Ísafold - 07.04.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.04.1897, Blaðsíða 1
Kemur út. ýmist einu sinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis 5 kr.eða l1/8 dolí.; borgistfyrir miðjan júlí (erlendis fyrir f'ram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXIV árg. Reykjavik, miðvikudaginn 7. april 1897. 22. blað. Botnvörpumálið^ erlendis. ÞaS er fullyrt af þeim, er um geta borið, stjórninni í Lundúnum hafi nú orðiS mjakað þaS lengst í áttina oss í vil, að hún vildi aS- VUast takmarkalínu þá, er Atltinson skipa- liSsforingi tiltók í fyrra, — gegn því, að botn- verpingum sje gert heimilt að fiska hvar sem þeim þóknast, grunnt eða djúpt, á öllu svæS- ’nu frá Vestmannaeyjum austur að Horni. — Qg þó því viSbættu, aS þaS yrSi aS vera komið undir góðfúslegum vilja botnverpinga sjálfra, hvort þeir skeyttu því eSa ekki, að iara ekki inn fyrir takmarkalínu Atkinsons; ®tjórnin enska hefði ekkert vald til að banna þeim aS fiska hvar sem væri utan landhelgi. I'il þess þarf sem sje lög frá parlamentinu. Stjórnin í Khöfn mun halda hinu fram, að t’axaflói sje allur friSaður. ESa svo er aS ^kilja á umræðum á ríkisþinginu í vetur; og ’nun þá hugmyndin vera, aS kaupa þá friSun wieS því aS leggja í sölurnar eitthvert annaS tiskisvæSi viS strendur landsins; en þaS verS- er auSvitaS alls ekki öSru vísi en meS sam Þykki alþingis. baS er meS öSrum orSum, aS eptir síSustu ,rjettum mun engin von vera um neina linun ;i botnvörpuplágunni hjer í flóanum á þessu ari, nema ef »Heimdalli« tekst aS bægja kotnverpingum frá aS halda sig aS staSaldri í landhelgi. ÞaS er fyrst eptir þing í sumar, að nokkur von er um nýjan rekspöl á málinu, °g þarf þá, ef duga skal, ekki einungis fúsan v’lja stjórnarinnar ensku á aS auðsýna oss 6'nhverja mannúS og sanngirni, heldur einnig að pavlamentiS semji lög, sem banna enskum Þegnum aS fiska hjer í flóanum jafnt utan landhelgistakmarka sem innan. Munu því úiiður litlar líkur til, aS það verði auSsótt. llví þau svör liggja beint viS, að vjer sjeum e'gi bættari, þó að aðrar þjóðir taki við af k-nglendingum og skafi hjer allan flóann með l’otnvörpum; ekki nái ensk lög til þeirra. Síðustu frjettir frá Krít. Og ummæli Gladstones. Kaupmannahöfn 21. marz. »TíSindi eru helzt á Grikklandi og Krít. ^tórveldin byrja í dag herskipakvían viS alla ^dt, af því her Grikkja fer þaðan eigi. Vassos, °g aSrir fyrirliSar Grikkja hafa heitið upp- 'l,aupsmönnum eSa Grikkjum á Krít heldur 'li5 láta lífið en skilja við þá. Samlyndi með- a' stórveldanna er þó eigi gott, sem betur fer í þessu máli. ÞaS eru Itússar og Vil- ''Íálinur keisari, sem nú eru harðastir á móti 'Hkkjum, en Englendingar malda í móinn. 'ladstone gamli hefir ritað brjef til hertog- 118 af Westminster um málið, er vekur mikla eptirtekt, einkum orð hans um þá keisarana Nikulás og Vilhjálm. Hann segir svo: »ÞaS er kominn tími til aS kveða upp úr. Nú sem stendur er 2 tveim stórum ríkjum með 140 eða ef til vill 150 milj. íbúa af Ev- rópubúum stjórnaS af 2 ungum mönnum, sem báSir bera keisaranafn. Annan þeirra vantar algjörlega þekkingu og reynslu, en hinn hef- ir aS eins slíka þekkingu og reynslu — sann- arlega nógu takmarkaSa — að það dettur of- an yfir menn og menn verða steinhissa, er heiminum birtist eitthvað af henni. í öðru laudinu er stjórnin hreint og beint harðstjórn, en í hinu virðist eitthvaS þvílíkt ráða að því er utanríkisstjórnina snertir. Þessi veldi hafa — aS því sem hugarfar þeirra er kunnugt— ávallt notaS vald sitt, til þess að berjast á móti frjálslyndum hreyfingum á meðal stór- veldanna.« Nú standa Grikkir og Tyrkir vígbúnir við landamærin í Þessalíu og eru allar líkur til að ófriSur byrji nú með vikunni«. Heimdallur, strandgæzluskipið, sem hjer hefir veriS við land 2 sumur undanfarin, kom hingaS 3. þ. m., — með öSrum orðum nokkr- um vikum fyr en vandi hefir verið til um hin dönsku herskip og er auk þess ætluð miklu lengri dvöl fram eptir hausti en áSur, eins og getið var nýlega hjer í blaðinu aS til stæði samkvæmt fjárveitingu ríkisþingsins. Hann kvað eiga að vera kominn heim til Khafnar 27. október; getur þá verið hjer fram undir veturnætur. Yfirforingi á skipinu er nú G. F. Holm, kapteinn í herskipaliði Dana og nafnkenndur fyrir vfsindalegar rannsóknir á austurströnd Grænlands. — MeSal óbreyttra liSsmanna á skipinu er elzti sonur hins góðfræga Islands- vinar í Khöfn, professors drs. H. Krabbe og konu hans frú Kristínar Jónsdóttur heit. ritstjóra GuSmundssonar. Hann heitir Olafur og er kand. í lögum. ÞaS er virðingar-vert og þakklætis, aS stjórn- in í Khöfn hefir orðið viS sárri þörf vorri og ósk um að njóta sem lengstan tíma árs vernd- ar varðskips þeirra hjer, og ríkisþingiS látiS af hendi rakna nægilega fjárveitingu til þess. Ekki er þeim um að kenna, er skipiS hafa sent, ef oss verSur samt minni vernd og at- hvarf í því en skyldi, sem engan veginn skal ráð fyrir gert aS óreyndu, þó að heldur tæk- ist slælega til, sje það satt, aS hann (Heim- dallur) hafi siglt rjett fram hjá mörgum botn- verpingum við veiðar í landhelgi, um leið og hann renndi hjer inn í flóann, í björtu og góðu veðri. Skulum vjer vona, að nú verSi hver síðastur úr þessu, er botnverpingar leika sjer aS staðaldri langt fyrir innan landhelgis- takmörk hjer við fjölmennustu veiöistöðvar flóans. En hreyfa þarf hann sig hjeðan af höfninni samt til þess. — Mundi ekki ráð, að hann hefði innanborðs einhvern íslenzkan sjó- mann, kunnugan vel hjer um flóann, sem gæti vísað honum á, hvar botnverpingar væru helzt vanir að halda sig, til þess hann yrði fund- vísari á þá en á innsiglingunni hingaS um daginn? ÞaS mundi og auka traust lands- manna á herskipinu, er hann kynni síðan frá að segja fróSlegum tíðindum af dyggi- legri framgöngu og vasklegri gagnvart vogest- um vorum, botnvörpuvarginum. Botnverpingar- Brjef og munnlegar frjettir sunnan að segja svo, aS vikuna sem leiS hafi floti botnverpinga haldiS sig í Leiru- sjónum og fram með Hólmsbergi, langsamlega í landhelgi, og skafiS þar botninn, óáreittir af öllum. »Þegar Heimdallur kom fyrir Skagann, 3. þ. m., voru 5 botnverpingar í Leirusjó. Þegar þeir sáu hann, hnipruðuþeir sig upp undir landsteina, unz þeir sáu, aS hann hjelt beint til Reykjavíkur. Þegar þeim þótti hann vera kominn nógu langt inn eptir, strikuðu þeir undan landi norður allan fló- ann, og hafa án efa þótzt sleppa vel. Á nótt- unni hafa þeir veriS nærgöngulastir, og eru þeir búuir að skemma veiðarfæri landsmanua og með því baka þeim aflatjón, sem trauð- lega mun hægt að meta. Hefði »Heimdallur« beygt lítið eitt við inn með landi á laugardaginn var, þá hefði liann veitt vel og að líkindum náð Reykjavík í björtu fyrir því. Sunnudaginn lá botnverpingur út undan Hólmsbergi, langsamlega í landhelgi, og fisk- aði í bezta næði.« •— — »Þann dag (sunnudag) bárust sýslumanni tvær kærur, önnur gegn 2 botnverpingum, sem fiskaS höfðu í landhelgi, og voru tilgreind númer skipanna og miSin, sem þau voru á; hin kæran yfir mönnum, sem gegn boði amt- manns og sýslumanns höfðu farið út í botn- verping, og var hún alveg löglega útbúin«. Líklegt er, að lagt verði fyrir sýslumann aS fara þegar suður og halda próf í málumþess- um, til þess að ekki skorti lögfull gögn. Minna verður ekki til ætlazt. Sjálfkrafa lítur ekki út fyrir að hanu fari, eSa hefir ekki gert það aS minnsta kosti; liann var hjer staddur í gær. Getur vel verið, aS árangurinn verði ekki mik- ill. En almenningi, sem á lífsbjörg sína und- ir því, að af ljetti þessunr ófögnuði, er ekki láandi, þótt illa uni því, ef ekki er af yfir- valdanna hálfu gengið svo óslælega í máliS, sem lög mæla frekast fyrir eða ætlast til. HingaS inn á höfn kom í fyrra dag ekki færri en 5 botnvörpuskip hvert á fætur öSru, í landsynningsroki; og mun ekki vera hægt að hafa hendur í hári botnverpingnm þeinr fyrir það, meS því svo mun verða að álíta, aS þeir hafi leitað hingaS hafnar í neyð; það var ofsarok. Þeir fóru og aptur í gær, er veðriS lægði. Þó keyptu einhverjir bæjarbúar, helzt kaupmenn, af þeim 1—2 talsvert af fiski fyrir lítið verð, enda slæm vara aS sögn, marin og úldin, nema sumt lítið skemmt eSa ekki.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.