Ísafold - 09.01.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.01.1897, Blaðsíða 3
7 Var að s/na frarn á, að hjer er í raun og veru engin bæjar-heilbrigðisnefnd til og hefir aldrei verið; að eins gert ráð fyrir hennií lögum, en engin fyrirmæli um verksvið hennar, hver völd hún hafi, hver sje formaður hennar o. s. frv. Og þó að hún væri til, og þó að hjer- aðslæknir væri formaður hennar — eern eng- inn fi'jtur i-r fyrir, — og þó að hún liofði einhver völd, þá gæti hjeraðslæknir ekkikom- ið að hálfu liði til framkvæmdar þeim um- hótum í heilbrigðisefnum, sem bæjarfjelagið þarfnast, á móts við hitt, ef hann er í sjálfri bæjarstjórninni, og á kost á að tala þar sínu mali, eyða með fortölum sínum deyfð eða á- hugaleysi samfulltrúa sinna, eða þá vanþekking- ai'hleypióómum þeirra, fleiri eða færri, á því mali, er hann berst fyrir, auk þess sem það er bæjarstjórnin ein, sem allt fjárveitingar- valdið hefir, og mundi miklu hættara við að skella skolleyrum við kröfum utanbæjarstjórn- armanns, smáum eða stórum, hversu nauösyn- legar sem þær væru og bæjarfjelaginu heilla- vænlegar. Það er kjósendum hjer til sóma, að þeir liafa sjeS og skilið þetta, mikill meiri hluti þeirra, er kjörfund sóttu, 188 af 317, svo hlífðarlaust og bíræfnislega sem gengið var þó fram í þvi að villa þeim sjónir, að ótöldum öðrum brellum, er hafðar voru í frammi til að bægja þeim báðum frá kosningu, honum og hr. lr. Gunnarssyni, þannig löguðum, að þær mundu þola illa dagsljósið. Það sjá allir, að það er tóm tilviljun, að þessi 188 atkv. hrukku ekki til að koma hr. G. B. í bæjarstjórn, — að annar maður fjekk 1 atkv. fleira. 'Tólagleði Hjálpræðishersins. Herinn hjelt 115 'börnura jólagleði þriðjudagskvöldið 5. þ- man. i kastala sínuin hjer í bænum, eins og í fyrra, nema öllu tilkomumeiri, með því að nú hafði hann meiri föng til þess og betri, fyrir góðan stuðning all-margra málsmetandi manna, sem hernum eru lilynutir og þakklátir fyrir starf mns hjer, eins og maklegt er. Börnunum var s vemmt með jólatrje, hljóðfæraslætti og söng, er þau tóku sjálf þátt í. Auk þess fengu þau ágæta maltið og talsverðar. gjafir, ýmislegan fatnað, ema spjör stóra, eða fleiri smærri, þau mest sem atækust eru, ýmist alveg nýtt eð'a saumað upp ur biukuðum fötum, og hefir eigi all lítil vinna farið til þess. Hvaðanæva. Um nianndrápin i Miklagarði í sumar hafa menn nú greinilega vitneskju og áreiðan- h g.ir frásagnir. Þau gerðust einmitt um sama h 3 ti, seni landskjálftarnir stóðu yfir hjerna. Gllum, sem á þau minnast, ber saman um, >lð það sje einhver hinn voðalegasti atburður °° hryllilegasti, er heimurinn hefir af að Negja. ^jö þúsundir manna, karla, kveuna og barna, ixaðai niður eða lamdar til bana um há- 'jartan dag 0g fyrir allra manna augum á io uðstrætum einnar meðal helztu borga Norð- urálfunnar! Þetta vinnur tyrkneskur skríll °b nvel heldri menn innan um, en lögreglu- nienn veita til þess fulltingi sitt, hermenn setth ^ hafast ekki að, en jafnvel hátt , U ernbættismenn tyrkneskir eiga þátt í g num. Herskip Norðurálfuríkja með óvíg- , , .. u eumig sjonarvottar að þessum opum, en höfðust ekki að; Norðurálfan er m sje s\ o . gagntekin af friðarást um þessar nmni ir, segir »Kringsjaa«, að hún mundi s.i0t heldur kjósa, að hvert kristið manns- barn í Tyrkjaveldi væri brytjað niður, en að rjúfa friðinu, sem kallað er. »Mannkynssagan kann frá engu sams konar dæmi að segja á slöari öldum. Hin voðalegu hryðjuverk Frakka í stjórnbyltingunni fyrir 100 árum voru barnavipur hjá þessu og varla nefnandi á nafn í samanburði við þessi tyrk- nesku manndráp. Fáir kunna lengra til að jafna en septemborvíganna í París 1792; þau hafa lengi verið kölluð hin mikilfeuglegustu og hryllilegustu níðingsverk, sem unnin hafa verið á síðari öldum. En ekki voru þau neitt í samanburði við þessi illvirki í Miklagarði í sumar, hvað þá lieldur í samanburði við það, sem gerist f Armeníu eða gerðist á Krít í sumar; það er hlægilegt að bera það saman. Það voru 1200 manna, sem lífið ljetu alls í septembesvfgunum í París. En þetta voru 7000 manna, sem myrtir voru í Miklagarði á fám dögum. Það er satt að vísu, að í þetta skipti var ofurlítil afsökunarátylla fyrir hryðjuverkunum- Armeningar höf'ðu látið sjer hugkvæmast voða- legt óyndisúrræði til þess aö neyða Tyrkja' soldán eða þá stórvcldin til þess að gera eitthvaö hinni sárhrelldu þjóð þeirra í vil. 1 Þeir voru örvilnaðir orðnir af að horfa á þjóð^ sína umkomulausa og af öllurn yfirgefna, brytjaða niður að ósekju með þeim kvölum og pyiidingum, er eigi verður orðum að komið. Ráð þeirra var, að sprengja eitthvaö af Mikla- garði í lopt upp meö holkúlum, eðaþáOttómana- bankann svo nefnda, en honurn er stjórnað með umsjón fulltrúa frá stórveldunum. Það voru fáeinir ofurhugar, er báru brennandi ást í brjósti til þjóðar sinnar og ætluöu að leggja lífið í sölurnar til að reyna að bjarga henni. Þeir stóðust eigi þá hörmungarsjón, að horfa á landa sína kvalda og myrta unnvörpum. Þeir vopnuðust og brutust inn í Ottómana- bankann og bjuggust þar um. Þeir höfðu með sjer nægar birgöir af holkúlum og hinu öflugasta sprengitundri. Gerðu síðan orð sol- dáni, að þeir mundu sprengja bankann í lopt upp með öllu því, sem þar væri inni, lifandi og dauðu, ef hann gerði eigi það, er þeir báðust, áður en tveir sólarhringar væru liðnir. Þeir ætluðu auðvitað sjálfum sjer bana í sprengingunni eigi síður en öðrum, er inni væru staddir í bankanum. Þetta, sem þeir fóru fram á við soldán, var ekki annað en að hann sæi um, að landar þeirra, karlar og konur, fengi að lifa nokkurn veginn í friði. Þeir bjuggust ekki við, að soldán mundi gera það af sjálfsdáðum, heldur ætluðust til, að stórveldin mundu skerast í leikinn og að þau kúguðu hann til þess. Soldán varö æfari en frá megi segja. Það leikur enginn efi á þvl framar, að hann ljet sjálfur það boð út ganga, að allir Armeningar í borginni skyldu dræpir, hvar sem þeir hitt- ust. Sendiherrar stórveldanna sátu yfir stjórn- inni tyrknesku í tvo daga og sárbændu hana, að láta lögreglumenn bæjarins eða þá herliöið stöðva manndrápin, en fengu enga áheyrn aðra en þá, aö stjórnin lagði fyrir herliðið að vernda alla kristna menn í borginni, nema Armeninga. Það var sendiherra Uússa, sem bjargaði Ottómana-bankanum. Hann fór þangað og náði tali við samsærismenn. Hann sýndi þeim fram á, hve heimskuleg fyrirætlun þeirra væri, að það væri skylda þeirra að varðveita líf sitt fyrir sakir þjóðar sinnar; þeir mundu ekki fá öðru framgengt, þótt þeir sprengdu bankann í lopt upp, en að verða fjölda saklausra manna að bana. Þeir ljetu sjer loks segjast af mælskulegum fortölum hans, gáfust upp og gengu til griða sendi- herranna. Voru síðan færðir að vörmu spori út á skip, er sendiherra Breta átti þar á höfninni, en það fór með þá til Frakklands. Tíðindaritari »Times« í Miklagarði lofaði mjög hugprýði þeirra. Þeir hræddust ekki dauða sinn. Þeir höfðu ailir á sjer »morfín«; ætluðu að deyfa með því kvalir sínar, ef svo illa tækist, að þeir kæmist undir manna hendur. Þeir höfðu skipaö sjer innan um bankann til og frá, eptir því sem þeim þótti bezt liaga. Tveir stóðti í jarðhúsi undir bank- anum með marghleypur í höndum og höfðu þar hjá sjer nægð sprengitundurs, er þeir höfðu komiö fyrir sem bezt hentaði. Þá voru 10 menn í neðsta lyfti hússins; vörðu 3 dyrn- ar, og höfðu hlaðiö fyrir þær peningapokum. Þeir urðu allir sárir fyrir þeim, er bankann sóttu af liöi Tyrkja. Þeir höf'ðu og hjá sjer sprengitundur. Ekki stálu þeir einum eyri úr bankanum. Þá voru í öðru lypti 4 menn með holkúlur og sprengituudur; í þriðja lypti höfðu tveir menn vörð á embættismönnum og starfsmönnum bankans, er voru þar í haldi. Loks voru í 4. lypti og uppi á þakinu 4 menn með marghleypur og sprengitundur. Þeir ljetu sjer hvergi bregöa, er sárir urðu. Einn hafði verið skotinn í brjóstið og kinnina; liann brá fingri í sárið og drap á tungu sjer, og mælti: »Það er eins og hunang á bragðið; það er hið góða málefni vort, er gert hefir það kraptaverk«. Stjórninni 1 Miklagarði var kunnugt fyrir- fram um samsæri þessará Armeninga að ná valdi á Ottómanabankanum. Hún hafði feng- ið fyrir löngu njósn um stað og stund, er það átti að gerast. Hafa tyrkneskir embættis- menn kannazt við það síöan, enda var það gefiö í skin í ávarpi frá soldáni til þegna hans, er birt var daginn eptir. En þeir vöruðust að hreyfa hönd eða fót til að afstýra því. Þeim þótti lifandi vænt um að hafa það fyrir átyllu til manndrápanna, og höfðu búið sig rækilega undir þau fyrirfram. Fjölda Kurda og annars illþýðis ásamt tyrkneskum borgar- skril hafði veriö skipað í sveitir hingað og þangað um borgina og fengnar í hendur kylf- ur, rýtingar og byssur. Og svo höfðu þeir, er illvirkjunum rjeðu, verið forsjálir, að kenna morðvörgunum það ráð, að varast að myrða eða ræna í því hverfi borgarinnar, þar sem þeir áttu heima hver um sig, svo að þeir þekktust ekki og sendiherrarnir ættu ekki hægt með eptir á að rekast neitt í, að þeim væri refsaö. Þá voru og hafðar nógar kerrur til taks fyrir fram til þess að aka burtu líkum þeirra, er rnyrtir væru. Enn fremur haft nóg herlið og lögreglumenn á verði, til þess að buga alla mótspyrnu af Lálfu þeirra, er myrða átti, eða aðstoða skrílinn til manndrápanna, ef á þyrfti að halda. Það var ljómandi fagurt veður þann dag og krökkt af fólki á strætum borgarinnar. Fáir höfðu neina hugmynd um, hvað gerzt hafði í bankanum. Þá hófust manndrápin og ránin allt í einu fyrirvaralaust og alstaðar jafn- snemma um alla borgina. Útlendar hefðar- konur, er voru á leiö niður að Sæviðarsundi til skemmtisiglinga á gufuskipum, vissu ekki fyrri til, en þær voru umkringdar af morð- ingjum, og horfðu þær á menn vegna þar fyrir fótum sjer. Utlendir kaupmenn vissu ekki fyrri til, en vaðið var að búöarþjónum þeirra við dyrnar hjá þeim og þeir saxaðir niður. Strætin flóðu öll í blóði á sumum stöðum. Hver maöur, sem þekktist að var Armeningur, var veginn tafarlaust og vægðarlaust. Mann-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.