Ísafold - 09.01.1897, Blaðsíða 4

Ísafold - 09.01.1897, Blaðsíða 4
8 drápúnum og ránunum var haldið áfram lát- laust í tvo daga, miðvikudaginn 26. og fimrntu- daginn 27. ágúst, en ekki nema í skorpum á föstudaginn; og ekki ljetti þeim alveg fyr en þriðjudag í næstu viku. Full vitneskja um, hve margir ljetu lífið, fæst aldrei. Sendiherr- arnir gizkuðu á 5—6000; en 8750 sögðu þeir, sem fyrir v/gunum stóðu, í skfrslum sínum til stjórnariunar, auk þeirra, er fleygt var í sjóinn og drekkt. Talan 7000 er meðaivegur. Morðingjarnir eru hálf-grunaðir um að hafa ýkt sjer til frægðar. Hús voru rænd þúsundum saman; sum þeirra áttu Grikkir og aðrir út- lendingar. Hryðjuverk þessi voru framin með allgóðri ráðdeild og reglu; hermenn og lögreglumenn höfðu umsjón og eptirlit með óllu saman, og höfðu þeir borgina fullkomlega á sínu valdi alla þá daga. Það bar ekkert á neinu stjórn- leysi þá. Það er ekki 1/ðurinn og jafnvel ekki skríllinn, sem her ábyrgð á þessum voða- glæp, heldur stjórnin, Tyrkjasoldán sjálfur. Það var hann, sem ljet vinna þetta verk, og það sögðu sendiherrar allra stórveldanna 6 honum upp í opið geðið í sameiginlegu brjefi frá þeim til hans skömmu síðar«. Þannig segir enskur rithöfundur, er staddur var í Miklagarði um þessar mundir, frá þess- um hryllilega atburði. Og hann heldur sög- unni áfram á þessa leið: »Að afloknum þessum manndrápum hefir stjórnin tyrkneska haft það í frammi við Ar- meninga í Miklagarði, sem er litlu mannúð- legra en að rota þá með kylfum eða saxa nið- ur. Það eru eða voru þar í borginni frá 150,000—200,000 Armeninga. Það voru kaup- menn, verzlunarstjórar, bankamenn og skrif- stofumenn hinir og þessir — aðalatvinnurek- endur bæjarins. Sumir höfðu önnur minni háttar störf, voru þjónar eða handiðnamenn og fleira. Allur þessi lyður var gerður bæjar- rækur. Þeir voru eltir eins og óarga dýr um borgina og út um holt og hæðir. Af útlend- um kaupmönnum og atvinnurekendum var heimtað, að þeir rækju alla Armeninga úr sinni þjónustu«. Út iif bæjarstjórnarkosningunni. >»Sd forframaði'i, ferðapistlasnillingurinn heimsfrægi, hefir látið í Ijósi í gær, í blaði sínu »Þjóðólfi«, að sjer fyndist fremur lítið til um orðfæri mitt, hæði í ræðu og riti, í blaði mínu og á málfundum. Það væri nú skárri ofmetnaðurinn, ef jeg gæfi mig ekki i hjartanlegri auðmýkt undir hinn ó- hlutdræga dóm slíks þjóðmærings, orðsnillingsins prúða og andríka, skærnstu stjörnunnar á himni hókmennta vorra, sem þar hefir nú skinið í margt ár, en aldrei lagt af glæsilegri ljóma en síðan ferðapistlarnir útlendu hirtust, þessi gimsteinn í hókmenntum vorum, er langt ber af beztu ferða- lýsingum Eiriks á Brúnum, hera vott nm fram- úrskarandi menntunarþroska, heimspekilega mikil- mennsku, skarpleika, eptirtektarnákvæmni (t. d. samanhurðurinn á hátíðasal háskólans í Kaup- mannahöfn og alþingissalnum hjerna), rjettsýni (Paulli stiptsprófastur pokaprestur, af því hann drepur í skörðin) og smekkvísi (t.d.Þjóðverjar hafa Dani undir rassinum í smáu og stóru), samfara óviðjafnanlegu litillæti, miklu meira, sem nærri má geta, heldur en hjá jafnlítilmótlegum keppi- naut »Þjóðólfs»-guðsmannsins í ferðafrægðinni og dr. Friðþjófi Nansen, þótt verið sje að guma af þvi. Þetta lítillæt.i kom hvergi fagurlegar fram en þegar hann varaðist að segja veitingaþjón- inum í »Himnariki«, hver hann væri {»vjer sögð- um eigi til, hverjir vjer vorum»), til þess að eigi steinliði yfir veslings-piltinn af að vita sigstanda augliti til auglitis við eitthvert frægasta mikil- menni heimsins. Samkvæmt venjulegri og alkunnri hógværð sinni og kurteisi, er hann neyðist til að geta að ein- hverju einhvers mótstöðumanns sins, gerir hann sem allra-minnst úr hrakförum mínum á undir- búningsfundunum undir kosningarnar nm daginn. Þær voru miklu stórkostlegri en hann hefir hrjóst eða samvizkn til að láta almenning vita. Það kvað svo rammt að þeim á fundinum í Bröttu- götu 4. þ. mán., að ekki einungis jeg einsamall, heldur allur þingheimur með mjer, svo hundruð- um manna skipti, fiýði í ofboði út úr fundarsaln- um — undan hinni hljóðu orðsnilld »Þjóðólfs«- mannsins og hinu þrúðmagnaða mælskuflóði mágs hans, hins nafntogaða Demosþeness Þorbjarnar- sen frá Hvanneyri. Það voru svo mörg vitni að þeim ósköpum, að eigi þarf að lýsa því frekara. Hitt vita færri, hvað gerðist á Framfarafjelags- fundinum svo nefnda sama dag, og læt jeg aðra komast að til að segja frá því. B. J. Jeg undirskrifaður formaður Framfarafjelags- ins i Reykjavík votta hjer með, að það er mjög rangt og villandi, sem segir í »Þjóðólfi« í dag af viðureign þeirra Gunnl. Pjeturssonar og B. Jóns- sonar ritstjóra á fundi fjelagsins 4. þ. mán., og alveg tilhæfulaust, að ritstjórinn hafi hörfað af fundi nndan ádrepu Gr. P. eða nokkurs manns annars. Jeg skal hæta því við, að hr. ritstj. B. Jónsson og blað hans Isafold hefir, að mínu á- liti, jafnan komið mjög vel fram við hæjarstjórn- arkosningar hjer, fyr og siðar, og alveg hlut- drægnislaust gagnvart hinnm ýmsu atvinnuflokk- um eða stjettum meðal kjósenda. Reykjavik 8. jan. 1897. Olafur Olafsson, bæjarfulltrúi. Jeg undirskrifaður, er var fundarstjóri á fundi Framfarafjelagsins í Reykjavik 4. þ. m., en fund- arefnið var bæjarstjórnarkosningin daginn eptir, votta hjer með, að þar fór ekkert það fram, er gæti gefið ritstjóra »Þjóðólfs« tilefni til þeirrar árásar, er hann hefir veitt ritstjóra B. Jónssyni í hlaði sínu í dag, og er mjer sjerstaklega kunn- ugt, að hann (B. J.) mátti ekki vera á fundinum lengur en hann var, vegna annars fundar, er ekk- ert átti skylt við bæjarstjórnarkosninguna, og átti að hyrja kl. 5, en hún var yfir 5, þegar hann fór af Framfarafjelagsfundinum, sem hyrjað hafði miklu seinna en vera átti. Framkoma hans á fundinum var ekki hið minnsta ókurteis, og heyrði jeg tekið til þess á eptir, hve vel honum hefði sagzt, þótt þorri fundarmanna væri á öðru máli en hann um 2 bæjarfulltrúa af 5, er kjósa átti, þá Tr. Gf. og Gr. B. Ekki talaði hann aukatekið orð þeim til miska, er hann lagði til að fyrnefndir tveir herrar væri teknir fram yfir. Reykjavik 8. jan. 1897. W. O. Breiðfjörð. Fyrri ársfundur búnaðaríjelags Suður- amtsins verður haldinn 27. dag þ. m. kl. 5 e. m. í leikfimishúsi barnaskólans hjer í Reykjavík; verður þá skýrt frá aðgjörðum fjelagsins hið síðasta ár og fjárhag fjelagsins og rædd ýms önnur málefni fjelagsins. Reykjavík, 8. dag janúarm. 1897. H. Kr. Friðriksson. heldur a ð a 1 f u n d næstkomandi þriðjudag á »Hotel Island« kl 8 e. m. Aríðandi að allir fjelagsmenn mæti. Alþýðufyriríestur stúdentaíj elagsins. ' Sunnudagskvöldið 10. jan. talar landlæknir dr. J Jónassen um líkamshitann. Inngöngumiðarnir fást í búð Bernhöfts bakara kl. 10—4 á sunnudaginn og við innganginn. Hús til sölu eöa leigu í Hafnarfirði, er í góðu standi, með góðum og miklum görðum, og afgirtumtúnbletti. Söluskil- málar Sóðir. Semjamá við Steingrím Guðmunds. son trjesmið i Hafnarfirði. Seldar óskilakíndur í Hjósarhreppi haust- ið 1896: 1., bildóttur hrútur, veturgamall, með tvístýf't framan hægra, sneitt framan, gagnbitað vinstra; 2., hvítur sauður, vetur- gamall, með boðbíld framan hægra. bita apt. vinstra; 8., hvítur lambhiútur, með tvístýft f'raman, ritu i hærra stúf hægra sneitt aptan vinstra; 4., hvítt lamb, með sneitt og stand- fjöður aptan hægra, boðbíld íraman vinstra; 5., svart lamb, með stýfðan helming framan hægra, tvíritað i stúf' vinstra; 6., mórauður lambhrútur, með gagnfjaðrað hægra, hamar- skorið vinstra; 7., svart gimbrarlamb, með sýlt, gagnf'jaðrað hægra, sýlt, bita framan, standfjöður aptan vinstra. Neðra-Hálsi, 31. desbr. 1896. Þórður Guðmundsson. Hús til sölu. Gott og vandað steinhús á Seltjarnarnesi fæst keypt nú þegar er og laust til íbúðar 14. maí 1897. Húsiuu fylgir gott fiskiverkunarpláss, ágæt lending og stórir matjurtagarðar. Lyst- hafendur snúi sjer til Guðmundar Ólatssonar í Melshúsuin fyrir 1. marz 1897. Ungur, reglusamur (algjör bindindismað- ur) og duglegur verzlunarmaður, sem gengið hefir á binn nýjasta og bezta verzlunarskóla í Kaupmannahöfn, og er alvanur veizlunar- störfum, óskar eptir góðri atvinnu frá 1. maí við stærri verzlun á íslandi. Ritstjóri þessa blaðs getur nánari upplýsingar. Húsnæði vill einhleypur leigjandi f'á frá 14. mai þ. á., helzt nálægt miðjum bænum, 2 herbergi, mót suðri og austri, án húsgagna og ekki uppi á lopti. Undirskrifaður tekur að sjer að sníða og sauma aíls konar karlmannsfatnað, hvort heldur er heima eða heiman, tyrir mjög væga borgun. Allt fljótt og vel af hendi leyst. Innri Njarðvík, 3. jan. 1897. Guðmundur lllugason. Óskilatryppi. í Bessastaðahreppi er í ó- skilum veturgamalt mertryppi, jarpskjótt, mark: stig traman bæði. Rejttur eigandi vitji þess til undirskrifaðs og borgi um ieið áfallinn kostn að. Hliði. 8. janúar 1897. Jón Þórðarson. Saltfiskur og liarðfiskur fæst með góðu verði í Ensku verzluninni 16 Austurstrœti. Veðurathuganir íReykjavík, eptir Dr. J. Jónassen jan. Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) Veðurátt k ni tt. | umhd. IIU. trn Ld. 2. — 2 — 1 731.5 731.5 S h d A h d Sd. 8 — 2 — 4 731.5 726.4 0 b A h d Md. 4. — 3 — 1 729.0 739.1 0 b A h b Þd. 5 — 5 — 2 746 8 761.8 0 b A h b Mv. 6 — ‘2 — 1 762 0 7H4.5 A h b A h b Fd. 7. + 4 764.5 764.6 Sa h d A hv d Fd. 8 Ld. 9 + B + 5 + 6 762.0 749 3 751.8 Sahvd Sa hvd Sahvd Framan af vikunni optast logn; snjóaði hjer talsvert aðfaranótt h. 3.; gekk til landsuðurs h. 7: og var hvass af þeirri átt h. 8. með regni. í morgun (9.) sami landsynningur; aliur snjór rjett horfinn aptur. Útgef, og ábyrgðann.: B.lörn Jónsson. ísatöldarprontsmið.ia.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.