Ísafold


Ísafold - 21.04.1897, Qupperneq 4

Ísafold - 21.04.1897, Qupperneq 4
100 víkunum; þaö er svo sem næg ástæða til þess að Heimdallur fari ekki að rekast í að rann- saka slíkar fleytur. Hvar, hvenær og hvernig endar þetta botn- verpingaböl okkar Faxaflóabúanna? Utlitið er allt af að verða svartara og svartara; nú hafa menn ofan á allt annað misst þá einu von, er þeir lifðu við í vetur, sem sje: að »Heimdall- ur« mundi eitthvað rjetta hlut þeirra. Botn- verpingar voru búnir að fiska í landhelgi tæp- an mánuð áður en varðengillinn!! kom; þeir fiskuðu þar daginn sem hann kom, alveg óá- reittir, og þeir fiskuðu þar dagana sem hann lá í Reykjavík og spilaði »fyrir fólkið«. Af öllu þessu að ráða sýndist ekki ástæðulaust, enda mál til komið, að hann gerði ofboð-litla til- raun í þá áttina að lægja ofsa yfirgangsmann- anna; en fyrst nú varðskipið ekki fann ástæðu til þess, heldur -skauzt burtu, synist mjög efa- samt, að það nokkurn tíma þykist hafa ástæðu til að hreyfa við nokkrum botnverping. Dásamleg er hin danska vernd! Keflavík 14. apríl 1897. Jón Gunnarsson. Frá útlöndum. Ensk blöð, að eins vikugömul, frá 12. og 13. þ. m., hingað komin með botnverping, herma frá innrás grískra »upphlaupsmanna« úr Þessalíu inn yfir landamæri Tyrkja núna um pálmahelgina og nokkrum smábardögum þar við lið Tyrkjasoldáns, en hann haft á orði að segja Grikkjastjórn stríð á hendur fyrir það, þó að. herlið hennar hefði engan þátt átt í þessu tiltæki, heldur haldi kyrru fyrir við landamærin, undir forustu Kontantíns kon- ungssonar. En Grikkjastjórn grunuð um, að innrásin hafi gerð verið með hennar vitund, í því skini að vekja uppreisn í Makedóníu gegn soldáni og fá þar með sprett á kýlinu, sem stórveldunum stendur svo mikill geigur af að við sje snert. Segir »Times« nú hjer um bil þrotna alla von um að ófriði verði afstýrt. Að öðru leyti bera blöð þessi með sjer, að hafnartcppa af stóiveldanna hálfu við Krít er haldið áfram, en lið Grikkja enn kyrt á eynni. William Harcourt, oddviti frelsissinna í þingi Breta, valdi þessa daga (fyrir pásk- ana) stjórninni mörg bituryrði fyrir afskipti hennar af máli Krítarmanna; kvað hana styðja þar rangan málstað og höggva þar er hlífa skyldi. Frá 14. maí er eitt herbergi til leigu í miðjum bænum fyrir einbleypan mann. Ritstj. visar á. Andrew Johnson, Knudtzon & Co., Hull (England), Telegramadresse: )>Andrew, Import, Export <(: Commissionsforretning, anbefaler sig til Forhandling af Klipfisk og alle andre islandske Produkter. Prompte og reel Betjening, Afregning & Re- misse strax efter Salget. Grundet paa gode Forbindelser blandt de störste spanske Klipfiskkjöbere, ser vi os al- tid istand til at placere hele Lasten til for- delagtige Priser. Garanterer en vis Minimumspris. Nærmere Oplysninger ved Henvendelse til Firmaet. Prima Referencer. Týnt. Sá, sem fundið hefur silfurdósir, merktar Þ. Þ., skili þeim í afgreiðslustofu þessa blaðs gegn fundarlaunum. Mosfellsbringur Í Mosfellssveit eru lausar til ábúðar í næstu fardögum. Semja má við undirritaða*. Lágafelli 13. apríl 1897. Olafur Stephensen. Brandassurance Compagni for Bygninger, Varer, Effeeter, Creaturer og Höe &c., stiftet 1798 i Kjöbenhavn, modtag- er Anmeldelser om Brandforsikring for Sysler- ne Isafjord, Bardastrand, Dala, Snæfellsnes og Hnappadal, samt meddeler Oplysninger om Præmier &c. Islandske Huse (bæir) optages ogsaa i Assurance. N. Chr. Gram. Samúel Olafsson, Vesturgötu 55 Reykjavík pantar nafnstimpla, af hvaða gjörð sem beðið er um Skriflð mjer og látið 1 krónu fylgja hverri stimpilpöntun. Nafnstimplar eru nettustu Jólagjaflr og sumargjafir. »SameiningÍn«, mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Islendinga, gefið út af hinu ev.lút.krkjufjelagi í Vesturheimi og prent- að í Winnipeg. Ritstjóri Jón Bjarnason. Verð í Vesturheimi 1 doll. árg., á Islandi nærri því helmingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prentun og útgerð allri. Ellefti árg. byrjaði í marz 1896. Fæst í bókaverzl. Sigurðar Kristjánssonar í Reykjavík og hjá ýmsum bók- sölum víðsvegar um land allt. Hið bezta Chocolade er frá sjoko- ladefabrikkunni »Sirius« í Khöfn. Það er hið drýgsta og næringarmesta og inniheldur mest Cacao af öllum sjokoladetegundum, sem hægt er að fá. Brúkuð frímerki keypt háu verði, þannig: 3 a. gul kr. 2,75 16 a. rauð... kr. 15,00 5 - blá — 100,00 20 - lifrauð — 40,00 5 - græn — 3,00 20 -blá .... — 8,00 5 - kaffibrún— 4,50 20 - græn.. — 14,00 6 - grá — 5,00 40 .. — 80,00 10 - rauð -— 2,50 40 - lifrauð — 12,00 10- blá — 8,00 50- — 40,00 16 - kaffibrún— 14,00 100- — 75,00 Allt fyrir hundraðið af óskemmdum, þokka- legum og stimpluðum frímerkjum. Ef þess verður óskað, fást 2/3 hlutar borgunarinnar með eptir-tilkalli. Annars verður borgun send með næstu póstferð. Olaf Grilstad, Trondhjem, Norge. Fineste Skandinavisk Export KaffeSurrogat er hinn ágætasti og ódýrasti kaffibætir, sem nú er í verzlaninni. Fæst hjá kaupmönnum á Islandi. F. Hjorth & Co, Khöfn. Kúlubyssur og haglabyssur af nýjustu gerð útvega jeg, og hef nú, sem ætíð, eitthvað af þeim fyrirliggjandi. Sprengi-efni (púður) alls konar, i smærri og stærri byssur, nýjustu uppfinningar, reyklaus o. s. frv., útvega jeg einnig. Kaupmönnum og þeim, er kaupa til muna, get jeg útvegað alls konar púður, högl, vopn etc., með mjög góðu verði. Kikira af öllum stærðum, frá 7 kr., útvega jeg einnig. Slíkt áhald getur, auk þess sem það er til skemmtunar, sparað mönnum margt ómaks- sporið, einkanlega á sveitalieimilum. SIGIVI. GUÐMUNDSSON. Heimsins vönduðustu og ódýrustu orgel og fortepíanó fást með verksmiðjuverði beina leið frá Carnish & Co., Washington, New Jersey, U. S. A. Orgel úr lmottrje með 5 oktövum, tvöföldu hljóði (122) fjöðrum, 10 hljóðbreytingum (re- gistrum), oetavkúplum í dískant og bass, 2 hnjespöðum, með vönduðum orgelstíl og skóla kostar í umbúðum c. 133 krónur. Orgel úr hnottrje með 5 octövum, ferföldu (33/5) hljóði (221 fjöður), 18 hljóðbreytingum osfrv. á c. 230 krónur. Orgel úr hnottrje með 6 ootövum, ferföldu (3'/2) hljóði (257 fjöðrum) á c. 305 krónur. Oll fullkomnari orgel og fortepíanó tiltölulega jafn-ódýr og öll með 25 ára ábyrgð. Flutningskostnaður á orgelum frá Ameríku til Kaupmannahafnar c. 30 krónur. Allir kaupendur eiga að snúa sjer til mín, og hjá mjer geta þeir fengið verðlista með myndum og allar nauðsynlegar upplýsingar. Einkafulltrúi fjelagsins hjer á landi I»orsteinn Arnljótsson, Sauðanesi. Agætt gulrófufræ er til sölu á Skólavörðu- stíg 8. Sigríður Asmundsdóttir. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónas- sen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. íslenzk umboðsverzlun. Undirskrifaður selur íslenzkar verzlunar vörur á marköðum erlendis og kaupir alls konar útlendar vörur fyrir kaupmenn og sendir á þá staði, sem gufuskipin koma. Söluum- boð fyrir ensk, þýzk, sænsk og dönsk verzl- unarhús og verksmiðjur. Glöggir reikningar, lítil ómakslaun. Jakob Giinnlögsson, Cort Adelersgade 4, Kjöbenhavn K. The Etlinbnrg-h Roperie & Sailcloth Company Limited, stofnað 1750. Verksmiðjur í Leith og Glasgotv. Búa til færi, strengi, kaðla og segldúka. Vör ur verk smiðjanna fást hjá kanpmönnnm um land allt. — Umboðsmenn fyrir Island og Færeyjar: F. H.jorth & Co., Kaupm.höfn K. Meyer & Schou hafa hinar mestu og ódýrustu birgðir af alls konar bókbandsverkefni, öll áhöld til bókbands, nýjustu vjelar, og stýl af öllum tegundum. Viingaardstræde 15. Kjöbenhavn K. Útgef. og ábyrgðarm.: K.jörn Jónsson. ísafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.