Ísafold


Ísafold - 23.01.1897, Qupperneq 2

Ísafold - 23.01.1897, Qupperneq 2
14 þossa venju og þá væri »ver farið en heima setiS«. Þeir telja því of mikiö í hættu lagt me'ð þessari aðferð. Jeg veit nú ekki, á hverju menn byggja það vantraust á hæstarjetti í þessu máli, sem þó aðallega veltur á beinum lögsk/ringum. Jeg drap á þetta tvívegis á síðasta þingi, en heyrðist þá á mörgum, einlc- anlega frumvarpsmönnunum, að þeir væri frá- hverfir því að beita þessu ráði, sem þó hefir augljós lög fyrir sjer. Það kennir auðvitað keims af öðru en »orðapólitíkinni« þeirra; en mögulegt er að þeir hafi haft einhverjar aðr- ar ástæður. Jeg fyrir mitt leyti hefi alls ekki vantraust á hæstarjetti í þessu efni, því það eru ýmsir lögfróðir menn meöal Dana sjálfra oss samdóma um, að þessi stjórnarvenja hafi ekki lög fyrir sjer. Eigi að síöur veit jeg, að tillaga um ákæru mundi ekki hafast fram í neðri deild að svo stöddu — hvað svo sem menn liafa fyrir sjcr í því, og það er langt frá því, að jeg þykist hafa betra vit en aðrir á, hvað hyggilegt er í því efni. Hjer er það nóg, að þetta ráð til að kljá deiluna við rík- isráöið á enda vilja menn ekki eða treystast menn ekki að nota. En úr því það er nú ómögulegt að hafa rjett sinn fram í þessu með því að etja orku og menn hins vegar ekki vilja tefla á tvennt með því að leita dómsúrskuröar, — hvaða ráð eru þá eptir til að fá sjermalin undan- þegin afskiptum ríkisráðsins? Það eitt, að reyna að sannfæra, fyrst okkar eigin stjórn- endur, sjerstaklega ráðgjafann eða ráðaneytið útlenzka—landshöfðinginner hjer a vorumáli — og þar næst, fyrir þess munn, ríkisráðið og Dani sjálfa um, a ð þetta sje löglega skrásett rjett- indi landsins, að það sje landinu skaði, ef þau eru fótum troðin, og, síðast en ekki sízt, a S Islendingar hafi svo mikinn sjálfstjórnar- þroska til að bera, að þeim sje eins vel trú- andi fyrir sjálfsforræði í sínum málum, eins og öðrum þegnum Danakonungs. Til þessa álít jeg nú ráðaneyti, skipað eins og jeg stakk upp á, bezta ráðið, þó aldrei nema sá ráðgjafinn, sem málin bæri fyrir konungj yrði fyrst um sinn að lúta fyrir ríkisráðs- kreddunni dönsku. Með því er engum rjetti afsalaö, ekki frekar en nú er og hefir verið 1 meir en 20 ár. En þetta ráðaneyti hefði hina sterkustu hvöt til að losa sjermálin undan ríkisráðinu. Sú þverloka eða meinloka getur fallið úr sögunni þegar minnst varir, en skipun ráðaneytis hjer, sem hjeldi fram rjetti landsins 1 þessu efni gagnvart ríkis- ráðinu sjálfu, mundi flyta því mikið. En til þess, að þessu fylgi nokkurt afl og þingið ekki verði, eins og það er nú, tannlaus garm- ur, sem getur urrað, en ekki bitið, þá veröur að breyta stjórnarábyrgðinni, að minnsta kosti eins og jeg stakk upp á. Eins og allir vita, horfir þetta alveg öfugt við nú. Það má gjöra ráð fyrir, að ráðgjaf- inn, eins og nú bátta'r til, skoði sig sem and- streðing þessarar kröfu vorrar, en skyldu sína að fylgja ríkisráöinu að máli móti oss, eða svo mun það hafa veriö til þessa. En það er þó í »meira lagi andhælislegt«; og fengist það fyrirkomulag, sem jeg drap á, þá væri það stórt spor í áttina til að kippa þessu burt. Ef nú stjórn vor vildi taka hjer höndum saman við þingið, til þess að snúa málinu við á þessa braut, sem jeg álít mikið vænlegri til árangurs en »kóngslalla«-pólitlkina, þá áliti jeg mjög varhugavert að hafna því. Hjer er talað um, hvaö vjer í svipinn getum sætt oss við sem m i n n s t a samkomu- lagsboö af stjórnarinnar hendi. Jeg hef bent á þetta; aðrir geta bent á, hvað þeim lízt. III. „Dagski-á“ veður reyk. Hún heldur að jeg með orðinu »stjórnar- ráðsfundir«, sem jeg lauslega nefndi og gjörði ráð fyrir hjer á landi, hafi átt við »Statsraad« uppá hádönsku, og hún steytir sig því mjög á því, að slíkt sje óhugsandi, því hjer sje ekki konuugsvald eða fulltrúan þess nefnd, en það hljóti að vera í slíkum samkomum. Þetta er misskilningur. Jeg hjeltað »Dagskrá« væri búin að verka svo dönsku hvítvoðungs- slefjuna úr skilningarvitunum, að hún hefði getaö sjeð, að jeg var ekki að »tala dönsku«. Stjórnarráðsfundirnir gæti, í því sambandi sem jeg nefndi þá, haft mikla og sjálfsagöa þýðing, þó að hugmyndin sje ekki eptir dönsku sniði. Það var gjört ráð fyrir, að e i n n ráð- gjafi bæri málin fyrir konung í umboði alls ráðaneytisins. Hans verk er því »Statsraads«- gjörð, eptir danskri hugmynd. En gjörðir stjórnarráösfundanna eru honum umboð og um leiö band á hann, og ennfremur bókfest vitni, ef kærumál rís, um, að allt ráðaneytið en ekki hann einn, sje í ábyrgðinni. Hún gjörir mjer getsakir um, að jeg segi hjer annað en jeg meina, gjöri mönnum sjón- hverfingar með vísvitandi röngum rökum. Jeg get nú auðvitað virt henni slíkar slettur til vorkunnar; slíkt er örþrifráöiö, þegar rök- semdir brestur, og »börnin læra málið, af því það er fyrir þeim haft«; en leiðinlegt er það, þegar blöð, sem að öðru leyti fara ekki ó- myndarlega og framar vonum stillilega á stað, temja sjer slík óknytti þegar í æsku. IV. Niðurlag. Eins ogjeg þegar ljóslega hefi gefiö 1 skyn, þá dettur mjer ekki í hug, að gjöra þessar mínar bollaleggingar að neinu kappsmáli, ef mjer verður með slcynsamlegum rökum bent á, að jeg líti ekki rjett á málið. En slettur og fúkyrði eru ekki rök 1 mínum augum. Og komi það í ljós, að stjórn vora bresti vilja til að leita samkomulags við þingiö, um þetta mál, þá dettur mjer ekki x hug að blanda mjer í þá orrahríð, sem þar af ris, eins og jeg tók fram í greininni »Fæst orö...«, sem hleypti mestri höfuðsóttinni 1 »Þjóðv.« ísfirzka. Það hefir vakað fyrir mjer, að stjórnin mundi, ef til vill, leita samkomulags; verði það ekki, þá nær það ekki lengra. Af því þau eru, sum af þessum skömmótt- ari blöðum, að krýna mig með einhverju »flokksforingja«-nafni, en gersamlega að ó- verðleikum, þá ætla jeg að taka það skýrt fram, að jeg tala hjer einn fyrir mig, en enga aöra, og segi rjett það sem mjer s^'nist, hvort sem þeim skammasnápum líkar betur eða ver. Kirkjub.kl., 31. des. 1896. Árnessýslu (Ölfusi) 19. jan.: »Hjeðan er ekkert að frjetta, nema sæmilega liðan hjá al- menningi. Þetta einstaka frostleysi, sem er í vet- ur, kemur sjer mjög vel, því að öll mannahý- býli, eins þau, sem stóðu af sjer »hörmungina miklu«, eru nú óvanalega lcöld. Það er óhætt að fara með það, að ekki eitt einasta hús á land- skjálftasvæðinu er jafngott, enda þótt ekkert sæi á þeim í sumar. Þau eru öll gliðnuð og gengin eitthvað xír skorðum; það er auðsjeð á mörgu, t. d. á því, að þau skjálfa öll óvanalega mikið í veðrum, eru óvanalega lcöld og óvanalega mikill súgur í þeim. Allt af er að verða vart við landskjálftalcippi, og það allsnarpa suma; þannig var einn hjer í fyrri nótt, aðfaranótt 18. þ. m., og hann nokkuð harður. Helztu tiðindi hjeðan eru miltisdrep, sem kom upp í Hvammi hjer i sveit viknna 3.—9. þ. m. Drápust úr því 5 hross, þar af 4 sama daginn. Undir eins og það frjettist, fór oddvitinn þangað (presturinn) og annar hreppstjórinn, og voru taf- arlaust gerðar allar ráðstafanir til að hepta út- hreiðslu þess, bæði með vanalegum sóttvai'nar- meðulum og allri mögulegri varúð. Yona menn, að tekið sje fyrir þnö að þessu sinni, þvi að fleira hefir ekki drepizt. En samt er þetta mik- ill skaði fyrir mann, sem áður hafði beðið all- þungan skaða af landskjálftunum. — Sömuleiðis hefir miltisdrep gert vart við sig á Eyrarbakka og, að sagt er, á Loptsstöðum«. Liúaleprt hatursmál hefir óhlutvöndum mönnum tekizt að gera xxt ixr því, að ekki tókst að fóðra álygarnar á annan lögreglu- þjóninn hjer (Þorv. Björnsson) um að hann væri valdur að fráfalli Jens heit. Jafetssonar, heldur reyndist enginn fótur fyrir þeim, er málið var prófað fyrir rjetti, o. s. frv. Fyrst var maður, er bar hefndarhug til lögreglu- þjónsins fyrir »innsetningu« eptir beinni skip- un sjálfs lögreglustjórans, vegna óspekta, fenginn til að safna undirskriptum undir á- skorun til bæjarstjórnarinnar um að víkja honum frá sýslaninni. En honum vaxð svo nauöalítiö ágengt, að ekki þótti haldandilangt með það. Lá þá málið niðri um hríð. Þangað til að nxx nokkru eptir nýárið kemur nafn- laus uppástunga brjefleg á »Framfarafjelags«- fund um, aS það taki málið að sjer til flutn- ings við bæjarstjórnina. Þar var og kosin 3 manna nefnd til að semja brjef (afsetning- aráskorun) til bæjarstjórnarinnar. Einn hinna kosnu manna afsagði að gegna því, þegar er hann frjetti að hann væri kosinn; annar gekk úr skaptinu innan skamms og sór sig og sárt við lagði, að hann kæmi ekki nærri málinu framar; en hinn þriðji skrásetti skjaliö, fekk það hreinskrifað í allstórt blaðahepti, til þess að nóg yrði rxxm fyrir undirskriptasæginn, leggur síðan af stað með miklum vaskleik, en gafst von bráðara upp og fær þá skjaliS öðrum manni, er sökótt átti við lögregluþjón- inn fyrir það, aS hann hafði kært hann í sumar fyrir lögreglubrot, sem sannaðist á manninn með vitnum, þó að hann þrætti fyrir, og bakaði honum sekt. Þessi gai-pur fekk sjer nesti og nýja skó og ljetti eigi fyr en komin voru á skrána um 100 nöfn talsins. Hvað margt af því hafa verið atkvæðisbærir menn og hvað margt ekki, mun ekki full- kunnugt; en mjög fáþekkt voru nöfnin flest öll: af bændafólki helztir 2 bræður undir- skriptasmalans, af verzlunarstjett 2 einna smæstu verzlarar bæjarins og 1 assistent, af handiSnamönnum 1 eða 2, og enginn em- bættis- eða menntamaður. En fáa mun þar hafa vantað af þeitn, er telja sig eiga lög- regluþjóninum grátt að gjalda fyrir hlutdeild 1 að þeir höfðu komizt einhvern tíma undir manna herxdur, fyrir smá brot eSa stór. En hvað sem því lxður, þá var ekki látið betur en svo yfir þessum feng, er á Framfarafje- lagsfund kom næst (sunnudaginn er var), að fjelagið — »frestaöi málinu um óákveSinn tlma«, sem á almennu máli er vant að þýða sama sem að hætta öllum tökum. Undirskriptasmalarnir höfðu fengið það svar hjá sumum mjög merkum mönnum, aS ef þeir hefðu komið með áskorun í gagnstæSa átt, um að lögregluþjónn þessi sæti sem fast- ast 1 embætti sínu, þá hefSu þeir skrifað und- ir. Það vita og þeir, sem hjer eru kunnugir og

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.