Ísafold - 05.05.1897, Page 1
Kemur út ýmist einu sinnieða
tvisv.í viku. Yerð árg.(90arka
minnst) 4kr., erlendis 5 kr.eða
l’/adoll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrirfram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema kornin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstrœti 8.
XXIV árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 5. mai 1897.
29. blað.
Landsbankinn.
Til frekari glöggvunar fyrir lesendur Isa-
foldar skal hjer farið nokkrum orðum um
bankareikninginn 1896, sem prentaður er í
síðasta tölubl., einkum gjörður samanburður
við fyrri ár.
Lánveitingar úr bankanum hafa verið miklu
meiri árið, sem leið, en undanfarandi ár, eins
og sjá má á þessum samanburði síðustu 3
ára:
1894 1895 1896
kr. kr. kr.
F asteignarveðslán... 120,584 136,386 166,356
Sj álfskuldarábyrgð-
arlán .... 131,082 162,863 202,400
Handveðslán 24,485 16,050 43,610
Ábyrgðarlán sveita-
og bæjarfjel. o. fl. 1,025 15,950 20,100
Akkreditivlán . 1,065 350 »
278,241 331,599 432,466
Víxla- og ávísanakaup fara einnig mjög 1
vöxt. Af víxlum og ávísunum hefir bankinn
keypt síðustu 3 árin:
1894 1895 1896
kr. kr. kr.
Víxla............. 329,209 443,562 571,451
Ávísanir .... 44,044 60,565 72,976
Víxillánin hafa aldrei verið eins mikil og
árið sem leið, enda voru þá víxlar keyptir fyrir
meira en hálfa miljón króna. En allar lán-
veitingar úr bankanum (o: skuldabrjefalán og
víxil- og ávísanalán samanlögð) hafa árið 1896
numið frekri 1 miljón króna.
Endurborganir lána hafa gengið tiltölulega
miklu ógreiðara árið 1896 en næstu ár und-
anfarin, og er það bein afleiðing af örðugum
hag landsmanna það ár (fyrir markaðsleysi,
aflaleysi |við Faxaflóa, landskjálftavandræðun-
um o. s. frv.). Utistandandi lán bankans
voru sem sje nál. 120 púsund krónum hærri
1 árslok en í ársbyrjun.
I alls konar skuldabrjefalánum átti bankinn
útistandandi í árslok:
1894 1895 1896
kr. kt'. kr.
968,544 1,016,474 1,133,821
I víxlum og ávísunum átti bankinn úti-
standandi um síðastliðin áramót rúm 86,000
krón.
Hlaupareikningsviðskipti við bankann fara
mjög í vöxt, og er það eðlilega einkum kaup-
maunastjettin, er þau viðskipti notar.
Innlög á hlaupareikning voru árið 1896
meira en hálf miljón krón.
Útborganir af hlaupareikningsfje voru 30,-
000 kr. meiri en innlögin, og var innstæðan
þeim mun lægri í árslok en í ársbyrjun.
Sparisjóðsinnlög voru síðastl. ár stórum
meiri en nokkru sinni áður. Innlögin námu
sem sje alls 856 þús. krón. Aptur á móti
var eigi útborgað meir en 757 þúsund kr. —
sem rcyndar einnig er miklu meira en að
undanförnu. — Hefir innstæðufjeð þaunig,
þegar vextir, rúm 82 þúsund krón., eru tald-
ir með, aukizt um 131 þúsund krónur árið
1896, enda voru innlögin i árslok það ár
innistandandi í bankanum orðin 1065 þúsund
krón. eður nokkuð á aðra miljón.
Á þeim tæpum 10 árum, sem liðin eru síð-
an bankinn tók við fyrv. sparisjóði Revkja-
víkur, hefir sparisjóðsinnstæðufjeð hjer um bil
þrefaldazt.
Tæp 3,700 talsins voru þeir, er fje áttu í
bankanum með sparisjóðskjörum 31. desbr.
1896.
Viðskipti við útlönd fyrir milligöngu Lands-
bankans voru árið 1896 mjög svipuð og næstu
ár á undan. Hefðu þau án efa vaxið meira,
ef greiðara hefði verið um fjársölu og aðra
verzlun. Peningasendingar Reykvíkinga til
útlanda ganga því nær eingöngu orðið gegn
um hendur bankans, nema smásendingar. En
aptur á móti er talsvert af fje frá öðrum hjer-
uðum landsins sent til útlanda í póstávísun-
um.
Af varasjóði fyrv. sparisjóðs Reykjavíkur
var árið 1896 varið 800 kr. til styrktar ís-
húsi 1 Reykjavík. Ennfremur var kcypt liús-
eign í Rvík fyrir 7000 kr. af fje sjóðsins.
Auk þess voru af varasjóði bankans
keyptar húseignir fyrir 46,000 kr. Átti bank-
inn þannig í árslok 1896 húseignir í Reykja-
vík, er kostað hafa 53 þúsund kr..
Varasjóður bankans var í árslok 1895 rúm
160,280 kr., en er í lok ársins 1896 um
173,360 krónur, og hefir þannig á árinu 1896
vaxið um rúml. 13,000 kr., og hefði vaxið miklu
meira, ef ekki hefði þurft að taka tillit til
gangverðslækkunar á útlendum verðbrjefum
þeim er bankinn á, en slík lækkun nam frá
nýjári 1896 til ársloka s. á. hjer um bil7000
kr., er varð að draga frá ágóða bankans það
ár.
Sje viðbætt fyrirframgreiddum vöxtum, 26
þúsund krónum, og varasjóði fyrv. sparisjóðs
Reykjavíkur, tæpum 12 þús. krónum, við of-
annefndar 173 þús. kr., sem varasjóður bank-
ans nú er orðinn, verða það 211 þús. krómir,
sem bankinn í rauninni hefir til að standa
straum af því tjóni eða þeirn óhöppum, er
liann ef til vill kynni að verða fyrir.
Með slíkum búskap er varla hætt við hor-
felli eða uppflosnun.
V5 1897. S. B.
Biflíuljóðin og Dagskrá.
Biflíuljóðum sjera Valdimars Briems hefur
verið vel tekið í blöðum vorum og v/st engu
síður af alþíðu manna, sem maklegt er. Ein
hjáróma rödd hefur þó látið til sín heira í
Dagskrá I, 56.—59. tölublaði, frá hinu unga
og efnilega skáldi, Einari Benidiktssini. Af
því að mjer finst ritdómur þessi vera mjög
svo ósanngjarn og meira að segja beinlínis
órjettlátur, ætla jeg að leifa mjer að gera við
hann fáeinar athugasemdir.
I löngu riti, eins og Biflíuljóðin eru, er
altaí hægt að finr.a eitthvað til að hengja
hatt sinn á. Jafnvel hið besta skáld er ekki
altaf jafnvel firirkallað, og »það kemur stund-
um firir«, segir Horatius, »að góðskáldið
Hómer dottar«. y>Verum ubi plura nitent in
carmine, non ego paucis offendar maculis<i —
»Þegar allur þorri skáldmælanna er vel ort-
ur, mun jeg ekki hneixlast á fáum blettum«.
Mjer dettur alls ekki í hug að neita því, að
slíkir blettir kunni eða jafnvel hljóti að finn-
' ast á Biflíuljóðunum, enn jeg held því fram,
að þeir sjeu tiltölulega mjög' fáir og afsakan-
legir, og ef jeg lít á ritið í heild sinni, þá
verð jeg firir mitt leiti að skoða það sem eitt
hið merkilegasta og fegursta skáldrit, sem ort
hefur verið á /slenska tungu, síðan landið
bigðist, eins og það er að vöxtunum hið
stan'sta, sem jeg man eftir, og jeg tel það
vera sannkallaðan gimstein í bókmentum þess-
arar aldar. Ritdómari Dagskrár er gjörsam-
lega blindur firir öllum hinum miklu kostum
Biflíuljóðanna; að minsta kosti verður honum
ekki að vegi að benda á neitt af því marga,
sem þar er snildarlegt og fagurt. Hann ein-
blínir að eins á það, sent honum virðist mið-
ur fara.
Enn hefur honum þá tckist að finna þá
bletti, sem þó vafalaust hljóta að vera á Bifl-
íuljóðunum? Eru aðfinningar hans á rökum
bigðar? Nei, flestar þeirra hafa að m/nu áliti
við alls engin rök að stiðjast, sumar eru svo
ljettvægar, að aðfindnin reinist vera hótfindni,
og að eins eina þeirra tel jeg ekki ástæðu-
lausa. Jeg' mun nú reina að finna orðum
mínum stað.
I firsta kvæði Biflíuljóðanna, tim sköpun-
ina, finnur ritdómarinn að viðkvæðinu: »Þá
varð kvöld og þá varð morgun þeim degi á«,
segir, að áherslan á »þeim« sje röng, rímorðið
»á« of máttlaust, og öll sje setningin afbök-
un á »hinum sterka stíl« bifl/unnar — þar
standi: »Þá varð kvöld og' þá varð morgun
hinn firsta dag«. Jeg firir mitt leiti get nú
ekki fundið neitt »sterkt« í þessum orðtim
biflíunnar »hinn firsta dag«, nje heldur neitt
veikt í þv/, sem sjera Valdimar hefur sett /
staðinn, sem þíðir alveg hið sama. Enn til
þess að skilja, hvernig á því stendur, að
skáldið hefur hjer breitt frá orðum biflíunn-
ar, verðum vjer að lesa firsta kap/tulaun /
Genesis. Sköpunarsagan er þar greind eftir
dögum í sex kafla, og við endann á hverjum
kafla stendur: »Þá varð kvöld og þá varð
morgun hinn firsta, annan, þriðja o. s. frv.
dag«, þaunig að talan ein breitist eftir röð
daganna. Firir skáld, sent velur sjer þetta
sem irkisefni, liggur nærri að gera þessi orð
að viðkvæði, af þv/ að þau eru endurtekin
svona sex sinnum. Enn best fer á þv/, að
viðkvæðið sje altaf hið sama, og því ber hjer
brína hugsunarfræðislega nauðsin til að breita
frá orðum bifl/unnar, eins og sjera Valdintar
hefur gert. I staðinn firir »hinn firsta, ann-
an, þriðja o. s. frv. dag« hefur hann sett
))þeim degi á«, og lætur röð erindanna sogja
til, hver dagurinn sje / röðinni. Það er alveg
hugsunarrjett, að aðaláherslan er hjer látin
lenda á ))þeim<(, því að hjer er einmitt / hvert
skifti verið að ræða um þann dag, sem búið
er að skíra frá í þv/, sem næst fer á itndan,
* mótsetningu við hina dagana. Að því er
snertir rímorðið ))á«, þá er það altítt í ís-
lenskum kveðskap bæði að hafa forsetning á
eftir þv/ orði, sem það stjórnar, og að brúka
forsetning sem rímorð. I fjórum hinum firstu
Passíusálmum Hallgríms Pjeturssonar hef jeg