Ísafold - 07.04.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.04.1897, Blaðsíða 2
86 Útrýming fjárkláðans. Grein Magnúsar prófasts Andrjessonar í síðasta bl. er óefað hin langsnjallasta tillaga, er komið hefir verið með nokkurn tíma í því vandræðamáli. Hún er hæði viturlega hugs- uð, skörulega framsett og rækilega útlistuð. I>að er óhugsandi, að nokkur maður, sem hana les og er af einhverju öðru gerður en þver- höfðaskap og tómlæti, sannfærist ekki um, aS þetta er hin rjetta leið til útrymingar vogesti þessum, sem vjer ölum ár frá ári fyrir hand- vömm, nýtum mönnum til skapraunar, fjár- eigendum í kláðahjeruðunum til stórtjóns og landinu öllu til minnkunar. Með þessu allsherjar-áhlaupi, sem síra M. A. talar um, hlj'tur að mega ganga milli hols og höfuðs á óvætt þessarri. En án þess stendur stritið við hana 10—20 ár enn, eða hamingjan veit hvað lengi; — þangaö til hver fjáreigandi á landinu er orðinn svo hygginn búmaður og vel að sjer, að hann telur jafn- sjálfsagt að baða hverja kind í eigu sinni ræki- lega 1—2 sinnum á ári eins og að gefa fjenu, þegar ekki nær til jaröar, eða ryja það á vor- in, eða mjólka ærnar, ef frá þeim er fært, o. s. frv. Telur það sjálfsagt, þó að hvergi heyrist kláða getið, vegna þess, að sá tilkostn- aður og sú fyrirhöfn er hreinn og beinn gróða. vegur. Gróðinn kemur ekki einungis fram í meiri og betri ull, heldur og í fóðursparnaði. Þetta vita að vísu margir nú þegar, ekki fyrir bóklegan fróðleik sinn, heldur af marg- ítrekaSri, áþreifanlegri reynslu sjálfra þeirra. Og þeir hafa síður en ekki haldið því leyndu Þeir hafa þrásinnis gert það heyrum kunnugt, skilorðir menn og áreiðanlegir, orðlagðir bú- menn. En það þarf 10—20 ár eða meira til þess að almenningur gefi því gaum og sans- ins á það sjálfviljuglega. Hleypidómarnir í hina áttina eru svo rótgrónir og magnaöir. Hleypidómar þeirra, sem enga reynslu hafa í þessu efni, sem hafa forSazt eins og heitan eld að vera sjer úti um nokkra reynslu, en standa þó á því fastara en fótunum, að hins vegár sje það: — það sje skaðræði; baöanir sjeu misþyrming á skepnunni, baki henni heilsutjón, jafnvel einmitt fjárkláða, skemmi ullina m. m. Jú, þeir geta ef til nefnt dæmi einhvers slíks, hafi verið beitt vitlausri böð- unaraðferð eða höfð slæm baðmeöul, eða rangt blönduð. En það er vandalaust, að gera beztu meðul skaðvæn með vitlausri brúkun þeirra eSa rangri aðferð. Vjer megum því miður ekki vera að bíða eptir þessari seinlegu lækning á hugsunarhætti al- mennings. Landið má ekki við því tjóni, sem sú bið hefir í för með sjer. Veikin í skepnunum út af fyrir sig er stórmikið beint, árlegt peningatjón. Svo bætist þar á ofan lækningakostnaðurinn, árlegt lækningakák, auk hinna og þessarra valdstjórnarráðstafana, sem' einnig geta orðið útdráttarsamar fyrir almenn ing. Og loks að ógleymdu því, ef enski mark- aðurinn — eða annar útlendur markaSur — skykli opnast oss aptur, og vjer þá stöndum skömminni íklæddir sem þeir, er sjálfir bök- um oss nytt bann með því að hafa alið og ala áfram hjá oss kláða. Því fásinna er að hugsa sjer að fljóta til lengdar á því lúalagi, sem sumum fannst þjóðráð í fyrra: að Ijúga sig undan kláðagrun. En er þjóðinni, yfirvöldum og ungirgefnum, trúandi til að taka þá rögg á sig, sem þarf til þess að hagn/ta sjer ráð það, er áminnst- ur, mikilsvirtur höf. kennir? Það er hætt við, að mörgum verði á að svara þar hiklaust nei viS. Og það er vor- kunn, eptir íslenzkri reynslu að fornu og n/ju: seinlæti og röggsemisskort yfirvalda, en tóm- læti og ólöghlyðni almennings, auk hleypidóma og vanþekkingar, þar sem það er öðrum þræði í viðbót. En það er sama sem að leggja af ásettu ráði árar í bát með allai framfarir, að ganga að því vísu, að það, sem verið hefir, verða muni áfram endalaust. AS þjóðinni sje ómögulegt að taka, sem kallaö er, ærlegt viðbragð, hvað mikið sem við liggur og hversu auðgert sem það er, ef ekki vantar allan vilja. Tillögur próf. M. A. eru svo rækilega hugs- aöar og útlistaðar, að þar er í rauninni engu við að bæta. Það er að eins nokkur freist- ing til að hn/ta dálitlu aptan við eina þeirra, þótt óvíst sje, að það yrði til bóta, eða rjett- ara: hæpið, hvort það rnundi þykja framkvæmi- legt, þótt stórmikill hagnaður yrði að því fyr- ir almenning eða kostnaöarljettir, ef það lán- aðist. Það er um útvegunina á baölyfjunum, r.æg- um forða þeirra fyrir allt landið og í tæka tíð. Það er satt, sem höf. segir, að bændur þurfa að geta fengiS baðmeSul handa sjer eptir þörfum í næsta kaupstaS. Og þeim þykir sjer bezt henta að geta fengið þau í reikning hjá kaupmanni. Peningaborgun er þeim opt öröug og vex þeim því fremur að jafnaði í augum. En hvernig geta yfirvöld fariö að skylda kaupmenn til þess aS vera nægilega birgir af baðmeðulum? ESa hvernig á aS fara að, ef þeir vanrækja það? Vafningasamt get- ur orðið úr að bæta, þegar það kemst upp, t. d. undir haust, að baðmeðalabirgðir á landinu öllu eru hálfu minni en vera þarf. Eina tryggingin í því efni virðist vera sú, að yfir- völdin sjálf, amtmennirnir fyrir hönd amts- ráðanna, gerðu beina ráðstöfun um flutning nægilegra baðlyfja, góðia og vandaðra, frá einhverri áreiðanlegri verksmiðju erlendis á allar hafnir landsins með strandferðaskipunum, gegn ábyrgð syslunefnda hvað borgunina snertir. Annar kostur fylgdi og því ráSi: stórum lægra verS á baðlyfjunum. MilliliS- irnir, 2 eða fleiri stundum, milli framleiöanda, einhverrar verksmiðju suður á Þ/zkalandi t. a. m., og síöasta kaupanda, bænda uppi í sveit á íslandi, hleypa verðinu meira en lítið fram, eins og eSlilegt er, því að allir verSa að fá sína fyrirhöfn borgaða og sumir auk þess talsverða áhættu, ekki sízt kaupmenn hjer vanskilaáhættuna. Sá munur mundi skipta eigi allfáum þúsundum fyrir allt land- ið, svo að tilvinnandi yrði fyrir bændur að bera sig að borga meðulin í peningum. Önnur leiðin væri, ef yfirvöldunum þætti of mikiS í ráðizt að fara að vafsast í slíkum útvegunum, að fá einhvern eða einhverja á- reiöanlega kaupmenn til þess að annast út- vegunina gegn mjög vægum og ráðvandlega reiknuðum ómakslaunum, en s/slunefndir vá- tryggðu fyrir vanskilum -— tækju, ef á þyrfti að halda, beinlínis peningalán til þess. Það er afar-áríöandi, hver leið sem farin er, að enginn fjáreigandi á landinu geti barið því við, að hann hafi ekki átt kost á að afla sjer áreiöanlegra baölyfja og nægra, í tæka tíð. En hitt segir sig sjálft, að því minni verður tregðan að baða, sem það fæst gert með ntinni tilkostnaði. Það mun nú vitnast, áður en langt um líö- ur, hverjar undirtektir tillaga þessi fær, ekki í orði — það þarf varla miklu að kvíða uni það —, heldur í verki: hvort tekið verður til verka, til almennilegra framkvæmda, svo snemma og svo röksamlega, sem nauðsyn krefur. Strandas/slu suunanv. 24. marz: »Hagur manna allbærilegur og afkoman undan vetrinum lítur út fyrir að verða góð, enda hefir vetrarfar- ið verið eitt hið stilltasta og bliðasta, er menn muna og hagar hjer í þessu haröindaplássi lengst af nægir og góðir. Jeg hefi hvergi sjeð þess getið í blöðunuin, sem þó er vert að minnast 4, öðrum sveitarfjelög- um til eptirbreytni, að hjer var sett vönduð og rammgjör brú 4 svo nefnda Laxá, er rennur um miðja sveitina (Bæjarhrepp), og er afarillt vatn viðfangs að vetrardegi. Brúin var fyrst lögð 1895, en veturinn 1896 tók áin hana með öllu saman. Kostaði húu nálega 1100 kr. og var gjörð að mestu á kostnað sýslusjóðs. En jafnharðán var efnað til samskota og efni útvegað. i nýja hrú, er var smíðuð í sumar, 29 álna löng og rúm- lega 4 álna breið. Liggur hún á steinlímdum stöplum, nál. 9 álnuni yfir venjulegan vatnsflöt árinnar. Þessi hrú hefir kostað um 1900 kr. Er það ekki lítið fjárframlag af fámennri og fátækri sveit, Bæjarhreppi, og gott dæmi þess, að nokkuð má framkvæma, sje góður vilji, þó að ekki sjeu stór efni fyrir hendi. Beztir styrktarmenn þessa fyrirtækis voru þeir sýslumaður S. E. Sverrisson og kaupm. R. P. Riis. Yfirsmiður var Yilhj. Yngvarsson realstúdent, mesti hagleiksmaður, og leysti hann verkið ágætlega af hendi. Hjer eru þverár á hverri bæjarleið, er allan ársins tíma, nema að sumrinu, gjöra mönnum leiðan farartálma og opt baka ferðamönnum hrak- farir. Það þyrfti og ætti svo að vera, að þessi brú sje að eins b/rjunin til að greiða ferðamönn- um veginn, því að umferð er mikil. En efnin vantar, þar sem vegalögin varna okkur útkjálka- mönnum nær alls styrks af almannafje«. Múlasýsluin 2. marz: »Yfirleitt hefir tíðin verið hin æskilegasta í vetur, síðan haust-áfellið batnaði, enda var þess þörf, því að það var í- skyggilegt, gekk eiginlega í garð með október- mánaðarbyrjun, en ljetti af seint í nóvember. Síð- an hefir mátt heita sumarautt. Engin síld og enginn afli hefir verið og kaupstaðarskuldir með langhæsta móti, að minnsta kosti hjá þeim, er af sjó lifa. Kaupmenn og kaupafólk sjúga út allan ágóðann af útvegi vorum«. Skýrsla yfir húsa- og garðahrun og skaða þann, er varð af landskjálftunum 26. og 27. ágústm. f. á. á Snjallsteinshöfða og margar skemmdir þar af leiðandi. 1. Baðstofa, 13 álna löng, 6 álna breið, veggir l*/'2 al., kjallari undir baðstofu 9 ál. langur, 4 ál. víður; veggir á honum 3 ál. á hæð. Göng frá hað- stofu til dyra 4 ál. á lengd,2'/2 al áhæð. Bæjardyr 9 41. langar, H'þi ál. víðar, veggjahæð 2'þ al. Eldhús með göngum og taðhús 11 ál. langt, 5 ál. vítt, veggir 3 ál. á hæð. Stofuhús 6 ál. langt, ð'/a al. á vidd. Smíðahús ál. langt, búr 4‘þ al. langt, 5 álna vítt, veggir 3 ál. á hæð. Þessi 3 síðast talin hús voru öll í einni tópt, en þiljuð í sundur; veggir jafnháir. Yeggjalengd frá stofu til dyra 4 41., veggjahæð 3 41. Tvær skemmur, 9 ál. langar hvor, 5 ál. víð önnur, en 4 41. hin; veggir 3 ál. háir á hvorri. Smiðja 7 ál. löng, 41/ al. við; veggir 2’/a ál. á hæð, Fjós tvistætt fyrir 8 nautkind- ur; veggjahæð ls/4 al., gaflhlöðin mikið hærri. Heyhlaðan 19 ál. löng, 10 ál. víð, 6*/a ál. veggja- hæð. Hesthús þrjú, 7 ál. löng hvert, 4 ál. víð hvert, veggir 2^/a al. á hæð, jafnir á öllum. Hrúta- kofi 4 ál. á lengd, 3 ál. á vidd, 2*/a al. veggja- hæð. Tvö lamblms, 8 álna löng hvort, 5 álna við hvort fyrir ofan jötubálk; veggjahæð 2‘/a al. ; á hvoru. Beitarhás 18 álna langt, 5 álna vitt; veggjahæð 2‘/a al. Þrjú ærhús 9 ál. löng hvort,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.