Ísafold - 26.05.1897, Qupperneq 2
138
gmndvelli<K, eða jafnvel að eins í »líka stefnu
eins og að undanförnu« (Isafjarðars.),
Þetta sýnir, að hið eina, sem hægt er að fá
út úr yfirl/singum kjósenda á þingmálafund-
um víðs vegar um land, er sk/laus meirihluta-
vilji fyrir því (13 kjördæmi gegn 8) að halda ekki
fram endurskoðuninni óbreyttri frá síðustu þing-
um. Það var þó vandaminnst að segja það,
ef sá hefði verið vilji manna. En af því að
svo var eigi, orðuðu þeir það (í 7 kjördæmum)
hins vegar: »í sömu stefnuo, »á sama grund-
velli«, »í líka stefnu«. En 6 kjördæmi voru
jafnvel mótfallin hinni sömu eða líkri stefnu,
hvað þá heldur hitt.
Af þessu sjest, hver fjarstæða það er, að
tillögumenn hafi á þingi í fyrra greitt atkv.
þvert ofan í yfirl/stan, almennan þjóðarvilja.
Enn fjær rjettu verður það þó, er þess er
gætt, að kjósendur höfðu aldrei átt kost á að
lysa yfir skoðun sinni á þessari aðferð, sem
tillögumenn komu fram með á þinginu. Hefði
svo verið, er eigi einungis mjög líklegt, að fyr-
nefnd kjördæmi, sem ekki vildu láta halda
endurskoðuninni fram óbreyttri, hefði aðhyllzt
hana, heldur getur vel verið, að sum hinna
kjördæmanna (8) hefðu gert það líka; það er
ekkert hægt um það að segja með vissu af
eða á, vegna þess, að málið lá eigi fyrir í því
formi. Með tillögunni, eins og hún var sam-
þykkt af þinginu, var málinu einmitt haldið
fram á sama grundvelli og áður, haldið fast
við undirstöðuatriðin í sjálfstjórnarkröfunum
frá undanförnum þingum; að eins valin n/ að-
ferö til að reyna að fá þeim framgengt, vegna
þess, að hin aðferðin var ekki einungis s/nilega
árangurslaus, heldur heinlínis óframkvæman-
leg í það sinn, — frumvarpið átti víst að falla
í efri deild.
VI.
Kátleg í meira lagi er firra höfundarins um
lögleysuþingsályktunarinnar(tillögunnar) vegna
þess, að þar er skorað á stjórnina að gera það
og það, í stað þess að snúa sjer til konungs.
Eins og að hver meðalgreindur og læs kjósandi,
hvað þá heldur þingmenn, viti eigi það, að
orðið »stjórn« þ/ðir sama sem »konungur og
ráðaneyti hans«, af þeirri einföldu ástæðu, að
löglegar ályktanir og athafnir viðvíkjandi stjórn
landsins geta alls eigi til orðið öðru vísi en að
þeir tveir liðir vinni saman eða sjeu sammála,
uema svo sje, að ráðaneytinu (ráðgjafanum) eða
öðrum valdsmönnum hafi á löglegan hátt ver-
ið sjerstaklega á hendur falin forstaða einhverra
(minni háttar) landsstjórnarmála. Konungur
getur einn út af fyrir sig ekkert landstjórnar-
handarvik gert, svo að gilt sje og löglegt.
Hann gat það, meðan hann var einvaldur, en
úr því ekki. Þar sem stjórnarskráin (o. fl. lög)
talar um víða, að hann geri það og það, hafi
vald til að gera það og það, þá er, eins og
allir vita, átt við, að hann og löglegt ráðaneyti
hans, hvort heldur er einn maður eða fleiri,
geri það; annars er það alveg ógilt. Því er
það, að hvort heldur sagt er »konungur« eða
»stjórn«, þegar svo á stendur, þá kemur það
í sama stað niður; orðavalinu er hagað eptir
því, hvort betur þykir við eiga í því og því
sambandi.
Raus höf. um, að tillögumenn og þingið að
þeirra hvötum hafi látið sjer verða á mikil ó-
hæfa með því að beina máli sínu til »stjórnar-
innar«, en ganga fram hjá »konunginum«, er
því eintómur hjegómi og reykur. Það ætti því
að eins við, að kouungur hjeldi enn einveldi því,
er hann afsalaði sjer fyrir nær ’/2 öld. Það
mun þó ekki vera skoðun höf., að svo sje? Að
Danakonungur sje enn einvaldshöfðingi yfir Is-
landi, þótt ekki hafi hann verið það í Dan-
mörku í 49 ár undanfarin? Að alþingi hafi að
eins ráðgjafaratkvæði, eins og fyrrum, o. s. frv.?
pá ættu orð hans og ummæli auðvitað vel við.
En mundi hann ekki kalla það »afsal og upp-
gjöf á lögleiddum sjálfstjórnarrjettindum Is-
lands« hjá öðruml
Landskjálftamálið.
Þeir komu að austan aptur núna á sunnu-
daginn, skoðunarmenn landskjálftasamskota-
nefndarinnar, þeir Þórður amtsráðsmaður Guð-
mundsson á HálsiogJón Sveinsson trjesmiður.
Þeir fóru um alla hreppa Rangárvallasyslu og
flestalla í hinni s/slunni (Árness.). Ymsa
galla fundu þeir á undangengnu skaðamati
sumstaðar eða komtxst að ólíkri niðixrstöðu; en
sumstaðar óaðfinnanlegt. Mun ferð þeirra að öll-
xxm líkindum bera mikilsverðan árangur, bæði
hvað skiptin snertir —• sem fram eiga nú að
fara í næstu viku — og eins vegna örvandi
áhrifa til góðra og verulegra húsabóta. Leizt
mönnxxm mjög vel á timburhúsa-uppdrætti þá,
er Jón Sveinsson hafði meðferðis, eptir sjálfan
sig, og áður hefir getið verið hjer í blaðinu;
og er nú áformað að láta birta þá á prenti,
ásamt tilheyrandi áætlunum og leiðbeiningum,
samkvæmt áskorun manna á landskjálftasvæð-
inu, enda getur naumast hjá því farið, að
þeir komi fleirum að góðu haldi.
í yfirlitssk/rslu sinni um ferðitta segja
skoðunarmennirnir svo meðal annars:
»Fyrst er að taka það fram, að stai'f okkar
var að /msu leyti mjög erfitt, þar sem tím-
inn var naumur til að fara um svo stórt svæði;
gátum við því ekki komið nema á nokkra bæi
í hverjum hreppi; af því leiddi það, að ástæð-
ur þeirra, sem fyrir tjóninu urðu, gátum við
að litlu kynnt okkur, en eptir því sem okkur
kom það fyrir sjónir, ætlum við yfirleitt vel-
megun góða í flestum hreppum s/slna þessara,
þótt rnismunandi sje í ymsum hreppum. —
Höfum við við flesta hreppa tekið sjerstaklega
fram álit okkar þessu viðvíkjandi, en okkur
þykir hjer við eiga að taka það fram, að
nokkrir helztxx monn báru sig mjög vel yfir
skaðanum, og ymsir tóku það fram — eink-
um í Rangárvallas/slu —, að álit þeirra væri,
að þótt engar bætur hefðu komið, mundi allt
hafa bjargazt, en auðvitað með miklum erfið-
leikum, og væru jafnt fyrir þetta þakklátir
öllum hinxxm veglyndu gefendum, ásamt hinni
heiðruðu samskotanefnd — gefendunum fyrir
bróðurlega hluttekningu, og nefndinni fyrir
áhugamikinn, en vandasaman og erfiðan starfa
—, og töldu það siðferðislega skyldu þiggjend-
anna ekki að eins að vera þakklátir í orði,
heldur einnig í verki á þann hátt, að láta
gjafírnar verða að sem varanlegustu gagni, t.
d. með verulegum húsabótum eptir því, sem
hver gæti framast. Um tjónið í heild sinni
er það að segja, eptir því sem það kom okk-
xxr fyrir sjónir, að það hefir að vísu verið
stórkostlegt; er þó auðvitað mál, að allt ann-
að er að sjá það nú, eptir að svo langur tími
er frá liðinn, heldur en fyrst eptir hrunið, og
sízt mun ofsögum sagt af því, hvíllkar hörm-
ungar fólk á aðal-svæði landskjálftanna hefir
liðið, meðan á því stóð og fyrst á eptir; en
það dylst ekki, að slæmt byggingarlag hefir
að nokkru leyti átt þátt í hruninu, t. d. eru
flest fjenaðarhús byggð með sperrum, settum
á veggina, og xitan á þeim all-optast þung
hella; bæjarhús, svo sem eldhús, búr, bæjar-
dyr og skemmur eru optast grindalaus —
engir stafir —. Baðstofurnar erxx byggðar
optast með grind, það er að segja með stöfum,
en fótstykkjalaxisar, stafir settir á steina, og
optast þessi þxxnga hella xxtan á öllum viðun-
um. Er ekki að furða, þótt hús með þessu
byggingarlagi ekki stæðist landskjálftana, svo
stórkostlegir sem þeir hafa verið; því reynsla
er fyrir, að þaxx endast nxjög illa, þótt ekkert
óvanalegt komi fyrir.
Svo sem að framan er sagt, gátum við ekki
komið nema á einstöku bæi í hverjum lireppi;
völdum við þá að nokkru leyt.i eptir því, senx
leið okkar lá beinast, og að nokkrxx leyti eptir
bendingum hreppstjóra eða annara matsmanna,
en gjarnast vildum við velja einhverja þá bæi,
sem hæst mat var á og lægst, og svo meðal-
upphæðir, og optast gátum við komið þessu
við. Á þeim bæjum, sem við skoðuðuxn, mát-
um við svo nákvæmlega, sem við gáturn, spjöll
á hverju einstöku húsi, görðum eða öðrum
mannvirkjum, eptir þeim mælikvarða, sem
við upphaflega sköpuðum okkur, en hann var
sá, hvað kostaði í okkar byggðarlagi aö byggja
slík hús, t. d. yfir hverja kind, kxi eða hest,
og bæjarhús eptir stærð og byggitigarlagi;
drógum síðan frá þeirri upphæð fyrir fyrn-
ingar á húsum, eptir því sem við gátum næst
komizt um ásigkomulag þeirra fyrir hrunið;
en auðvitað urðum við þar stundum að fara
eptir sögn húsbændanna eða annara, þá er búið
var að breyta húsunum eða byggja þau
xtpp að öllu leyti; en mjög mörg hús hanga
uppi og það á aðal-landskjálftasvæðinu, —sem
talið er, — og eru stórar sltemmdir á.
Eptir þessari reglu mátum við skemmdir jafnt
í öllum hreppum, án tillits til örðugleika við
aðflutninga, sem kunnugt er að eru mjög mis-
munandi í /msum hreppum á skaðasvæðinu.
Þó við hefðum skaðamatssk/rslurnar með-
ferðis, var regla okkar að taka þær ekki fram
í hverjum einstökxxm hreppi fyr en við vær-
um búnir að öllu leyti með okkar mat, til að
varast, að mat matsmanna hefði áhrif á okkar
mat.-------—.
Hvernig sem þessi starfi okkar hefir tekizt
og að hve miklu leyti sem hin heiðraða sam-
skotanefnd álítur vert að taka þetta álit okk-
ar og hin einstöku möt til greina, þá höfum
við þá meðvitund, að hafa vandað verk okkar
eptir því, sem okkur var unnt, og enga freist-
ingu höfðu við til neinnar hlutdrægni, vorum
öllum mönnum hjer áður jafnt ókunnugir, en
rnættum nú jafnt alstaðar sömu velvild og
rausnarlegum viðtökum eptir ástæðunx hvers
eins«. — —
Kláðalækningar i K,jósarlireppi.
Vissulega hefir rnargau rekið í »rogastanz«, er
hanu i Isafold sá, að kláði var á 12 bæjum í
Kjósarhreppi nú í april, — þó naumast komið öll
kurl til grafar — eptir allt, sem skrafað og skrif-
að hefir verið hjeðan um kláðalækningar og bað-
anir. Jeg vil nú skýra frá, hvernig kláðalækn-
ingarnar hafa gengið, ef verða mætti, að það
kynni einhverjum að verða til leiðbeiningar seinna
meir við lækningar.
Veturinn 1892—93 fóru hjer í hreppi fram, að
tilhlutun yfirvaldanna, skoðanir eptir nýár á þeim
hæjum, er kláði fannst á. Voru, auk hreppstjór-
ans, skipaðir 5 baðstjórar. I apríl fannst þá
kláði á stöku hæjum, en þó mun ekki hafa verið
baðað á kláðabæjunum, sízt alstaðar, heldur horið
í veiku kindurnar, og sumstaðar ekki sem tryggi-
legast.
Eins og gengur, fundu menn ýmislegt að þess-
um kláðaráðstöfunum, t. d. að tveir baðstjórar
voru látnir baða á sumum fólksfáum bæjum upp
á borgun frá almenningi í hreppnum, og að bað-
stjórarnir fengu fyrir skoðanir og baðanir meira