Ísafold - 19.12.1896, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.12.1896, Blaðsíða 3
851 Seyðisfirði 22. nóv.: »Mjög umhleypingasamt hjer í haust: 12.—15. okt. þíður, og tók nokkuð upp snjó, er kominn var mjög mikill undir. Þá voru rosar 15.—19. með mikilli snjókomu. Enn 22.—28. hriðir og stórviðri. Þá logn og stillur og stundum þiðviðri. Hinn 5. nóv. dimmdi aptur að með nokkra hrið, og hjelzt optast slæmt til þess 12. Síðan hefir verið mjög stillt og blítt, en þó er all-mikill snjór eptir enn. Fiskiafli hefir verið hjer, þegar gefið hefir. Bátar eru hjer mjög litlir, en langt hefir orðið að róa. Síldarafli enginn, og hefir ekki verið nú þó nokkuð lengi, og sama er að frjetta af snður- fjörðunum, eru flestir síldarútgerðarmenn hættir við að stunda hana í þetta sinn. HJer var talsverðu búið að slátra af fjenaði, þegar pöntunarfjelagsskipið kom; en þegar búið var að fylla það, voru 900 fjár eptir, sem það gat ekki tekið; var þvi slátrað bjer, og fengu menn gott verð á því hjer. Hjer eru nú orðnar 2 prentsmiðjur, enda 2 blöð (»Austri« og s>Bjarki«), og þó 3, ef »Bram- sókn» er talin með. Bjarka-prentsmiðja er nú nefnd Fjelagsprentsmiðja. Það er »Skuldar«- prentsmiðjan gamla frá Eskifirði, og er nú mjög úr sjer gengin. Hina á Þorsteinn Skaptason (ritstjóra), hefir keypt hana í haust að föður sin- um, og auk þess fengið sjer góða hraðpressu, allstóra og mikilvirka, hina fyrstu, er komið liefir í þenna landsfjórðung; og þykir það góð fram- för. Ætti eigi að verða skotaskuld úr því hjeðan af að leysa af hendi það, sem Austfirðingar þurfa að láta frá sjer á prent út ganga, og meira til«. Vestur-ísafjarðarsýslu (Arnarfirði) 10. desbr.: »Erjettalitið má heita hjeðan. Sumarið hjer mjög vætusamt fram undir höfuðdag; þá brá til góðra þurka, svo að menn heyjuðu allt að því i meðallagi, þótt grasspretta væri ekki góð; var og heyskap haldið áfram í sumar í lengsta lagi, allt fram undir rjettir, en venjan er að hætta heyskap í lok ágústmán. Fiskiafli var hjer með lang-rýrasta móti i haust; vilja menn kenna því um, að um allan sláttinn gengu mörg skip til fiskjar hjer í firði, en það hefir varla tíðkazt áður, nema fáeinir hátar hafa róið hjer 2 næst-undanfarin sumur. Það eru Sunnlendingar, sem hafa tekið upp á þessu. Það þykir heldur ekki bæta um, að nú er farið að tíðkast, að þilskip liggja seinni hluta sumars og fram á vetur hjer á firðinum (á Hlaðs- bót) með báta og fiska með lóðum; þykja þeir elrki góðir gestir, þar sem þeir róa út í fjarðar- mynni á móti fiskinum, þegar hann er í göngu, og slægja ofan i fjörðinn. Talað hefir verið um að reyna að koma á samþykkt gegn þessum ó- fögnuði, lóðafiskiveiðum um sláttinn og slægingu ofan i fjörðinn, en tvísýni þykir sumum á, að hún komist í gegn. Bráðapest hefir gjört mikið vart við sig á sumum hæjum 1 Arnarfirði, en sumstaðar hefir hennar ekki orðið vart«. Suðurrtiúlasýslu 9. nóv.: »Stirð hefir tiðin verið hjer í haust, varla komið þurkadagur allt haustið frá 15. ágást. Þá dyngdi niður áköfum snjó með októberhyrjun, svo að fje fennti stór- kostlega, einkum i Hjeraði i Skriðdal. I Hjerað- inu, sem er lítil sveit, fenntu 1200 , fjár, sem eigi var fundið, er siðast frjettist. A einum bæ fórust 200 fjár, helmingur alls fjárins. En i Fjörðunum, þar sem menn voru að þurka fisk sinn, eiginlega næstum allan sumarfisk sinn, því að framan af sumrinu fiskaðist mjög lítið, fennti alla fiskistakka i kaf, og hafa menn verið að grafa þá úr fönn og bera inn hálf-blauta og meira og minna skemmda, svo að lítið er um innleggið, og skuldir víð kaupmenn því meiri«. Strandasýslu sunnanv. 8. desbr.: »Nú er fyrir hálfum mánuði skipt um til hærilegrar veð- ráttu, eptir eitthvertj versta og rosasamasta haust, sem lengi hefir komið. Mikill snjór var kominn °g mjög hagskarpt orðið, alstuðar farið að gefa fje, og að þvi komið, að öll hross þyrfti að taka inn. En nú um 2 síðastliðnar vikur hefir verið hagstæð tíð og þíða optast, svo að góður hagi er kominn. Almennur kvíði var í mönnum fyrir hörðum vetri, því þrátt fyrir mikla skepnufækkun i haust er ásetning vist með lakasta móti, eink- um vegna illa verkaðra og skemmdra heyja. Fjárbaðanir hafa almennt farið fram hjer í Hrútafirði. Þó hafa stöku menn austan Hrúta- fjarðarár neitað að baða, sumir allt, og aðrir nokkuð' af fje sinu. Sagt er og að all-margir norðar i Húnavatnssýslu neiti með öliu að baða, og mun því lítil vou um, að kláðanum verði útrýmt í þetta sinn, en fáir munu þó iðrast eptir að hafa baðað, ef kláðalitið verður hjá þeim vetrarlangt«. Nýr íslands-appdráttur. Hann er einstaklega snotur, hinn nýi landsuppdráttur, er skólastjóri Morten Hansen hefir prenta látiS í sumar í Kaupmannahöfn. Hann mun vera viðlíka stór og íslands-pppdráttur sá, er ÞjóðvinafjelagiS gaf út hjerna um árið, eða, ef til vill, nokkuð stærri, en svo langt um fallegri og greinilegri, með skýrum ogfögrum sýslulitum, og auk þess með ýmsum umbótum samkvæmt rannsóknum frá síðari árum, einkum dr. Þor- valds Thoroddsens. Ætti nokkurt rit að vera til á hverju heimili á landinu, þá er það annar eins landsuppdráttur og þetta. Verðið er svo lágt, að hverju mannsbarni er hægðar- leikur að eignast hann þess vegna, en stór- mikil nytsemi í honum, auk prýðinnar. Prestskosning. Herra cand. theol. Geir Sæmundsson var ltosinn prestur í Hjaltastaða- og Eiðaþingum 19. f. m. með 26 atkv. af 49, en síra Einar Pálsson á Hálsi fjekk hiu 23. Heima sátu að eins 11 lsjósendur. Druknun. Skrifað úr Skagafirði 18. f. mán.: »Þrír menn drukknuðu 7. þ. mán. í lendingu í brimi á Skaganum, í Hvammssókn, en hinum 4., sem lcomst á kjöl, varð bjargað. Þeir, sem drukknuðu, voru ungir, röskir menn: Gunnar, mikill efnispiltur, Ágúst og Björn. Veður óstillt mjög, opt rigningarhryðjur«. Jólabazar í eiisku verzluniimi 16 Austurstræti 16 Jólagjaíii*. Leikföng. Ep!i — Apelsínur Möndlur — Confect Eusínur — Valhuetur Brjóstsykur og Confect. Nýr ódfengur drykkur Champagne Cider, bragðgott eins og kampavin en alveg ódfengt. Lemonade — Kola — Gingerale Hið fræga Ben vorlt ch Whisky Fint hvnitimjöl — Gerpulver CAronolía — Rúsínur — Kúrenuur og allt sem menn þurfa til Jólanna. W. G. Spence Paterson. Baðmeðulmmm Naftalínbað Glycerinbað frá S. Barnekow í Malmö er aptur von á hing- að með »Laura« næst í janúarmánuði. Vilji menn til tryggingar panta meðulin fyrir fram þá geri þeir mjer aðvart í tíma. Th Thorsteinsson (Liverpool). Á Selsholti er til sölu fyrir afarlágt verð járnklætt timburhús lítið með lóð. Semja má við undirskrifaðan fyrir marzmánaðarlok 1897. Reykjavík 17/la ’96. Ingimuudur Þórðarson. kjöt fæst þessa daga til jól- ... anna í smJor verz|un jóns þórðarsonar. LESIÐ ! Á góðum stað í bænum fæst til leigu frá 14. maí skemmtileg og góð stofa fyrir 1—2 einhleypa menn. VeízLhúsiB P. 1 Rumohr, Behnstrasse nr. 16, ALTONA, býður alls konar vörur í STÓRKAUPUM, svo sem kornvörur, krydtlvörur, vefnaðarvörur, þýzkar og enskar, járnvörur, þýzkar og enskar, g-ler- vörur, steinoliu, salt, enskt og þýzkt, trjávið,kol, steinolíuvjelar, gut'uvjelar og fleira. Svo selur þetta verzlunarhús allar íslenzkar vörur, þar á meðal hesta. Allar pantanir sendast undirskrifuð- um, sem hefir aðalumboð á íslandi fyr- ir þetta verzlunarhús. Þýzkar þungavörur koma hiugað beint frá Hamborg. Reykjavík, 10. des. 1896. Björn Kristjánsson. Landskjálftasamskot 1896, meðtekin af undirskrifuðum: Dr. Valtýr Guðmundsson 30 kr. Frú Emma Fredericia í Khöfn 10 kr. Síra Ólafur Helgason: samskot úr Stokkseyrarbreppi 320 kr. (þar af P. Nielsen faktor á Eyrarhakka ÍOO kr,, Guðm. Guðmundsson bóksali 50 kr., Ólafur Árnason kanpm. á Stokkseyri 50 kr., síra Ólafur Helgason 30 kr., J. Hansen faktor á Eyrarbakka 20 kr.). Yfirlæknir Griinfeld í Kböfn 10 kr. Olgeir Frið- geirsson á Fáskrúðsfirði 25 kr. Otto M. Hansen, prestur í Veradal í Þrándheimi, 130 kr. (offrað i kirkjum bans: í Stiklastaðakirkju kr. 46.62, og í annexíukirkjum þaðan tveimur, m. m., kr. 83.38). Oddgeir kaupm. Ottesen á Ytra-Hólmi 10 kr. Ekkjufrú Chr. Duus í Khöfn 100 kr. Landsh.- frú Elinborg Tborberg 20 kr. Gnttormnr prestur Yigfússon: samskot úr Stöðvarfirði 72 kr. 91 e. Kapt. L. Berg, r. dbr., hvalveiðamaður, p. t. Kristiania (pr. Sig. M.) 500 kr. (áður 309 kr.). Sýslumaður H. Hafstein: úr Suður-eyrarhr. (kr. 61,15) og Auðkúluhr. (69,55) 130 kr. 70 a. Ól. Rósenkranz: tekjur af fyrirlestrartilraun Wilh. H. Paulson’s 30 kr. G. Guðmundsson, hreppstj. á Svinanesi: samskot úr Múlahreppi 25 kr. Hallgr. Jónsson hreppstj. á Staðarfelli: samskot úr Fells- strandarhreppi 156 kr. (sjálfur 20 kr.). Olafur Eggertsson hreppstj. á Yalshamri: samskot úr Geiradalskreppi 36 kr. Páll Einarsson sýslum.: kr. 113,31 úr Barðastr.-hreppi, safnað af Guðm. hreppstj. Jónssyni í Haga, og 40 kr. úr Suður- fjarðabr., safnað af Guðm. breppstj. Einarssyni á Fossi. Björn sýslum. Bjarnarson: samskot úr Miðdalabr. 100 kr. Amtm. Páll Briem: samskot úr Eyjafjarðarsýslu, Þingeyjarsýslu og Skaga- fjarðarsýslu 340 kr. Próf. Zopb. Halldórsson: samskot úr Yiðvikurprestakalli kr. 245,35. Jób. sýslum. Ólafsson: gjafir af Sauðárkrók kr. 120. Otto Tulinius, kaupmaður á Papósi: samskot úr Lóni (enn fremur) 72,50. Sira Sveinn Guðmunds- son á Rip: samskot úr bans sókn 43 kr. (þar af Olafur dbrm. i Ási 20 kr.). Síra Lárus Halldórs- son: samskot úr hans sveit 100 kr. Gísli Jónsson bóksali í Hjarðarholti: samskot úr Laxárdalshreppi 200 kr. Samtals.................kr. 2,979.77 Aður meðtekið og auglýst ... — 11,101.97 Alls kr. 14,081.74 Reykjavík 18. desbr. 1896. Björn Jónsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.