Ísafold - 03.04.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.04.1897, Blaðsíða 1
Kemurútýmisteinu sinnieða tvisv.i viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr., erlendis 6 ar.eða J-Vídoll.; borgist f'yrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLR Uppsögn(skrifleg)bundin vifr áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrceti 8. XXIV árg. Reykjavík, laugardaginn 3. april 1897. 21. blað. Með því að rentumiðar þeir, er fylgdu hin- 111 n óuppsegjanleguog innleysanlegu ríkisskulda- ^tjefum, er út hafa verið gefin samkvæmt dönskum lögum frá 12. nóvbr. 1886, eigi ná lengra en til 11. desbr. f. á., og því verður 'lÖ láta af hendi nyja rentumiða fyrir 11. júní P- á., hefir hið íslenzka ráðaneyti gjört þá ^áðstöfun, að landfógeti veiti viðtöku talons þessara rfkisskuldabrjefa frá eigendum þeirra þjer á landi, þeim til hægöarauka, og annist u,n útvegun n/rra rentumiða. Geta þeir eig- endur ríkisskuldabrjefa, er nota vilja aðstoð landfógeta í þessu efni, því snúið sjer til hans, °8 fengið hjá honum frekari leiðbeining. Reykjavík 27. marz 1897. Landshöfðinginn yfir Islandi. Magnús Stephensen. Jón Magnússon. Fiskverzlun vor á Spáni. Konsúllinn danski í Barcelona, aðalverzlun- ^rstöðinni fyrir íslenzkan Spánarfisk, Schíer- 1>eck að nafni, hefir ritað stjórninni í Khöfn ^3. febr. ýtarlega sk/rslu um fiskverzlun þar a»ð sem leið, og segir hann aðflutning þang- af fiski frá öðrum löndum hafa verið 3 Slðustu árin undanfarin, sem hjer segir: Frá F rá Frá Frakklandi. Islandi. Noregi og Skotlandi. pd. pd. pd. 1894.. .248.124 5,901,346 8,053,688 1895.. .651.200 2,585,092 9,056,040 l896.2,618,406 2,905,948 6,368,646 Konsúlnum þykir ískyggilegur vöxturinn í 'aðflutningnum af frönskum fiski, — meira en Wfaldazt á 3 árum, en aðflutningur á íslenzk- l|fn fiski minnkað á sama tíma um meira en þfilming; aðflutningur á norskum og skozkum f>ski raunar einnig gengið talsvert saman. Hann segir og, aö franski fiskurinn sje orð- 11111 háskalegri keppinautur en áður fyrir það, Frakkar sjeu nú farnir að þurka fiskinn ^hivert, raunar eigi til fullnaðar, en þó svo, ^ðþað má geyma,»hann og eru því bændur farn- lr að kaupa hann mikiö; áður vildu þeir ekki llentla norskan fisk og íslenzkan«. . Konsúllinn segist hafa gert sjer mjög mik- far um, að komast að fullri vissu um, hvað hinum aðflutta fiski var frá íslandi, og J'yggur sjer hafa tekizt það viðunanlega. En , sje mjög örðugt vegna þess, að alltaf sje y llí!ka að færast í vöxt að flytja hann fyrst , Kjorgvinjar og þaðan til Spánar, og sje 'nikið af slíkum fiski látið heita norskur f:l,tfi«kur. Komi það harðast niður á ísfirzka ,n,1,n, sem kallaður sje á Spáni »Libro« ‘ e- bókin), vegna þess, að þegar hann sje lln! þá flysji hann sig eins og blöð í bók, Þyki það fyrirtaksvara og jafnan gefið .^1'11 meira en annan fisk. »Það gefur þvf iiu S. Ía«, su8ur konsúllinn, »að Norðmönnum 111 Þykja heldur en ekki slægur að geta nú''5 beita svo, að það sje norsk vara, og er sv° komið, að hjcr er farið að telja libro í verðsk/rslum með norskum fiski«. Kveðst hann hafa þrásinnis fundið að því bæði við tollstjórnina og miðlaranefndina, og synt og sannað, að rangt væri alveg að telja »libro- fisk« með norskum, með þvf að alkunnugt væri, að það væri ísfirzkur fiskur; »en af því að tollurinn er eins, stendur tollstjórninni ekki á neinu að gera þar nokkurn greinar- mun, — hún gerði það áður, meðan tollurinn var mismunandi,—en miðlararnir segja, að úr því að fiskurinn komi frá Noregi innan nin norskan fisk og í norskum skipum, þá hljóti þeir að kalla hann norskan. Konsúllinn segir, að br/na nauðsyn beri til að hrinda þessu í lag. Það þurfi að fara að hafa almenn samtök um að láta ekki fisk frá íslandi flytjast til Noregs. Annars reki að því, að verzlunarvörunafniö »fslenzkur fiskur« hverfi alveg úr sögunni og danskir farmenn verði alveg af þeirri atvinnu, að flytja hann milli landa; það verði Norötnenn einir, sem flytji hann. Til þess að keppa við þá eða bægja þeim frá, þurfi Danir að fara að flytja hann sjálfir á gufuskipum, t. d. frá Færeyj- um eða Khöfn. Um fjárkláðann og útrýming hans. Eptir að hinn gamli »sunnlenzki fjárkláði« var talinn útdauður í Borgarfirði um 1877, liðu svo nokkur ár, að ekki heyrðist getið um kláða sunnanlands. En ekki löngu eptir 1880 fór á n/ að verða vart við kláða-óþrif í fje, einna fyrst á nokkrum bæjum í Borgar- firði sunnan Hvítár og á einum bæ í Noröur- árdal, en síðan víðar og víðar. Sumir kölluðu óþrif þessi »Holtastaðakláða«, er lengi hefði átt heima í sveitum nyrðra og var talinn meinlítill og hægfara. Hvort nokkuð er hæft í þessu, skiptir litlu; hitt er meira um vert, að kláði þessi er nú að sögn útbreiddur orð- inn um margar eða jafnvel flestar s/slur landsins. Hann er að því leyti ólíkvir gamla kláðanum, að þessi seinni s/kir ekki út frá sjer með nálægt því anuari eins ákefð og hinn. Bæði í rjettum á haustin og víðar liefir það opt komið fyrir, að kláðugar kindur hafa um hiíð verið saman við heilbrigt fje, og fátt eða ekkert af því þó s/kzt. A þann hátt ljet ekki gamli kláðinn að sjer hæða. Einnig hefir reynzt mjög auðvelt að lækna þennan kláða í samanburði við hinn. Almenn- ingur þekkir lyf, sem reynast óbrigðul við honum, og öllum þykir hann illur gestur í fje sínu. Bregða flestir skjótt við, er kind finnst með kláða og taka hana til lækninga, svo að hún er innan skamms orðin aptur heil- brigð. Það ber því sjaldan við, að margar kindur sjeu i einu ldáðasjúkar á sama bæ, sjaldan yfir 1—2°/0, og á mörgu- heimili verð- ur hans ekki vart tímunum saman. En dæmi eru líka til hins, að hann á einstaka bæ hefir orðið talsvert magnaður, allt að 10% fjárins haft hann; og enginn efi er á því, að væri hann látinn eiga sig afskiptalaust, mundi hann skjótt verða alvarlegur í meira lagi. Það veit líka alþ/ða, og því hefir nálega hver einasti fjáreigandi vakandi auga á honum, að láta hann ekki ná að magnast í sínu fje. Hærra hafa menn ekki hugsað í þessu máli almennt, enda hefir það fyrir einn og einn maun ekki verið til neins. Þótt einhver hafi svo gersamlega hreinsað um hjá sjer eiuhvern dag, að enginn kláðamaur nje mauraegg sjeu lifandi, hvort heldur á fje hans eða í húsum o. s. frv., og þótt hann upp frá þeim degi s/ni alla hugsanlega hiröusemi og varkárni með fje sitt, þá stoðar það hann alls ekkert til þess að varna því, að kind og kind hjá honum fái kláða. Hún fær hann sem sje af samgöngunum við annara fje. Alveg sama er um það að segja, þótt heilli sveit takist í svip að útryma öllum kláða; hvin fær hann skjótt aptur frá nágrannasveitum eða -s/slum, meðan þær gjöra ekki hið sama. Hvernig sem einstakir menn gjöra hreint fyrir sínum dyrum, að því er kláðann snertir, vofir hann sífellt yfir þeim, eins og nú stendur. Kláðanum veldur maur, sem ekki skapar sig sjálfur, eða kviknar af sjálfum sjer, eins og nylega hefir verið haldið fram í blaði einu. Hann kemur ekki fram án foreldra, fremur en naut eða sauðir, eða aðrar skepnur jarðarinn- ar. Yrði öllum kláðamaur og eggjum hans útrymt í einu á öllu landinu, þá þyrfti ekki að óttast kláða, nema hann væri fluttur inn frá útlöndum. En aptur, svo lengi sem nokk- ur maur er lifandi einhversstaðar á landinu, hvort heldur á skepnum, eða í húsum eða annarsstaðar, má sífellt búast við kláða. Eng- inn getur verið óhultur fyrir honum, hversu vel sem hann hirðir um fje sitt og hús, nema hann geti varnaö því, að fje hans hafi sam- göngur við annaö fje; en það er víðast ó- mögulegt. Eins og fyr er sagt, þekkir alþyða manna ymisleg lyf, sem — rjett notuð — reynast óbrigðul til að lækna kláöann. Hún veit, með öðrum orðum, upp á hár, hvemig á að drepa kláöamaur, og að það má heita hægt verk. Hví er þjóðin þá að viðhalda honum? Hvl verða menn ekki um allt land samtaka í að gjöra allsherjar-áhlaup í einu á óvin þennan og gjöra út af við hann? Hví á að eiga hann lengur yfir höfði sjer, og með hon- um sífellda rekistefnu með fje manna: skoð- anir, baðskipanir o. fl., o. fl.? Það sem fyr og síöar hefir viðhaldið kláð- anum, er fremur öllu öðru það, að lækjiing og s/king hefir sí og æ gengið á misvíxl., Arni sótthreinsar hús og baðar fje sitt allt vandlega í dag. Bjarni granni hans gjörir þetta sama 10 dögum síðar. Á þeim dögum kemur fjeð af þessum 2 þæjum saman, og þá fær hið baðaöa fje Arna aptur maur á sig af hinu óbaðaöa fje Bjarna. Síöan, þegar Bjarni er búinn að hreinsa um hjá sjer, fær hans fje aptur maur af fje Arna. Þetta er í stuttu máli gangurinn. Þannig í hið óendanlega: milli nágranna, milli svcita, milli s/slna, milli landsfjórðunga.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.