Ísafold - 20.02.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.02.1897, Blaðsíða 2
49 ræktar. »Hjer í sveit<(, segja þeir, »er ekki hægt að rækta neitt nema þessa túnskækla og þeir eru í dágóðri rækt; heyskapur getur því aldrei orðið hjer til neinna muna og við verð- um að treysta á útiganginn<i. Engu að síð- ur mun meiri hluti manna vera þeirrar skoð- unar, að því aðeins geti kvikfjárrækt vor tek' ið verulegum framförum og orðið trygg at’ vinnugrein, að útigangstraustið hverfi og menn setji eingöngu á fóðtjrbirgðirnar. A síðustu árum hefir í flestum sveitum landsins vaknað töluverður áhugi á því, að rækta betur jörðina, til þess að auka heyaflann og talsvert er árlega unnið að hinum svo kölluðu jarðabótum. Mjer kemur sízt til hug. ar að gjöra lítið úr þessari lofsverðu viðleitni, sem víða hefir þegar haft allmikinn árangur, en jeg þykist ekki taka ofdjúpt í árinni, þótt jeg segi, að árangurinn hefði almennt orðið langt um meiri, ef jarðabætur þessar hefðu verjð unnar með meiri þekkingu. Jeg hef allt of víða sjeð »jarðabætur«, sem fremur hefði mátt kalla jarðskemmdir, eins og t. d. að kosta fje til þess, að rista grassvörðiun af allgóðum túuum snemma að vorinu, pæla einhvern veginn sundur þúfurnar, bera lítið eða ekkert í flagið til jarðvegsbóta og þekja svo ekki yfir það fyrri en komið er fram á sum- ar og grassvörðurinn er skrælnaður og dauður. Eða þegar menn hálfþurka upp votar og all- grasgefnar m/rar, svo þær hætta að spretta, veita lækjum á hallandi tún og láta þá falla tímunum saman yfir þau í stríðum straumum, svo mikið af frjóefnum jarðvegsins skolast burt og fer til ón/tis o. s. frv. En þótt það sje fremur sjaldgæft, að jarðabóta-viðleitni manna misheppnist algjörlega ug jafnvel verði til jarð- .skejnmda sökum þekkingarskorts, þá má hitt heita altítt, að ræktunartilraunir manna verði árangurslitlar í sapianburði við það, sem þær gætu orðið vqgna hins almenna og næstum því algjörða þekkingarleysis í þessum efniim, og er óþarfi að fjölyrða um slíkt. Til þess að gras- eða fóðurjurtaræktiu geti tekið verulegum framförum, verður því að auka þekkinguna á öllu því, er hjer að 1/tur. Vjer verðum að koma okkur upp íslenzkri fóður- jurtafræði, byggðri á víðtækum og fjölbreytt- um rannsóknum, og gjöra þekkinguna á meg- inatriðum hennar sem almennasta meðal bænda- 1/ðsins. Fyrst og fremst verða menn að þekkja all- ar hinar helztu plöntur hjer á landi, sem not- aðar eru eða notaðar verða til fóðurs. Vjer verðum að vita, hvaða plöntutegundir það eink- um eru, sem mynda góðxx töðuna okkar, flæði- engjaheyið holla og kraptgóða, og Ijelega og óholla m/raheyið o. s. frv. Vjer verðum að þekkja nöfn og aðaleinkenni á þessum plönt- um, svo vjer getum greint þær hvora frá ann- ari. Þetta er fyrsta sporið til frekari þekk- ingar, inngangur eða máske rjettara sagt fyrsti þáttur fóðurjurtafræðinnar. En bændur vorir flestir og búfræðingar kunna ekki svo mikið sem þennan inngang. Það er lieldur ekki við því að búast; hvar ættu þeir að hafa lært hann? Þótt nú þekkingin á nafni og ytri einkenn- um fóðurjurtanna sje nauðsynleg byrjun, þá er hún út af fyrir sig auðvitað einskis virði í praktisku tilliti, ef henni er ekki samfara þekk- ing á lífseðli og þróunarskilyrðum plöntunn- ar eða sambandi hennar við hina dauðu nátt- úru annars vegar og svo á næringargildi henn- ar fyrir kvikfje vort hins vegar. Frá þessum tveim hliðum verðum vjer að þekkja hverja fóðurplöntu svo nákvæmlega sem auðið er. Meðan þessa þekkingu vantar. verður öll fóð- urjurtaræktun á voru landi meira og minna af handa hófi og út í bláinn, og öll fræðsla í þessum efnum á búnaðarskólum vorum lxelbert kák. Rannsóknir í þessa átt eru því bráð- nauðsynlegar: þær þyrftu að hefjast nú þegar og með talsverðu afli, því þær eru erfiðar og ekkert áhlaupaverk. Það virðist nokkuð öfugt og næsta óhyggilegt, að kosta 4 búnaðarskóla og heimta af þeim, að þeir fræði nemendur sína um undii’stöðuatriðin í þeim búfræðum, sem að mestu gagni mega koma fyrir þá og landið; en láta það afskiptalaust, hvort skólun- um er þetta mögulegt eða eigi, og að ekkert skuli gjört af hálfu hins opinbera til þess að leggja undirstöðuna undir íslenzka búfræði. Rannsóknir þær sem hjer er um að ræða eru svo kostnaðarsamar, að ekki er nokkrum ein- stökum manni ætlandi að takast þær á hend- ur upp á eigin sp/tur eingöngu. Það verður að kosta þær að miklu leyti af almannafje, enda liggur það beint við og er sjálfsagt. III. ttlenzlc fódurjurtafrœði verður að bygyjast d inn- lendum rannsóknum. Það sem fyrst liggur fyrir er að rannsaka, af hvaða plöntutegundum hinar algengu hey- tegundir hjer á landi eru samsettar. Verður það með því móti, að rannsaka slægjulönd víðs- vegar um allt land, bæði tún og útengi. Um leið yrði nákvæmlega að gefa gætur að öllum ytri skilyrðum, sem plönturnar hefðu við að búa, svo sem landslagi, jarðraka, jarðlagi og mörgu fl. S/nishorn af heyi og jarðvegi þyrfti að taka sem víðast til efnarannsókna; slík s/nis- horn ættu líka að geymast í sjerstöku safni eða í náttúrugripasafni landsins, sem reyndar lægi beinast við. Með þessu móti yrði með tímanum hægt að kveða á um það með áreið- anlegri vissu, hver lífsskilyrði eru hentugust og nauðsynlegust hverri plöntu. Samhliða þessum rannsóknum mætti nokkuð kynna sjer fóðurgildi jurtanna, með því að spyrjast fyrir um hjá bændum, hvernig hey reyndist af slægjulöndum þeim, sem rannsökuð væru. Auðvitað yrði að fara mjög varlega í það að byggja mikið á þeim sk/rslum, en nokkuð mætti á þeim græða. Samfara rannsóknum þessum úti í náttúr- unni yrðu, eins og áður er á vikið, að vera efnarannsóknir á jarðvegi, áburði, vatni og svo plöntunum sjálfum. Þekking á efnasam- setning plöntunnar er þó ekki einhlít til þess, að ákveða fóðurgildi liennar og hollustu. Það verður beinlínis að gjöra fóðx-unartilraun- ir, til þess að geta sagt með vissu, hvaða hey- tegund er bezt og hollust hverju d/ri. Enn fremur þyrfti að gjöra nákvæmar ræktunar- tilraunir með hinar helztu fóðurplöntur, til þess að kynnast sem bezt eðli og þróunar- skilyrðum þeirra. Þegar ísl. fóðurjurtafræði byggð á slíkum rannsóknum og í sambandi við hana jarðvegs- fræði væri búin að ná nokkurri fullkomnun, þá væru hornsteinarnir lagðir undir ísl. bú- fræði og vegurinn ruddur fyrir alls konar búnaðarframfarir. Þá þyrfti jarðyrkjan ekki framar að vera neitt fálm. Menn vissu hvað þeir væru að gjöra og gerðu það af skynsam- legu viti, en ekki út í bláinn eða sakir fomi'- ar venju. Þá myndu bændur ekki ár eptir ár verja ærnu fje til þess að rækta þ/fða ó- ræktarmóa með litlum afurðum í samanburði við tilkostnað og fyrirhöfn, eingöngu fyrir þá sök, að þeir hafa um nokkrar aldir verið kall- aðir tún, en láta m/rina út frá túninu, sem með örlitlum kostnaði mætti gjöra að bezta engi, afskiptalausa. — Þá vissi bóndinn líka, hvers vegna taðan af sumum pörturn túnsins vajri ljettari en annarsstaðar; hann vissi að það væri af því, að þar yxu grastegundir, sem væru rvrari fóðurjurtir en gx’ös þau, er yxu anuarsstaðar á túninu, og enn fremur að grös þessi yxu þar vegna þess, að skilyrðin á þess- um stöðum væru þeim hentug, en óhentug hinum betri gi’astegundum. Hann myndi þá ekki lengi horfa á þessa bletti aðgjörðalaus, eins og menn gjöra nú, heldur reyna ef hæg't væri að breyta skilyrðunxun, svo að hinar r/ru grastegundir yrðu að þoka fyrir hinum betri og taðan yrði jafngóð af öllu túninu. Slík dæmi mætti telja endalaust; en jeg hygg það óþarft með öllu, því jeg trxii ekki öðru en að öllum skynberandi mönnum sje af því, sem þegar er sagt, augljós nauðsyn og nytsemi þessarar þekkingar. Einhverjir kunna þó að spyrja: Yaxa ekki allar okkar fóðxxrjurtir í öðrum löndum og er ekki búið að rannsaka þar allt þeirra eðlisfar og gildi? Er ekki hægt fyrir okkur að fara eptir því, sem menn vita um þær annarsstað- ar, því þeim hlytur að vera líkt háttað hvar sem þær vaxa? Margar af fóðurjurtum vor- um eru að vísu algengar í nálægum löndum, og þar hefir eðlisfar þeirra og næringargildi verið í’annsakað að meira eða minna leyti. En af því að þær eiga hjer við önnur náttúru- skilyrði að húa, bæði hvað jarðveg og loptslag snertir, þá eru allar líkur til þess, að þær sjeu nokkurs annars eðlis en systur þeirra erlend- is. Hinar fáu efnarannsóknir, sem gjörðar hafa verið á ísl. heyi, benda heldur í þá átt, og þegar þess er enn fremur gætt, að marg- ar plöntur lifa hjer og dafna vel, við önnur náttxxrusldlyrði en erlendis, þá má ætla, að lfkt geti átt sjer stað með /msar fóðurplönt- ur. Sumar plðntur vaxa hjer t. d. á þurr- lendi, sem erlendis vaxa á deiglendi; aðrar vaxa hjer til fjalla og langt inni í landi, sem einkum eru strandplöntur annarsstaðar o.s.frv. En þósvoværi, aðhinar algenguútlendu fóðui’- plöntur væru að öllu eins hjer og erlendis, þá ber þess að gæta, að margar fóðurplöntur eru algengar hjer og því mikilsverðar fyrir oss, sem sjaldgæfar eru utanlands, og þar hefir þeim því enginn gaumur vcrið gefinn. Jeg skal d. t. nefna starartegund eina (Carex cryptocarpa — gulstör), er jeg samkvæmt athugunum mínum óhikað tel eina hina mik- ilverðustu fóðurplöntu hjer a landi. Hún er ekki til í Danmörku og lítið af henni í Skandin- avíu, að minnsta kosti þ/ðingarlítil þar senx fóðux’jurt. Hjer er hún aðaltegundin á öllum hinum beztu votflæðiengjum, sem jeg hefi komið á. Sumstaðar eru stórir flákar alvaxn- ir nálega eingöngu þessari tegund, og þar er heyinu alstaðar hælt sem ágætu fóðri bæði handa kúm og sauðfje. í sumar benti jeg Feilbergá þessa plöntu, og liann fjekk dálítið af gulstararheyi til efnarannsóknar. Margar fleiri plöntur rnætti nefna, sem að litlu eða engu er getið í xxtlendum fóðurfræð- isritum, en sem algengar eru á slægjulöndum vorum og mynda meiri eða minni hluta þess heys, sem aflað er árlega hjer á landi. Hún hlyti því að verða harla götótt, sú fóðurjurta- fræði, sem mestmegnis væri þ/ðing á útlend- um bókum þess efnis, og lítið á henni að byggja, jafnvel ekki hvað þær fóðurplöntur snertir, er sameiginlegar eru fyi’ir ísland og nágrannalöndin. Margar plöntur, sem taldar eru einkis n/tar eða ljelegar fóðurjurtir í út- lendum grasfræðisbókum, verða að teljast hjer meðal hinna betri fóðurjurta. í dönskum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.