnar voru 6 vikur, vakti Mr. Jackson mig eina nótt með þeirri fregn, að »Vindward« væri komið. Skipverjar á »Windward« lustu upp fagnaðarópi, er þeim var sagt, að við værum þar fyrir, og mundu varla hafa orðið komu okkar fegnari, þótt við hefðum verið landar þeirra. Nú var undinn bráður bugur að að afferma úr »Windward« vistir þær, er skipið hafði með- ferðis handa þeim Jackson og hans fjelögum, og var það dregið á sleðum eptir ísnum til lands. Var því verki lokiö á ckki fullri viku; og jafnskjótt sem þeir, er eptir urðu, höfðu lokið við brjef og hraöskeyti heim til sín, stigum vjer á skip, 7. ágúst, og ljet »Wind- ward« í haf að vörmu spori. Fljótari og þægilegri heimferð hefir engum heimskautsförum nokkru sinni hlotnazt, held- ur en okkur með þessu skipi. Vorum við í bezta yfirlæti hjá hinni ensku skipshöfn, er vjer munum aldrei gleyma. Hafís var mikill milli Franz-Jósefslands og Novaja-Semlja og hefði ekki þurft mikið út af að bera, til þess að »Windward« yrði þar til í ísnum og losnaði ekki aptur fyr en ept- ir margar vikur eða mánuði. En svo er hin- um gamla hvalamanni, kaptein Brown, er nú rjeð fyrir »Windward«, fyrir að þalcka, að við komumst hjá því óhappi. Hann er manna reyndastur við siglingar innan um hafís og glöggskygnastur á allt, er þar að lýtur, enda tókst honum að þræða hina einu óhultu leið innan um hafís 220 enskar mílur vegar, þang- að til kom í auöan sjó fyrir norðan Novaja Semlja. Þaöan stefndum vjer beina leið til Vargseyjar (Vardö) og komum þar 13. ágúst, 6 dögum eptir að við ljetum í haf frá Flóru- höfða. Það varð okkur fyrst að orði, er við stigum fæti á norska storð, að við spurðum, hvort nokkuö hefði spurzt til »Fram« og fjelaga okkar. Við höfðum horið kvíðboga fyrir því allan veturinn og vorið, að »Fram« kynni að koma heim á undan okkur, og að þá myndum við verða taldir frá. Jeg sendi þegar hraðskeyti til Noregskon- ungs og hinnar norsku stjórnar um, að öllu hefði liðið vel á »Fram«, er við skildum við það, og að jeg gerði mjer örugga von um, að skipiö mundi koma heim áður en langt um liði, meðfjelaga okkar alla heila á hófi. ÞaS var því ekki smáræðis-fögnuður, er jeg

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.