Ísafold - 17.02.1897, Page 2
Höf. tekur það fram í niðurlagi greinar
sinnar, að varlega sje bregðandi snögglega út
af þeirri hvbjlagerð, er orðið hefir lenzka hjer
á landi sakir efniviðarleysis og eldiviðar. —
Við þessar rækilegu og í margan máta nyt-
samlegu beDilingar hins mikilsvirta höf. skulu
gerðar lítils háttar athugasemdir síðar.
IV.
Eptir Philip Srnidth húsgerðarfræðing.
Ágrip.
Þ.að er, svo sem fyrr er getið, fyrir góð-
gjarnlega inilligöngu dr. Edv. Ehlers í Khöfn,
hins þjóðkunna holdveikislæknis og oss mjög
velviljaða — þrátt fyrir allt —, er sá mað-
ur leggur til þessa rnáls nokkrar bendingar
almenns efnis, sem hjer skulu tínd úr helztu at-
riðin, er hjer viröast geta að liði orðið. Vegna
gersamlegs ókunnugleika hjer treystir hann
sjer, sem vonlegt er, ekki til að fara neitt
ytarlega út í efnið. Það er, eins og hefir ver-
ið margtekið fram áður, óhugsandi, að slíkir
menn geti orðið oss að hálfu liði meo öðru
móti en að þeir komi hingað sjálfir og kynni
sjer það sem þeir þurfa til þess að geta leyst
úr því, sem undir þá þarf að bera, en til þess
eru þeir að öðru leyti raanna langfærastir.
Það er með öðrum orðum frámunaleg bernska
eða skynsemis-meinloka, að vilja hafna slíkri
liðveizlu, —liðveizlu þeirramanna, er hana geta
bezta í tje látið.
Höf. þessi minnist fyrst á hússtæðið, hve á
ríðandi sje að velja það vel: þar sem vatni hall-
ar frá, en ekki að; þar sem ekki er áveðra,
og ekki undan sól; ekki mjög nærri hárri
brekku eða holti eða annari mishæð, þótt skjól
sje gott, vegna þess að þar sje rakasamara
en á bersvæði; ekki mjög nærri mýri eða öðru
votlendi, þótt þurrt sje vel þar, sem húsið á
að standa. Bezt að jarðvegur undir húsum
sje sendinn eða malarkenndur, af því að þar
sígur bezt frá; slíkur jarðvegur er eigi að
síður traustur vel, sígur ekki saman. En
megi til að byggja þar sem leir er undir,
verði að varast að það sje í halla, vegna þess,
að leirinn geti runnið sundur í mikilli vætu
og húsið skrikað. Sje byggt neðarlega í halla,
þar sem klöpp er undir, sje hætt við upp-
göngu eða miklum raka upp úr jörðinni, með
því að rigningarvatn sígi gegnum moldina
ofar niður á klöppina og renni eptir henni.
Mold undir húsi skuli jafnan grafa burtu;
hún sje ekki annað en rotnaðar gróðrarleifar,
og haldi rotnunin áfram undir húsinu, geti
það bæði orðið þeim til heilsuspillis, sem í
húsinu eru, og sveppur lagzt á viðinn. Skólpi
og öðrum óhreinindum bezt að veita þannig
burtu, að rennslið fari út í á eða læk, en var-
ast að láta það geta síast saman við neyzlu-
vatn. Skólprennur frá húsum eigi að hafa
svo djúpt í jörðu, að frost nái ekki til þeirra,
og láta þær hafa mikinn halla (1 : 50).
Þá minnist höf. á grunna undir hús, lopt-
smugur o. fl., og er það líkt og hjá F. A.
Bald.
Hlyastir timburveggir segir hann sjeu úr
plægðum bjálkum lárjettum, og þiljur á inn-
au. Ohollt sje að byggja úr mjög hörðu eða
þjettu grjóti; bezt að það sje nokkuð gljúpt,
en þó svo, að það sjúgi ekki í sig raka um
of eða frostjetist. Sje haft járn utan á hús-
um, til að verja raka eða leka, megi ekki
leggja það alveg á súðina, — þá feyi það
frá sjer vegna slagnings, — heldur hafa iista
á milli. Asfaltpappi segir hann sje góður ut-
au á hús, en vel plægt þurfi að vera þar
undir, til þess að vindur komist ekki undir
pappann og losi um hann.
Sje pappi hafður á þau, segir hann að það
megi ekki hallazt meira en 25° (þ. e. rúml.
1 /4 af rjettu horni). Þök sje bezt að standi
nokkuð langt út af veggjunum. Ibúðarher-
bergi ríði á að viti mót sólu, sjeu björt vel
og megi opna þar glugga; geymsluklefar og þess-
háttar undan sólu. Odýrara og betra að hafa
hýbýlin undir einu þaki en að skipta þeim í
mörg hús og smá.
»Ölmususóttin íslenzka*. IJtafgrein-
um þeim í Isafold í haust hofir mikið mesk-
ur landi einn í Khöfn skrifað ritstjóra Isa-
foldar:
»Jeg er yður mjög þakklátur fyrir að þjer
hafið fundið að sníkjunum í Danmörku og
annarstaðar erlendis, sem er þjóðinni til minnk-
unar. Með sníkjum öflum vjer oss aldrei
virðingar góðra manna og komust ekkert á-
fram á rjettri leið. Það er óliæfa að gera út
menn til annara landa í þeim erindum, eða
jafnvel að vjer sjálfir leitum erlendis samskota
og gjafa til þess, sem vjer eigum að gera
sjálfir. Það er slæmt þegar þetta er gert fyr-
ir smáfyrirtæki, sem mönnum eru eigi ofvaxin
og þeir eiga að gera sjálfir, t. d. smá sjúkrahús
smákirkjur, en það er eigi betra, er menn
snapa út um víða Evrópu til stórfyrirtækja,
er forgöngumennirnir trúa eigi á og enginn
núlifandi maður mun sjá á stofn sett. Ernst
lyfsali hefði að líkindum eigi lagt í leiðang-
ur sinn, ef hann hefði eigi haft skoðun all-
margra þar eystra að bakhjarli. Hjer mælist
illa fyrir för hans; Dönum þykir, eins og von
er, nokkuð margt í einu að gefa til á Islandi;
má heyra þess getið við ýms tækifæri, og það
má nærri geta, hvort eigi er stundum gert
)>grín« að því.
Slíkir sendimenn, sem verða svona Islandi
til háðungar, særa alla góða íslendinga hjer.
Það eru hjer nokkrir landar, sem reyna að
nota hvert tækifæri til þess að efla heiður Is-
lands, og sýna það, að manndáð sje í Islend-
ingum, en að þeir sjeu eigi svo framlcvæmd-
arlausar rolur, eins og þeir eru sagðir. Þess-
ir menn hafa íhugað það, hvort eigi væri rjett
að láta grein ísafoldar um ferð hr. Ernsts
koma út í dönskum blöðum, en þeir hafa eigi
gert það í þetta sinn. [Því ekki? Er ekki nóg
komið af ósómanum?]. En komi slíkir sendi-
menn optar heiman frá íslandi aptur, þá mega
þeir búast við slíkri viðtöku. Menn vilja eigi
þola það, að Islandi sje gerð slík háðung, og
það mun þá verða sýnt, að þar búa líka
menn, er hugsa um sóma landsins og virð-
ingu.
Menn mega ekki rugla saman slíkri fjár-
beiðslu við það, að útlendingar sjálfkrafa veita
oss hjálp, er stórtjón af náttúrunnar völdum
ber að höndum — slíkt er gert meðal mennt-
aðra þjóða, — heldur eigi við það, er útlend-
ingar taka upp hjá sjálfum sjer að safna til
íslenzkra stofnana og endurbóta; þó væri okk-
ur miklu sæmra að gera slíkt sjálfir, svo sem
með holdsveikina. Það er óheppilegt, er út-
lendingar á íslandi, svo sem sr. Frederiksen,
safna gjöfum erlendis handa stofnun sinni.
Útlendingar blanda því saman við ísland og
íbúa þess; svo gerði »Politiken«, er sagði að
Fr. safnaði handa íslendingum. Kitstjórnin
var látin leiðrjetta það.
Af Ernst lyfsala er margt að segja; hann
er áfjáður; hefir heimsótt auðmenn, er eigi
hafa viljað sinna honum; 2. gjafalisti frá hon-
um í Berlingi 21. desbr.; þar taldar 768 kr.«.
Uni
íslenzka fóðurjurtafræði
eptir
Stefán Stefánsson.
I.
Alitr Fp.jlhergs d búnaðarfrœðslu vorri.
/slenzk búfrœði ekki til.
Föðurjurtafrœðin höfuðt/rein islenr.hra búvisinda.
Isafold á mikið þakklæti skilið fyrir að
hafa flutt lesendum sínum álit afbragðsmanns-
ins P. Feilbergs á framfara-viðleitni vorri-
Það má óhætt fullyrða, að ekki hafi aðrir heim-
sótt oss, er betra skyn beri á landbúnað og
allt sem að honum lýtur en Feilberg, því
hann er maður vel lærður í búnaðarvísindum
og framúrskarandi glöggsær og eptirtektasam-
ur um allt, smátt og stórt, sem að einhverju
leyti snertir landbúnað. Þegar hjer við bæt-
ist, að hann hefir um mörg ár hat't mikinn á-
huga á íslenzkum búnaðarframförum og hefir
leitazt við eptir föngum að kjmna sjer hjer
allar ástæður, þá hlýtur hann að skilja betur
en nokkur annar útlendingur, hverjum skil-
yrðum ísl. landbúnaður er háður, og skoðuir
hans á búnaðarmálum vorum að hafa enn
meira gildi.
Það eru aðallega tvær mikilsverðar bending-
ar, sem Feilberg gefur oss í búnaðarlegu til-
liti. Hin fyrri er sú, að búnaðarskólar þeir,
sem vjer höfum, eigi einkum að leggja á-
herzlu á verklega menntun og kunnáttu. —-
»Þeir eiga um fram allt«, sagði hann við mig,
»að vera vinnuskólar,þar sem menn gætu lært
nýjar og betri aðferðir við hin ýmsu búnað-
arstörf, lærðu að nota hentugri verkfæri og
hagnýta sem bezt afurðir búsins o. s. frv.
Yfir höfuð ættu skólarnir að leitast við að
gera menn að praktiskum bændum, óbreytt-
um liðsmönnum í búnaði«. Samfara þessai'i
verklegu kennslu ætlast hann auðvitað til að
nemendur fái tilsögu í helztu undirstöðuatrið-
um búvísindanna, sem mesta praktiska þýð-
ingu hafa, en um vísindalega kennslu geti
ekki verið að ræða á þessum smáskólum.
Þessu líkt hefir Torfi í Olafsdals og ýmsii'
hinir vitrari og praktiskari menn vor á með-
al hugsað sjer að búnaðarskólarnir ættu að
vera. En þeir hafa ekki komizt upp með
það, því meiri hluti manna hefir álitið sjálf-
sagt að búnaðarskólarnir væru um leið al-
mennir menntaskólar, er veittu nemendum
sínum fræðslu í landafræði, sögu, dönsku 0.
s. frv. En þetta er, eins og hver maður sjer,
allsendis óviðkomandi hinu eiginlega búfræðis-
námi og því mjög óheppilegt að eyða til þess
miklum hluta af hinum stutta námstíma, er
eingöngu ætti að verja til búfræðslu.
En hvernig er nú þeirri búfræðslu varið,
sem búnaðaiskólar vorir geta veitt?
Hún er og blýtur að vera útlend að mestu
leyti. Islenzk búfræbi er enn ekki til. Allt
sem kennt er hlýtur mestmegnis að vera byggt
á útlendum rannsóknum og útlendri reynslu;
því íslenzk búnaðarreynsla er cnn öll á reyki
og í molum og meira og' minna ófullkomin;
menn hafa ekki kunnað eða ekki haft tæki á
að gjöra tilraunir, sem veittu áreiðanleg svöi'
og óyggjandi sannanir. Auðvitað er sumt af
því, sem kennt er, svo almennt og algilt, að
það á alstaðar við, eins hjer eins og í öðr-
um löndum; en þegar kemur til hins sjer-
staka, til hins íslenzka, sem mest ríður á, þá
verður það mestallt í lausu lopti, tómar lik-
indagetgátur, sem nálgast stundum hið rjetta,
en auðvitað eins opt og optar fara fjarri ölÞ
um sanni, því hjer vantar alla undirstöðu,