Ísafold - 02.01.1897, Blaðsíða 3
a
syni góðan fjelagsskap, og hjálpi hver öSrum
með aðflutning, annaðhvort gegn mjög vægri
horgun eða hjálp í sama aptur. Með þessu
moti gætu komið upp mörg timburhús í stað
moldarbæja á fáum árum.
Jeg hefi ekki lagt mikla áherzlu á smíðið,
af því, að smíði á moldarbæjum og vinnan,
sem til moldarverkanna fer mun draga bysna-
langt á móts við það, sem smíði kostar á
timburhúsi, enda er jeg ekki svo væntinn að
ætla, að menn yrðu ekki að leggja hart á sig,
þar sem til svo mikils væri að vinna.
En svo geta timburhús orðið i ólagi og
mikils til 0f dyr í samanburði við gagnsemina
°g þægindin. Þjer hafið ekki fullkomna trú
a mönnum hjer í þessu efni eða að þeim
takist vel að leysa þetta af hendi, og er það
von, með því að svo margt hefir synt þess
Ijós merki, að heimafengið náttúruvit nægir
oss ekki til allra hluta. En »hollur er þó
keimafenginn baggi«, þ. e. það vit, sem við
höfum á þessu, er við höfum öölazt fyrir
reynsluna.
Til þess að timburhús verði hlý, þarf að
t*úa þau svo út, að þau sjeu alveg áreiðan-
lega varin fyrir því, að vatn komist nokkurs-
staðar að viðnum, og því sem næst alveg
súglaus, áður en þiljur og fylling er látið
mnan í þau. Vandlega veröur að bika grind
°g ytra borð hússins, áður en járnið er lagt
a; annars feyskir trjeð undir járninu. Allt
járn verður að vera gárað (»riflað«). Gamalt
hrakið hoy held jeg sje bezt í fyllingu (milli
þ'lja o. s. frv.). Þannig er húsið mitt útbúið
og vinnur frost og stormur alls ekkert á því.
Dyrt held jeg það verði ekki eptir stærði)ini,
en reikninginn get jeg ekki, svo áreiðanlegt sje,
buiö til enn.
Kæmust timburhús upp að nokkrum mun,
þyrfti jafn-framt að verða til brunabótasjóður
í hverjum hrepp eða sýslu. Nokkurs konar
byggingarnefnd eða umsjónarmaður þyrfti og
að vera í hverjum hrepp, og myndi þetta eigi
síður óumflýjanlegt, þótt útlendur liúsgerð-
arfræðingur væri fenginn, því ekki gæti hann
verið alstaðar, en leiðbeiningar hans gætu
þessir einstöku menn brýnt fyrir almenningi.
Sá er agnúi á því, að panta tilbúnar hús-
giindur, ef flytja þarf langar leiðir á hestum,
að þæi myndu tæplega og jafnvel ekki verða
fluttai óskemmdar. Þær eru miklu verri við-
fangs í flutningi. Auk þess getum við notað
marga spýtuna úr hinum brotnu bæjum, ef
við smíðum grindurnar sjálfir.
An þess að tala svo ýtarlegar um þetta nú,
getui 111 j°r ekki blandazt hugur um, að þeir
hafi í fyllsta lagi rjett fyrir sjer, er halda
því fram, að hinum væntanlegu skaðabótum
ætti aðallega og mestmegnis að verja til
timburbæja eða húsa. Auðvitað eru nú mjög
margir fátækir, sem þarfnast bráðrar hjálpar
td að rjetta við bústofn sinn og borga skuldir,
sem þeir hafa hlotið að komast í út af þessu
áfalli; því að vetrarforði þeirra, sem átti að
vera, eyddist við að koma upp hinum föllnu
bæjum, eins og skiljanlegt er, og húsum, auk
þess sem æði-mikið af matvælum ónýttist al-
veg, bæði safn undan sumri og kornmatur
með fleira.
vjer Landmenn höfum orðið að taka 20,720
'' ^an> °g 11 ær þó æðiskammt. Auk þess
ei0um vjer rúmra 1000 króna sveitarsjóö, og
kemur hann nú í góðar þarfir, þó að jeg hafi
fengið margt kalt orð, bæði á bak og brjóst,
af því að mjer hefir verið manna mest kennt
um’ að hann hefir safnazt. Sjóður þessi er
mestallur í Landsbankanum, og hefir hrepps-
nefndin nvi leitað heimildar til að mega eyða
honum til nauðsynlegra skuldalvlkninga og til
hjálpar nauðstöddum. Með öllu þessu tel jeg
víst, að menn þurfi enga bjargarneyð að líða
í vetur. Jeg tek þetta fram af því, að þjer
og aðrir góðhjartaðir menn bera svo miklar
áhyggjur út af líðun manna hjer.
Framtíðar-horfurnar eru að vísu geigvænlegar,
en mest mun það undir árferðinu komið,
hvernig úr rætist.
Mikið verður hjer að starfa næsta vor, ef
guð lofar. Fjöldi fjenaðarhúsa er í rústum
eða bráðabirgöa-hrófatildur; allar heyhlöður í
rústum eða detta jafnharðau og heyið er gefið
úr þeim; nokkra bæi er ómögulegt að bjarg-
ast við lengur en í vetur, og er sannarlega
sárt að horfa á nýtt lánstimbur bútað niður
í þá til þess að fúna niður á skömmum tíma.
Eins og stendur getum vjer ekki og þorum
ekki að ráðast í neitt.
Mat á skaðanum mun um það bil lokið
hjer í sýslu, en um það get jeg ekki skrifað,
því á lausafrjettum er mjer ekki um að
byggja mikið á. Þó mun mega fullyröa, að
rúm 36 þúsund sje hann metinn hjer í Land-
mannahreppi. Þá hefi jeg frjett, að á Rangár-
völlum sje hann metinn rvim 18 þús.
Heyásetning hefir farið hjer fram eins og
að undanförnu, og vona jeg, að heybirgðir
verði nægilegar, ef ekki verður því haröari
vetur. Menn hafa fargað hjer því nær allri
sauðfjár-viökomu (þ. e. lömbum) og æði-miklu
venju fremur af öðrum fjenaði. Auk þessa
drepur fjárpestin nú drjúgum fje«.
»Jarðeldastyrktarsjóðurinn«. Þess var
getið í »ísafold« í haust, að landshöfðingi hefði
ætlazt til að landskjálftahjeruðin frá í sumar
fengju helming jarðeldasjóðsins frá 1878,
leifanna frá samskotunum eptir Dyngjufjalla-
gosið 1875, samkvæmt heimild í 2. gr. skipu-
lagsskrárinnar fyrir nefndum sjóði: »verja má
hinum helmingnum meðfram til þess að ljetta
undir viðlíka tjón í öðrum hjeruöum Islands«
(en Múlasýslunum, er sjóðurinn var sjerstak-
lega ætlaður fyrir). En nví er ráðgjafinn
annarar skoðunar. Vegna þess að neyðin og
tjónið 1875 stafaöi af eldgosum, en í sumar
af landskjálftum, finnst honum það ekki geta
heitið »viðlíka neyö og tjón«. Ault þess seg-
ir hann, að ekki hefði verið hægt að miöla til
þessa nema helming hins upphaflega sjóðs,
rúmum 8000 kr., líklega vegna þess, að ekki
stendur í skipulagsskránni »með vöxtum«.
Sjóöurinn er nú allur 35,000 kr. Þannig
skrifar landshöfðinginn ráðgjafa 4. nóv. f. á.
fslenzkukennsla. Ráögjafinn (íslands)
hefir 4. nóv. f. á. svaraö svo þingsályktun
frá neðri deild alþingis 1895 um kennslu í ís-
lenzkri tungu m. m., að hana beri ekki að
taka til greina. Alyktunin var í 7 liðum, og
lutu hinir fyrri 3 að rjettritunarfyrirmælum, en
hiuir að þar til nefndum breytingum eða um-
bótum á íslenzkukennslunni við hinn lærða
skóla. Landshöfðingi hafði lagt á móti fyrri
liðunum, en talið hina óþarfa. Segir um rjett-
ritunaratriðið, að þá liðina sje ekki hægt að
taka til greina vegna. þess, að ekkert fje sje
ætlaö í fjárlögunum til hinnar fyrirhuguöu
stafsetningarnefndar nje fyrir að semja og
prenta nýja stafsetningarorðabók, enda vafi á,
hvort þörf sje á eða vcl ráðið, að stjórnin skipi
fyrir um ákveðna stafsetningu, auk þess sem
örðugt mundi að finna að svo stöddu 3 hæfa
vísindamenn, auk heldur fleiri, sem trúandi
væri til þess aðkoma saman sjer um sameiginleg-
ar tillögur um stafsetningarreglur,er eigi einung-
is fjellu stjórninni í geð, heldur og öllum
skrifandi og lesandi þorra Islendinga.
Framtíðarhorfnr við Faxaflóa. AS
efnahagur manna hjer um sjávarsveitirnar er
nú með versta móti, stafar af meira en tveggja
ára algerðu fiskileysi, nerna það litla, sem
nokkrir menn hafa fiskað í net fyrstu dagana
af vetrarvertíðunum, og það sem einstaka menn
hirtu hjá botnvörpuveiðurunum alræmdu. Þó
hefir ný atvinnugrein myndazt á hinum síð-
ustu árum í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, sem
er þilskipaútvegurinn, og borið hefir mjög góð-
an ávöxt. Má segja að allir þeir, sem ekki
hafa haft not af þilskipum hin síöustu ár,
horfi með mjög mikilli áhyggju fram á ókom-
inn tíma, sem eðlilegt er.
Auk þess sem afleiðingin af aflaleysinu hef-
ir bugað hug sjómanna, þá hefir nú í ár og
í fyrra komið hingaö til landsins þeir óvin-
sælu gestir, botnverpingarnir, og gera nú mest
af öllu sjómenn hugsjúka. Fjöldi manna tel-
ur þá svo skaðlega fyrir aflabrögðin, að fiskur
komi seint eða aldrei á þau fiskimið, sem þeir
fara yfir; en í sumar fóru þeir svo víða yfir,
að svo mátti heita, að þeir væru á öllum fiski-
miðum í sunnanverðum flóanum. Af þessu
öllu eru menn nú orðnir svo vonlausir með
aflabrögð, að fjöldi manna er hættur við að
gera út skip sín, og svo mikið kveður að því,
að í suðurveiðistöðunum verður á næstkom-
andi vetrarvertíö vart gerður út helmingur
báta við það, sem var fyrir 10 árum, en í
Reykjavík og á Seltjarnarnesi ekki móira en */4
til x/8. En þar kemur nokkuð í skarðið: þil-
Skip þau sem þar eiga heima, en eru þó ekki
óvo mörg, að eins marga menn þurfi á þau
Og bátana nú, eins og fyr á bátana. Og þeg-
ar menn alls ekki vilja róa lengur á opnum
bátum, og skipin eru allt of fá, þá eru þeir,
sem ekki komast fyrir á þilskipin, neyddir til
að hverfa hjeöan í burtu til að leita sjer at-
vinnu. Það er ekki svo lítið farið að brydda
á því, að menn leyti til Austfjarða og Yest-
fjarða, ýmist sem útróörarmenn á sumrum eða
alfarnir þangað, og er þó sú kaupavinna ekki
sjerlega álitleg; því þótt sumir láti dável af
að vera þar, þá eru ekki allfáir, sem lcvarta
alvarlega undan vanskilum á kaupi, og ekki
laust við að nokkrir minnist á sult. Það er
því engum vafa bundið, að jafnaðarlega er
miklu betri atvinna á þilskipunum við Faxa-
flóa, heldur en að róa á opnum bátum af Aust-
fjörðum, því að á síöasta ári höfðu hásetar
á þilskipum frá 200 til 500 krónur yfir út-
gerðartímann, auk fæðis, og er það miklu betri
atvinna en menn geta fengið annarsstaöar hjer
á landi.
Þótt leitt sje ýtosum getum um, af hverju
þetta fiskileysi stafar, þá eru allir menn jafn-
ófróðir um það; en jeg held það sje ekki nema
þetta vanalega, sem kemur fyrir í öllum veiði-
stöðum, að stundum gengur fiskurinn alls ekki
upp að landinu. Nú kenna menn botnverp-
ingum mest um aflaleysið, og nokkrir menn
hafa hlaupiö ýms gönuhlaup með að fá þá
hjeðan útrekna; hafa jafnvel beitt fúkyrðum
við yfirvaldið fyrir að þeir eru ekki sektaðir,
þó ekkert hafi sannazt upp á þá, sem gæti
verið tilefni til sektar. Jeg er hræddur um,
að mjög erfitt veitist að fá þá til að hætta
hjer fiskiveiðum með lögum, því þótt þing og
stjórn gerði allt, sem í þeirra valdi stendur
með að útrýœa þeim með lögum, þá eru þeir>
svo miklir yfirburðamenn yfir okkur, að þeim
vcitist hægt að brjóta lögin, nema fjöldi varð-
skipa yrði til að gæta þeirra, en þess er tæp-
lega von. Hið eina, sem jeg álít að verða
kynni til að þeir hætti hjer fiskiveiöum, er það,
að þar sem útgerð þeirra er mjög dýr, og afl-
inn eingöngu miðaöur við kola og lúðu, þá
ímynda jeg mjer, að þessar fisktegundir þverri
smámsaman, svo að útgerðin borgi sig ekki.
Þeir þurfa að afla mikið á stuttum tíma og
fá vel borgaðan aflann, til þess að útgerð
þeirra geti svarað kostnaöi. En miklar eru
líkur til, að þeir verði hjer næsta ár.
Ýmsir hafa lagt orð í belg um það, hvað
til ráSa skal taka. Einn viíl láta koma upp
innlendum botnvörpuskipaflota, og fá með lög