Ísafold - 01.05.1897, Side 1

Ísafold - 01.05.1897, Side 1
Kemur út ýmist eiuu sinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis 5 kr.eða lVadolí.; borgistfyrir miðjan júlí (erlendis f'yrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn (skvideg) bundm við áramót, ógild nema komin sje til útgef'anda fyrir 1. október. Af'greiðslustota blaðsins er í Auvturstrœti 8. XXIV árg. Reykjavik, laugardaginn 1. maí 1897. 28. blað. kemur nú ísafold út sumarlangt í minnsta lagi, miðvikudaga og laugar- daga. Af ófriðinum. Til laugardagskvelds að var, 24. f. mán., vita menn nú hjer hvað gerzt hafði með þeim Tyrkjum og Grikkjum. Fyrsta orustan hófst laugardagsmorguninn fyrir páska, í Mílúnaskarði, skammt vestur af Ólympos-fjalli og suður, og stóð í 3 daga samfleytt hjer um bil, laugardaginn og páska- dagana báða. Veitti ymsum betur, en Griklsj- um miður að lokum. Óglöggar eru sögur um það, hve liðmargir þeir hafi verið í or- ustu þessari hvorir um sig, en talið víst, að þar hafi barizt framt að 100,000 manna sam- tals. Mannfall hafði orðið allmikið í skarð- inu af hvorumtveggju; barizt af mikilli heipt. — Þeir þræta um það, Grikkir og Tyrkir, hvorir upptökin höfðu; bera hvorirtveggju af sjer. Og aldrei sögðu þeir sundur friði með sjer, Tyrkjasoldán og Grikkjakonungur, svo sem siður er til ella, nema hvað soldán varð fyrri til að kveðja heim sendiherra sinn í Aþenuborg, á laugardagskveldið, heldur en hinn sinn í Miklagarði, — á páskadagsmorgun. Þriðjudaginn, 3. í páskum, runnu Tyrkir niður á jafnsljettu fyrir sunnan fjöllin, í Þessa- líu, og unnu þar um miðjan dag borgina Tyrnavo (eða Turnavos), að þeir segja, á norðurbakka árinnar Zeragi, er rennur norð- an í Salambríu (Peneios). Þóttust þeir þá eiga greiða för suður til Larissu, er liggur eigi meira en 2 mílum dönskum sunnar en Tyrnavo, að suðurbakka Salambríu; en svo leið vikan öll, að ekki voru þeir þangað komnir og ekkert orðið frekara ágengt að heyra er en þetta á þriðjudaginn. Grikkir höfðu bar- izt við þá á tveim stöðum öðrum norður í fjöllunum, og haft þar betur, og sömuleiðis staðið í þeim allvel nærri Tyrnavo, bæði fyr- ir norðan bæinn og vestan, þótt sjálf kæmist borgin á vald Tyrkja. Eru sumir frjettarit- arar enskra blaða þar á vjettvangi fulltrúa um, áð Grikkjum muni sigurs auðið að lokum. Það gerðist á föstudaginn (23.), að soldán tók herstjórnarvöld af Edhem jarli og setti í hans stað yfir herinn í Þessalíu Osman hers- höfðingja, kappann, sem varðist í Plevna 1877 af hinni mestu hreysti, en síðan lengst af verið hallarvörður soldáns og engin hervöld haft, og gerist nú gamlaður nokkuð, hátt á sjötugs aldri. Er svo sagt, að soldáni hafi gengið afbrýði til og tortryggni, sem títt er um lítilmenni við dugandi menn, enda hafi hann af sömu ástæðu skipað nýtustu hers- höfðingjum sínum sem firrst sjer og svo að sem minnst beri á þeim. Osman var ekki kominn suður til hersins á laugardaginn. Ein frjettin segir, að nokkrar sveitir í liði Tyrkja í Þessalíu hafi gert samblástur í móti yfirhershöfðingjanum, og tekið til rána og gripdeilda, en borið fyrir sig matvælaskort og að þeir væru sviknir um mála. Vestur í Epírus var enn framar sókn en vörn af Grikkja hendi. Þar höfðu Tyrkir tekið upp það niðingsbragð einu sinni, að þeir drógu að sjer fjölda kristinna kvenna, er þeir fengu hönd á fest, og ráku fyrir sjer sem bú- fje í móti Grikkjum og skutu á þá að baki konunum sem í skjaldborg væri, í því trausti að Grikkir mundu vilja þyrma þeim, sem og raun varð á. Grikkir höfðu haldið 2 bryndrekum inn í Salonikí-flóa og skutu þar á virki Tyrkja. Spá flestir því, að þeim muni betur veita á sjó. Grunur Ijek á því, að Búlgarar mundvi hefjast handa gegn Tyrkjum og jafnvel Serb- ar og Svartfellingar. Var það almannarómur, að tækist Grikkjum að halda í við Tyrki nokkr- ar vikur, mundu bæði nýnefnd lýðskylduríki og ýms fylki í ríki soldáns rísa upp í móti honum, svo að honum riði að fullu, nema stórveldin skerist þá í leikinn. Það er haft fyrir satt, að fjöldi þýzkra fyr- irliða hafi barizt með Tyrkjum í Mílúna- skarði og stýrt þeim bardaga fyrir þá að miklu leyti. Banatilræði var Umberto Ítalíukonungi veitt sumardaginn fyrsta, 22. f. mán.; rjeðst maður að honum, þar sem hann ók i vagni eptir stræti einu í Róm og ætlaði að leggja hann með rýting, en konungur stökk upp úr sæti sínu í vagninum með svo snöggu við- bragði, að morðinginn missti hans. Póstskipið Lanra (Christiansen) kom liing- að i fyrrakveld frá Khöfn, Skotlandi og Færeyj- um (Þórshöfn) með fullfermi af vörum og allmarga farþega, frá Ameriku fyrv. ritstj. Jón Olafsson (ekki alkominn), frá Skotlandi kaupm. Björn Kristj- ánsson, frá Khöfn hingað timhurmeistara F. A. Bald ásamt syni hans og 1 verkamanni dönskum, Sigurð Sigurðsson járnsm., fröken Sigr. Þ. john- sen og frk. I. Frederiksen, en til Vestfjarða kaup- mennina Sig. E. Sæmundsen, Arna Riis, Markús Snæbjörnsson, N. Chr. Gram konsúl og Lárus A. Snorrason. Vestmannaeyjum 24. april. í janúar var mestur hiti þann 14. 8°, minnstur aðfaranótt þess 25. -r- 14,6°. í febrúar var mestur hiti þann 15. 9°, minnstur aðfaranótt þess 21. ■— 10°. I marz var mestur hiti þann 24. 8°, minnstur aðfaranótt þess 30. -f- 5.8°. í janúar var vvrkoman 120 millí- metrar, í fehrúar 148, í marz 75. Yfir höfuð hef- ir veturinn verið mildur með tiðum sunnanáttum og rigningum, en mjög lítilli snjókomu; storma- samt í meira lagi og nokkuð hrakviðrasamt. Á vertíðinni hafa gæftir verið mjög stopular sakir stormanna, stundum varla á sjó komið í hálf- an mánuð samfleytt. Enginn fiskur að ráði gekk hjer í djúpið fyrri hluta vertiðar, en eptir 20. marz gekk mikill fiskur undir Sand, en þangað gaf að eins i 5 daga. Um byrjun aprílmánaðar kom mikill fiskur í Fjallasjóinn, og var þá mok- fiski bjá Frökkum, einn t. d., sem jeg hafði tal af, fjekk 17,000 á rúmum 3 vikum, en hjer gaf aldrei frá 4.—16. april, að báðum þeim dögum meðtöldum. Siðan hafa vei'tíðarskip haft lóðir, og hefir allvel aflazt á þær hjá flestum. Hæstur hlutur er hjer nú 390 af þorski ug löngu, auk ýsu skötu o. fl., meðalhlutur um 220. Kaupskip kom hingað 20. marz með alls kon- ar vörur, liggur síðan aðgerðalaust. Heilbrigðisástand gott; kíghóstinn á förum, hef- ir orðið einu barni að bana. Dæmt meiðyrðamál- Síðara meið- yrðamálið og skaðabóta — tveim málumsteypt saman •— Þorvaldar lögregluþjóns Björnsson- ar móti ábyrgðarmauni »Fj.-konunnar« var dæmt fyrir bæjarþingsrjetti í fyrra dag, af landritara Jóni Magnússyni sem settum dóm- ara í því, með þeim úrslitum, að ábyrgðar- maðurinn var dœmdur í 40 kr. sefeí(til vara 15 daga einfalt fangelsi) og til 30 kr. málskostnað- arútláta, en átalin ummæli dæmd dauð og 6- me.rk. Skaðabótakrafa cigi tií greina tekin, með því að enginn skaði væri saunaður. Meiri þilskipakaup- Enn hafa veriS keypt 2 þilskip í Hull liingaS til fiskiveiSa og eru væntanleg þá og þegar, annaS af Birni kaupmanni Kristjánssyni handa Filippusi bónda á Gufunesi og nokkrum útvegsbændum hjer í bænum, »City of Manchester«, 79 smál., bezta skip aS sögn, en hitt hefir kaupm. Th. Thor- steinsson eignazt, »Shakespeare«, 85 smál., Ijómandi fallegt skip og vandað. ÞaS er 2. skipið, sem hann eignast þetta ár. Aflabrögð- Þessa viku, frá því þriðju- dag — miðvikudag, hefir verið töluverður afli hjer á inn-nesjum, af vestangöngu, vænum þorski og stútung, en fariS þó mikið að draga úr því aptur; mjög dauft hjer í gær. Svo var mikill aflahugur í Akurnesingum, þegar Vesta kom þar, á miðvikudagskveldið, aS þar fekkst ekkert fólk til uppskipunar, og varð að senda eptir verkaliði hingað í því skyni. Þilskipa-afli góSur enn, það menn til vita, og hjer kominn mikill fiskur á land úr þeim frá því þau fóru fyrst út, og hann mikiS vænn yfirleitt. T. d. voru 2 skip Th. Thor- steinssons búin aS fá á páskum samtals 24,000 (7—8 skpd. úr hverjum 1000 fiskum, —væn- leikinn það), og hákarlaskip hans, »Matthild- ur«, fengið, ér hún kom síðast, samtals 176 tunnur. Drukknun Bátur fórst í fiskiróðri af Akranesi miðvikudaginn 28. f. m., með 3 mönn- um, er drukknuðu allir: formaðurinn, Guð- mundur bóndi Guðmundsson í Lambhúsum á Skipaskaga, atorkumaöur mikill og nefndar- maður, allvel efnaður, 54 ára að aldri; Olafur Pálsson, húsmaður á Skaganum, dó frá konu og 2 börnum ungum; og Teitur Björnsson, bóndi í Leirárgörðum, ungur maðnv og efni- legur búhöldur. Veður var hvasst, en djarft hlaSið, ef til vill, því afli var mikill á Skag- anum þann dag, nýbyrjaður. Tvisvar í viku

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.