Ísafold - 17.03.1897, Page 3
67
ræðisveg okkar, landsins barna, þá er sannarlega
tetur gjört en heima setið að hleypa slíkum pilt-
iffl að fyrir rýrt lóðargjald. Það vill sannast á
°ss málshátturinn, að »fátækum sje flest hoðlegt*.
Botnverpingar, sem varla eru friðhelgir í landi
sínu, Skotlandi og Englandi, fá að vaða hjer yfir
að úsekju, og svo fá hvalveiðarar að setjast hjer
að hvar sem er, og fá færri en vilja þá á sina
1 óð«.
Snaefellsnesi 24. fehr.: »Afli hrást algjör-
lega siðastliðið haust í Olafsvík, og má heita ný-
hinda þar. A Sandi var haustvertíð með hetra
ffióti; hæstir hlutir nálægt 600. Nú sem stendur
«r mjög gott útlit með afla í Olafsvik og líka
utan Ennis, en umhleypingatíð hamlar mönnum
frá að geta notað það. Byggðarlagið kringum
Jökul þolir ekki mörg fiskileysisár, því að fá-
tæktin er hjer mjög almenn; sjerstaklega mun
Neshreppur utan Ennis vera mjög hágstatt sveit-
arfjelag. Hreppi þeim hefir mörg undanfarin ár
sífellt hnignað, en meiri hlutinn af hans apturför
®r sjálfsagt fremur af (einstakra) manna völdum
«n náttúrunnar.
Neshreppur innan Ennis er að mun betur á sig
kominn, og eflaust hetur mannaður. Olafsvík er
orðin allsnoturt kauptún, hýsing þar tekið mikl-
um framförum á undanförnu 8 ára tímabili, timh-
urhús fjölgað að miklum mun og hæjahygging
komin í allgott horf; sjávarútvegur talsverður,
einkum haust og vor. Enn sem komið er er þar
enginn þilskipaútvegur, en líklegt er, að úr þessu
verði farið að koma þar upp þilskipaútveg, ekki
sizt ef bátafiski fer i.j' reynast stopulla en verið
liefir undanfarið.
I Olafsvík er nú, fyrir ötula forgöngu einstakra
og helztu manna þar, stofnað hindindisfjelag;
komnir í það 70—80 manna á skömmum tíma.
Verði drykkjuskap útrýmt úrOlafsvik og hreppun-
um þar í kring, er vonandi að efnahagur manna
hatni, þvi að mörg undanfarin ár hafa verið seldir
áfengir drykkir við Olafsvíkurverzlanir fyrir um 8000
kr. á ári. Þessi bindindishreyfing er óhætt að
fullyrða að muni vera að undirlagi hins valin-
kunna atorkumanns, Björns kaupmanns Sigurðs-
sonar, sem nú er eigandi að hinni gömlu Clau-
sens-verzlun í Olafsvik. Menn gjöra sjer heztu
vonir um, að hr. B. Sigurðsson hæti að mun úr
hinum erfiðu verzlunarviðskiptum, sem Jöklarar
hafa orðið að húa við mörg undanfarin ár.
Til verklegra framfara er heldur fátt, sem tal-
ið verður. Jarðahætur i hvorugum Neshreppnum
að nokkrum mun, en þó skal þess getið, að um-
boðsmaður E. Markússon, sem nú hefir ábúðina
á jörðinni Olafsvík, ljet síðastliðið sumar vinna
allmikið að túngarðalileðslu og skera skurði
jörðinnl til hóta. Einnig hefir síra Helgi Arna-
son látið girða og sljetta allstórt tún í óræktar-
móum. Ennfremur má geta þess, að Bjarni Þor-
kelsson i Olafsvik, atorku- og reglumaður og hag-
leiksmaður mikill, ætlaði til Noregs með siðustu
ferð »Vestu«, til þess að kynna sjer skipagjörð
Norðmanna og fleira, er að sjávarútveg lýtur, en
varð að hætta við það áform sitt að þessu sinni,
af því að »Vesta« brá öll loforð um komu sina
a Breiðafjörð.
Heilsufar fólks er með hezta móti; enda er það
hentugast, því að allerfitt er að ná til læknis úr
uthreppum sýslunnar, úr því að enginn aukalækn-
er i Ólafsvik, síðan (fisli Pjetursson fór, sem
oiargir söknuðu. Hann reyndist lipur læknir og
Jrengur góður. Emhættismenn okkar Snæfellinga
eru flestir í góðu lagi. Prófastur vor er maður
®jög siðsamur og reglusamur; Lárus Bjarnason
sýslumaðar reynist hjer gegnið og röggsam-
^egt yfirvald, og get jeg til, að hann muni á-
vinna sjer góðan orðstír hjer í sýslu.
Arnessýslu (Eyrarh.) 8. marz. Þann 6. þ.
C* l- fyrst róið og varð lítið um afla; 2—4 í hlut.
Þorlákshöfn álíka, utan 1 skip, er fjekk 6 í hlut.
hyrirlestra um hindindi þann6.og um kveunrjett-
|ndi L þ. m. hjelt ungfrú Olafía Jóhannsdóttir
1 húsi Groodtemplara hjer. Húsið var í bæði
skiptin fullt af áheyrendum. Þótti henni mjög
vel mælast og skipulega.
Að öllu forfallalausu kemur
gufuskipið Eg-ill
til Keykjavikur i byrjun júnimánaðar eins og að
undanförnu, til þess að sækja þangað sunnlenzka
sjómenn og vinnufólk og flytja það til Austfjarða.
Skipið kemur til Iteykjavikur beint frá Austfjörð-
um og flytur því greinilegar frjettir um is, fiski-
afla o. fl. I skipið verða settar þilrekkjur til
bráðahirgða og sömuleiðis eldavjel á þilfari til
þess að hita í vatn og fleira. Viðkomustaðirnir
verða hinir sömu og að undanförnu á Suðnrlandi
og enn fremur kemur það við í Vestmannaeyjum.
Loks kemur það á alla firði austanlands. Skipið
fer eina, tvær eða þrjár ferðir eptir því hve marg-
ir óska flutnings. I miðjum september hefur skip-
ið aptur ferðir sinar til þess að flytja menn heim
og kemur þá á allar hinar sömu hafnir sem fyr,
hæði austanlands og sunnan, ef veður leyfir. Þá
fer skipið tvær eða fleiri ferðir og verður það
nánar auglýst síðar. Tilgangurinn með þvi að
hyrja heimflutningana svona snemma er sá, að
umflýja illviðri þau, sem vanalega eiga sjer stað
í októbermánuði.
Skipið fer allar ferðirnar sunnan um land. Ear-
gjald verður 10 kr. hvora leið.
p. t. Kaupmannahöfn, 15. jan. 1897.
O. Wathne,
utanáskript á Seyðisfjörð.
Slipsisnál hefir tapazt á götum bœjarins.
Ritstj. vísar á eigandann.
Proclama.
Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu
brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla
þá, er telja til skuldar í dánaibúi Einars heit-
ins Hagalínssonar frá Stað í Grunnavík, er
drukknaði seinastliðið vor, að lýsa kröfum sín-
um, og sanna þær fyrir oss undirrituðum erf-
ingjum hins látna áður en 6 mánuðir eru liðn-
ir frá seinustu birtingu auglýsingar þessarar.
Með sama fyrirvara er einnig skorað á alla
þá, er skuldir eiga að greiða tjeðu búi að
borga þær til Samúels bónda Þorkelssonar í
Kvíum.
Kvlum, Hrafnfjarðareyri, Faxastöðum og Steig,
2. janúar 1897.
Petrina Jakobsdóttir, Jakob Hagalínsson,
Sigmundur Hagalínsson, Jón Einarsson.
Til heimalitunar viljum vjer sjerstak-
lega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti,
er hlotið hafa verðlaun, enda taka þeir öllum
öðrum litum fram, bæði að gæðum og litar-
fegurð. Sjerhver, sem notar vora liti, má ör-
uggur treysta því, að vel muni gefast. — I
stað hellulits viljum vjer ráða mönnum til að
nota heldur vort svo nefnda »Castorsvart«, því
þessi litnr er miklu fegurri og haldbetri en
nokkur annar svartur litur. — Leiðarvísir á
íslenzku fylgir hverjum pakka. -— Litirnir fást
hjá kaupmönnum alstaðar á Islandi.
Buchs Farvefabrik,
Studiestr. 32, Kbhavn K.
Proclama.
Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, 22. gr.,og
opnu brjefi 4. jan. 1861, er hjermeð skorað
á alla þá er telja til skulda eptir Benidikt
Kristjánsson (póst) frá Hátúni í Seiluhrepp,
sem dó 24. desbr. 1896, að lýsa kröfum sín-
um í dánarbúi hans, og sanna þær fyrir und-
irrituðum skiptaráðanda Skagafjarðarsýslu áð-
ur en 6 mánuðir líða frá síðustu birtingu þess-
arar innköllunar.
Innan sama tíma er skorað á þá að gefa sig
fram, er skulda kunna dánarbúi þessu.
Skrifst. Skagafjarðars. 23. febr. 1897.
Jóh. Ólafsson.
Proclama.
Eptirlögum 12. apríl 1878, sbr. op. br. 4.
jan. 1861, er skorað á þá sem til skulda telja
í dánarbúi Guðmundar sál. Jónssonar á Mörk.
sem andaðist h. 2. d. desbr.m. f. á., að til-
kynna og sanna kröfur sínar fyrir undirrit-
uðum innan 6 mánaða frá síðustu birtingu
auglýsingar þessarar.
Geitaskarði 25. d. febr.m. 1897.
í umboði erfingjanna
Á. Á. Þorkelsson.
Proclama.
Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, og opnu
brjefi 4. janúar 1861, er hjermeð skorað á
alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi fröken
Önnu Thorarensen frá Stykkishólmi, er and-
aðist í Keykjavík 30. april f. á., að lýsa kröf-
um sínum fyrir skiptaráðandanum hjer í sýslu
innan 6 mánaða frá seinustu birtingu þessarar
auglýsingar.
Skrifst. Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.
Stykkishólmi 16. febr. 1897.
Lárus Hjarnason.
Eg hefi í hyggju að ferðast um Arnes- og Rang-
úrvallasýslu i vor til að gelda hesta, fyrir að eins
2 kr., með þeirri aðferð, er jeg lærði af dýra-
lækni Bruland. Því að eins að jeg fái nógu
mörg tilboð með hesta fyrir 14. mai þ. á.
Keldum 15. marz 1897.
Guðni Guðnason.
Tapazt hefir ljósmórauður trefill á götunni
frá Brydesverzlun og vestur að Bráðræði. Góð-
ur finnandi er beðinn að skila honum á skrif-
stofu safoldar mót sanngjörnum fundarlaunum.
Óskilakind. A síðastliðnu hausti var mjer
undirrituðum dregið lamb með minu markí: sneið-
rifað apt. fjöður fr. h., blaðstýft apt. v. Þar eð
jeg á ekki lamb þetta, getur rjettur eigandi vitj-
að andvirðis þess til mín að frádregnum öllum
kostnaði og samið við mig um markið.
Deildartungu 8. marz 1897.
Magnús Jónsson.
Landskjálftasamskot, meðtekin af undir-
uðum (12. augl):
Torfi Bjarnason skólastj. i Olafsdal, samskot úr
Saurbæjarhr. 59 kr. 50 a. Sigurður Pálsson fak-
tor á Hesteyri 58 kr. 15 a. (safn. sjálfur á Hest-
eyri 17 kr. 75 a., en Guðm. bóndi Kjartansson i
Hælavik 40.40). Brynj. Þorsteinsson, Sljettu: safn.
i Sljettuhreppi 44 kr. 55 a. Bogi Sigurðsson,
faktor i Skarðsstöð, safn. í Skarðsstr.hr. 58 kr.
50 a. (gaf sjálfur 12 kr., Gísli Oddsson í Akur-
eyjum 10 kr., Jón Jónsson i Rauðseyjum 10 kr.)
Sira Sigfús Jónsson í Hvammi i Laxárdal: safn.
i hans prestakalli 81 kr. 25 a. (sjálfur 10 kr.).
Stefán Guðmundsson faktor á Djúpavog: safn. í
Geithellahreppi 302 kr. 56 a. (gaf sjálfur og fólk
hans 50 kr.; Lárus Guðmundsson, Papey, 50 kr.;
Páll H. Gislas. verzlunarm. 12 kr.; Hjalmar Bald
timhurm. 10 kr.). Björn Bjarnarson sýslum. á
Sauðafelli: eptirst. af samskotum í Miðdalahreppi
58 kr. 50 a. (þar af Olafur hreppstj. Finnsson á
Fellsenda 15 kr.). Hreppstj. Jón Einarsson á
Skálanesi: samsk. úr Gufudalshr. 50 kr. Jónas
Eiríksson skólastj. á Eiðum, gjafir þar af heimil-
inu og úr nágrenninu 60 kr. Arni Jónss. hjeraðs-
læknir: samsk. úr Vopnafjarðarhr. 500 kr. Eggert
Briem sýslum.: ennfr. samsk. úr N.-Múlas. 171 kr.
95 a. Síra Kjartan Helgason í Hvammi: samskot
úr hans sókn 100 kr. Páll Einarsson sýslum. á
Geirseyri 99 kr. 27 a. (safn. i Rauðasandshr. af
0. 0. Thorlacius i Bæ 33 kr., safn.í sama hreppi
af Guðm. hreppstj. Sigurðss. 9.88, sent sýslumanni
úr sama hr. 19 kr.; safn. i Tálknaf. af Erl. Ja-
fetssyni 37.39). Samtals kr. 1,644 23
Áður meðtekið og auglýst . . . — 19,511 66
Alls 21,155 89
Reykjavik 12. marz 1897. Björn Jónsson.
Leiðrj.: í siðustu augl. (17/2) stendur Hannes
Magnússon í Deildart. o. s. frv. með 20 kr., en á að
vera 30 kr.