Ísafold - 02.01.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.01.1897, Blaðsíða 2
2 því mætti virðast næi’, að endurltjósa annan- hvorn þeirra; en handiðnamenn hafa mörg ár engan fulltrúa átt síns liðs í bæjarstjórninni, og ekki láandi, þótt þeir kunni miður við það, enda ætti öðrum að vera meinfangalaust aö þyðast viija þeirra í því efni. Yerða svo hvorir öðrum samtaka um kosningarnar, sem allt af er íorsjálla, og opt mjög áríðandi, ef ekki á illa að fara, þ. e. einhverjir þeir aö ná kjöri, er fáa fýsir að hafa í bæjarstjórn aðra en sjálfa þá, vegna þess, að lítið lið eSa sremd þykir í þeim. Því skal engan veginn neitað, að bæjarfull- trúar þeir, er nú fara frá, eiga engu síður skilið að vera endurkosnir flestir heldur en mjög margir þeirra, er það hefir hlotnazt áður og má þar til einkum nefna annan eins mann> og Jón Jensson yfirdómara. En það er nú einu sinni mjög ríkur hugur í fjölda kjósenda aS skipta um, og er engin þörf á aS vera neitt að bæla hann niSur, þegar þeir hafa. al- mennt hug á að kjósa mjög álitlega menn í þeirra stað, eins og nú á sjer stað. Hinum fráfarandi er sjaldnast neinn greiði gerður að halda þeim lengur í bæjarstjórn en skyldu- kvöðin heimtar, nema rniður nytir sjeu og þeim gangi því helzt hjegómaskapur til að vilja sitja þar áfram; og óþörf fastheldni viS þá getur oröið til þess, að atkvæði dreifist til ó- gagns. Eins og nú horfir mál þetta við verSur því lang-hyggilegast að vera vel samtaka að kjósa þessa 5 menn: Guðmund Björnsson hjeraöslækni, Magnús Benjamínsson úrsmið, Ólaf Ólafsson bæjarfulltrúa, Sighvat Bjarnason bankabókara, og Tryggva Gunnarsson bankastjóra. Og nenna svo að koma á kjörfund á þriðju- daginn. Omakið er ekki mikið nje tímatöfin, — ekki annað en að skreppa snöggvast upp í bæjarþingsstofu og afhenda þar kjörmiða sinn, ef spara þarf tíma. Ekki skemmtilegt að vita sig eptir á valdan þess með heimasetunni, að einhver hjegómagjarn ónytjungur í þá stöðu hafi smeygt sjer þar inn með taumlausum uudirróðri við kærulitla kjósendur eða miður forsjála, en fyrir handvömm hinna. Landsk.jálfta-tökubörnin. Þau urðu 116 alls, börnin, sem tekin voru í haust úr landskjálfta- sveitunum til dvalar hjer syðra, flest til fáeinna vikna, meðan verið væri að koma upp skvlum á heimilum þeirra til vetrarins, en nokkur vetrar- langt. Eigi að siður varð þó niðurstaðan sú, þegar til kastanna kom, að ekki fór nema þriðj- ungur (39) barnanna heim aptur í haust eða fyrri part vetrar, en hinum, 77, veitt dvöl til vors. Þessi, sem heim fóru aptur, voru flest (26) úr Ölf- usinu; hin úr næstu hreppum austan Ölfusár (Sandv. og Hraung.), nema 1 af Landi — það fór um hæl aptur vegna þess, að það var flutt suð- ur helzt til lækningatilraunar, frá hjargálna heim- ili, en er læknar hjer tjáðu því enga hata von, höfðu foreldrarnir það heim með sjer aptur. Þau ein af börnunum voru látin fara aptur, er ekki þörfnuðust lengri dvalar eða foreldarnir vildu fá heim fyrir veturinn, þó að þeim væri hoðin dvöl fyrir þau hjer til vors, enda flestöll stálpuð. Fyrir flestum (24) varð dvölin 5—6 vikur, en eitthvað 2 fóru fyr, vegna óyndis, og sum voru 7—8 eða jafnvel 9 vikur. Upphaflega var ekki hugsað lengra en að láta hjálp þessa ná að eins til næstu sveitar, Ölfus- ins, með því að þaðan var svo hægt um flutn- ing barnanna, í vagni. En er undirtektirnar urðu margfalt betri en við var búizt í upphafi, voru færðar það út kvíarnar, að hætt var við frek- lega öðru eins úr öðrum sveitum. Komu 57 hörn alls úr Ölfusinu, en 59 lengra að, flest (30) úr Hraungerðis- og Sandvíkurhreppum, og voru þau einnig sótt hjeðan á vagni, en hin úr Landsveit (10), af Skeiðum (7), úr Ashreppi (5), Holta- mannahreppi (3) og Gnúpverjahreppi (2). Af þessum 116 hörnum tóku Reykvikingar 89 (auk 4 nokkra daga eða vikur, er síðan fengu samastað utan hæjar), en Seltirningar 17 ogKjal- nesingar 9; 1 tóku hjón ein í Hafnarfirði, vetrarl. Allar eru utanbæjarvistirnar vetrarvistir; þeir höfðu boðið það fyrir fram, Seltirningar og Kjal- nesingar. Af tökubörnum Reykvíkinga urðu 49 vetursetumenn. Auðvitað er dvölin gefin öllum börnunum eða vandamönnum þeirra; þó skal þess getið, að með því upp komst eptir á, að 1 barnið var á sveit, var það að eins haldið ókeypis til veturnótta, en sveit þess látin gefa með því þaðan af. Það eru allt einstakir húsráðendur, er þetta góðverk hafa gert, flestallir með því að taka hörnin á heimili sín, en fáeinir með því að koma þeim fyrir ann- arsstaðar hjá góðu fólki og gefa með þeim; nema hvað koma varð nokkrum keltuhörnum fyrir með einhverri meðgjöf úr hinum almenna samskota- sjóði, vegna þess að menn höfðu ekki heimilisá- stæður til að taka svo ung hörn, fleiri en það gerðu, og sumir fremur af vilja en mætti, hvað efni snertir; en auðvitað var ekkert barn látið uema í góðan samastað. Eáeinir hjeldu og hörn- in meðgjafarlaust að eins fyrstu 6—7 vikurnar, hið ýtrasta sem þeir höfðu heitið, en með ein- hverri meðgjöf úr því. Flutning barnanna á vagni hingað kostaði og samskotasjóðurinn. Flest- allir þeir, sem hörnin tóku, klæddu þau upp á sinn kostnað, að minnsta kosti hjer í hænum, eins þau, sem heim eru farin aptur. Bindindisfræðsla. RáSgjafinn hefir loks 4. nóv. f. á. fengið tíma til aS svara nokkr- um áskorunum alþingis 1895. Þar á meðal var ein um að innleidd verði í alþýð-, gagnufræða- og barnaskólum, er njóta styrks úr landssjóði, fræðsla um áfengi og áhrif þess á mannlegan líkama, og hefir ráðgjafinn samkvæmt tillögu landsböfðingja fallizt á, að nokkur tilteldn rit um áhrif áfengis á mannlegan líkama, útgefin af stórstúku Good-Templarreglunnar í Reykja- vík (»Afengi og áhrif þess« eptir M. Larsen og H. Trier, og kver um sama efni handa börnum) verði send til allra lægri skóla, er njóta styrks af almannafje, og sje forstöðumönn- um skólanna lagt fyrir að stuðla til þess, að innihald þessarra rita verði kunnugt þeim, er á skólana ganga. Stórstúkan lætur af hendi svo mörg eintök, sem þörf er á í þessu efni. Háskólanáms-styrknr. Eklci hefir ráð- gjafinn viljað sinna áskorun frá neðri deild síðasta alþingis um samningsleit við háskóla- stjórnina í Kaupmannahöfn um að framvegis yrði fækkað að mun námsstyrkum íslenzkra stúdenta þar, en að sama skapi veittur styrk- ur af fje háskólans til kandídata frá embætta- skólunum á Islandi, er þess eru sjerstaklega maklegir og dvelja að minnsta kosti árlangt við háskólann og færa sjer kennslu hans í nyt til að fullkomnast i námsgreinum sínum. Landshöfðingi hafði lagt á móti tillögunni bæði á þingi og í brjefi sínu til stjórnarinnar, með því að takmörkun háskólastyrksins mundi að eins leiða til þess að svipta marga efnilega íslenzka námsmenn tækifæri til að afla sjer vísindalegrar þekkingar, sem annaðhvort alls eigi eða í minna mæli yrði fengin hjer á landi. Ráðgjafinn er þessu samdóma, og bætir því við, að það sje frá íslenzku sjónarmiði varhugavert að koma af stað rannsókn um nauðsyn eða gagnsemi þess, að íslenzkir náms- menn njóti styrks við háskólann í svo ríku- legum mæli, sem nú gerist. Frímerkjagróðabralliö. Gróðahnykk- inn fyrir landssjóð, sem dr. Ehlers kom upp með (sjá ísafold 18. maí 1895) í því skini að afla fjár til holdsveikisspítalastofnunar og al- þingi aðhylttist feginsamlega, þó með nokkrum afbrigðum að því er snertir hagnýting hins væntanlega gróða, hefir stjórnin í Kaupmanna- höfn sett slagbrand fyrir, með því að láta synja frumvarpi þingsins um nýja frímerkja- gerð staðfestingar, af þeirri ástæðu, að það mundi ekki vel þokkað af öðrum þjóðum í allsherjar-póstsarnbandinu, en ísland er einn fjelaginn í því. Þess konar gróðabrall þykir blátt áfram ekki vel samboðið virðingu þeirra, er það löguneyti skipa, að dómi hinna meiri háttar ríkja að minnsta kosti, enda aldrei við það fengizt af þeim. Af þeirri velsæmistil- finningu hefir og danska póststjórnin afsagt fyrir fram að láta oss í tje aðstoð sína til slíkrar frímerkjagerðar. Ráðgjafinn drepur og á það, sem kunnugt er annarsstaðar frá, að margir eru farnir að hafa ímugust á frímerkja- breytingum, bæði stjórnarvöld og aðrir, )>nema ástæða sje til vegna póstþjónustunnar eða annars slíks«, og nefnir fyrirhugaðan póstfund í Washington að ári, er það atriði muni að líkindum taka til íhugunar. Hafa blöð látið á sjer heyra, að þar mundi verða stungið upp á því ráði til að afstýra þess konar bralli, að allsherjarpóstsambandið neitaði að viður- kenna gildi slíkra frímerkja. Um húsabætur á landskjálfta&væöinu m. m. ritar hinn þjóðkunni atorku- og framfaramað- ur Eyjólfur sýslunefndarmaður Guðmunds- son í Hvammi á Landi ritstjóra þessa blaðs í f. mán.: »Mjög er mjer kært að hugsa með yður um það, hvernig bezt yrðu ráðnar bætur á hýbýla-annmörkum hjer um landskjálftasveit- irnar, og um að gjöfum þeim, er góðgjarnir menn hafa skotið saman þeim til líknar, er fyrir landskjálftatjóninu hafa orðið, yrði varið svo, að verulegur vottur sæist eptir til fram- búðar. Jeg skal þá snúa mjer að grein yðar í 71. tbl. ísafoldar. Þessi grein hefir vakið svo mikla eptirtekt og umræður, að jeg efast um, að nokkur blaðagrein hafi jafn-mikið verið rædd. Aðal-innihald hennar er, eins og fyrirsögnin bendir til, »um timburhús í stað moldarbæja«. Allir eru á einu máli um, að þetta væri bráðnauðsynlegt, og varla er nokkur sá, er ekki sjái í anda hin miklu umskipti til góðs, er landbúnaðurinn myndi taka, ef haganlegir timburbæir eða timburhús kæmu í stað mold- arbæjanna. »En hvernig má þetta ske?« segja menn. »Það er ómögulegt fyrir því nær alla, eins og nú er ástatt«. Af þessu sjest, að viljinn, sem er mikils- virði, er einbeittur og vakandi. En þótt máttinn vanti nú sem stendur eptir þetta áfall, þá mun engan geta furðað á því. Gerum nú, að samskotin yrðu svo rífleg, að með þeim yrði bættur sá skaði, sem menn hafa beðið, að t. d. 2/s pörtum, og væri þessu varið til járn- og timburkaupa. Er það ætl- un mín, að hjá mörgum drægi þetta langt eða jafnvel dygði fyrir efni í timburhús, er nægði til afnota sveitaheimili, þar eð gjöra mætti ráð fyrir góðum innkaupum. En þá er þung þraut eptir, og það er aðflutningur á efninu. Hana má þó lina til muna með því, að menn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.