Ísafold - 02.01.1897, Blaðsíða 1
Kemur útýrnisteinu sinnieða
tvisv.i viku. Verð árg.(90arka
minnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða
ll/a doil.; borgist t'yrir miðjan
júlí (erlendis íyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema bomiu sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstrœti 8.
XXIV. árg.
Reykjavik, laugardaginn 2. jan. 1897.
I bíað.
r
Aramót.
Landskjálftarnir og fleiri áföll valda því,
að árið 1896 mun lengi bera lakan orðstír í
sögu landsins. Arið á undan (1895) var eitt-
hvert bezta ár á öldinni að tíðarfari hjer á
landi; en þetta nýliðna ár var raunar engan
veginn harðindasamt, en tíðarfar samt mjög
óhagstætt yfirleitt, einkanlega fyrir óþurka
sakir að sumrinu og hrakviðra haustið og
veturinn fram til áramóta. Framan af árinu,
veturinn í fyrra, var og óvenju-rigningasamt,
en frostalitið. Rigninga-árið mikla mundi það
sjálfsagt hafa verið kallað, árið 1896, ef ekki
hefðu landskjalftarnir komið og tekið að sjer
langsamlega að ráða heiti þess í annálum
vorum. Sakir sumaróþurkanna varð heyskapur
ryr °g °_n°tasæl]. f>ar við bættist enn mesta
íiskileysi við helztu veiðistöð landsins, Faxa-
flóa, eins og árið fyrir, og þar á ofan i
Árnessyslu-veiðistöðunum að meiru leyti. En
líklega meðalar austanlands og vestan til
sjávarins. Það er: á opnum bátum. Á þil-
skip aptur yfirleitt mikið góður afli.
Verzlun sæmilega góð að verðinu til, eink-
um útlend nauðsynjavara með vægu verði.
Auk landskjálftatjónsins, einhvers hins
mcsta síðan land bygðist, beið landið þungar
búsifjar af yfirgangi útlendra fiskimanna,
botnverpinganna ensku, og er því miður síður
en eigi sjeð fyrir endann á þeim ófögnuði
cnn.
Loks er þriðja áfallið fjárflutningsbannið
enska, er lögleitt var á liinu liðna ári, þótt
ekki komi til framkvæmda fyr en á þessu ári.
En þvi ollu yms óhöpp önnur, að landsmenn
höfðu fremur lítinn plóg af fjársölu til Eng-
lands, er annars hefði mátt búast við mjög
hagstæðri og mikilfenglegri, rjett á undan því,
er fyrir hana væri tekið.
Þar með eru merkilsviðburðir ársins hjer um
bil upp taldir, og er sú skrá óneitanlega miður
glæsileg, — hefði einhvern tíma verið talin
greinilegur fyrirboði hallæris og manndauða.
En gleðilegt takn tímanna og ánægjulegur
vottur þess, að landið er þó á synilegu fram-
faraskeiði, er það, að fáir sem engir hinna
hyggnari og atkvæðameiri manna þjóðarinnar
líta nú örvæntingaraugum fram í ókomna
tímann.
Fvrir rúmum 100 arum gerði viðlíka land.
skjálftatjón þjóðina að kalla agndofa og sinnu-
lausa. Það voru þvi nær eingöngu aðrar
þjóðir, sem hugsun höfðu á bjargráðum oss
til handa þá. Nú gerðum vjer þegar öruggir
ráðstafanir til að hjalpa oss sjálfir, an þess
að ætlast til liðveizlu annara, og hefði að öll-
um líkindum tekizt það. Vjer eru meira að
segja vongóðir um, að áfall þetta verði oss
til mikilsverðra framfara í þjoðmenningar-
áttina, til verulegra hýbýlabóta. Vjcr þykj-
umst hafa góðar og gildar ástæður til að
fullyrða, að það sje handvömm vor, ef su
von bregzt.
Það er og jafnvel líku máli að gegna um
hin áföllin tvenn, er nefnd voru, botnvörpu-
ófögnuðinn og fjárflutningsbannið. Það er
af tvennu til engu minni líkur fyrir því, að
það andstreymi beri þann ávöxt, að aðal-
atvinnuvegir vorir báðir, fjárræktin og fiski-
veiðarnar, taki stakkaskiptum til bóta, þjóð-
inni til mikillar hagsældar, þegar fram í sækir.
Þeir hafa lengi staðið til mikilla bóta, en
framfarirnar hafa gengið seint og smátt,
meðan byrlega bljes. Hver vcit nema strið-
viðrið afreki það, sem blíðviðrið entist ekki
til? Vjer kunnum margar þjóðsögur um unga
menn, er lágu í öskustó fram eptir öllum aldri
og enginn hugði að verða mundu að manni,
en risu upp, er einhverja geigvænlega þraut
bar að höndum, og gerðust hinir mestu af-
reksmenn. Heldur skyldum vjer ala þess
kyns vonir um þjóð vora og kenna henni að
ætla sjer karlmannlegt mark og mið en að
kveða sífeldan eymdar-óð og -örvæntingar.
Bæjarstjórnarkosning.
Hinn almeum kjósendaflokkur bæjarins á
að kjósa nú eptir nýárið 5 menn, meiri hlut-
ann, í bæjarstjórn, til næstu 6 ára, í stað
þessara 5, er frá fara: Guðmundar Þórðarson-
ar, Gunnars Gunnarssonar, Halldórs Jónsson-
ar, Jóns Jenssonar og Olafs Olafssonar.
Það er góð og gild regla, að endurkjóósa
reynda fulltrúa, er vel hafa gefizt, heldur en
að taka nýja og óreynda fram yfir þá, sjeu
þeir fúsir að halda áfram starfi sínu, new.a
svo sje, að hinir nýju sjeu sjerstaklega lík-
legir að gera bæjarstjórnina betur skipaða en
áður að því er áríðandi atriði snerpr.
Helzt munu þeir nú vilja losna, sumir hinna
fráfarandi fulltrúa að minnsta kosti, þó að
ekki hafi þeir beinlínis tjáð sig fráhverfa
endurkosningu,— nema einn þeirra, Gunnar
Gunnarsson, sem og eptir stöðu sinni mun
eiga óhægt með að gegna bæjarfulltrúamennsku.
Frá því sjónarmiði virðist því engin fyrirstaða
þurfa að vera að skipta um, ef menn fýsir og
þeir þykjast geta ábyrgzt fullkomlega jafn-
snjalla menn í hinna stað.
Það vill nú svo vel til í þetta sinn, að það
er venju fremur völ á álitlegum mönnum hjer
í bæjarstjórn, ef menn vilja skipta um að
meira eða minna leyti.
Er þar fyrstan til að nefna bankastjóra
Tryggva Gunnarsson, þjóðkunnan atorku-
og ráðdeildarmann, og auk þess einhvern
mesta framfaramann landsins, þótt hniginn
sje á efra aldur. Mundi hvert sveitarfjelag
telja sje bæði mikla sæmd og mikinn ávinn-
ing, að hafa honum á að skipa til að veita
málum sínum forstöðu. Hann er mjög ötull
og hagsýnn framkvæmdarmaður, með mikilli
og notadrjúgri verklegri þekkingu og reynslu,
og mundi sjerstaklega vel til kjörinn í vega-
nefnd og byggingarnefnd. Þetta er almenn-
ingsdómur um hann, og hann rjettur. Nema
hvað einhverjir, sem sjálfir vilja komast í
bæjarstjórn ófyrirsynju, munu vera að reyna
að finna honum það til foráttu, að hætt sje
við að hann liorfi ekki í að baka, bæjarsjóði
aukinn kostnað með meiri háttar framkvæmd-
um til vegabóta eða annars því um líks. En
það er hjegóma-fyrirsláttur, með því að hann
getur ekki haft meira en 1 atkvæði af 10 í
ráðsályktunum bæjarstjórnarinnar, hvort held-
ur er um fjárveitingar eða annað.
Annað mjög álitlegt fulltrúaefni, er stungið
hefir verið upp á, er Guðmundur Björnsson
hjeraðslæknir, maður mjög vel gerður og mjög
vel að sjer, og með einlægum framfaraáhuga.
Slíkir menn sem hann eru ómissandl við af-
skipti af almennum málum; það er þá ekki
hægt að koma í þau nýju fjöri, ef þeir gera
það ekki. Okunnugleiki hjer vegna stuttrar
dvalar (1 árs) er inarkleysu-viðbára gegn hon-
um, því fyrst og fremst kynnist hjeraðslæknir
í annari eins byggð og þessi er betur á einu
ári en margur annar á 5—10 árum, og í ann-
an stað ætti lcunnugleiki hinna 9 í bæjar-
stjórninni að duga nokkurn veginn í þá skuld.
Eða ætli þar sje ekki að tiltölu meiri hörg-
ull á kunnugleika annarsstaðar, t. d. á hög-
urn myndarlegra bæjarfjelaga á viðlíka reki
erlendis, til samanburðar við þetta sveitar-
fjelag og fyrirmyndar að eiuhverju leyti,
því sem er við vort hæfi? Og eru margir
hjer houum líklegri til að hafa hann til brunns
að bera, meðal annars fyrir dvöl hans í Nor-
vegi í sumar?
Enn hafa mjög margir augastað á nýjum
manni i bæjarstjórn, þar sem er Sighvatur
Bjarnason bankabókari, valinkunnur maður
og vel verki farinn, mjög vel greindur og
hygginn, lipur og liðvirkur, manna kunnug-
astur öllum hag bæjarfjelagsins, með því að
hann er hjer uppalinn og hefir auk þess verið
lengi bæði í niðurjöfunarnefnd og eins haft á
hendi endurskoðun bæjarreikninganna með
öðrum manni í mörg ár. Það er maður, sem
er sjálfsagður í bæjarstjórn fyr eða síðar, og
engin ástæða til að vera að geyma hann lengur,
sízt til þess að láta, ef til vill, aðra miður
hæfa eða alls óhæfa komast að, þó að þeir
sjeu að sækjast eptir því af hjegómaskap.
Bændur eða þurrabúðarmenn svo nefndir
hafa að jafnaði haft tvo menn úr sínum
flokki í bæjarstjórn. Þeir munu nú almennt
á því, að endurkjósa Ólaf Ólafsson, sem
ekki hefir verið nema hálfan kjörtíma í bæj-
arstjórn; svo vel hefir þeim líkað við hanu,
eins og fyrir var spáð, og munu aðrir flokkar
bæjarmanna yfirleitt á sama bandi. En að
öðru leyti munu þeir, tómthúsmenn, ekki
hafa augastað á neinum öðrum fremur síns
liðs í þetta sinn — þykir Guðmundur Þórðar-
son, sem verið hefir ævalengi í bæjarstjórn og
með sóma, tekinn að gerast gamlaður, — en
vilja helzt aðhyllast í það skarð fulltrúaefni
handiðnamanna, Magnús Benjamínsson úr-
smið, greindar- og myndarmann, er þeir mundu
eflaust vel sæmdir af, þó að ekki muni hann
raunar að neinu leyti snjallari þeim Halldóri
Jónssyni eða Jóni Jenssyni í þessa stöðu, og