Ísafold - 07.04.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.04.1897, Blaðsíða 3
87 6 ál. víð fyrir ofan jötu hvort; veggjahæð 23l*k\. jafnt á öllum húsunum; 1 minna hús. 6 álna langt, sama vídd og sama veggjahæð, sem á hinum hús- unum. Heyhlaða 10 álna löng, 5 álna við, 4 ál. v«ggjahæð. Hellisforskáli 8 álna langur, íá'/u al. á hæð að jafnaði. 1 lamhhús 6 ál. langt, 5 ál. vitt fyrir ofan jötu, 2'/2 álna veggjahæð. Tvö ^eykuml, annað 5 álna langt, 3 álna vitt, hitt 6 álna tangt, 4l/s al. vitt; veggjahæð á hvoru fyrir sig 4 alnir. 2. Húsagarður, 57 faðmar, 2*/s al. á hæð, al- fallinn. Garðar kringum hey, 35 faðmar, 2*/é al. a hæð, alfallnir. Kálgarður og hlaðgarður, 62 faðmar, 2‘/4 al. á hæð, alfallnir. Brunnur, 10 álna djúpur lika alfallinn. Túngarðar alfallnir 370 faðmar, hálffallnir 50 fað'mar eða sýnast hanga uppi. Varnargarðar, 110 faðmar alfallnir, 40faðm- ar hálffallnir. Traðaveggir, 58 faðmar hilaðir mjög eða sem hálffallnir. Allir þessir síðasttöldu veggir voru 2 álnir á Wð og sumir liðugt það. Tvær fjárrjettir, tóku um 100 fjár hvor, veggir 2*/4 al. á hæð. 3. Meisar 26, stærri og smæri, 4 kláfar, 3 föt- Ur, 2 keröld, 2 mjólkurbyttur, 4 rokkar og vef- staður töluvert eða að hálfu leyti hrotið. Pottar 20 af steinoliu töpuðust niður. Olíuföt 2 með skyri ónýttust að mestu leyti, og 1 kaggi með skyri, og brotnaði kagginn líka. 30 pd. af smjöri ánýttust að mestu leyti. 1 olíulampi, 4 matskál- ari 1 glerkanna, 6 diskar, 4 hollapör, 1 skófla og handöxi og slaghamar týndust undir mold, og Oiargt fleira tapaðist, svo sem meitlar, horar, þjal- lr, smíðatöng og togkambar. 4. Málnytuskemmdir að miklu leyti í 3 vikur, nema það sem drukkið var jafnóðum og það kom Ur skepnunum. Að miklu leyti skemmdist allt í kálgarðinum. Skaði á heyafla metinn 200 hestar. Eldiviðarskemmdir líka nokkuð miklar. Að eins 1 fjárhús fyrir 65 kindur bjekk nppi skekkt og nokkuð lamað. Að þessi skýrsla sje svo nærri sanni og rjett Votta jeg hjer með upp á æru og samvizku. Snjallsteinshöfða i marz 1897. Teitur Magmísson. * * * Framanskráð skýrsla er hjer prentuð til saman- burðar við sams konar skýrslu frá einum bæ í hinni sýslunni, Arnessýslu, í vetur í Isafold, As- um í Gnúpverjahrepp, og einnig til fróðleiks fyrir 1,1 <Mi n síðar meir um húsakynni og hýbýlagerðá mik- góðum bóndahæ sunnanlands í lok 19. aldar. Dáin 4. þ. m. að’ Stórólfshvoli merkiskon- atl frú Ingunn Jónsdóttir, s/slumanns Jóns- sonar á Melum, er fyr átti umboðsmann Run- °lf M. Olsen á Þingeyrum, — og er rektor, 'l1'- Björn M. Olsen einn barna þeirra —, en S1’ðan Pjetur bónda Kristófemon á Stóruborg. Hún var nýbyrjuð 1. árið um áttrætt, fædd 12. mar/ 1816. Hún dvaldist síðustu árin l^já dóttur sinni og tengdasyni, þeim frú Mar- gfjeti og Olafi lækni Guðmundssyni. Brauð veitt. Landshöfðingi hefir 6. þ. m. v«itt Hraungerðisprestakall aðstoðarpresti síra Ól- afi Sæmundssyni samkvæmt kosningu safnaðarins. Póstmeistari settur. Landshöfðinginn hef- lr 31. f. mán. sett Hannes Ó. Magnússon til þess fyrst nm sinn að þjóna póstmeistaraembættinu á s‘gin áhyrgð. Hljóðfæraliöið af >Heimdalli« ætlar að 8kemmta bæjarmönnum á morgun, afmælisdag kon- Uugs, með lúðrablæstri á Austurvelli kl. 4—6, Seni hjer segir: Program. 1. Afd.: !• Kong Kristians IX. Honormarch. H. C. Lnmbye. 3 Paa Vagt (Cornet Solo) . . . Dierig ’1, Holly Buch Polka. . . Grodfrey. Islandsk Lovsang.........Helgason. ■ Vaarhymne (Basun Solo). . . Weyse. ■ fleitere Lebensbilder . . . Strausz. 2. Afdeling. 7. Grandes manævres March. . Desormes. 8. Ung Werners Earvel af Op. Trompeteren. Nessler. 9. Dina Polka (Cornet Solo). G. Lumbye. 10. Marzurka af Op. Gadeskriveren. Desormes. 11. En Garde Galop..............Earbach. 12. Kong Christian (Dansk Xational Sang). Hartmann. Hvaöanæva. Svarti dauði. Það fullyrða læknar, að pest sú, er nú gengur austur í Indíafjöllum og banað hefir þar í vetur tugum þúsunda meðal þarlendra manna, sje alveg sama drepsóttin og Svarti- dauði, er gekk yfir flest lönd álfu vorrar um um miðja 14. öld og var 25 miljónum manna að bana. Hjer á landi gekk drepsótt þessi hálfri öld síðar, eins og kunnugt er. Svo tíðar og örar sem samgöngur eru nú á tímum, þykir engan veginn uggvant, að sóttin flytjist nú hingað til álfunnar, og því er jafnvel fleygt, að hún hafi stungið sjer niður í vetur í sumum hafnarborgum í sunnanverðri álfunni; flutzt þangað sjóleiðis. En með nægi- legri árvekni og röggsemi heilbrigðisstjórnenda og lögregluvalds þykir líklegt, að stöðva megi hana svo, að hún dreifist ekki út. Svartidauði gerði fyrst vart við sig hjer í álfu á Krimskaga við Svartahaf árið 1344, segir dr. Ehlers. í grein í Berlingi í vetur (29. jan.). Þá sátu Mongólar þar um borgina Kaffa, er Genúamenn áttu. Kom þá Svarti- dauði upp fyrst í liði Mongóla í umsátar- hernum, og hafði flutzt austan frá Kína; þar hafði hann verið lengi ílendur. Hrundu Mon- gólar niður unnvörpum, en þeir, sem uppi stóðu, ljetu sjer hugkvæmast það þrælmennsku- bragð, að þeir þeyttu líkum hinna sóttdauðu fjelaga sinna með valslöngum inn í hina um- setnu borg. Hlóðust þar upp háir valkestir af pestarlíkum og gerspilltu bæði lopti og neyzluvatni, en bæjarmenn hrundu niður sem hráviði. Maður er nefndur Gabriel de Mussis, ítalskur lögfræðingur. Hann var í Kaffa, er þessi ósköp dundu yfir borgina og hefir lýst þeim greinilega. Arið 1347 hjelt hann heim- leiðis til Italíu sjóveg og með honum 1000 manna; en af þeim komust einir 10 alla leið til Feneyja og Genúa; pestin hafði leynzt á skipsfjöl með þeim fjelögum og ljek þá ekki betur eu þetta. Hún drap þá á 1 ári 100,- 000 manna í Feneyjum, 70,000 í Siena, 60,000 í Flórenz o. s. frv. Þá sat páfinn í Avignon á Frakklandi; það var Clemens hinn VI. Hann tók það ráð, að loka sig inni og kynda bál í herbergi sínu dag og nótt. Bak við þetta bál sat hann og skrásetti bannfæringabrjef gegn drepsóttinni. Alþ/ða var sumstaðar ekki lengi að komast fyrir orsakir drepsóttar þessarar. Það voru að hennar dómi Gyðingar, sem af hatri við kristna menn höfðu borið eitur í neyzluvatn þeirra, brunnana. Voru þeir höndum teknir og píndir til sagna; bar það við stundum, að þeir játuðu á sig glæp þennan, eins og mörg eru dæmi, að saklausir menn játa á sig glæpi, yfirkomnir af pyndingum. Sumstaðar var ekki svo mikið haft við að krefja þá sagna; menn veittust að þeim hiösvegar, brenndu þá inni hundruðum og þúsundum sanian, og þar fram eptir götunum; í Strassborg voru þeir reknir inn í timburskála, 2000 í einu, eins og sauðir í rjett, og kveikt í; í Mainz tyndu 12,000 Gyðingar lífi í þeim ofsóknum. Það eru ekki 20 ár síðan, að Svartidauði geisaði á Rússlandi sunnanverðu, í fylkinu Astrakan. En til allrar hamingju tókst að hepta hann þar (1879). Þá hafði hann geng- ið rúmum 40 árum áður á Grikklandi og í Dunárlöndum neðan til. Blondin, linudanzarinn heimsfrægi, ljezt í vetur; hafði tvn um sjötugt. Það var hann, sem gekk á streng yfir Niagarafoss, í fyrsta sinn 30. júní 1859, að viðstæddum 25,000 áhorfendum; strengurinn var 1100 fet á lengd og 160 fet upp yfir iðunni fyrir neðan fossinn. Hann gekk blind- andi eptir strengnum — bundið fyrir augun —, ók hjólbörum eptir honum, har dálitinn böknnar- ofn á bakinu út á miðjan strenginn, setti hann þar niður og bakaði í honum pönnukökur, stóð á höfði á strengnum i flugeldavirki og bar loks mann á háhesti alla leið eptir houum; þótti það þrekvirkið mest. »Jeg sleppi þjer, ef þú hreyfir þig minnstu vitund«, sagði hann við manninn, þegar þeir voru komnir miðja vega. Meðal áhorf- andanna var prinzinn af Wales, og bauðst Blondin til að bera hann á háhesti yfir fossinn; en prinz- inn þáði eigi það kostaboð. Blondin auðgaðist mjög á list sinni á fám árum, og tók sjer þá hvíld, en missti siðan mestallan auð sinn i bankahruni; tók hann þá til aptur, á sextugsaldri. Meira að segja, ári áður em hann dó, ljek hann einu sinni list sina — eigi miður en aðrir góðir iþróttarmenn á þrítugsaldri. Yerzlun W. Fischer’s. N/komið með »Laura<,< og »Thyra«: Ullarsjöl, stór og minni. Herðasjöl, Sumarsjöl, svört og mislit. Ljerept, Tvisttau, Flonel, margar teg. Nankin, margir litir. Ermafóður, Sirz, Stumpasirz. Oxford, Vatt, Veggjastrigi. Fataefni, mjög ód/r. Cheviot, KlæSi svart, Millumfatastrigi, Vasaklútar, hv. og misl. Sjertingur, hv. og misl., Servíettur, Sæugurdúkur, fl. teg., Silkiflauel, Fóð'ur- og dagtreyjuefni. Hálsklútar , mjög fallegir, margar teg. Kveiinslipsi, ljómandi falleg, Herraslipsi. Millumpils. Barnakjólar. Jerseylív. Rúmteppi. Húfur: Barnahúfur, Stormhúfur, Otur- skinnshúfur, 3 teg., mjög ód/rar. Hattar, harðir og linir. Kvennhattar, mjög fallegir. Axlabönd. Styttubönd. Maskínutvinni. Silkitvinni. Gólfvaxdúkur. Strigavaxdúkur. Borðvaxdúkur. Handklæðadúkar. Handklæði. Svampar og margt tteira.. Verzlun W. FISCHER’S Nýkomid meö »Laura«. Griysvaniingur, mjög skrautlegur, margir ágætir og nytsamir munir, sjerstaklega hentugir til. sumargjafa, fermingargjafa, afmælisgjafa, o. s. frv.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.